Morgunblaðið - 21.09.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 21.09.2003, Síða 6
F RÆGASTUR allra háhyrninga er Keiko sem nú skemmtir ferða- mönnum við Noregsstrendur. En háhyrningurinn, sem sumir vilja kalla stærsta rándýr jarðar, er grimm skepna eins og sást ný- lega á myndum sem teknar voru á Ísafirði af honum við veiðar á æðarkollum. Fyrir nokkrum ára- tugum var hann einn helsti óvinur íslenskra sjó- manna vegna þess að hann átti til að ráðast á síldarnet og valda miklu tjóni á þeim. Í heimildarkvikmynd eftir þá Ásgeir Long, Gunnar Róbertsson Hansen og Kjartan Ó. Bjarnason frá upphafi sjöunda áratugarins, Hafnarfjörður fyrr og nú, er meðal annars sagt frá því hvernig hafnfirskir sjómenn reyndu að verjast hvölunum. Þeir tóku riffla með sér út á sjó og skutu á dýrin, í eitt skipti leynir sér ekki að þeir hafa hitt og a.m.k. sært dýrið, jafnvel drepið það. Þulurinn segir íslenska sjómenn eiga sér tvo óvini, þess skal getið að þegar myndin var frum- sýnd var nýlokið landhelgisstríði við Breta. „Annar þykist vera maður. Hann ryðst inn í landhelgi Íslands, skemmir net landsmanna, rænir fiskinum og hagar sér yfirleitt eins og dóni. Hinn óvinurinn er spendýr sem gerir ná- kvæmlega það sama. Þetta er háhyrningurinn og það þarf að útrýma honum miskunnarlaust.“ Hörð lífsbarátta Hann var til vandræða og því talinn réttdræp- ur. Lífsbaráttan fyrir hálfri öld var harðari en nú, net kostuðu mikið fé og fáir veltu fyrir sér siðferðislegu hliðinni á því að drepa dýr án þess að nýta þau. Sumir sjómenn munu hafa látið nægja að reyna að fæla dýrin með því að skjóta yfir þau en almennt var litið á drápin sem sjálfs- vörn, á sama hátt og fjárbændur skjóta refinn vegna þess að hann á það til að ráðast á lömb. Athyglisvert er að kjötið af háhyrningum virðist sjaldan hafa verið nýtt hér á landi en þess ber að geta að ekki er talið að stofninn sé stór og hann hefur aldrei verið veiddur skipulega. Að sögn Gísla Víkingssonar hjá Hafrannsókna- stofnun eru vart meira en þúsund dýr að jafnaði við landið. Hann segist eitt sinn hafa smakkað háhyrningskjöt og hafi það verið ágætt. Ef til vill hafa menn oft verið tortryggnir gagnvart kjöti af dýri sem leggur sér önnur spendýr til munns en sumir háhyrningar éta seli. Stjórnvöld á Íslandi urðu við óskum sjómanna og fengu bandaríska hermenn til að drepa há- hyrninga. Skýrt var frá hvaladrápum banda- ríska varnarliðsins hér við land á sjötta áratugn- um í fréttablaði liðsins, The White Falcon. Í október 1954 segir að frásagnir af höfrunga- drápi varnarliðsins hafi vakið athygli víða um heim. Hafi margir fréttamiðlar, jafnt vestan hafs sem austan, beðið um frekari frásagnir og greinar um málið. Stjórnvöld á Íslandi virðast hafa fengið her- mennina til liðs við sjómennina þegar árið 1953 en Bandaríkjamenn komu hingað til lands á ný árið 1951 þegar gerður var varnarsamningur milli landanna tveggja. Í grein í blaðinu frá 7. september 1957 er sagt frá því að eftirlitssveit flotans, VP-5, hafi fengið sérstaka viðurkenn- ingu í lok ágúst fyrir frábæra frammistöðu en sveitin var þá að yfirgefa landið eftir sex mánaða dvöl. Efldu „velvild meðal Íslendinga“ „Liðsforingjar og hermenn sveitarinnar sinntu ekki einvörðungu reglubundnu eftirlits- flugi á afar dugmikinn hátt heldur sýndu þeir mikla hæfni við þátttöku í mörgum leitar- og björgunarferðum og efldu með einstökum hætti velvild meðal Íslendinga er sveitin stóð fyrir nokkrum ákaflega velheppnuðum veiðum á há- hyrningum sem miðuðu að því að hjálpa sjávar- útveginum á Íslandi,“ segir í skjalinu sem sveit- inni var afhent. VP-5 var frá Flórída og sagði í greininni að nú myndi hún hefja eftirlitsflug yfir hlýrra hafi en hún hefði kynnst undanfarna sex mánuði. Í blaðinu frá 22. september 1956 er löng frásögn af ferð Neptune-P2V-sprengjuflugvélar sem notaði djúpsprengjur gegn háhyrningun- um. Bent er á að hvalirnir eyðileggi net fyrir ís- lenskum sjómönnum ár hvert og nemi tjónið milljónum króna. Er líklega óhætt að margfalda þá tölu með a.m.k. 100 vegna verðbólgunnar síð- ustu