Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 3
reksturinn út af heimilinu mínu í 150 fm húsnæði. Ekki leið heldur á löngu þar til keypt var landspilda undir nýbyggingu fyrir starfsemina um 50 km utan við Madras. Núna erum við að flytja í 1.000 fm hús- næði. Eins og þú getur ímyndað þér er munurinn ótrúlegur og alveg sérstaklega með tilliti til þess hversu börnunum hefur fjölgað. Þeim fjölgaði fyrst í 55, svo í 85, 120 og loks í 150. Allur þessi fjöldi hefur hírst í einu og sama rýminu í gamla húsnæðinu,“ segir Eva og bendir á að rýmið hafi í senn verið svefnstaður, matsalur og skóli. „Núna verður mun rýmra um okk- ur þó enn skorti fjármuni til að bæta við húsnæðið. Okkur vantar hús fyrir börn, allra yngstu börnin upp í um fjögurra ára börn, starfs- mannaálmu til að starfsfólkið geti búið á heimilinu og skólahúsnæði. Við rekum skóla á landareigninni fyrir yngri börnin. Aftur á móti er- um við í talsverðum vandræðum með skólagöngu eldri barnanna. Við eigum ekki rútu til að keyra þau í skólann og svo verða þau fyr- ir áreiti af hálfu skólafélaga sinna af því að þau tilheyra lægstu stétt samfélagsins og eru alin upp á barnaheimili.“ Óvæntur glaðningur frá Íslandi Barnaheimilinu barst óvæntur glaðningur frá Íslandi fyrir skömmu. „Við vorum í stökustu vandræðum af því að við höfðum ekki jeppa til að keyra börnin til læknis og sinna öðrum erindum fyrir barnaheimilið. Eftir að hafa látið Gunnu Möggu vita af vand- ræðum okkar biðum við þolinmóð eftir að eitthvað myndi ef til vill gerast eftir næstu söfnun. Okkur dreymdi ekki um að hægt yrði að leysa úr vanda okkar fyrr,“ segir Eva og í því birtist einmitt Guðrún Margrét í dyragættinni í Sóltúninu. „Ekki mig heldur,“ segir hún og tyllir sér. „Svo vorum við bara svo heppin að fá Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra til okkar hingað í 1. maí-kaffi í vor. Halldór spurði mig hvernig gengi í Indlandi. Ég svaraði náttúrlega eins og satt var að barnaheimilin tvö í Indlandi, El Shaddai og Heimili litlu ljósanna, gengju vel nema hvað El Shaddai- barnaheimilið sárvantaði jeppa til að nota í neyðartilfellum og til að sinna ýmiss konar erindum fyrir heimilið. Skemmst er frá því að segja að Halldór tók erindinu af- skaplega vel og núna hefur barna- heimilið eignast jeppa,“ segir hún og tekur fram að jeppinn hafi kost- að 800.000 ísl. kr. Eva grípur orðið á ný. „Ég vil koma sérstöku þakk- læti á framfæri til íslenska utanrík- isráðherrans fyrir jeppann og reyndar allra styrktaraðila barna- heimilisins á Íslandi. Ég vil þakka Íslendingum allan þeirra kærleik og samhygð í garð barnanna minna í Indlandi.“ Eva játar því að enn skorti ým- islegt á El Shaddai-barnaheimilinu. „Brýnasta úrlausnarverkefnið er að útvega íslenska styrktaraðila fyrir 45 börn á barnaheimilinu. Án styrktaraðila fyrir öll börnin getum við ekki náð endum saman í rekstr- inum. Íslendingar geta orðið styrktaraðilar með því að hafa sam- band við ABC-hjálparstarfið. Þeir greiða síðan mánaðarlega ákveðna upphæð fyrir öllu uppihaldi eins barns á barnaheimilinu og fá reglu- lega bréf og myndir af börnunum,“ segir Eva og er spurð að því hvort börnin sýni sérstakan áhuga á Ís- landi vegna tengslanna við landið. „Já, börnin spyrja mig stundum spurninga um Ísland. Þá reyni ég auðvitað að svara þeim eftir bestu getu og í samræmi við upplifun mína af landinu frá því í fyrri heim- sókn minni hingað árið 1996. Við biðjum líka fyrir íslensku styrkt- araðilum barnanna og ABC-hjálp- arstarfinu á hverjum einasta morgni,“ segir Eva og skilar kveðju til Íslendinga frá börnunum í El Shaddai-barnaheimilinu. „Þau senda sínar bestu kveðjur til Ís- lendinga með þakklæti fyrir allan stuðninginn. Íslendingar hafa skot- ið grundvelli undir líf þessara barna og gert þeim kleift að hlakka til framtíðarinnar eins og önnur börn.