Morgunblaðið - 21.09.2003, Page 8

Morgunblaðið - 21.09.2003, Page 8
Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Í tengslum við heimsókn landstjóra Kanada hingað til lands 10.–15. október næstkomandi verður efnt til kynningar á kanadískum vínum hér á landi. Eitt og eitt vín frá Kanada hefur af og til fengist í vínbúðunum en telja má þó líklegt að fæstir neytendur hafi hugmynd um að fram- leidd séu vín í Kanada. Í huga flestra tengist Kanada norðurslóðum og vetraríþróttum frekar en vínrækt. Þegar landakort eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að suðurhluti Kanada er á svipaðri breidd- argráðu og suðurhluti Frakklands. Það ætti því ekki að koma á óvart að þar skuli vera hægt að rækta vín og jafnvel mjög góð vín. Kanadísk vín eru framleidd á tveimur meg- insvæðum. Annars vegar í suðurhluta Ontario- fylkis þar sem landið teygir sig suður á milli vatnanna stóru í átt að Niagara. Hins vegar hefur vaxandi vínrækt verið í fylkinu Bresku Kólumbíu á Kyrrahafsströnd Kanada. Þau vín- ræktarsvæði eru rétt norður af vínhéruðum Washington-ríkis í Bandaríkjunum. Tveir sérfræðingar stjórnarinnar á sviði mat- ar- og vínmála komu hingað til landsins á dög- unum til að undirbúa heimsóknina. Mat- reiðslumeistarinn Oliver Bartsch hefur starfað fyrir landstjóraembættið um árabil og ferðast vítt og breitt til að kynna Kanada, kanadíska matargerð og kanadísk hráefni. Auk þess hef- ur hann séð um opinberar veislur sem haldnar eru í landstjórabústaðnum Rideau Hall. Meðal verkefna hans hér var að undirbúa veislu sem landstjórinn mun halda í Gerðarsafni. Pierre Lamframboise hefur hins vegar um- sjón með vínkjallara landstjórabústaðarins en þar hefur verið tekin upp sú stefna að bjóða eingöngu upp á kanadísk vín í veislum. Þeir leggja í samtali áherslu á þann mikla fjölbreytileika sem einkenni Kanada, jafnt vegna landfræðilegra skilyrða sem menning- arlegra aðstæðna. Kanada er gífurlega stórt land og loftslagið fjölbreytilegt. Þar er því hægt að finna flestar landbúnaðarafurðir sem hægt er að ímynda sér að hitabeltisávöxtum und- anskildum. Matargerðin tekur mið af hráefn- unum og þar blandast engilsaxneskar og franskar hefðir saman við matarmenningu frumbyggja. Vínin eru sömuleiðis fjölbreytt. Í Ontario er ræktað mikið af Riesling-vínum og ekki síst er héraðið þekkt fyrir oft á tíðum frábær ísvín eða Eiswein. Þau eru framleidd með sömu aðferð og í Þýskalandi, það er notaður er safi úr frosn- um þrúgum. Aðstæður í Kanada eru þannig að hægt er að treysta á að frost verði nægjanlegt áður en þrúgurnar skemmast á runnunum og því er hægt að framleiða ísvín í meira magni og með minni áhættu en í Þýskalandi. Þróunin er hröð í Kanada og þótt enn sem komið er sé ekki mikið um útflutning stefna Kanadamenn að því að koma sér á kortið al- þjóðlega. Þegar rauðvín frá Bresku Kólumbíu eru smökkuð er maður ekki lengi að sannfær- ast um að þeim muni takast það. Kanada á kortið Morgunblaðið/Arnaldur Pierre Lamframboise og Oliver Bartsch kynna kanadískar kræsingar Um þessar mundir er að koma út bókin Vín eftir Þorra Hringsson, þar sem fjallað er um vín, vín- menningu og mörgum algeng- ustu spurn- ingunum er brenna á vörum al- mennra neyt- enda svarað á auðskilj- anlegan og skilmerki- legan hátt. Fjallað er um allt frá því hvernig vín er búið til yfir í það hvað einkennir ákveðnar þrúgutegundir, hvern- ig glös eigi að nota, hvaða hita- stig sé æskilegt, hvernig opna eigi