Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 2
MH-ingar virtust vissari í sinni sök enVerslunarskólanemar hvað varðar skilin á milli nemenda skólanna tveggja sem standa sinn hvorum megin við Kringlumýrarbraut- ina. Margir vildu leggja orð í belg þegar blaðamenn gengu um Menntaskólann við Hamrahlíð eitt hádegið í vikunni. Skólinn iðaði af lífi og litadýrð, hvort sem var í Norðurkjallara þar sem eldri nem- endur halda sig, á Matgarði þar sem ný- nemar eiga athvarf inn á milli eldri nem- enda eða á Miðgarði, þar sem einn viðmælandi sagði að „nördarnir“ væru, og að hann væri sjálfur í þeirra hópi. „Annars er mjög þægilegt að vera í MH og allir eru vinir,“ segir Auður Ragnarsdóttir, MH-ingur á öðru ári sem heldur sig aðallega á Miðgarði. Hún segir að það sé enginn þrýstingur á MH-inga að vera í ákveðnum fötum eða samræmast einhverri ímynd. „Sumir koma á náttfötunum í skólann og meira að segja með sængina til að leggja sig í götum. Og margir labba bara um á götóttum sokkunum.“ Ragnar Þór Friðjónsson er félagi Auðar á Miðgarði og er sjálfur á þriðja ári. Hann tekur undir með Auði og segist engan þrýsting finna um að fylgja nýjustu tísku. „Ég fann þessi föt bara í skápnum,“ segir hann og lítur á köflóttu skyrtuna og gallabuxurnar. Haf- steinn Tómas Sverrisson, nemi á öðru ári, leggur orð í belg. Á bak við hann sést Miðgarðsormurinn sem byrj- að var að prjóna fyrir meira en tíu árum. Hafsteinn segist kaupa sín föt í Hagkaupum og kannski Mótor. Hann segir að allir MH-ingar virðist hafa stjórnmála- skoðanir og að mikil vinstrihreyfing sé í skólanum. Sonja Rós Jörgensen tekur ekki undir allt sem fé- lagar hennar segja um MH og Versló en hún er á þriðja ári í alþjóðlega IB-náminu sem fram fer á ensku. Hún hefði valið Versló ef þar væri kennt á ensku en Sonja bjó lengi í Bandaríkjunum. „Ég held að Versló hefði verið meira fyrir mig, meira eins og var í Ameríku,“ segir Sonja sem kann þó ágætlega við sig í MH. Miðgarðs- ormurinn hlykkjast um loftið. Það er allt í lagi að vera með lopahúfu ini í MH. Í Norð- urkjallara er allt leyfilegt. Gítarleikarar eru algeng sjón í MH. MH Sumir á náttfötunum Atli Bollason er á síðasta ári í MH. Hann sat í sófa í Norðurkjallara ásamt nokkrum síðhærðum félögum, þ.á m. einum sem spilaði á gítar, þegar blaðamenn bar að garði. Hann segir að útlitið skipti MH-inga vissulega máli, það eigi bara að líta út fyrir að það skipti ekki máli. „En MH-ingar eru í litríkari fötum en Verslingar. Fötin eru persónubundnari, ódýrari og oft notuð. Merkjavara er á undanhaldi … nema H&M,“ bætir hann við. „Það er svo ódýrt,“ segir Atli sem sjálfur virðist litaglaður í fatavali. Hann er þeirrar skoðunar að lífsviðhorf MH-inga og Verslinga séu almennt ólík og spili þar inn í bæði póli- tík og lífsstíll. „Það væri forvitnilegt að bera saman kannanir úr skólablöðunum en þar eru til dæmis spurn- ingar um tónlistarsmekk og hvar fólk verslar,“ segir Atli, en hann segir m.a. hægt að lesa það út úr svona könnunum að MH-ingar láti útvarpsstöðvar ekki mata sig á tónlist, heldur búi frekar sjálfir til kassettur. Atli er í ritnefnd Hnefans, málgagns Nemendafélags- ins, en 2. tbl. kom út á busadaginn í síðustu viku. Hnef- inn var að þessu sinni helgaður Bandaríkjunum og ut- anríkisstefnan harðlega gagnrýnd. Atli segir að MH-ingar séu yfir höfuð mjög óánægðir með stefnu Bandaríkjastjórnar. „Að minnsta kosti heyrist lítið í þeim sem eru sáttir.“ Nýnemarnir í MH eru greinilega með á nótunum þegar muninn á MH og Versló ber á góma og hafa ákveðnar skoðanir á Versló þrátt fyrir að vera sjálf ný- byrjuð í allt öðrum framhaldsskóla. „Það eru fínni týp- ur í Versló,“ segir Guðmundur Jörundsson og félagar hans kinka kolli. „Fólk breytist eftir að það byrjar í Versló,“ segir Elín Bríta Sigvaldadóttir. Þorlákur Jón Ingólfsson segist hafa valið MH vegna einingakerfisins og er ánægður með að tilheyra MH-ingahópnum. Erla Hlín Hilmarsdóttir tekur undir með honum og af stað fara samræður þar sem heyrist m.a. „fjölbreytni“, „gott félagslíf“ og „mikið af tónleikum“. Valdís Þórðardóttir blandar sér í umræðuna. Hún er líka nýnemi en er þeirrar skoðunar að munurinn á milli MH-inga og Verslinga fari minnkandi með árunum. „Það er ekki lengur hægt að sjá á fólki í hvorum skól- anum það er. Það eru margar verslótýpur í MH og svo öfugt, skilin á milli hafa því örugglega minnkað.