Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 1
18. september 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Nýr forstjóri Granda leysir frá skjóð- unni, aflahæstu skipin á síðasta fisk- veiðiári og aukinn kvóti í Barentshafi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu MJÖG mikil eftirspurn hefur ver- ið undanfarna mánuði eftir varanleg- um kvóta í krókaaflamarkskerfinu og hefur markaðsverð aldrei verið hærra. Þorsktonnið af krókakvóta hefur verið selt á 950 þúsund krónur, þ.e.a.s. óveidd varanleg hlutdeild. Verðið hefur ekki farið svo hátt áður og nokkur hreyfing hefur verið í sölumálum, að sögn Eggerts Sk. Jó- hannessonar hjá Skipamiðluninni Bátar og kvóti. „Mesta salan var fyrir fiskveiði- áramótin vegna þess að aukning var framundan í sumum fisktegundum sem og að búist er við línuívilnun. Á sama tíma í fyrra var söluverðið hæst um 600 krónur fyrir kílóið. Ekki er mikið magn til sölu eða leigu hjá skipasölum og eftirspurnin hefur verið mikil undanfarna mánuði.“ Jafnframt er að sögn Eggerts skortur á óveiddum þorskkvóta í aflamarkskerfi, „stóra kerfinu“ svo- kallaða, og hefur verðið fyrir kílóið af óveiddum þorskkvóta verið um 125 krónur. „Það bráðvantar kvóta á skrá til sölu eða leigu í báðum kerf- um. Leiguverð á krókaaflamarki í þorski er 96 til 100 krónur fyrir kíló- ið og í aflamarkskerfi frá 125 til 129 króna. Leiguverðið er reyndar alltaf lægra á þessum árstíma en hækkar svo yfirleitt þegar vertíðin byrjar, samhliða verðhækkunum á fisk- mörkuðum. Verð á þorskkvóta bæði í krókakerfi og aflamarkskerfi hefur aldrei verið hærra og það eru margir sem eru til að kaupa varanlega afla- heimildir. Nokkur bjartsýni virðist vera ríkjandi í greininni og lána- stofnanir hafa verið nokkuð dugleg- ar að veita fjármagn til kaupa á veiðiheimildum. Ekki er mikið magn til sölu eða leigu hjá skipasölum og eftirspurnin hefur verið með miklu móti undanfarna mánuði. Það getur skýrt að hluta til það háa verð sem nú er uppi á kvótanum.“ Eggert segir stöðuna hinsvegar allt aðra þegar kemur að ýsunni. Ýsukvóti fiskveiðiársins sé nú meiri en nokkru sinni fyrr og þar af leið- andi hafi verð á ýsu á fiskmörkuðum snarlækkað. Þess vegna hafi fram- boð af ýsukvóta stóraukist en eftir- spurnin sé að sama skapi lítil. Talsvert um dagabáta á sölu Eggert segir nú vera talsvert til sölu af sóknardagabátum eftir frekar slaka vertíð hjá bátunum í sumar, bæði voru aflabrögð verri en sumarið á undan og fiskverð lægra. Eins og kunnugt er hefur sóknardögum almennt fækkað um tvo milli fiskveiðiára, úr 21 degi í 19 daga, samkvæmt ákvæðum laga þar um. Eggert segir að verðþróunin á stærstu sóknardögunum virðist hafa farið í það far að fylgja verði á þorsktonninu í krókaaflamarkinu, dagurinn sé nú seldur á um 950 þúsund krónur. Það sé hinsvegar minna um að menn leigi daga innan ársins. Mikil spurn eftir kvóta en framboð lítið Verð á þorskkvóta aldrei verið hærra í bæði litla og stóra kerfinu Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson ÞRÁTT fyrir að eldi á beitarfiski (tilapia) hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum hef- ur framleiðendum tekist að halda verðinu stöð- ugu, ólíkt því sem gerst hefur í laxeldinu. Framboð af eldislaxi og beitarfiski hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Frá árinu 1995 hefur innflutningur á eldislaxi til Bandaríkjanna aukist úr um 50 þúsund tonn- um í um 175 þúsund tonn á þessu ári. Þó að inn- flutningur á beitarfiski sé nokkuð minni í snið- um hefur aukningin sömuleiðis verið veruleg, árið 1995 voru flutt inn um 15 þúsund tonn en um 70 þúsund tonn á síðasta ári og þar með er beitarfiskur orðinn níunda vinsælasta sjávar- fangið í Bandaríkjunum. Hlutskipti þessara tveggja eldisgreina er hins vegar ólíkt. Verð á eldislaxi hefur nú sjaldan eða aldrei verið lægra. Árið 1995 fengu eldisframleiðendur 4-5 dollara fyrir pundið af ferskum