Morgunblaðið - 20.09.2003, Side 1

Morgunblaðið - 20.09.2003, Side 1
STJÓRNMÁLAUMRÆÐUR lita skólalíf nemenda í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og í Verslunarskóla Íslands töluvert og það er skoðanaágreiningur á milli skólanna; Verslingar eru hægri- sinnaðir upp til hópa en því er þveröfugt farið meðal MH- inga sem flestir aðhyllast stefnur vinstri flokkanna, að því er fram kemur í viðtölum við nemendur skólanna sem birt eru á síðum tvö og þrjú í Daglegu lífi í dag. Þar er fjallað um staðalmyndir og meintan ríg á milli nemenda í VÍ og MH. Fram kemur meðal annars að skólablað MH síðastliðinn vetur var mjög pólitískt og í fyrsta fréttabréfi vetrarins sem kom út í liðinni viku er einungis fjallað um Bandaríkin og utanríkisstefnu þess. Í Versló er einnig töluverð umræða um stjórnmál en svo virðist sem vinstrimenn þar séu sjaldséðir, þótt eldrauðir kommúnistar leynist innan um. Meintur rígur og magnaðar staðalmyndir 2 Morgunblaðið/Ásdís Stjórnmál lita skólalífið K LÆÐSKERINN er ekki með mál- band um hálsinn enda hefur dreg- ið mjög úr því að fólk fari til klæð- skera og láti sérsauma föt á sig. Indriði Guðmundsson hefur þó einstaka sinnum látið eftir sérvisku þeirra sem eiga draum um tvídföt með hnébuxum eða fjólublá sléttflauelsjakkaföt. Indriði hefur haft nóg að gera frá því hann út- skrifaðist úr Iðnskólanum árið 1992. Hann hef- ur gert búninga fyrir kvikmyndir og leikrit og kennt við Iðnskólann og Listaháskólann. Und- anfarin ár hefur hann búið til snið fyrir hönnuði og fataframleiðendur. Því heldur hann áfram í búðinni sem hann er nýbúinn að opna á Skóla- vörðustígnum. Sú lætur lítið yfir sér en nafnið er stórt og minnir á gamla tíma: Indriði klæð- skeri. Fagidjót með fullkomnunaráráttu „Ég er einn af mörgum sem finnst aldrei neitt vera nógu gott,“ segir Indriði brosandi og segist vera fagidjót með fullkomnunaráráttu. Nú býr hann til föt úr efnum sem hann er fullkomlega sáttur við og lætur sauma þau eftir sniðum sem hann hefur þróað. Fötin í hillunum hjá Indriða eru skyrtur í ýmsum mynstrum, buxur úr kakí eða flaueli og frakkar. Allur fatnaðurinn er úr tyrkneskri bómull og er saumaður í Ist- anbúl. Indriða finnst of lítið framboð af íhaldssemi og finnst leitt að klassískir, ein- faldir og kannski fyrirsjáanlegir hlutir verði útundan í framleiðslu. „Hvers vegna er hætt að bjóða bíla í litum eins og rjómagulum en í stað- inn er boðið upp á túr- kíssanseraðan?“ spyr klæðskerinn í for- undran. „Línan byggist á þeirri hugmynd að stundum langar mann í meira af því sama. Það má alveg bjóða það sem er gott lengur en eitt tímabil. Alveg sama hversu margar kokkabækur eru gefnar út, vöfflur hætta ekki að vera góðar,“ segir Indriði. Allur saumaskapur er eftir höfði klæðskerans sem fór til Istanbúl og fann verksmiðju sem féll að hans hugmyndum. Verksmiðjan býr vel að starfsfólki sínu og allir efnisafgangar eru end- urunnir. En fyrst lætur Indriði vefa bómull- arefni eins og best verður á kosið. „Ég nota ein- göngu efni sem ég get boðið áfram. Ég vil hafa efnið og sniðið fullkomið. Það er ekki nóg að buxurnar séu svona eða svona víðar heldur verður víddin að leggjast nákvæmlega á réttu staðina. Vasinn verður að vera nákvæmlega með réttum halla og svo framvegis,“ segir hann. „Ég vil fá að ráða yfir öllu ferlinu frá því að efn- ið er búið til. Ég vil tala við viðskiptavinina, rétta þeim fötin sjálfur og sjá þá máta. Allt hér verður að vera betra en allir hinir gera og ef viðskiptavininum líkar það, þá er það mín vaffla,“ segir hann og heldur kakíbuxunum fínu á lofti. Föt eiga að vera úr ull eða bómull Hjá Indriða eru öll fötin úr bómull, hvort sem það er kakí eða flauel í buxunum eða poplín í frökkunum. Af buxum og skyrtum er eitt grunnsnið en mismunandi litir og mynstur. Frakkarnir eru í mismunandi síddum. „Föt eiga að vera úr ull eða bómull,“ segir klæð- skerinn ákveðinn. „Flíspeysur eru við- urstyggð. Af hverju eru karlmenn með gerviefnið gróið við sig árið um kring?“ spyr hann, grettir sig og endurtekur að bómull sé langbesta efnið. Indriði hefur alltaf haft áhuga á fötum en klæð- skeranámið lá ekkert endi- lega beint við. „Ég var ekki alltaf heima að sauma föt,“ segir hann brosandi. Indr- Morgunblaðið/Jim Smart Hvert smáatriði er úthugsað hjá Indriða klæð- skera. Indriði hannaði sjálfur útlit verslunarinnar og leggur mikið upp úr því að lýsingin sé rétt. Hvert smáatriði er úthugsað hjá Indriða. iði lítur á sjálfan sig sem klæðskera en ekki fatahönnuð og er stoltur af því að búa til föt. Hann náði í skottið á klæðskerum af gamla skól- anum þegar hann var í Iðnskólanum og vann svo með einhverjum þeirra á saumastofunni Sólinni og segist hafa lært mikið af þessum gömlu meisturum. steingerdur@mbl.is Fínt efni og full- komið snið Íhaldssemi í framboði Indriði Guðmunds- son klæð- skeri hefur ákveðnar skoðanir. LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MH VÍ  TÍSKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.