Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2003 B 7 D ÆLDIN í sjónvarps- sófa Júlíusar Guð- mundssonar varð sí- fellt dýpri, enda hafði hann bætt á sig 19 kílóum á fimm árum, eða frá því hann, þrítugur, kom heim frá námi á Spáni ásamt fjölskyldu sinni. Vel- sældin vakti upp letieðlið, eins og hann orðar það, hann hætti að hreyfa sig svo nokkru næmi, þyngdist jafnt og þétt og varð eink- um gildur um sig miðjan. Þó fór víðs fjarri að hann væri aðgerðarlaus þessi ár. Hann hafði ærinn starfa sem líffræðingur og verkefnastjóri rannsókna á nýrna- og skjaldkirtilskrabbameini hjá Ís- lenskri erfðagreiningu, stundaði samhliða MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík og sinnti búi og þremur ungum börnum til jafns við útivinn- andi konu sína. Lífið var komið í fastar skorður hins ráðsetta heimilisföður. Inn í bíl og út úr bíl var helsta hreyf- ingin, því ekki útheimti vinnan ann- að en léttar handahreyfingar við tölvuna á skrifborðinu og kannski smáspássitúr á milli hæða eða í mötuneytið. Svo keyrði hann út í búð til þess að gera heimilisinn- kaupin og lét sig fallast værðarlega í sjónvarpssófann að loknum kvöld- verði, sem var nokkuð vel úti látinn að hans sögn. Það var ekki fyrr en hann útskrifaðist um jólin í fyrra frá HR að hann áttaði sig á að vel- megunin hafði farið heldur illa með skrokkinn. Ljósmynd gerði útslagið „Sem útskriftargjöf sendi skólinn nemendum myndaseríu úr skóla- starfinu. Ég hafði svosem litið í spegil og stigið á vigtina annað slagið, en ekki gefið breytingunni, sem á mér hafði orðið, nægilegan gaum. Mér snarbrá aftur á móti þegar ég sá myndirnar af mér, sér- staklega fór ein þeirra fyrir brjóst- ið á mér, en á henni er ég óskap- lega pattaralegur í stutt- erma, rauðum bol, með væna bumbu og allur mjög frjálslega vaxinn. Þessi mynd gerði útslagið, ég ákvað að grípa í taumana, borða minna og hreyfa mig meira,“ segir Júlíus, sem þegar í stað hóf þátt- töku í aðhaldsnámskeiði fyrir karla, sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að grennast og styrkjast á sem skemmstum tíma. Um leið breytti hann um mataræði og -venjur og fann ýmsar leiðir til að flétta hreyfingu og útivist inn í dagsins önn og amstur. Fyrstu vikuna fuku tvö kíló. Á vordögum voru nítján kíló á bak og burt, Júlíus kominn í kjörþyngd, allur hinn stæltasti og eigandi lík- amsræktarstöðvar, hvorki meira né minna. Hann segir margt hafa ýtt undir að hann lagði út í slíka fjár- festingu, þótt efalítið hafi góð reynsla hans af þjálfun, eins og þar er í boði, ráðið úrslitum. „Þegar frændi minn og jafnaldri ámálgaði við mig að vera með í kaupum á Betrunarhúsinu í Garða- bæ ákvað ég að láta slag standa, enda markmiðið með MBA-náminu í við- skipta- og stjórnun- arfræðum að hella mér út í atvinnu- rekstur af einhverju tagi,“ segir líffræðing- urinn og útskýrir að líf- eðlisfræði sé partur af líffræði og stuðst sé við þekkingu úr lífeðl- isfræðilegum rannsóknum í mark- vissri líkamsrækt. Líffræðingur með meiru „Þegar ég hóf nám í Háskólanum í Reykjavík voru líftæknifyrirtæki í mikilli uppsveiflu og gróska á hlutabréfamörkuðum, en fáir sem höfðu bæði líffræðimenntun og við- skiptaþekkingu. Mér fannst upp- lagt að afla mér menntunar í við- skiptum og stjórnun fyrirtækja til þess að opna mér fleiri möguleika í starfi. Samt sá ég ekki alveg fyrir mér rekstur líkamsræktarstöðvar, þótt slíkt sé á vissan hátt nátengt heilbrigðisþjónustu, en þann starfs- vettvang hafði ég helst í huga að námi loknu.“ Þegar Júlíus hefur útskýrt af hverju líffræðingurinn vatt sér í nám í viðskiptum og stjórnun, kem- ur upp úr dúrnum að hann er lærð- ur ljósmyndari frá Barcelona þar sem hann var jafnframt í meist- aranámi í umhverfisstjórnun þegar fjölskyldan bjó þar um tveggja ára skeið, frá 1996 til 1998. Sem sé áð- ur en sjónvarpssófinn náði yfir- höndinni og eftir að hann hafði unnið að meistaragráðu í erfða- fræði brjóstakrabbameins á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. „Ef skógareldar blossa upp á Íslandi, er ég rétti maðurinn að leita til,“ segir hann kímileitur og skírskotar til námsins í umhverfisstjórnun, sem fólst að miklu leyti í að bregð- ast við slíkri vá. „Allt nám hefur gagnast mér prýðilega, en um- hverfisstjórnunin þó síst. Mér þyk- ir harla ósennilegt að ég eigi eftir að annast viðhald á þjóðgörðum og slökkva skógarelda á Íslandi. Lög- fræði og reglugerðarstagl, sem fylgdi náminu, átti heldur ekki alls- kostar við mig, en ég lærði hins vegar heilmikið í spænsku.