laxaflökum en teljast nú heppnir ef verðið nær 2,5 dollurum. Þróunin hefur hins vegar verið allt önnur í beitarfiskinum. Þó að innflutningur Bandaríkja- manna á ferskum beitarfiskflökum hafi tífaldast frá árinu 1995 er verðið ennþá nánast það sama eða 3-3,25 dollarar fyrir pundið. Beit- arfiskframleiðendum hefur nefnilega tekist að halda framboðinu í takt við eft- irspurnina. Beitarfiskur er þægilegri í eldi en lax að því leyti að hann vex mun hraðar, það tekur um þrjú ár að ala lax upp í sláturstærð en að- eins innan við 10 mán- uði í beitarfiskeldi. Það þýðir að framleiðendur geta fyrr brugðist við breyttum markaðsaðstæðum. Þannig var nokkur skortur á beitarfiski á bandaríska markaðnum á síðasta ári en framleiðendur brugðust skjótt við, juku framleiðslu sína og því hefur verið nægt framboð á þessu ári. Neytendur hafa tekið beitarfiskinum fagn- andi, enda fá þeir hann á nærri helmingi lægra verði en villtan hvítfisk. Alls eru flutt inn um 800 þúsund pund af ferskum beitarfiskflökum til Bandaríkjanna í viku hverri, aðallega frá löndum í Suður-Ameríku s.s. Ekvador, Kosta Ríka og Hondúras. Bandaríkjamenn hafa varið gríðarlegum fjármunum til uppbyggingar á beitarfiskeldi en ekki haft árangur sem erfiði, enda launakostnaður mun minni í Suður-Am- eríku sem og kostnaður fyrir land undir eldið. Beitarfiskur tekur völdin á mörkuðunum ÞÓTT fáir netabátar rói frá Ólafsvík nú um þessar mundir virð- ist vera nóg að gera hjá netaskurð- armeistaranum, honum Úlfari Víg- lundssyni. Úlfar hefur verið í því að skera og fella af netum fyrir báta sem hafa stundað róðra á vetr- arvertíð frá Ólafsvík. Sumarið not- ar Úlfar til að róa á handfærabát sínum, Snæfelli SH og kvaðst Úlfar vera sæmilega sáttur við útkomuna á skakinu í sumar. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Unnið við netin í Ólafsvík VERULEG umframveiði á þorski er nú við Noreg í hópi þeirra skipa og báta sem veiða úr sameig- inlegum kvótum. Nú þegar nemur ofveiðin 8.000 til 9.000 tonnum og er gert ráð fyrir að öllu óbreyttu að hún geti numið 15.000 tonnum í árslok. Á síð- asta ári voru á sama hátt veidd 20.000 tonn umfram leyfilegan afla. Bátum í Noregi er skipt í flokka eftir stærð og hefur hver flokkur leyfi til veiða með ákveðnum tak- mörkunum, en flokkunum eru sett ákveðin heildarmörk. Einnig mega bátarnir breyta heimildum til veiða á ufsa og ýsu í þorskveiðiheimildir og veldur það hluta umframveið- innar. Bátar milli 10 og 15 metrar að Umframveiði á þorski lengd hafa þegar veitt 6.000 til 7.000 tonnum meira en þeim var ætlað að taka allt árið. Minni bátar hafa einnig fiskað meira en þeim var ætlað, eða um 4.000 tonn, en skýringin á því eru aukn- ar veiðar almennings í soðið. Í fyrra veiddu Norðmenn 1.600 tonn í soðið, en á þessu ári er sá afli þegar orðinn 2.200 tonn og stefnir í 3.000 tonn. NÓTASKIPIÐ Jóna Eðvalds SF lagðist að bryggju á Hornafirði í gær með fyrstu síld vertíðarinnar. Aflinn var þó ekki mikill, aðeins um 30 tonn sem fengust í nót á Breið- dalsgrunni. Að sögn Soffíu Árna- dóttur, verkstjóra í síldarvinnslu Skinneyjar-Þinganess, er síldin nokkuð blönduð og fer öll í flökun og frystingu. „Það er ágætt að fá svona smáskammt til að byrja með til að stilla tækin og starfsfólkið,“ sagði Soffía. Jóna Eðvalds SF hélt aftur til veiða í gær, þrátt fyrir leiðinda veð- urspá. Ingólfur Ásgrímsson, skipstjóri, var þó ekki bjartsýnn á fram- haldið. „Þetta er algjör hörmung, við sjáum svolítið af síld á daginn en mjög erfitt að eiga við hana á nóttunni,“ sagði Ingólfur. Hann sagði mik- ið misdýpi á þessum slóðum og því erfitt að athafna sig með flottrollið og því sé aðeins hægt að vera með nót. Fyrsta síldin á land Soffía Árnadóttir, verkstjóri í síld- arvinnslu Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði, með glænýja og fallega síld. Morgunblaðið/Sigurður Mar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.