Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 B 5 Ólívu lauf FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir heilsuna Nr. 1 í Ameríku um, þótt menn leggi misjafnlega mikið á sig í þeim efnum. Fyrir safnarann er það líklega tilfinning stolts og gleði yf- ir því að hann nálgast það markmið sem hann hefur sett sér með söfnun- inni, og eftir því sem safnið verður stærra og veglegra eykst þessi tilfinn- ing.“ Eiríkur kvaðst hafa stundað bréfa- skriftir og verið í tölvusambandi við einstaklinga víða um heim vegna þessa áhugamáls. „Eitt af því sem gerir þetta spennandi og heillandi er ferillinn sem oft fer í gang við að ná í einstök merki sem vantar í safnið. Eitt sinn náði ég sambandi við danska flugfreyju, eftir miklum krókaleiðum, vegna merkis sem mig vantaði frá Faroe Airways, sem fyrir löngu er liðið undir lok. Þessi kona hafði verið flugfreyja hjá fjöl- mörgum flugfélögum á fjörutíu ára ferli sínum, en hent öllum merkjunum nema þessu eina sem ég var að leita að. Hún ákvað að senda mér það, taldi að það væri betur komið á svona flug- merkjasafni en ofan í skúffu hjá sér.“ Eiríkur á fjölmörg, en þó alls ekki öll, þeirra merkja sem notuð hafa verið hjá íslenskum flugfélögum, en þó vant- ar hann eitt af fyrstu flugfreyjumerkj- unum frá Flugfélagi Íslands, en þau merki voru úr taui. Eins leitar hann að taumerkjum á flugmannshúfur frá fyrstu árum Flugfélags Íslands og Loftleiða og er þessu hér með komið á framfæri ef svo vildi til að einhver lum- aði á þessum merkjum, en Eiríkur hef- ur mikinn áhuga á að komast í sam- band við alla þá sem telja sig geta liðsinnt honum í þessari söfnun. anna. Það má því segja að ég hafi heillast af þessu áhugamáli og í gegn- um það kynnst fjölmörgu áhugaverðu fólki sem hefur aðstoðað mig og frætt mig um margar hliðar þessarar skemmtilegu veraldar sem flugheim- urinn er.“ Eiríkur er starfandi sálfræðingur, en kveðst ekki hafa velt fyrir sér fag- legum sálfræðilegum útskýringum á söfnunaráráttu manna. „Ætli söfnun- arhvötin blundi ekki í flestum mönn- einn af stjórnarmönnum í fraktflug- félaginu Íscargo um merki félagsins. Hann átti ekkert merki en gaf mér hins vegar ýmsa muni sem höfðu tengst félaginu á sínum tíma. Þá fór ég að velta fyrir mér hvað orðið hefði um einkennismerki áhafna allra þessara flugfélaga sem stofnuð hafa verið frá upphafi flugsins og forvitni mín var vakin. Áður en varði var ég kominn á kaf í þessa merkjasöfnun og tilheyr- andi upplýsingaleit um sögu flugfélag- LUGMERKI Morgunblaðið/Þorkell erkjasafninu fyrir framan sig. Morgunblaðið/Þorkell Merki frá gömlu góðu Loftleiðum. ettupakka, sem hún keypti á Benidorm á sínum tíma. „En flesta þeirra hef ég fengið að gjöf og þeir eru úr öllum heimshornum,“ segir hún. „Eins og til dæmis þessi sem merktur er FC Barcelona, sem sjúkra- liði hérna gaf mér. Starfsfólkið hérna hefur líka verið að gefa mér kveikjara í safnið, eins og til dæmis stelpa, sem vinnur hérna í sundlauginni, sem gaf mér þennan kveikjara, sem er eins og vídeóupptökuvél. Suma kveikjarana er líka hægt að nota með öðrum hætti en að kveikja ljós, eins og til dæmis þessi „vindill“, sem er kveikjari í öðrum end- anum en vindlaklippur í hinum.“ Valgerður sagði að erfitt væri að velja einhvern einn uppáhaldskveikjara úr öllu þessu safni. „Mér þykir dálítið vænt um þessa tvo, en annan gaf vinur minn mér og á hann er grafið nafnið mitt Valgerður. Svo var það kona sem gaf mér hinn og á hann er grafið Valla. Sama kona gaf mér líka þetta stóra mótorhjól og skútuna, sem eru stærstu kveikjarnir í safninu.“ Þess má að lokum geta að Valgerður safnar einnig myndbandsspólum og DVD-diskum. „Ég á 247 vídeóspólur, sem ég hef tekið upp úr sjónvarpinu með ýmsu efni, eins og til dæmis uppá- haldssjónvarpsþáttunum mínum. Svo er ég byrjuð á að safna DVD-diskum líka.“ hverjum sumir kveikjaranir eru, eins og til dæmis þetta „epli“. Það kom bara til mín nafnlaust í pósti.