Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G held að ekki sé til sá hlutur í veröld- inni, sem ekki er safnað,“ segir Magni R. Magnússon kaupmaður, en hann ætti að vita hvað hann syngur þegar söfn- unarárátta er annars vegar. Magni hef- ur um árabil rekið verslun, sem við hann er kennd, og hefur á boðstólum söfnunargripi af margvíslegu tagi og kennir þar ýmissa grasa. Meðan blaðamaður staldrar við í versluninni er stöðugur straumur af viðskiptavinum, með ólíkar þarfir og óskir, og oftar en ekki lumar Magni á þeim hlutum sem viðkomandi leitar að. Erlendir ferðamenn reka gjarnan inn nefið, enda er verslunin vel þekkt meðal safnara úti í heimi. „Kunningi minn, alveg stálheiðarlegur maður, safn- aði til dæmis lyklum og var með heilan vegg þakinn með lyklum af ýmsum gerðum. Þarna voru til dæmis bankagjaldkeralyklar, í þremur pörtum, og lyklar frá ýmsum tímum og alls staðar að úr heiminum,“ segir Magni ennfremur til að árétta þá skoðun sína að veg- ir söfnunaráráttunnar séu órannsakanlegir. „Eitt sinn kom til mín Bandaríkjamaður og sagði: „Fyrirgefið, en eigið þér til ælupoka úr flugvélum?“ Ég gat nú ekki annað en brosað og svaraði af stráksskap mínum: „Verða þeir ekki að vera nýir?“ Þá sýnir hann mér úrklippur úr erlendum blöðum þar sem fjallað var um ælupokasafnið hans og skráningu úr heimsmetabók Guinness, þar sem hann var talinn eiga stærsta ælupokasafn heims, með 1.700 mismunandi ælupoka.“ Magni sagði að frímerki hefðu löngum verið vinsæl hjá söfnurum og væru „klassísk“ sem slík þótt heldur hefði dregið úr áhuga á þeim á und- anförnum árum. „Frímerkjasöfnun var kölluð „áhugamál konunga og konungur áhugamálanna“ og hún hefur þróast út í allar mögulegar áttir. Þú getur safnað frímerkjum á margan máta. Þú getur safnað sama frímerkinu, bara einu frí- merki, með sömu myndinni, en stimplum frá ólíkum stöðum. Góð- ur vinur minn sem nú er látinn, Jón Halldórsson, safnaði til dæm- is frímerki frá 1925 með Safna- húsinu á, með öllum þeim mögu- legu stimplum sem til voru. Hann átti orðið nokkur hundr- uð slík frímerki. Annar safnaði frímerkjum með mannamyndum, en þeir urðu að vera með gler- augu. Svo var einn sem hét Jón, hann safnaði bara Jónum á frímerkjum og það voru ótrúlega mörg frí- merki með Jónum á: Jón Sigurðsson, Jón Magnússon, Jón Arason og þannig mætti lengi telja.“ Magni segir að seðlasöfnun hafi aukist talsvert á undanförnum árum, það er að segja ekki þessi hefð- bundna inn á bankabók, heldur söfnun á gömlum seðlum sem ekki eru lengur gjaldgengir og eins gam- alli mynt. „Póstkortasöfnun hefur aukist mikið og sumir safna póstkortum eftir átthögum. Einn tekur kannski öll kort sem hann nær í frá Vestmannaeyjum og ann- ar frá Seyðisfirði, svo dæmi séu nefnd. Söfnunargildi póstkortanna verður oft meira ef þjóðþekktir ein- staklingar hafa skrifað þau. Eftir að hlutabréfamark- aðurinn fór af stað fóru menn að huga að gömlum hlutabréfum. Hér er ég til dæmis með bréf frá Edda- film, kvikmyndafélagi, sem stofnað var 1946 og lagði síðan upp laupana. Hlutabréfið er auðvitað einskis virði nema sem söfnunargripur og stundum verða hlutabréf meira virði eftir að