“ DAGLEGT LÍF 2 B LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR segja að nágrannarokkar í MH séu andstæða okkar Verslinga og vissulega er munur á fólkinu en eins og með svo margt annað þá eru hlutirnir ýktir,“ segir Baldur Kristjánsson forseti Nemendafélags Versl- unarskóla Íslands þegar blaða- menn tóku hann tali á marm- aranum í Versló, sem er samkomustaður Verslinga og því staðurinn þar sem hlutirnir ger- ast, eins og Baldur orðar það. Þegar hann er beðinn um að út skýra muninn á milli skólanna nánar, segir hann að munurinn felist meðal annars í ólíkum stjórnmálaskoðunum; Verslingar eru alla jafna hægrisinnaðir en MH-ingar meira til vinstri í stjórnmálum. „Töluverð umræða er um stjórnmál í skólanum og það má finna eldrauða kommúnsta líka í Versló en þeir eru í miklum minnihluta. Þetta er spurning um mismunandi gildi, til dæmis er Baldur Kristjánsson forseti NFVÍ MH-ingar og Verslingar eruólíkir en það þarf ekki að vera á slæman hátt,“ segir Alma Joensen, forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð (NFMH). Hún segir engu logið um að bragurinn innan skólanna sé mjög ólíkur og hafi líklega alltaf verið það. Rígurinn á milli skól- anna sé þó bara í gamni. Pólitík og hugsjónir Hún segir að grundvall- armismunurinn séu pólitískar skoðanir og það hafi sést vel í kosningunum í vor þegar áróð- urinn var gegn Ingibjörgu Sólrúnu í Versló og gegn Davíð Oddssyni í MH. „Það eru auðvitað nokkrir sjálfstæðismenn í MH en það er líka næstum því fast við nafnið þeirra.“ Hún segir marga nem- endur skólans í ungliðahreyfingum Vinstri grænna eða Samfylking- arinnar og nokkrir voru á listum fyrir síðustu kosningar. Síðasta vetur var skólablað MH mjög pólitískt og reyndi að virkja fólk til að taka afstöðu. Í fyrsta frétta- bréfi vetrarins sem kom út í síðustu viku er einungis fjallað um Bandaríkin og utanríkisstefnu þeirra. „Það er mikið hugsjónafólk hérna og núna er endalaust talað um hvalveiðar eða Bandaríkin.“ Alma telur að Verslingar byrji snemma að safna sér fyrir bíl. „En hér þykir það ekki eins töff. En það er líka öfgaandi hérna; að fólk reyni að vera eins og þessi týpíski MH- ingur til að vera kúl.“ Að mati Ölmu sækjast sér um líkir og má þannig skýra muninn á nemendum skólanna tveggja. „Krakkar vilja fara í skóla þar sem þau geta fallið inn í hóp með svipaðar áherslur og þeir. Það eru auðvitað mismunandi hópar í skólanum en það er ekki lengur skýr skipt- ing eftir því hvar í skólanum fólk heldur sig, eins og var.“ Alma segir að það gildi að vera maður sjálfur í MH. „Að pæla í stjórnmálum eða vera listrænn skiptir máli fyrir þessa týpísku MH-inga. Það er mjög mikið af hljóðfæraleikurum hér og mikill tónlistaráhugi. Margir koma með gítar í skólann og það er mik- ið verið að pæla í alls konar tón- list.“ Það sem oftast er tínt til þegar mismunur á nemendum skólanna tveggja er ræddur er útlitið. „Verslingar halda að allir séu í gardínum í MH og við segjum náttúrulega að það séu bara pinnahælagellur í Versló. En það er staðreynd að það sést yfirleitt hver er í MH og hver er í Versló, þótt það séu alls konar týpur í báðum skólum.“ Uppteknir af útliti á ólíkan hátt Að hennar mati eru bæði MH- ingar og Verslingar uppteknir af útlitinu en á ólíkan hátt. Hún er þeirrar skoðunar að í Versló sé förðunin og nýjustu tískustraumar aðalmálið en MH-ingarnir sækist frekar eftir því að skapa sér sér- stöðu með því að breyta fötunum sínum og nota sérstaka fylgihluti sem geta vakið eftirtekt. „Maður verður alltaf að finna eitthvað töff við, ég spái í að vera til dæmis í allavega einhverju einu öðruvísi eða finna flotta eyrnalokka, en ekki vera brún, mikið máluð eða vera í tísku.“ Meintur rígur og magnaðar staðalmyndir Eru lubbar í lopapeysum dæmigerðir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð og eru Versl- unarskólanemar uppá- búnir alla daga? Blaðamennirnir Stein- gerður Ólafsdóttir og Hrönn Marinósdóttir heimsóttu skólana ásamt Ásdísi Ásgeirsdóttur ljós- myndara og hittu alls kon- ar týpur. Alma Joensen forseti NFMH Að vera maður sjálfur Morgunblaðið/Ásdís M H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.