Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 9
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir þá sem eru á leið til Færeyja eru á slóðinni www.visittorshavn.fo Nýtt lággjaldaflugfélag, Nordic Airlink, ætlar sér stóra hlutdeild í farþegaflutn- ingum á milli Osló og Stokkhólms. Tals- menn félagsins, sem er í eigu Finnair, segjast ætla að bjóða þriðjungi lægri far- gjöld en SAS en árlega ferðast um 800 þús- und farþegar milli höfuðborga Noregs og Svíþjóðar. Lægsta SAS-fargjald fyrir dagsmiða fram og til baka er núna 42 þúsund krónur en Nordic Airlink mun bjóða miðann á 29 þúsund krónur. Annað lággjaldafélag, Norwegian, boðar komu sína á sama mark- að og selur miðann á sex þúsund krónur. Þegar flugáætlanir þessara félaga verða komnar til framkvæmda í október verður hægt að velja um 46 ferðir á milli Osló og Stokkhólms á hverjum degi. Flogið 46 sinnum á dag frá Osló til Stokkhólms Ferð til Nýfundnalands Dagana 20.–23. nóvember verður Vestfjarðaleið með ferð til St. John’s á Nýfundnalandi. Um er að ræða skemmti- og verslunarferð sem farin er nú sjötta árið í röð. St. John’s er höfuðstaður Ný- fundnalands og á að baki litríkari sögu en aðrar borgir Kanada. Hún hefur verið viðkomustaður og mikilvæg höfn í 500 ár, en borgin er elsta og aust- asta hafnarborg Norður-Ameríku. Flogið er í beinu leiguflugi Atlanta að fimmtudags- morgni og lent 09.30 að staðartíma. Brottför heim er um kvöldmatarleyti á sunnudagskvöldinu. Flug- tími er 3–3,5 klst. Gist er á hótel Newfoundland og á hótel Holiday Inn. Fararstjórar Vestfjarðaleiðar verða farþegum til aðstoðar og leiðsagnar í ferð- inni og fyrirfram er hægt að fá upplýsingar um menningarviðburði og annað sem kann að vekja áhuga. Ferðin kostar frá 46.900 krónum á mann. Innifalið er flug, gisting, rúta frá flugvelli að hóteli (ekki til baka), flugvallaskattar og fararstjórn, en morgunverður er ekki innifalinn. VR-ávísun gildir sem 5.000 kr greiðsla inn á ferð- ina.  Bókanir og allar nánari upplýsingar eru veittar á ferðaskrifstofu Vestfjarðaleiðar, Hesthálsi 10, 110 Reykjavík. Sími:. 5629950/5876000 Fax. 567 49 69, Tölvupóstfang: info- @vesttravel.is Vefslóð: www.vesttravel.is VIÐ finnum að fólk er í auknum mæli til í að skella sér í stuttar ferðir til útlanda og með skömm- um fyrirvara,“ segir Birna Guð- mundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugleiðum. Fyrstu 6 mánuði árs- ins hefur sala um vef Flugleiða nær fjórfaldast frá fyrra ári og síð- ustu mánuði hefur annar hver far- þegi bókað farmiðann á vefnum. Birna segir Netsmelli Flugleiða vinsæla en þá er flugfarið keypt á Netinu á lægra verði en ella. Auk þess segir hún að í netklúbbi Flug- leiða sé þriðji hver Íslendingur en meðlimir fá reglulega send tilboð um ferðir út í heim ásamt ýmsum sérferðum. „Oft bjóðum við þar nokkurra daga ferðir en áfanga- staðirnir eru allir álíka vinsælir. Sérferðirnar eru allt frá stuttum tónleika- eða fótboltaferðum upp í lengri ferðir til Costa Rica eða jafnvel Afríku.“ 20.000 manns séu í tilboðsklúbbi ferðaskrifstofunnar. Hann segir að sumum henti sá möguleiki að grípa ferðatilboð á lækkuðu verði með skömmum fyrirvara á meðan aðrir vilji hafa vaðið fyrir neðan sig og panta með góðum fyrirvara og ákveða þar með áfangastaðinn og gististaðinn í tíma. Um 15% viðskiptavina ferða- skrifstofunnar hafa í sumar farið á tilboði en dæmi um tilboð eru tveir farseðlar á verði eins til Veróna á Ítalíu og afsláttur af skipulögðum ferðum til Spánar nú á haustdög- um. með tilboðsklúbb á Netinu sem 30.000 manns séu skráðir í. Þar fá félagar tilboð