“ Valgerður heldur annars nákvæma skrá yfir kveikjarasafnið, hvenær hún eignast þá og frá hverjum, ef hún veit nafnið á gefandanum. Nokkra kveikj- ara hefur hún keypt sjálf, eins og til dæmis sett af kveikjurum í líki sígar- veiktist, en eftir að ég kom hingað á Reykjalund byrjaði ég söfnunina fyrir alvöru. Árið 2001 birtist grein um kveikjarasafnið mitt í Séð og heyrt, en þá átti ég 255 kveikjara. Eftir að grein- in birtist tók söfnunin kipp og alls kon- ar fólk fór að senda mér kveikjara, í sumum tilvikum fylgdu engin nöfn þannig að ég hef ekki hugmynd um frá 640 KVEIKJARA Morgunblaðið/Árni Sæberg Í kveikjarasafninu kennir ýmissa grasa. Morgunblaðið/Árni Sæberg tu kveikjurunum í nu eru tveir stærstu glskúta. er að safna. Hún segist hafa safnað nokkuð skipulega og það liggi gríðarleg vinna í flokkun og uppsetningu safnsins, en hún viðurkennir líka að rykið sem safnast á munina pirri sig oft ansi mikið. Það sem henni finnist mest varið í sé því geymt flokkað í skápum og skúffum. Eins og mörgum söfnurum finnst henni samt erfitt að gera upp á milli þess sem hún hefur eignast og margt af því skipti sig litlu máli, en þó finnist henni senni- lega vænst um handgerða nálaprillu sem amma hennar, sem var farand- saumakona, hafi saumað úr skinni. Á Siglufirði er starfandi félagsskapur safnara sem heitir safnarafélagið Þór. Félagið hélt nýlega sýningu á því sem félagsmenn voru að safna og Hafdís segir það afar mikilvægt fyrir safnara að hafa samband sín á milli, skipta á hlutum og bera saman bækur sínar. Hún segir aðþessi söfnunaráhugi sé sennilega einhverskonar sérviska og margir safnarar geti eflaust talist hálf- gerðir furðufuglar. margt á þessum 25 árum, enda er það ævintýri líkast að koma heim til hennar og líta á safnið hennar. Gömul áhöld og verkfæri, umbúðir, lyklakippur, pennar í þúsundatali og hvað annað sem hægt skíðafélag Siglufjarðar gaf út stuttu eft- ir stofnun félagsins uppúr 1920, en hún á enn sem komið er bara ljósrit af merk- inu, en vonar að það standi til bóta. Hafdísi hefur vissulega áskotnast sérstaklega hrifin af nýju plastklæddu merkjunum, en safnar þeim engu að síður. Hún segir merkjasafnið sitt vera orðið nokkuð gott, en eitt merki vanti hana mest af öllu. Það er merki sem Morgunblaðið/Halldór gaverða muni hangandi uppi á vegg. Morgunblaðið/Halldór Gömul ílát úr apótekum og umslög af lyfseðlum. LLU MÖGULEGU ÞRÁTT fyrir ungan aldur hefurEyjólfur Jónsson komið sérupp myndarlegu safni af upp- stoppuðum fuglum. „Þetta byrjaði allt þegar ég var átta ára og fór með foreldrum mínum á Náttúrugripa- safnið,“ segir hann um upphafið að söfnunaráráttunni. „Á safninu varð ég mjög hrifinn af uppstoppuðu fugl- unum og sagði að svona fugla myndi ég vilja eiga. Nokkrum mánuðum seinna gaf mamma mér uppstoppaða rauðhöfðaönd, sem hún keypti hjá uppstoppara sem heitir Manúel. Á tíu ára afmælinu mínu fékk ég svo uppstoppaðan himbrima frá foreldr- um mínum í afmælisgjöf og stara frá frændfólki mínu. Þá byrjaði áhuginn á að safna fuglum fyrir alvöru og núna á ég 25 uppstoppaða fugla og nokkra í frystikistunni, sem bíða þess að verða stoppaðir upp,“ segir Eyjólfur, en hann fermdist í vor. Að sögn Eyjólfs hefur hann verið í góðu sambandi við Þorvald Björns- son, hjá Náttúrufræðistofnun, en hann stoppar upp fugla og hefur Eyjólfur fengið ófáa slíka hjá hon- um. Safnið er fjölskrúðugt þekur hillur og nokkra glerskápa í stof- unni. Fuglarnir eru úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. „Hér er til dæmis eldgömul skrofa og þessi lundi er úr Eyjum frá árinu 1969, en frændi minn gaf mér hann. Svo er hérna fasani sem var stoppaður upp fyrir einhverja skotveiðisýningu og uppstopparinn sat uppi með hann og ég fékk fuglinn hjá honum.“ Eyjólfur segir að himbriminn sé í mestu uppáhaldi hjá sér af öllum fuglunum í safninu. „Hann er bara svo flottur og tignarlegur,“ segir hann máli sínu til stuðnings. „Ég á annan himbrima og ætla bara að vera með beinagrindina af honum í safninu. Það er gaman að hafa eina beinagrind með. Svo er ég hérna með nokkur fuglsegg í glerkassa,“ segir Eyjólfur ennfremur og kveðst reikna með að fara í nám í fuglafræði þegar hann verður eldri. „Svo er ég að hugsa um að læra líka að stoppa upp fugla,“ bætir hann við og skal engan undra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyjólfur Jónsson með uppáhaldsfuglinn sinn, himbrima, í fanginu. EYJÓLFUR JÓNSSON SAFNAR UPPSTOPPUÐUM FUGLUM Himbrimi er flottur fugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.