Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög „SAUMAKLÚBBURINN var búinn að safna lengi og átti þrjátíu ára afmæli svo við ákváðum að gera eitt- hvað skemmtilegt,“ segir Ásta Sæmundsdóttir sem fór ásamt saumaklúbbnum sín- um í gönguferð um tvo þjóð- garða í Pýreneafjöllunum í júní síðastliðnum. „Ferðin var alveg stór- kostleg og ekki síst vegna þess að í hópnum okkar var svo skemmtilegt fólk, já- kvætt og á líkum aldri. Hópurinn náði einstaklega vel saman og það var mikið hlegið, sagðir brandarar og ort ljóð. Við vorum fimm saumaklúbbskonurnar en í allt vor- um við á þriðja tug Íslendinga í þessari ferð sem var skipulögð af Úrvali-Útsýn. Steinunn Harðar- dóttir var fararstjórinn okkar. Gengið var um tvo þjóðgarða á Spáni, Aigüestores y Sant Maurici í Katalóníu og Ordesa y Monte Perdído í Aragóníu.“ Sum þorpin í eyði „Við flugum til Barcelona og vor- um komin á hótel uppi í fjöllum um miðja nótt. Það var í raun erfiðasti hluti ferðarinnar að vera um miðja nótt farþegi í rútu, hálfbílveikur, að keyra upp þrönga fjallvegi. Strax morguninn eftir vorum við sótt og ekið með okkur í jeppum í þjóðgarðinn Aigüestores y Sant Maurici í Katalóníu. Við gengum í nokkra daga eftir gömlum þjóð- leiðum á milli lítilla þorpa í fjalls- hlíðunum sem sum hver voru í byggð en önnur í eyði. Yfirleitt var gengið 10–16 kílómetra á dag eftir þessum grýttu stígum. Síðasta daginn gengum við svo inn Ordesa- dalinn og til baka eftir einstigi á stöllum hátt yfir dalnum og síðan niður krákustíga í snarbrattri fjallshlíðinni. “ Þegar Ásta er spurð hvort það að ganga með þessum hætti uppi í fjöllum sé eingöngu á færi göngu- garpa segir hún að flestir sem eitt- hvað hafi hreyft sig geti tekið þátt í svona göngu. „Það má segja að erfiðleikastuðullinn í þessari ferð sé svipaður og við að ganga Lauga- veginn.“ Innt eftir landslaginu segir hún að þó að þjóðgarðarnir hafi verið ólíkir þá sé landslagið fallegt og hrikalegt í senn í þeim báðum og allt skógi vaxið. Eiginmönnum boðið með næst Í ferðinni var gist á hótelum, misgóðum þó, segir Ásta, og þar var borðaður morgunverður og kvöldverður. „Steinunn, fararstjórinn okkar, fór hins vegar á markað á morgn- ana og keypti inn brauð, álegg, ávexti og grænmeti og þessu skipt- um við niður í bakpokana okkar til að borða svo í hádeginu. Einn úr hópnum tók að sér að vera dúka- meistari. Sá hinn sami bar vaxdúk- inn í sínum poka og valdi áning- arstaðinn í hádeginu. Hann breiddi út dúkinn og við borðuðum saman. Þetta voru dýrindis kræsingar og oft góð stemning sem skapaðist í kringum þær.“ Þegar forvitnast er um hvort endurtaka eigi gönguferð til út- landa segir hún að þær vinkonur í saumaklúbbnum séu ákveðnar að fara aftur og þá verður eiginmönn- unum líklega boðið með. Gönguferðin í Fjörður eftirminnileg En Ásta er einnig í gönguhópi og hefur töluvert gert af því að fara í nokkurra daga ferðir hér innan- lands eins og Laugaveg, á Víkna- slóðir, Öskjuveg og í sumar gekk hún um Héðinsfjörð og í Hvanndal. Þegar hún er spurð hvort einhver gönguferð standi upp úr segir hún að líklega sé gangan í Fjörður fyrir norðan sú sem sér sé efst í huga. „Þá ferð fór ég í fyrir nokkrum árum en eins og í gönguferðinni á Spáni þá skapaðist skemmtileg stemning í gönguferðinni í Fjörður. Það var í rauninni ævintýraferð frá upphafi til enda. Andrúmsloftið var létt og skemmtilegt og svo var náttúrufegurðin mikil. Þar voru það Fjörðungar á Grenivík sem skipulögðu og trússuðu fyrir okkur á hestum. Þeir slógu upp grill- veislu, sungu og skemmtu okkur á einstakan hátt og það átti sinn þátt í að gera ferðina eftirminnilega.