Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 B 9 NFRÉTTIR EINKAREKSTUR á sviði heil- brigðis- og menntamála verður í brennidepli á námskeiði sem hefst í Háskólanum í Reykjavík 22. septem- ber nk. undir yfirskriftinni Ný tæki- færi í einkarekstri, en það eru Há- skólinn í Reykjavík og Verslunarráð Íslands sem standa að námskeiðinu í sameiningu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Stjórnendaskóla háskólans, segir að megintilgangur námskeiðsins sé að efla grasrótina, eins og hún orðar það, að hjálpa fólki sem hefur hugmyndir að atvinnu- rekstri í þessum geirum að hrinda þeim í framkvæmd. Þorbjörg segir að Stjórnendaskólinn hafi mikla reynslu af kennslu í frumkvöðlafræð- um og námskeiðið sé byggt upp eins og þau frumkvöðlanámskeið sem skólinn hefur verið með undanfarin ár. „Námskeiðið skiptist í þrennt. Fyrst verður unnið markvisst með hugmyndir þátttakendana þar sem farið er yfir stöðugleika hugmynd- anna með tilliti til áhrifa umhverfis- ins, eins og þjóðfélagslegra og sam- keppnislegra. Í öðrum hluta verður farið í saumana á því hvernig unnið er að tilboðsgerð og hvernig semja á við ríki og sveitar- félög. Að lokum verður farið í gegnum gerð fjár- hagsáætlana og þátttakendur fá kennslu í samn- ingatækni og áætlanagerð. Á námskeiðinu hitta þátttakendur þjálfara úr við- skiptalífinu sem leggja mat á hugmyndir þeirra og sérfræðingar úr heilbrigðis- og menntageiranum koma í hópvinnu- tíma til að miðla sinni þekkingu.“ Þorbjörg segir að námskeiðið sé allt í allt 64 klukkustundir og kenn- arar komi meðal annars frá ríki og bæ, Háskólanum í Reykjavík og frá atvinnulífinu. Spurð um eftirspurn eftir nám- skeiði sem þessu segir Þorbjörg að miðað við eftirspurn sem hafi verið eftir frumkvöðlanámskeiðum í há- skólanum og þær hugmyndir sem umsækjendur voru með sé ljóst að margir séu að velta fyrir sér stofnun fyrirtækis með þátttöku ríkis eða sveitarfélags. Vantar fleiri umsækjendur um einkarekstur Aðspurð hvort slæm reynsla síðustu ára í einkarekstri, t.d. í Áslandsskóla í Hafnarfirði og heilsugæslustöð sem nýlega var aflögð, fæli fólk ekki frá svona starfsemi segir Þorbjörg svo ekki vera. „Markmiðið er að efla grasrótina svo við fáum t.d. fleiri en einn aðila til að sækja um þegar einkarekstur er boðinn út. Í Áslands- skóla var bara einn umsækjandi, en vænlegast er að nokkrir umsækjend- ur keppi um hituna.“ Þorbjörg segir að hugmyndin að námskeiðinu hafi komið frá Verslun- arráði, en Verslunarráð rekur Versl- unarskólann og Háskólann í Reykja- vík. „Verslunarráð hefur mikinn áhuga á bættu menntakerfi í landinu og rekur þessa tvo skóla. Einkarekst- ur í skólum og heilbrigðisþjónustu er orðinn þekkt fyrirbæri í nágranna- löndum okkar og er kominn til að vera. Verslunarráð og Háskólinn í Reykjavík vilja með þessu undirbúa þá einstaklinga sem hafa hugmyndir sem tengjast þessari þjónustu og hjálpa þeim af stað,“ sagði Þorbjörg að lokum. Námskeið um einkarekstur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.