Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU m mest verðmæti úr m það er við veiðarnar u stundum að mæra en ég sakna þeirra ð að taka 12 tonna hal í lmingnum var svo mok- r ekki rétt fisktegund ararnir kannski að onn og þriðjungurinn af kk og hitt í þriðja flokk onna höl í flottrollið, allt n var svo unninn í nn var ekki hæfur í ann- msum fyrirtækjum er vinnslu hefur Grandi kjum. Þetta er ákveðin um hlut í uppsjávarfyr- um hluti í Þorbirni úsinu Gunnvöru og Ís- jum; fyrirtækjum sem ð sem höfum sérhæft og ufsa. erlendu sjávarútvegs- e, en þar hefur Grandi ar er rekin útgerð, veiði g laxeldi. Við erum þar sem gerir út frystitog- ru sem er í botn- g loks í laxeldisfyritæki. raun 10 ára sögu í lax- mleiddi á síðasta ári um ndi er líka stærsti hlut- rúmlega 30% hlut, félag- Eyjafjarðar og loks ar Islandica í Berufirði í vinna að þróun fiskeldis öfum hugsað okkur að nförnu selt töluverðar SH, Eimskipafélaginu árfesta víðar á næst- form um slíkt eins og fsögðu vel með. Við lif- eytilegum tímum og er- ð hjá okkur einhver Við erum í sjávarútvegi a og við munum nota við teljum að þeim verði réttu tækifærin gefast.“ Nú er afkoman erfið í vinnslunni. Hvernig bregðast menn við því? „Það er eiginlega tvennt að gerast. Þótt krón- an hafi veikzt að undanförnu hefur hún styrkzt mikið á undanförnum misserum og auk þess hefur verð verið að lækka. Þetta þýðir að við fáum færri krónur fyrir jen, evrur og dollara en áður. Ég veit ekki hvort botninum er náð í verð- lækkunum, það eru spennandi tímar framundan því fiskneyzla eykst jafnan með kólnandi veðri á haustmánuðum. Svo eru sífellt oftar fréttir um það í fjöl- miðlum hve hollusta fiskneyzlu er mikil. Fisk- neyzla hefur til dæmis verið að aukast í Banda- ríkjunum, væntanlega með aukinni áherzlu á heilsufarið. Hvernig sem þetta þróast er það staðreyndin að afkoman, sérstaklega í land- vinnslunni, hefur versnað. Við hljótum að snúa öllum steinum við og leita allra leiða til að bæta afkomuna í formi vöruþróunar, tæknivæðingar eða annarra breytinga.“ Hvert fer fiskurinn frá ykkur? „Karfinn fer aðallega til Austurlanda, Japans fyrst og fremst, en einnig til Þýzkalands. Ufsinn fer að mestu til Þýzkalands og einnig til Frakk- lands. Við Íslendingar höfum nokkuð forskot á báðum þessum mörkuðum vegna stöðugleika, magns og gæða. Í Evrópu hjálpar það okkur að ufsinn okkar er heldur stærri en ufsinn frá Færeyjum og Noregi og það gefur okkur visst forskot. Það lítur líka út fyrir að til dæmis Norðmenn og Rússar geti lítið legið á birgðum, heldur liggi þeim á að selja sem fyrst og verði þá stundum að sætta sig við lægra verð en aðr- ir. Þetta sjáum við þegar rússnesku togararnir eru að koma úr Barentshafinu og sömu sögu er að segja um samvinnuútgerðir þeirra og Norð- manna. Stöðugleiki og afhendingaröryggi þeirra er mun minna en okkar, nokkuð sem einnig stýrist af fiskveiðistjórnunarkerfinu.“ Verð hefur sem sagt lækkað. Endurspeglast það í hráefnisverðinu til útgerðar og sjómanna? „Já, það gerir það óhjákvæmilega, það tekur þó alltaf lengri tíma að koma verðlækkunum út á sjó en verðhækkunum. Við þurfum að sýna fram á það að verðlækkunin sé umtalsverð og viðvarandi.“ Kína hefur áhrif Hvaða áhrif hefur aukin fiskvinnsla Kínverja og sókn þeirra inn á hvítfiskmarkaðina? „Það er ljóst að samkeppnin frá Kína hefur áhrif á gang mála. Við getum þó haldið því fram með réttu að afurðir okkar séu betri en þeirra. Okkar fiskur er einfrystur, en þeirra tvífrystur. Okkar afurðir koma beint frá framleiðanda, sem stjórnar öllu ferlinu frá veiðum á markað, og við getum því boðið upp á rekjanleika afurð- anna. Þetta gefur okkur verðbil sem hefur þó bara ákveðið þanþol og á endanum hefur það áhrif á stöðu okkar hvað Kínverjar eru að bjóða. Á hinn bóginn má einnig líta á aukið framboð frá Kína sem jákvæðan þátt því aukið framboð á ódýrum vörum eykur vafalítið fiskneyzlu. Þetta brýnir okkur auðvitað til að gera betur og öll samkeppni er af hinu góða. Við þurfum bara að leita leiða til að bregðast við. Við erum með hátt vinnslustig á afurðunum og erum sí- fellt að reyna að hækka það. Við eigum að nýta okkur nálægðina við auðlindina til þess að auka vinnsluvirðið. Með bættri flutningatækni eru við sífellt að færast nær mörkuðunum. Þess vegna er okkur engin vorkunn að nýta þá stöðu til að þróa aðfurðir sem er erfitt að líkja eftir, hágæða vörur til kröfuharðra kaupenda. Það er meðal annars hægt með því að þróa vinnslu- tækni, pökkun