Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EVA J. Alexander er hvorkihávaxin né háróma. Aflíkamlegu atgervi hennarer erfitt að ráða hverskonar Grettistaki hún hefur lyft í rekstri endurhæfing- arheimilis fyrir fyrrverandi vænd- iskonur og barnaheimilisins El Shaddai 50 km frá borginni Madras í heimalandi hennar, Indlandi. Barnaheimilið hefur verið fjár- magnað af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum í gegnum ABC- hjálparstarfið á Íslandi í 8 ár. Upp- bygging húsnæðisins hefur verið fjármögnuð með söfnunarfé úr söfnuninni Börn hjálpa börnum í marsmánuði ár hvert. Einstakling- ar hafa greitt fyrir framfærslu barnanna með mánaðarlegum fjár- framlögum. Nú vantar styrktarað- ila fyrir 45 börn af 150 á heimilinu. Eva rekur kristna trú sína aftur til langalangafa síns. „Forfeður mínir voru hindúar langt aftur í aldir Langalangafi minn kynntist breskum trúboðum og snerist til kristinnar trúar í byrjun 19. ald- arinnar. Ég og systkini mín þrjú voru alin upp í kristinni trú og gengum í evrópska skóla þar sem við lærðum m.a. ensku frá unga aldri. Við vorum frekar efnuð þótt við tilheyrðum ekki efstu stétt sam- félagsins eins og fjölskylda eigin- manns míns. Fjölskylda hans lét mig gjalda þess að þeim fannst heimanmundur minn ekki nægilega mikill. Þau beittu mig andlegu of- beldi inni á heimilinu alveg frá upp- hafi. Maðurinn minn mátti sín lítils gagnvart þeim öllum. Á endanum langaði mig ekki til að lifa lengur og reyndi tvisvar sinnum að fremja sjálfsmorð eftir að tvö elstu börnin mín komu í heiminn.“ Heimiliskúgun, betl eða vændi „Ég ákvað að fara að vinna til að fá smá frið,“ segir Eva og brosir út í annað. „Fyrsta starfið mitt var hjá opinberu símafyrirtæki. Á vinnustaðnum kynntist ég fjölda annarra kvenna og áttaði mig á því að margar þeirra byggju við svip- aðar og jafnvel verri aðstæður en ég sjálf. Sú uppgötvun olli því að ég ákvað að fara að starfa að fé- lagsmálum og helga mig baráttunni fyrir bættum hag indverskra kvenna. Indverskar konur standa því miður afar höllum fæti í sam- félaginu. Alvarlegustu vandamálin snúa að því að konurnar verða fyrir ofbeldi í tengslum við deilur um heimanmund þeirra. Alltof margar indverskar konur eygja enga út- gönguleið út úr hörmulegum að- stæðum sínum inni á heimilunum. Ef konurnar hafa kjark til að flýja burt frá eiginmanninum geta fæst- ar þeirra vænst þess að fá hlýjar móttökur hjá fjölskyldum sínum því að á Indlandi er álitin smán fyrir foreldrana að dóttir yfirgefi eiginmann sinn. Ef þær eru einar á báti geta þær yfirleitt aðeins vænst þess að afla sér viðurværis með tvennum hætti, þ.e. betli eða vændi.“ Eva beitti sér ekki aðeins fyrir bættum hag kvenna því að fljótlega fór hún að láta að sér kveða innan verkalýðshreyfingarinnar. „Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af hafði ég gefið kost á mér til þings. Reiðarslagið gekk yfir í miðri kosn- ingabaráttunni árið 1980. Ég veikt- ist hastarlega af dularfullum sjúk- dómi. Jesús birtist mér á dánarbeðinum, læknaði og tilkynnti mér að hann hefði sérstakt verk- efni fyrir mig.“ Vissir þú hvað hann átti við? „Nei, ég áttaði mig ekki á því hvað hann var að fara fyrr en um sex mánuðum síðar. Þá birtist Jesús mér aftur og vitnaði í Matt- heus 21. með þessum orðum: „Toll- heimtumenn og skækjur verða á undan yður í Guðsríki. Stuttu seinna báðu tvær vændiskonur mig ásjár og ráða til að losna undan vítahring Rauða hverfisins í Bombay. Ég gat ekki hjálpað þeim öðruvísi en að veita þeim húsaskjól inni á mínu eigin heimili. Vandinn var bara sá að bæði maðurinn minn og fjölskylda hans voru alfarið á móti því að taka þær inn á heimilið – heiður fjölskyldunnar væri í veði.“ Stúlkur í kynlífsþrælkun „Hvað átti ég að gera?