“ Gekk í sumar um þjóðgarða á Spáni og Héðinsfjörð Niður kráku- stíga í snar- brattri fjallshlíð Þegar dúkameistarinn fann áningarstað og kræsingar voru dregnar fram úr bakpokunum skapaðist oft góð stemmning segir Ásta Sæmundsdóttir sem gekk í sum- ar með saumaklúbbnum sínum um þjóðgarða í Pýren- eafjallgarðinum. Ljósmynd/ÁÁS Á göngu í Ordesaþjóðgarðinum í Aragóníu. Hér eru saumaklúbbssysturnar á göngu. Ásta Ásdís Sæmundsdóttir, Margrét Matthíasdóttir, Ragna Þórhallsdóttir, Erla Guðjónsdóttir og Valgerður Björns- dóttir. Þær keyptu sér alla sérstaka hatta merkta Morgunblaðinu og skrifuðu nöfnin sín á þá. Í hádeginu var breiddur út vaxdúkur og úr bak- pokum dró fólk upp dýrindis kræsingar.. „Þegar ánægðir gestir kveðja þá fer um mig notaleg tilfinning sem má segja að sé í raun ástæðan fyrir því að ég er í þessu starfi,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir sem ásamt fjöl- skyldu sinni rekur hótel Heklu á Skeiðum sem áður hét Brjánsstaðir. Það er auðséð að Sigrún er búin að setja sinn svip á vistarverurnar. Blóm eru komin á borð, litlir englar gægjast fram af skápum og úr hill- um og yfirbragðið er hlýlegt. Hótelið getur tekið á móti 72 gestum og Sigrún segir að nú sé það í stakk búið til að taka á móti hvers- kyns ráðstefnum því búið er setja upp öll nauðsynleg nútímatæki í ráðstefnusalinn eins og stórt sýn- ingartjald, skjávarpa og mynd- bandstæki og búið að koma fyrir þráðlausri nettengingu á allt hót- elið. Nýta það sem ferskast er Á hótel Heklu verður lögð rækt við matargerðina og Jóhannes Guð- mundsson matreiðslumeistari hefur gengið til liðs við fjölskylduna en hann mun verða yfirmatreiðslu- meistari hótelsins. „Það verður mikil áhersla lögð á góðan mat á hótel Heklu og byrjað á morgunverðinum. Þar verðum við yfirleitt með heimabakað brauð, úr- val osta og álegg og leggjum okkur fram um að bera matinn fram fal- lega. Á kvöldin verðum við með veit- ingastaðinn opinn þannig að fólk getur komið og fengið sér að borða hjá okkur þó það gisti ekki. Við nýtum það sem ferskast er á hverjum árstíma og njótum til dæmis góðs af því að vera með sjáv- arþorp nærri og geta boðið ferskan fisk og síðan er lambakjötið í uppá- haldi. Síðustu vikuna í október ætlar síðan Guðmundur Björnsson læknir að vera með námskeið hjá okkur og fara í mataræði án kolvetna. Þá get- ur fólk dvalið hjá okkur allt frá einni nótt og upp í viku og hlustað á fyr- irlestra og fengið mat að borða sem passar og einnig lært að matbúa fæðu þar sem kolvetni koma ekki við sögu.“ Hún tekur þó fram að meðfram kolvetnissnauðu fæði verði venjulegur matseðill á boðstólum svo slíkt fæði standi ekki eingöngu til boða. Allar helgar í nóvember verður síðan boðið upp á villibráð- arhlaðborð og tvær helgar í desem- ber verður hægt að koma á Hótel Heklu í jólahlaðborð. Sigrún upp- lýsir að í október ætli leikarar og tónlistarfólk að koma og vera með spuna fyrir gesti, glens og tónlist. Þar sem hótel Hekla mun á virk- Brjánsstaðir fyrrverandi heita nú Hótel Hekla Villibráð, ráðstefnur og kyrrðardagar framundan Það var glampandi sólskin þegar sr. Axel Árnason sóknarprestur í Stóra- núpsprestakalli framkvæmdi hús- blessun á hótel Heklu um síðustu helgi. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir hreifst af nútímalegri ráðstefnuað- stöðu, villibráðarhlaðborði, hug- myndaríkum hótelstjóra og ein- stökum englum. Hótel Hekla mun á virkum dögum yfir vetrartímann leggja áherslu á að taka á móti ráðstefnu- og fundagestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.