og flutninga til að koma afurð- unum ferskum á markað. Kjúlkingar eru til dæmis boðnir ferskir í loft- skiptum umbúðum tilbúnir til matreiðslu í alls konar útfærslum. Þetta á auðvitað líka að vera hægt að gera með fiskinn. Við erum ekki komnir í það enn að stunda slíkan útflutning, en við flytjum engu að síður töluvert út af ferskum flökum og flakabitum eins og mörg önnur íslenzk fyrirtæki. Þetta fer utan með flugi, en hátt verð á flutningi háir okk- ur töluvert. Takist að búa svo um hnútana að hægt sé að flytja fiskinn utan sjóleiðina og tryggja jafnframt nægilegt geymsluþol lítur dæmið miklu betur út. Þessi mál eru í stöðugri þróun og betri lausnir koma sífellt fram.“ Erum ekkert að gefast upp Þannig að vinnslan endar ekki öll í Kína eins og þeir svartsýnu telja? „Nei, hún fer ekki öll þangað. Við erum ekk- ert á leiðinni að leggjast á bakið og gefast upp. Við hljótum að nýta okkur þessa nálægð við auðlindina og markaðina og gera sem verðmest- ar afurðir úr fiskinum okkar. Ég tel að við mun- um halda velli. Sem dæmi um það má nefna að útflutningur á ferskum afurðum fer stöðugt vaxandi. Íslendingar hafa tvöfaldað slíkan út- flutning á nokkrum árum og þannig fengið mun hærra verð fyrir fiskinn. Þróunin hjá Norð- mönnum er hins vegar þveröfug. Þar hefur þess útflutningur helmingast á sama tíma.“ Klippt á milli veiða og vinnslu „Þetta helgast af því að hér á Íslandi er vinnslan og útgerðin að stórum hluta í eigu sömu aðila. Það er því hægt að spila þetta saman, útgerðin aflar fyrir vinnsluna og það er hægt að skipu- leggja veiðarnar eftir vinnslunni og vinnslan er skipulögð eftir markaðnum. Þetta er því í raun allt markaðstengt. Í Noregi er klippt á milli út- gerðar og vinnslu og fiskinum er ausið á land fyrstu mánuði ársins og svo hafa þeir lítið sem ekkert til að afhenda á haustin. Norðmenn geta því síður byggt upp vinnslu fyrir kröfuharða markaði, þar sem ekki er bara verið að selja gæði, heldur verður að tryggja afhendingar- öryggi og stöðugleika. Þetta er eitt af því sem stendur norskri fisk- vinnslu fyrir þrifum, en auk þess eru ríkisaf- skipti þar af sjávarútvegi og byggðapólitík miklu meiri en hér. Í mörgum tilfellum er jafn- vel bannað að hagræða. Við vitum að það eru allt of mörg skip og allt of mikil vinnslugeta í Noregi og víðar. Þessu hefur bara víða verið haldið gangandi á annarlegum forsendum. Þess vegna eru margir af okkar keppinautum enn að berjast við aðstæður sem við erum að miklu leyti að komast út úr vegna kvótakerfisins. Það er grundvallaratriði,“ segir Kristján Þ. Davíðsson. t flest um fisk Morgunblaðið/Þorkell framkvæmdastjóri Granda, hefur komið víða við í sjávarútveginum. hjgi@mbl.is RÁÐHERRA ferðamála í Færeyj- um, Heri Niclasen, varar við því að Færeyingar hefji veiðar á stórhvelum vegna þeirra áhrifa sem veiðarnar gætu haft á ferðamannaþjónustuna á eyjunum. Færeysk stjórnvöld hafa ítrekað sagst munu fylgjast með þróun mála á Íslandi, eftir að Íslendingar hófu vísindaveiðar á hrefnu fyrr í sumar, og ákveða þá um framhald á hvalveið- um við Færeyjar. Haft er eftir Nicla- sen í færeyskum fjölmiðlum að hyggi- legt væri að bíða enn um sinn með að hefja veiðar á stórhvelum, enda gætu viðbrögð umhverfissamtaka og fyrir- tækja í ferðamennsku skaðað mjög ferðamannastraum til Færeyja. Hann sagði að þannig væri meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Færeyingar hafa ekki drepið stór- hveli frá árinu 1984 þegar tvær lang- reyðar voru skotnar í vísindaskyni. Hvalveiðar, einkum á langreyði, voru stundaðar í færeysku lögsögunni á 8. áratugnum en í litlum mæli þó. Segja má að hvalveiðar í atvinnuskyni hafi lagst af við Færeyjar á 7. áratugnum. Stefna færeyskra stjórnvalda er engu að síður að nýta allar auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt, þar með talda hvalastofna. Það virðist hins- vegar ekki mikill áhugi meðal fær- eyskra sjómanna og hvalveiðimanna og árið 2000 barst stjórnvöldum að- eins ein umsókn um leyfi til hvalveiða. Hins vegar er enn mikill áhugi á grindhvaladrápi í Færeyjum og ár- lega eru drepnir um 1.000 grindhvalir við eyjarnar. Varar við hvalveiðum RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Beitusíld - beitusíld Góð beitusíld á heilum brettum til sölu. Upplýsingar í síma 892 8655. Allt til línu- og handfæraveiða Línur, krókar, ábót, beitningavélar, handfæravindur o.fl. Sími 898 7127 Skútuvogi 6 www.sjo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.