“ spyr Eva. „Þá talaði Jesús aftur til mín og sagði: „Á meðan ég var á jörð- inni leiddi ég skækjur, tollheimtu- menn á rétta braut. Eftir að ég yf- irgaf jörðina hefur kirkjan vanrækt skækjurnar. Ég hef valið þig til að halda verkefni mínu áfram. Skækj- ur og tollheimtumenn munu kom- ast í himnaríki á undan okkur hin- um,““ rifjar hún upp og segist eftir þessi orð ekki hafa velkst í vafa um hvað henni bæri að gera. „Ég bauð vændiskonunum að búa með okkur gegn vilja mannsins míns og tengdafjölskyldu. Þegar maðurinn minn sá breytinguna sem varð á vændiskonunum eftir tvær vikur lagði hann blessun sína yfir veru þeirra í húsinu og tilkynnti mér að hann myndi hjálpa mér að koma upp sérstöku heimili þar sem slíkar konur fengju endurhæfingu. Mað- urinn minn var alla tíð háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera, hann var góður maður og dó alltof snemma árið 1996.“ Eva hélt starfi sínu ótrauð áfram eftir að hún hafði komið vænd- iskonunum tveimur til hjálpar. „Ég efast um að fólk á Vesturlöndunum geri sér almennt grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið er víða í Indlandi. Algengt er að fátækt bændafólk sjái sér ekki annað fært en að senda börn sín til borganna til að afla fjölskyldunni tekna. At- vinnurekendurnir reynast því mið- ur oft flögð undir fögru skinni. Gylliboð um sómasamlega atvinnu reynast vera störf í kynlífsiðnaði eða eitthvað þaðan af verra. Illa innrættir menn ræna stúlkum allt niður í 10 ára aldur og hneppa í kynlífsþrælkun í einhverju vænd- ishverfanna. Dólgarnir halda fast utan um stúlkurnar sínar. Yfirleitt er ómögulegt að frelsa þær undan klóm þeirra eftir venjulegum leið- um. Sérhæfð fyrirtæki hafa tekið að sér að frelsa stúlkur undan kyn- lífsánauð gegn greiðslu. Eftir að tekist hefur að frelsa þær höfum við tekið við þeim á endurhæfingar- heimilinu og reynt að veita þeim nægilega góðan grunn til að standa á eigin fótum úti í samfélaginu. Annars vinn ég að baráttunni með ýmsum hætti, t.d. með því að upp- fræða foreldrana í sveitunum um hætturnar í borgunum og vænd- iskonurnar í vændishverfunum um alnæmi og aðrar aðsteðjandi hætt- ur. Stundum hef ég notið verndar mafíunnar í þessum leiðöngrum mínum því vændishverfin eru mjög hættulegur heimur.“ Barnaheimili inni á heimilinu Eva stofnaði barnaheimili í fram- haldi af vinnu sinni með vænd- iskonum. „Með tímanum varð æ al- gengara að fólk kæmi til mín með börn vændiskvenna, einstæðra for- eldra, alnæmissmitaðra, fátækra og svo munaðarleysingja. Lengi sendi ég börnin áfram til reglu Móður Theresu eða þar til Jesús fól mér að stofna mitt eigið barnaheimili árið 1995. Ég var farin að reka 20 barna barnaheimili inni á mínu eig- in heimili þegar mér bauðst að kveikja á kerti Indlands á Lauf- skálahátíð í Ísrael sama ár. Kerti Íslands og Indlands standa hlið við hlið. Ég kynntist þarna Íslendingn- um Ólafi Jóhannssyni, sem hefur starfað mikið í Ísrael, og spurði hvort hann gæti aðstoðað mig við að bæta kjör kvenna og barna á Indlandi. Hann sagðist ekki geta hjálpað mér með konurnar en hann gæti komið mér í samband við ynd- islega konu á Íslandi varðandi börnin. Ég hafði samband við Gunnu Möggu (Guðrúnu Margréti Pálsdóttur hjá ABC-hjálparstarfi) og allt frá þeirri stundu hafa Ís- lendingar fjármagnað El Shaddai- barnaheimilið í nágrenni Madras á Indlandi.“ Úr 150 fm í 1.000 fm Starfsemi barnaheimilisins hefur vaxið hröðum skrefum frá því Ís- lendingar hófu fjármögnun rekstr- arins haustið 1995. „Húsnæðisupp- bygging barnaheimilisins hefur verið fjármögnuð með söfnunarfé úr söfnuninni Börn hjálpa börnum. Stuttu eftir að við fórum að fá pen- inga úr söfnuninni gátum við flutt Eva J. Alexander, stofnandi og forstöðukona El Shaddai-barnaheimilisins á Indlandi Með mafíuvernd í vændishverfum Með fjárframlögum frá Ís- lendingum rekur Eva J. Al- exander 150 barna barna- heimili nálægt borginni Madras í heimalandi sínu, Indlandi, en 45 barnanna vantar styrktaraðila. Anna G. Ólafsdóttir kynntist bak- grunni hennar og bar- áttuþreki napran haustdag á Íslandi. Börnin á El Shaddai-barnaheimilinu við jeppann góða frá Íslandi. Morgunblaðið/Ásdís „Íslendingar hafa skotið grundvelli undir líf þessara barna og gert þeim kleift að hlakka til framtíðarinnar eins og önnur börn,“ segir Eva J. Alexander. Skólastarfið er að hluta til rekið utan dyra á barnaheimilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.