flöskur, hvort rétt sé að geyma vín og jafnvel hvernig eigi að opna flöskurnar. Mikil áhersla er lögð á tengingu víns og matar og fjallað um allt frá víni í matargerð yfir í hvaða vín geti átt við ólíka rétti. Þorri hefur ritað pistla um vín og veitingahús í Gestgjafann frá því í september 1998 og eru því nýliðin fimm ár frá því fyrsti pistill hans birtist. Hann hefur á síðastliðnum árum ferðast víða um vínhéruð, jafnt í Evrópu sem á fjarlægari slóðum, s.s. í Chile og Argentínu. Að auki hefur Þorri haldið fjölda vínnámskeiða og smakkanir. Vildi fjalla um íslenskar aðstæður „Aðdragandinn að þessari bók er sá að á vínsýningu er haldin var á Hótel Loftleiðum í vor hitti ég Dúa Landmark kvikmynda- gerðarmann, sem ég kannaðist við frá fornu fari. Við fórum að spjalla um vín og viku síður þá hringir Dúi í mig og segir: Ég er með verkefni fyrir þig. Vildi hann að ég tæki franska bók sem hann væri með til þýðingar. Ég var ekki mjög ginnkeyptur fyrir þessari hugmynd en féllst engu að síður á að hann sýndi mér bókina. Eftir að hafa velt málinu fyrir mér bauð ég honum að ég myndi frekar rita svipaða bók sjálfur fyrir sama pening og það hefði kostað að þýða hana. Auð- vitað leist honum betur á það. Þetta var mjög frönsk bók sem hann var með og tók alfarið mið af frönskum veruleika og frönsk- um neytendum. Hún hefði ekki nema að takmörkuðu leyti getað fjallað um íslenska markaðinn enda aðstæður allar mjög frá- brugðnar því sem gengur og ger- ist í Frakklandi. Við náðum sam- komulagi um að ég myndi skrifa bók sem væri ítarleg en jafn- framt, einföld og aðgengileg og höfðaði til Íslendinga.“ Hvetur til tilraunastarfsemi Þorri segir að við ritun bók- arinnar hafi hann lagt mikla áherslu á að reyna að fjalla um vín út frá fjölmörgum hliðum. Þannig sé fjallað ítarlega um það hvernig vín passa með vissum mat og fólki gefnar ákveðnar for- skriftir sem það getur nýtt sér og eigi ekki að óttast að taka ákvarðanir. „Ég vil að bókin verði hvatning til þess að fólk þori að reyna eitthvað nýtt en kaupi ekki bara sömu flöskuna aftur og aftur. Fólk á að sjá að það er alveg óhætt.“ Eftir að þeir Dúi og Þorri náðu saman um útgáfu bókarinnar hóf Þorri skriftir og segist hafa lokið við megnið af textanum í maí. Hafi bókin verið í vinnslu á þeim tíma sem síðan er liðinn. „Ég reyni að fara í alla helstu þætti er koma víni við, víngerð- ina sjálfa, úr hverju vínið er búið til og hvernig það er búið til og útskýri hvernig ólíkar aðferðir hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Þá er fjallað um íslenska mark- aðinn og gefin góð ráð um hvern- ig menn eigi að velja vín á veit- ingahúsum. Ég reyni að eyða ekki of miklu plássi í langt mál um einstök atriði. Þess vegna gæti bókin virkað of einföld en ég held samt að hún spanni það sem menn þurfa fyrstu tvö til þrjú skrefin. Stefnan var sú að hún væri jafnt yfirgripsmikil sem einföld.“ Að sögn Þorra er bókinni beint að hinum almenna neytanda, sem oft þykist ekki hafa mikla þekkingu en búi þó oft yfir meiri þekkingu en hann vill við- urkenna. „Hún er ekki skrifuð fyrir neina sérfræðinga heldur al- menning, byrjendur í vín- drykkju.