“ Andvaraleysi Lífstíll fjölskyldunnar í Barce- lona var hvorki hvati til auðs- né fitusöfnunar. Eins og aðrir fátækir námsmenn fór Júlíus allra sinna ferða fótgangandi. Þótt tuttugu mínútna gangur væri á næstu myndbandaleigu og annað eins út í búð með tilheyrandi pokaburði, fannst honum slíkt ekkert tiltöku- mál. Útivist og gönguferðir voru fastir punktar í tilverunni. „Þegar heim kom og velmegun okkar jókst í efnahagslegu tilliti og bílar tveir urðu helstu þarfaþing heimilisins, fór smám saman að síga á ógæfu- hliðina hvað holdafar mitt varðaði. Ég hafði verið þybbinn sem krakki, en fjórtán ára varð ég skyndilega hár og spengilegur, þótti liðtækur í fótbolta og keppti í handbolta fram til tvítugs. Þar sem ég hafði lengi vel ekki þurft að hafa áhyggjur af þyngdinni var ég svolítið andvara- laus þótt ég bætti að jafnaði á mig um tveimur kílóum kringum jól og áramót. Ég varð æ silalegri og kraftlausari, mátti til dæmis aldrei missa af fréttum í sjónvarpinu og ílentist oft í sjónvarpssófanum heilu kvöldin,“ segir Júlíus. Æfingar og galdur í mataræði Hann grunar að svona sé gangur lífsins hjá æði mörgum kyrrsetu- mönnum á hans reki og eldri. Og ráð hans þeim til handa er vita- skuld að drífa sig í ræktina, borða minna og hreyfa sig meira. Alltaf, ekki bara stundum. „Ég er þó eng- inn öfgamaður í þessum efnum og hvers kyns meinlætalíf er mér fjarri skapi,“ segir Júlíus og játar að fá sér einstaka sinnum ham- borgara, eða annað skyndifæði. „Annars er löngun mín í slíkan mat hverfandi, auk þess sem ég tími ekki að eyðileggja árangur líkams- ræktarinnar. Menn verða að geta leyft sér smámunað í mat og drykk annað slagið. Vellíðan er fyrir öllu og ekki skiptir máli þótt fólk sé kannski nokkrum kílóum yfir kjör- þyngd ef því líður vel og er vel á sig komið. Tæp klukkustund í þol- og þrekæfingar og nokkrar teygju- æfingar þrisvar til fimm sinnum í viku gerir öllum gott,“ segir Júlíus samkvæmt eigin uppskrift. En sjálfur lætur hann ekki þar við sitja, því samfara auknum styrk segist hann hafa fundið hjá sér sí- fellt meiri þörf til að efla heilsuna á alla lund, t.d. með því að fara í gönguferðir og sund, eða á skíði og þvíumlíkt, þegar tóm gæfist til. Svo má ekki gleyma að hann tók mat- aræðið föstum tökum. „Galdurinn er að vera aldrei svangur og aldrei pakksaddur,“ upplýsir hann, „borða lítið í einu en allt að sex sinnum á dag.“ Leið til að fyrirbyggja hrörnun og sjúkdóma „Kallapúl“, svipað því sem kom Júlíusi á spor heilsu og hollustu, er í boði í Betrunarhúsinu sem og sér- stakir kvennatímar, jóga og hvað- eina sem bætir heilsu, líðan og útlit fólks og leiðir það af villu síns veg- ar í mataræði. „Fyrir mér er lík- amsrækt og hollt mataræði inneign til elliáranna og í raun eina færa leiðin til að stemma að stigu við hrörnun og sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, stoðkerfissjúk- dómum og offitu.“ Líffræðingnum og viðskiptafræð- ingnum gengur býsna vel að sam- nýta menntun sína og reynslu í Betrunarhúsinu. Sá fyrrnefndi er í fullu starfi hjá ÍE en eftir vinnu mætir hann galvaskur í líkams- ræktarstöðina og púlar í tækjunum áður eða eftir að hann fer í ham viðskiptafræðingsins og glímir við tölur og flóknar bókhaldsfærslur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Júlíusi eru hæg heimatökin að viðhalda árangri líkamsræktarinnar, enda sjálfur eigandi Betrunarhússins í Garðabæ. Inneign Upp úr þrítugu er algengt að konur jafnt sem karlar eigi í basli með auka- kílóin. Júlíus Guðmundsson, 35 ára líffræðingur, uggði ekki að sér til að byrja með, en nokkrar ljósmyndir, sem hann sýndi Valgerði Þ. Jóns- dóttur, urðu til þess að hann réðst til atlögu við fimm ára uppsafnaðan vanda. Ljósmyndin sem hreyfði við Júlí usi. LÍKAMSRÆKT elliárannatil vjon@mbl.is Sólhattur FRÁ Fyrir heilsuna H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.