Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 B 5 Eyþór veiddi sem sagt 26punda hæng í Presthyl áNesveiðum Laxár í Að-aldal í byrjun þessamánaðar. Laxinn veiddi hann á Snældu, sem er þyngd túpufluga. Eyþór fór ekki á Nes- veiðarnar í fyrra, en 2001 var hann mættur á bakkann og dró þá 27 punda ferlíki á þurrt, fisk sem einnig var stærsti lax sumarsins úr íslenskum ám. Tveimur árum áður var það veiðifélagi Eyþórs sem að setti í og landaði undir handleiðslu kokksins og með græj- urnar hans, 26 punda hæng úr Laxá og var það líka stærsti lax sumarsins úr íslenskum ám. Þó að íslensk stangaveiðisaga sé vörðuð nöfnum manna sem á árum áður veiddu marga laxa 20 punda og stærri, Birni J. Blöndal, Guð- mundi frá Miðdal, Heimi frá Tjörn, Benedikt á Hólmavaði o.m.fl. þá eru meðal núlifandi veiðimanna líklega vandfundnir þeir kappar sem hafa náð fleiri löxum af þessari yfirstærð úr ís- lenskum ám og fræg að endemum er veiðisaga af Eyþóri af laxi sem hann segist hafa veitt í Stóru Laxá í Hreppum, á árum áður, hvers flök ein og sér vógu 36 pund. Um þann lax var eitt sinn haft eftir Kokkinum: „Ég skil vel að menn vilji ekki trúa slíkri sögu, en ég skal skipta á henni og öllum hinum, segja allar hinar ósannar ef menn bara trúa þessari!“ En laxinn var aldrei veginn, ekki myndaður og enginn sá fisk- inn óslægðan. Og þar sem Kokk- urinn er þekktur í hópi veiði- manna fyrir litríkar og fjörugar frásagnir, verða þeir alltaf margir sem að glotta út í annað þegar sagan er sögð. Andvökunótt Flökin stóru voru af laxi, að sögn Eyþórs, sem hann veiddi á maðk í Árfellsrennum á efsta svæði Stóru Laxár í Hreppum. Á þeim árum fór Kokkurinn með vinum sínum í ána um helgar og í þá daga var bæði miklu meira af laxi í ánni og miklu stærri fiskar í bland. Kokkurinn segir að í þá daga hafi menn ekki verið með þann hégóma að vigta laxa. Aflinn hafi hreinlega verið tekinn og flakaður og slægður á staðnum til að koma honum heilum til Reykja- víkur. Hann segir að vísu að sú spurning hefði verið áleitin hvað sá með 36 punda flökin hafi verið þungur þegar hann var nýveiddur. Kokkurinn kom að þeim fiski ásamt öðrum jafnstórum á fyrr- greindum veiðistað, styggði þá, en mætti síðan aftur morguninn eftir, eftir andvökunótt þar sem stórlax- arnir viku ekki úr höfði hans. Hann renndi svo maðki að þeim og annar þeirra tók. Svo kirfilega, að öngullinn festist í tálknunum sem aftur olli því að þrek laxins þvarr hratt og honum var landað á nokkrum mínútum. Hinn lét sig hverfa og varð ekki náð. Hvað þessi lax var þungur skal ósagt látið, en Kokkurinn segir að í reykhúsi í Reykjavík hafi flökin vegið 36 pund. Það var og. Nútíminn En víkjum aftur til allra síðustu ára. Kokkurinn veiddi sem sagt 26 punda hæng á dögunum. „Ég skal segja þér það, að einn stór þáttur af veiðinni er að skoða vandlega umhverfið og náttúruna. Þetta er alþekkt, í veiðimannaþjóðfélögum verða veiðimennirnir að vita hvar veiðidýrið er, um það snýst allt saman. Í Laxá í Aðaldal er það þannig að á vorin koma oft stærstu laxarnir í ána. Þeir veið- ast ekki þá og drífa sig á heima- slóðirnar þar sem lítið fer fyrir þeim. Þeir hreiðra um sig, finna út bestu staðina og bara eiga um- hverfið