Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 1
Mikkaþraut ÞESSAR flottu leikbrúður voru notaðar í sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi í norska Þjóðleikhúsinu. Getið þið hjálpað Mikka að finna réttu leiðina til vinar síns Lilla klifurmúsar? Hann þarf nefnilega að fá góð ráð um það hvernig best er að haga sér í heimsóknum. NORSKI rithöf- undurinn og myndlistarmaður- inn Thorbjørn Eg- ner, sem skrifaði leikritin um Dýrin í Hálsaskógi, Kar- íus og Baktus og fólkið í Kardimom- mubæ, fæddist í Osló í Noregi fyrir meira en níutíu árum. Egner skrifaði náms- bækur og sá um barnaþætti í útvarpinu áður en hann fór að skrifa sögur og leikrit fyrir börn. Hann var lærður myndlistarmaður og teiknaði því sjálfur myndir með verkum sínum. Hann lét það þó ekki nægja heldur samdi líka lög og texta með þeim þannig að það er aug- ljóst að hann hefur verið mjög fjölhæfur lista- maður. Þegar leikrit Egners voru sett á svið hann- aði hann líka búninga og svið og enn þann dag í dag eru margar sýningar á verkum hans byggðar á teikningum sem hann gerði fyrir þessar fyrstu sýningar. Fjölhæfur listamaður VINIRNIR Freyja Rún og Haggai Birnir, sem eru þriggja og fjögurra ára, voru svo heppin að fá að fara á Dýrin í Hálsaskógi um síðustu helgi. Hvernig var í leikhúsinu? Haggai Birnir: Bara gaman. Freyja Rún: Það var skemmtilegt. Mig langar að sjá leik- ritið aftur. Hvað var skemmtilegast? Haggai Birnir: Þegar refurinn datt á rassinn og þegar hann fór á bak við tré og Lilli klifurmús togaði í skottið á honum. Það var líka skemmtilegt þegar Bangsi litli týndist! Voruð þið ekkert hrædd? Haggai Birnir: Nei, ég var ekkert hræddur við refinn. En þegar Bangsi litli týndist? Freyja Rún: Nei. Haggai Birnir: Við vissum alveg að þau myndu finna hann aftur! Langar aftur á leikritið Krakkarýni: Dýrin í Hálsaskógi Dýrin í Hálsaskógi: 1. Hver er það sem spilar og syngur allan daginn? 2. Hverjum finnst erfiðast að vera góður við aðra? 3. Hver er stærstur og vitrastur í skóginum? 4. Hver bjargar málunum þegar Bangsa litla er rænt? Kardemommubærinn: 1. Hver býr hjá Soffíu frænku? 2. Hver finnur hús ræningjanna? 3. Hvernig dýr eiga ræningjarnir? 4. Hvað er það vitlausasta sem ræningjarnir hafa rænt? Karíus og Baktus: 1. Hvar búa Karíus og Baktus? 2. Hvað vilja Karíus og Baktus helst borða? 3. Hvað gleymdi Jens að gera? 4. Hvert fóru Karíus og Baktus á endanum? Hversu vel þekkið þið leikritin? Svör:1. Lilli klifurmús 2. Mikki refur 3. Bangsapabbi 4. Mikki refur Svör:1. Kamilla litla 2. Tommi 3. Ljón 4. Soffía frænka Svör:1. Í tönnunum hans Jens 2. Franskbrauð með sýrópi 3. Að bursta tenn- urnar 4. Út á sjó Það er bara einn kostur við rigningu. Það þarf ekki að moka henni af tröppunum. HAFIÐ þið ekki örugglega öll heyrt um Mikka ref sem læddist um Hálsaskóg og reyndi að klófesta lítlar mýs þar til hann lærði að vera góður og hjálpsamur? Hafið þið ekki líka heyrt um það hvernig hann bjargaði Bangsa litla úr höndum veiðimannanna og varð besti vinur allra í skóginum af því hann var svo góður og hugrakkur? Þið hafið kannski einhvern tíma séð leik- ritið um Mikka og vini hans í leikhúsinu eða þá hlustað á það á geisladiski. Leikritið hefur nefnilega oft verið sýnt í leikhúsum á Íslandi og nú er verið að sýna það í Reykjavík þar sem það var fyrst sýnt fyrir meira en fjörutíu árum. Það getur því vel verið að foreldrar ykkar hafi séð það og að þau muni ennþá eftir því – ef þau hafa þá búið í Reykjavík. Þið hafið líka örugglega einhvern tímann heyrt leikritið, eins og það var leikið þá, því það var tekið upp á plötu sem er til á mörgum heimilum. Mörg skemmtileg leikrit Maðurinn sem skrifaði leikritið um Mikka og vini hans í Hálsaskógi hét Thorbjörn Egn- er en hann skrifaði líka leikritin um Kardemommubæinn og Karíus og Baktus þannig að þið sjáið að hann hefur verið mjög sniðugur að skrifa leikrit fyrir börn. Thor- björn skrifaði leikritin fyrir næstum því fimmtíu árum og samt eru þau ennþá mjög vinsæl. Þau hafa verið þýdd á mörg tungu- mál en þau eru þó vinsælust á Norðurlöndum og þá sérstaklega í Noregi, þar sem Egner átti heima, og á Íslandi þar sem flestir krakkar þekkja þau. Bæði raunveruleg og óraunveruleg Það er ekkert skrýtið að leikritin séu svona vinsæl því þau eru bæði spennandi og skemmtileg. Svo eru þau líka svolítið raun- veruleg á sama tíma og þau eru óraunveru- leg. Hvernig getur það passað? Jú, þótt það sé t.d. óraunverulegt að refur, mýs og bangs- ar tali saman og hjálpist að þá sýnir það okk- ur að ólíkir einstaklingar geta gert ýmislegt í sameiningu sem þeir geta ekki gert ef þeir hjálpast ekki að. Enginn er bara vondur Það eru ekki bara dýrin í Hálsaskógi sem komast að því að það er betra að vera vinir og vinna saman því þannig er það líka í Kardomommubænum þar sem ræningjarnir þrír komast að því að það er betra að vinna með fólkinu í bænum en að hafa alla á móti sér. Egner vildi nefnilega að leikritin sýndu að allt gengur betur ef við vinnum saman og að fólk (og dýr) eru ólík og að enginn er bara góður og enginn bara vondur. Þannig á Mikki svo sannarlega sínar slæmu hliðar alveg eins og ræningjarnir þrír, sem rændu meira að segja heilli manneskju. Þeir eiga það þó sameiginlegt að eiga líka sínar góðu hliðar sem koma í ljós þegar á reynir. Og það er þess vegna sem fólki (og dýrum) fer að þykja vænt um þá og gefur þeim annað tækifæri. Mikki refur kominn á kreik Morgunblaðið/Ásdís Laugardagur 20. september 2003 Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.