áratugi. Haft er eftir Amos L. Wooten, yf- irmanni flugsveitar flotans í varnarstöðinni, að yfir 90% af stórri hvalavöðu hafi verið drepin í einni ferðinni og í annarri flugferð hafi um helm- ingnum af minni og dreifðari vöðu verið eytt. The White Falcon segir að flugsveit nr. 7 hafi tekið verkefnið að sér að ósk íslenska utanrík- isráðuneytisins eftir að sjómenn á svæðinu hafi beðið um hjálp yfirvalda við að „berjast gegn hvalaógninni“. Flotasveitin hafi veitt íslenskum sjómönnum sams konar hjálp árið á undan [1955] og þá hafi hundruð hvala verið drepin „Agnar Guðmundsson, skipstjóri á íslensku „Þeim verður að útrý Á sjötta áratugnum reyndu íslenskir sjómenn að hrekja gráðuga háhyrninga frá reknet- um á Faxaflóa með rifflum. En ríkisstjórnin fékk einnig varnarliðið til að senda vopnaða menn með bátunum og beitt var Neptune-flugvélum til að varpa djúpsprengjum á hvalavöðurnar. Háhyrningurinn er sjaldan einn á ferð, yfirleitt eru nokkur dýr í hópnum og þau vinna saman að veiðunum á til dæmis síld. Þá synda þau nokkrum sinnum umhv 6 B SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR voru rúmlega tvítugir og hásetar á Hafn- firðingi GK 330 sem var einn af mörgum bátum á síldveiðum á Faxaflóanum. Notuð voru reknet og eins og oft áður voru háhyrningavöður til vandræða. Dýrin eru yfirleitt nokkur saman í vöðu eða hóp, þau elta síldina og tæta í sundur reknetin. Þórir Sigurjónsson og Gunnar Hallgrímsson í Vogum á Vatnsleysuströnd eru báðir komnir í land enda búnir að skila sínu á sjónum. En um miðjan sjötta áratuginn, þá minnir að þetta hafi verið árið 1954, voru þeir ungir menn og muna vel eftir tveim óvenjulegum gestum frá varnarlið- inu. „Við vorum á Hafnfirðingi fram undir 1960, hann var smíðaður í Danmörku og listasjóskip. En maður var alveg skíthræddur, þetta var hálf- gerð sjóorrusta og það var svo stutt á milli bátanna á miðunum þegar þeir voru að skjóta. Þeir skutu sumir rétt yfir næsta bát,“ segir Gunnar. Hann segir það hafa verið lán að enginn skyldi verða fyrir slysaskoti. „Ég vissi ekki alltaf hvort þetta voru Íslendingar eða Kanar að skjóta en kúlurnar voru fljúgandi út um allt.“ Skipin voru frá öllum helstu höfnum á svæðinu, úr Keflavík, Sandgerði, Hafnarfirði, Reykjavík og af Akranesi. „Við vorum aðallega á Miðnessjónum en líka á Jökuldjúpinu. Ég held að það hafi verið sendir tveir hermenn með hverjum bát og í flotanum hafa sennilega verið 70 til 80 skip. Þetta hafa því verið vel á annað hundrað hermenn,“ segir Þórir. Þeir segja að mikið hafi verið af háhyrningi um þetta leyti en nokkur áraskipti eru á því. „Við vorum átta manns á skipinu, einn í kapli og sjö að hrista úr netunum. Það voru 60 net í dræsunni. Í sólskini vorum við glansandi fínir, eins og pallíettur í framan af síldarhreistrinu!“ segir Þórir. Þegar lagt var upp í háhyrningaleiðangurinn var klukkan líklega fimm eða sex um morguninn. Einn skipverjanna gat bjargað sér vel í ensku svo að samskiptin voru í þokkalegu lagi en ekki vita þeir Þórir og Gunnar hvaðan úr Bandaríkjunum hermennirnir tveir voru. Hermennirnir virtust báðir algerlega óvanir sjónum, greinilega úr land- hernum. Þeir voru í fullum herklæðum, klyfjaðir Dekkið á bátnum var þakið skothylkjum Fyrst í stað veittu Bandaríkjamenn aðstoð í baráttunni gegn há- hyrningum með því að senda hermenn með fiskibátunum á síld- armiðin á Faxaflóa. Tveir aldraðir sjómenn rifjuðu upp daginn þegar Hafnfirðingur GK 330 breyttist í léttvopnað herskip. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórir Sigurjónsson (til vinstri) og Gunnar Hallgrímsson voru hásetar á Hafnfirðingi GK 330 um mið- bik sjötta áratugarins. Tveir ungir, bandarískir varnarliðsmenn fóru eitt sinn með þeim á miðin til að skjóta háhyrninga á Faxaflóa. Annar hermaðurinn gat þó ekkert skotið sakir sjóveiki en hinn stóð sig betur. „Hann var harður af sér og skaut meira að segja í sundur einn eða tvo vanta hjá okkur!“ segja þeir hlæjandi. Vantur er stag eða taug sem liggur úr mastrinu í borðstokkinn á skipinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.