fyrirtækin eru farin á hausinn en þau voru á meðan fyrirtækið starfaði. Hér er ég með tíu krónu bréf í Iðnaðarbankanum, sem ég sel á 700 krónur núna. Barmmerkjasöfnun hefur aukist mikið,“ segir Magni ennfremur. „Sumir safna bara íþróttamerkj- um, aðrir safna flugmerkjum og hlutum tengdum flugi frá öllum mögulegum flugfélögum. Spilasöfnun er ein söfnunin og margt forvitnilegt í sambandi við það. Vinur minn, sem er prestur, byggði til dæmis upp stórt safn af erlendum spilum á sínum tíma og á einnig orðið flest íslensk spil frá upphafi, eftir því sem ég best veit.“ Að sögn Magna koma stundum vissir atburðir af stað söfnun á hlutum sem þeim tengjast, en oft væri það svo að þegar of mikið er gefið út af ákveðnum hlutum þá missa þeir verðgildi sitt sem söfn- unargripir. „Sem dæmi get ég nefnt skákeinvígi Fischers og Spasskys 1972. Þá voru stimpl- uð yfir 200 þúsund umslög og allir ætluðu að verða ríkir af þessu. Þessi umslög sel ég nú á fimmtíu krónur stykkið. Það var offramleiðsla og múgsefjun sem gerði það að verkum að þetta hefur sáralítið söfnunargildi í dag.“ Magni segir ennfremur að gaml- ar myndir, til dæmis landslags- myndir, hafi talsvert söfnunargildi í dag, og eins gamlar myndir, sem stundum fylgdu með í sígar- ettupökkum. Sem dæmi megi nefna myndir úr Teofani-samkeppninni svo- nefndu frá 1930. Þá fylgdu Teofani- sígarettupökkunum 50 myndir af ís- lenskum stúlkum og notendur gátu greitt atkvæði um það hver þeirra væri fegurst með því að senda umboðinu mynd af þeirri stúlku, sem viðkomandi vildi greiða atkvæði. Magni lét þess getið að hann ætti í fórum sínum flestar þessara mynda, en vantaði myndir númer 11, 29 og 38, ef einhver lumar á þeim … Af nógu er að taka og við vinnslu þessarar greinar bárust fjölmargar ábendingar um áhugaverð söfn, allt frá hversdagslegum hlutum, svo sem pennum, og upp í fágæta hluti sem kostar mikla fyrirhöfn að safna. Bankastjóri einn var til dæmis sagður safna sundlaugum, það er að segja hann reynir að komast í allar sundlaugar sem verða á vegi hans, en hér er maður líklega kominn út fyrir efnið. Safnast þegar saman kemur Morgunblaðið/Ásdís Magni R. Magnússon með gömul hlutabréf. Íslensk blómarós úr Teofani-sam- keppninni frá 1930. Af nógu er að taka þegar söfnunar- árátta manna er annars vegar enda telur Magni R. Magnússon að varla sé til sá hlutur sem ekki er safnað. Sveinn Guðjónsson hitti hann að máli og skoðaði nokkur söfn af ýmsu tagi. svg@mbl.is ÉG er að reyna að safna samanflugsögu Íslands og hinnaNorðurlandanna í gegnum merkin,“ segir Eiríkur Líndal, sem hóf söfnun á flugmerkjum fyrir fjórum ár- um og á nú rúmlega 500 mismunandi merki frá fjölmörgum norrænum flug- félögum, sem stofnuð hafa verið frá upphafi flugsögunnar. Eiríkur kvaðst halda nákvæma skrá yfir merkin, hverjir hafi gefið honum þau og allar tiltækar upplýsingar um viðkomandi flugfélag. „Með þessari iðju hef ég orðið sífellt fróðari um flugsöguna hér á landi og á hinum Norðurlöndunum, hef útvegað mér bækur og tímarit um þetta efni og lesið mér mikið til um mörg þeirra flugfélaga sem starfað hafa, jafnt þau sem hafa liðið undir lok og hin sem enn starfa. Svo hef ég orðið forvitnari og forvitnari og þetta hleður sífellt utan á sig,“ segir Eiríkur um þetta sérstæða flugmerkjasafn. „Þetta er allt ná- kvæmlega fært inn á tölvu, allt tölvu- skráð með númerum og upplýsingum um hvert merki,“ segir Eiríkur enn- fremur, en auk þess hefur hann skann- að myndir af öllum merkjunum inn á tölvuna. „Ég er með útprentun af myndunum í sérstakri möppu til að auðvelda mönnum að sjá í fljótu bragði hvaða merki eru til í safninu.