sitt. Það var kalt í Laxá í vor og laxagangan gekk vel. En svo hlýnaði og árvatnið varð mjög heitt. Menn töluðu um að smálax- inn kæmi ekki af því að hann vildi ekki ganga úr köldum sjó í 18 til 23 gráðu heitt baðvatnið. En hvað um þá sem fyrir voru og þá sér- staklega þessa allra stærstu sem komu fyrstir og gátu valið sér bestu staðina? Ég vissi strax hvar þeir myndu vera við þessar kringumstæður, auðvitað við kaldavermslin. Ég vissi hvar þau voru, á vissum stöð- um nokkru ofan við Presthyl, ná- lægt Vitaðsgjafa, uppaf hólma sem þar er. Menn hafa verið að lemja Presthyl í allt sumar, en bara ekki þar sem ég vissi að laxinn lá. Það kom svo á daginn að þarna var þessi lax og hann var ekki lengi að taka. Fleiri fengum við Ófeigur sonur minn svo þarna, m.a. veiddi hann sinn fyrsta flugulax, 16 punda,“ sagði Eyþór. Fluguvísindin Og ekki eru vísindin ómerkilegri þegar talið berst að fluguvalinu. Eyþór segir: „Ég verð nú að passa mig að móðga ekki neinn, en menn sem veiða í Laxá eru annað hvort með Doddaflugur, eða Pét- ursflugur, Doddaflugurnar koma frá Þórði Péturssyni, leiðsögu- manni á Laxárfélagssvæðunum, en Pétursflugurnar frá Pétri vini mínum Steingrímssyni í Nesi. Það er einhver blæbrigðamunur á þessum flugum og þær eru allar litlar. Ameríkanarnir henda þess- um flugum í ána allt sumarið og svo koma Íslendingar og halda áfram að fleygja þessu út með flotlínum af því að það er búið að banna veiðar með maðki og spún. Svo kem ég með sökkenda á flot- línu og með þyngdar túpuflugur sem slaga hátt á fjórðu tommu þegar tvíkrækjan er komin aftan í rörið. Þetta hefur þau áhrif að lax- inn gerir strax vart við sig, fer að stökkva og sýna sig. Og svo taka þeir. Svona var þetta með 27 pund- arann í hitteðfyrra. Í vor hitti ég svo Óla í Veiðihorninu og hann sagði mér að Snældan væri ald- eilis í tísku núna. Ég setti svo út stærstu gerð, rauðri, gulri og grænni, og fékk stóra laxinn á dögunum. Ég hef ekki verið fyrir þessar míkrótúpur sem eru bara öngull með þremur hárum, eða þessar gárutúpur litlu sem eru kannski öngull með einu hári í við- bót. Og ég nota alltaf 30 punda taum. Ég hef veitt í meira en hálfa öld og ekki orðið fyrir því enn að lax hafi gert athugasemd við taumavalið hjá mér. Og þá gildir einu hvort ég nota smærri flugur eða stærri.“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þrír ættliðir við Stóru Laxá, þar sem Eyþór veiddi þann allra stærsta. F.v. Sig- mundur Eyþórsson, Eyþór Sigmundsson yngri og Eyþór Sigmundsson. Kokkurinn og kóngarnir Það kom áhugamönnum um laxveiði ekki á óvart er Morgunblaðið birti á dögunum mynd af Eyþóri Sigmundssyni með lax sem líklega verður skráður stærsti lax sumarsins á íslensku vertíðinni 2003. Karlinn hefur leikið þann leik áður og oftar en einu sinni. Guðmundur Guðjónsson rabbaði við „Kokkinn“ eins og Eyþór er kallaður og grennslaðist fyrir um veiðikænskuna sem býr að baki. Eyþór með stóra laxinn úr Presthyl, sem hann veiddi á Snældu. R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 35.500,- A310 Ný send ing komin Framkö llun á 25 sta frænum myndum fylgir h verri seldri m yndavél í septem ber!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.