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 B 3 SÚ staðreynd að bókmennta- arfleifð okkar Íslendinga er jafn ríkuleg og raun ber vitni verður okkur einatt að umtalsefni. Gjarn- an vísum við til þessarar arfleifðar til að gera okkur gildandi í sögu- legu samhengi við Evrópu og til að monta okkur gagnvart öðrum Norðurlandabú- um. En hve oft veltum við því fyr- ir okkur hver sé ástæða þess að þessar fornu bók- menntir urðu til hér á Fróni, en ekki í nágrannalöndum okkar, Danmörku, Svíþjóð eða Noregi? Flestum hefur okkur verið kennt að þrjóskir norskir sjálf- stæðismenn hafi numið landið og byggt á níundu öld og haft með sér fjölda þræla frá Írlandi til að yrkja jörðina og annast skepn- urnar meðan þeir höfðingjar riðu um héruð með sólfáð vopn og verj- ur og litfagrar skikkjur blöktu í andvaranum. Höfðingjarnir deildu hart og guldu illt með illu og blóðið rann í svörðinn við sverðaglamur og snark í húsviðum. Þeir sömu höfð- ingjar ákváðu svo að gerast kristnir til að forðast blóðsúthell- ingar og stofnuðu klaustur og höfðu munka á starfslaunum við að skrifa sögurnar um sig og sína. Og úr þessum sögum höfum við fyrrnefndan fróðleik. Og hver gæti nú verið ástæða þess að sögurnar urðu til hér en ekki í Skandinavíu? Hver er einn augljós munur á samsetningu þjóðanna sem byggðu þessi lönd? Jú, hann er sá að hér á Íslandi bjó hellingur af Írum, sem flestir voru þrælar í upphafi. Gæti það hafa haft eitthvað að segja? Þeirri spurningu man ég ekki eftir að hafi verið varpað fram í eitt einasta skipti í minni skóla- göngu. En töluvert var rabbað um munnlega og bóklega geymd. Nei, það var engu líkara en að þessir blessuðu Írar, eða þrælar, eins og þeir voru alltaf kallaðir, hefðu ekki haft nokkur áhrif á íslenska menningu og raunar ekki skilið annað eftir sig en blóðflokkinn sem heitir líka því óhöfðinglega nafni „O“ eða núll. Flokkur írskra ófrelsismanna. Enginn sagði mér frá því að Ír- ar hefðu verið menningarþjóð með eigið ritmál í nokkrar aldir áður en norrænir menn tóku að hreiðra um sig í landi þeirra og síðar að taka þá herfangi. Enginn sagði mér að á sjöundu öld hefðu verið til skólar fyrir skáld á Írlandi, þar sem hæfileikamenn gátu numið í mörg ár, eða að skáld hefðu komið næst konungum að völdum í sam- félagi þeirra. Skáldskapur og sagnaskemmtun var sem sagt hvort tveggja í hávegum haft með- al þess fólks sem mokaði flórinn og sló engjarnar í ánauð á Íslandi til forna. Það er ekki fyrr en á síðustu ár- um, að rannsóknir og ritgerðir vís- indamanna sem varpa ljósi á næsta augljós tengsl íslenskrar bókmenntaarfleifðar við þá kelt- nesku hafa litið dagsins ljós. Fá- einir fræðimenn hafa bent á ýmis dæmi um þessi tengsl og fjallað um forn keltnesk áhrif á íslenska menningu. Þannig eru til rann- sóknir á örnefnum og húsagerð og samanburður á íslenskum forn- sögum og keltneskum sögnum, þar sem fram koma ýmsar skýrar vísbendingar um skyldleika. En skrif af þessu tagi hafa farið fremur lágt og ekki átt upp á pall- borðið í hánorrænu musteri ís- lenskra fræða. En það gildir auð- vitað á vettvangi fræðanna eins og í fornöld á Íslandi að á meðan lýð- urinn stritar og ræsir fram tilvist- armýrina, fara höfðingjarnir um með blikandi hjálma og leiftrandi skartklæði og ritstýra sögunni. Húsbændur og hjú og norræn höfðingjafræði HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Svein- björn I. Bald- vinsson            ! Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Hveitigraspressa verð kr. 3.900 Hægt að nota sem ávaxtapressu líka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.