“ Aðspurður kvaðst Eiríkur hafa haft áhuga á flugi frá unga aldri og oft hafi þeir leikfélagarnir úr Kópavoginum labbað yfir Öskjuhlíðina til að skoða flugvélar á Reykjavíkurflugvelli hér í eina tíð. „Ég hugsaði svo ekkert sér- staklega um flugið sem ungur maður og það var ekki fyrr en fyrir um fjórum árum að ég fór að safna þessum merkj- um. Það var bara af rælni að ég spurði EIRÍKUR LÍNDAL Á YFIR 500 FL Flugið heillar Eiríkur Líndal með örlítið brot af flugme VALGERÐUR Karlsdóttir átti639 kveikjara þegar blaða-maður Morgunblaðsins kom í heimsókn, en 640 þegar hann fór. Kveikjarinn, sem skilinn var eftir, var að vísu ekki svo merkilegur í saman- burði við marga þá sem finna má í safni Valgerðar, en úrvalið er ótrú- lega fjölbreytt. Þarna má sjá kveikj- ara af öllum stærðum og gerðum og í líki alls konar hluta svo sem farsíma, sjónvarps, skipa, bíla, bjórkanna, bíl- lykla, mótorhjóla og guð má vita hvað, og þarna eru byssur af ýmsum gerð- um og meira að segja handsprengja, svo örfá dæmi séu nefnd. Svo á Val- gerður líka nokkrar gerðir af hinum klassísku Zippo kveikjurum og þann- ig mætti lengi telja. Árið 1998 fékk Valgerður blóðtappa í höfuðið og lamaðist á vinstri hluta lík- amans. Hún lá 11 vikur á spítala, en fór síðan á Reykjalund þar sem hún býr núna í sambýli og fer vel um hana þar ásamt kveikjarasafninu og í rauninni má segja að hún hafi verið heppin að velja sér kveikjara til að safna, því þeir taka minna pláss en margir aðrir hlutir sem fólk safnar. Ef til vill má nota þá líkingu að kveikjarasafnið hafi „lýst upp“ tilveru Valgerðar í erfiðum veik- indum í orðsins fyllstu merkingu. „Ég átti nokkra kveikjara þegar ég VALGERÐUR KARLSDÓTTIR Á 6 Ljós úr ýmsum áttum Valgerður Karlsdóttir með einn af nýjust safninu, en þessi er með ljósum. Á borðin kveikjararnir í safninu, mótorhjól og seg HAFDÍS Ólafsson er búsett áSiglufirði. Hún segist alltafhafa haft mikinn áhuga á gömlum hlutum og þann áhuga hafi hún kannski fengið frá móður sinni sem hafi ógjarnan hent nokkrum hlut. Hafdís byrjaði þó ekki að safna skipulega fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Upphaf þess segir hún vera að amma hennar hafi gefið henni gamla koparnál og til að byrja með safanði hún fyrst og fremst gömlum munum og áhöldum. Núna er aðalmarkmið hennar að safna íslenskum barmmerkjum af öllum s m s o h gerðum og því til sönnunar sýnir hún viðmælanda spjöld með á annað þúsund slíkum merkjum sem hún hefur eignast. Sum þeirra eru orðin býsna gömul, en önnur eru nýrri. Hún segist ekki vera Upphafið var gömul koparnál Hafdís Ólafsson með ýmsa gamla og áhug HAFDÍS ÓLAFSSON SAFNAR Ö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.