“ Áhuginn spratt af mataráhuga Þorri hefur sjálfur verið mikill áhugamaður um mat og vín um árabil. „Þetta er áhugi sem sprettur upp úr áhuga er beind- ist fyrst að mat. Þegar maður hafði aldur til gat maður síðan yfirfært hann yfir á góð vín. Þetta er líka bara svo gaman. Vínáhugi er fjölbreytt og stórt svið, þetta er sambland af notk- un skilningavita en maður er líka að læra um sögu og menningu landanna. Þá verður að við- urkennast að vínáhuginn ber oft jafnframt pínulítinn keim af nördasöfnunaráráttu. Maður hefur gaman af að komast yfir og eiga réttu flöskurnar og njóta þeirra síðan á réttum tímapunkti í góðum félagsskap. Líklega byrjaði þessi áhugi þannig að maður smakkaði eina flösku og síðan aðra sem var öðruvísi og maður spurði sig: Hvað er það sem útskýrir þennan mun?“ Þorri segist greinilega finna fyrir því að Íslendingar velti öllu er tengist víni mikið fyrir sér og séu fróðleiksfúsir. „Það sem maður finnur er að það er stöðugt aukinn áhugi á víni, ekki sem áfengum drykk heldur sem hluta af almennum lífsgæðum. Þar sem Ísland er svolítið aftarlega á þessari meri þá eru allar upplýsingar sem fólk fær afskaplega vel þegnar. Það finn ég til dæmis í vínsmökk- unum sem ég hef haldið. Það er gríðarlegur áhugi á víni. Bókin er að mörgu leyti afleiðing þess að maður fær alltaf svipaðar spurningar, það eru alltaf sömu atriðin sem fólk er að forvitnast um. Það má segja að með þessari bók leitist ég við að svara þeim spurningum.“ Bókin heitir einfaldlega Vín og er um 190 blaðsíður að lengd. Hún verður seld í bókabúðum og verslunum Hagkaupa. Það er Landmark kvikmyndagerð sem gefur hana út og myndir í henni eru teiknaðar af Halldóri Bald- urssyni. Verðið er 1.490 krónur.  Ekki er eins auðvelt að finna rétta vínið með osti og margir halda. Hvítvín eru oft mun betri með bragðmiklum og mjúkum ostum en þau rauðu og mild olía, t.d. sól- blómaolía eða hunang, eru mun heppilegra föruneyti osta en vínber eða ávextir. Með mjúkum ostum eru ávaxtarík rauð- og hvítvín best en því harðari og þéttari sem ostarnir eru því betri geta rauðvínin verið. Flestir ostar eru ættaðir frá Evrópu og þar sem vín eru einnig ræktuð er því ómaksins vert að athuga hvaðan osturinn er og velja vínið frá svipuðum slóðum. Ekki eyða of dýru rauð- eða hvítvíni með ost- unum, venjulega dugar einfalt vín með þeim. (Úr bókinni Vín)  Það er ekkert skrýtið að þeir sem eru að smakka sig áfram séu hikandi við að kaupa sér ókunnug vín. Í hverjum mánuði bætast við mörg vín og önnur hverfa úr hillum ÁTVR og þess vegna leggja menn stundum allt sitt traust á eina þrúgu eða eitt fyrirtæki af því þeir fengu einu sinni flösku sem þeim fannst góð. Fyrir utan hvað þessi vani hlýtur að vera tilbreytingarlaus og lítið gefandi þá stuðlar hann á endanum að minnkandi úrvali á vínum því það úrval sem við búum við í dag ræðst eingöngu af því hvort vínin seljast eða ekki. Í heiminum eru nokkur mjög stór vínfyrirtæki sem framleiða gríð- arlegt magn vína og geta í krafti stærðar sinnar einokað viðkvæma markaði þótt neytendur séu ekki mjög meðvitaðir um það, þar sem vínin eru seld undir mörgum ólíkum heitum og vörumerkjum. Vissu- lega gera mörg þessara fyrirtækja góð vín en oftar en ekki er megnið af framleiðslunni ódýrt og persónuleikasnautt magnvín. Þeir sem hafa raunverulegan áhuga á víni ættu að sjálfsögðu að prófa sem flestar tegundir af víni því hver veit nema að besta vínið sem þú hefur smakkað leynist einmitt í einni þessara flaskna sem þú hefur horft á mörgum sinnum í hillum ÁTVR en aldrei þorað að kaupa. (Úr bókinni Vín eftir Þorra Hringsson) Ég kaupi alltaf sama vínið, á ég að þora að breyta til? „Yfirgripsmikil en einföld“ bók um vín Morgunblaðið/Jim Smart Ostur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.