um fargjöld á sér- kjörum og einnig er þeim bent á viðburði á áfangastöðum þeim sem flogið er til. Viðbrögð við tilboðum sem þar birtast segir Ólafur að séu gríðarlega sterk og iðulega seljist farseðlar á tilboðsverði upp á svip- stundu. Tveir fyrir einn Heimsferðir eru iðulega með til- boð á farseðlum og skipulögðum ferðum og Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að um Áttatíu prósent kaupa á Netinu Hjá Iceland Express kaupa yfir 80% farþega miðana sína á Netinu. Ólafur Hauksson, talsmaður Ice- land Express, segir að það sem ekki seljist á Netinu sé selt í gegn- um síma eða á söluskrifstofu fé- lagsins svo og hjá ferðaþjónustu- aðilum bæði innlendum og erlendum. „Þetta er miklu hærra söluhlut- fall en við áttum von á og fyrir bragðið höfum við lagt mikla áherslu á að flýta uppfærslu á bók- unarkerfi félagsins á Netinu. Þá erum við með vefsíðuna í endurskoðun og stefnum að því að auka upplýsingaflæðið til muna og gera aðgang greiðari að gisti- möguleikum og afþreyingu og benda á möguleika á tengiflugi til annarra áfangastaða.“ Ólafur seg- ir að Iceland Express sé einnig Farmiðasala á Netinu slær öll met Morgunblaðið/Ásdís Þriðji hver Íslendingur er nú meðlimur í netklúbbi Flugleiða. Helmingur þeirra, sem kaupa flugfarseðla hjá Flugleiðum, kaupir þá nú á Netinu og áttatíu prósent farþega hjá Iceland Express. Flestar ferðaskrifstofur eru komn- ar með tilboðsklúbba á Netinu þar sem síðustu sæti eru boðin á lækkuðu verði. ÁRLEGA leggja fjölmargir Ís- lendingar leið sína til Portúgals og flestir þá til syðsta hluta landsins, héraðsins Algarve. Sól- arlandafarar sem þangað koma dvelja þá gjarnan í Albufeira, sem er stærsti ferðamannabær- inn í héraðinu. Ekki alls fyrir löngu var opn- aður veitingastaður í Albufeira sem heitir O’Cacho, eða vín- berjaklasi. Staðurinn er í eigu hjónanna Fernöndu og Santosar og yfirþjónn er Luis Garcia og sér hann meðal annars um að velja vín með matnum en veit- ingastaðurinn skartar sérstök- um vínkjallara þar sem veigarn- ar eru geymdar við rétt hitastig. Vindlar eru einnig geymdir við rétt hita- og rakastig í þar til gerðum kassa. mat. Og það sem meira er, þjón- ar sjá um að brytja matinn fyrir krakkana þannig að foreldrarnir geta notið veitinga í ró. Matseðillinn er einfaldur en lagt er upp úr því að hafa fiskinn ferskan og eitt af því sem gerir staðinn skemmtilegan er að brauðið er heimabakað og for- réttirnir búnir til á staðnum en þá fær fólk þegar það sest til borðs. Fernanda sér um að gera eftirréttina. Séu börn með í för sýna þjón- arnir þeim virðingu og létta for- eldrunum lífið með því að koma með matinn til þeirra aðeins áð- ur en fullorðna fólkið fær sinn Morgunblaðið/Skúli Yfirþjónninn Luis Garcia í vínkjallaranum. Létta foreldrum lífið á Vínberjaklasanum Morgunblaðið/Skúli Merki staðarins er meðal annars bróderað í servietturog dúka.  O’Cacho, Rua do Município, Sími 00289-585-044. Tölvupóstfang: cacho@on- inet.pt HINN 1. október verður farið að bjóða upp á lúxusrútuferðir milli New York og Boston. Rútan ber nafnið LimoLiner og fer alla virka daga milli borganna. Rútan fer frá Hilton New York-hót- elinu á Manhattan og síðan til baka frá Hilton Boston Back Bay-hótelinu í Boston. Rútuferðin er hugsuð fyrir fólk í viðskiptum en pláss er fyrir 28 far- þega. Í rútunni er t.d. fundarborð, eldhús og nokkur sjónvarpstæki . Farið fram og til baka kostar 138 dollara eða um ellefu þúsund krónur. Frá New York til Boston í lúxusbíl Nánari upplýsingar fást á slóð- inni www.limoliner.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.