Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 11
um dögum sérhæfa sig í að sinna ráðstefnu- og fundargestum þá er í samvinnu við Ultima Thule verið að setja upp sérstakt leiksvæði fyrir fullorðið fólk. „Fólk getur ef það kýs svo tekið sér hlé frá fundahaldi og keppt sam- an á sérstöku leiksvæði þar sem eru kaðlar, drumbar og ýmis önnur hjálpartæki sem reyna á samvinnu og áræði. Þetta er fyrsta slíka svæð- ið hér á landi en erlendis hafa leik- svæði sem þessi verið notuð í hópefli á vinnustöðum og í öðrum hópum til að þjappa fólki saman.“ Auk þess er hótelið í samvinnu við fyrirtæki sem sjá um útreiðar- túra, fjórhjólaleigu, siglingar og svo framvegis. „Það er því auðvelt að samtvinna vinnu og skemmtun því fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á þess- um slóðum. Auk þess eru skemmtikraftar í sveitinni sem bæði sjá um kvöld- skemmtanir og eru með uppákomur eins og söng og annan tónlistar- flutning.“ Kyrrðardagar En þó að það geti verið hægt að hafa ýmislegt fyrir stafni þegar gist er á Hótel Heklu þá dreymir Sig- rúnu um að vera með sérstaka kyrrðardaga eftir áramót. „Það er nefnilega líka svo gott að slaka á í sveitinni, vinda af sér stressið og hvílast. Á kyrrðardögum hef ég hugsað mér að bjóða upp á hollan og góðan mat, fallegar gönguleiðir og vera með næðis- stundir þar sem hugað er að innri ró og kyrrð.“ Það er ýmislegt fleira sem Sigrún og hennar fjölskylda eru með á prjónunum og hún segir að lokum að í framtíðinni verði boðið upp á allt mögulegt á hótel Heklu, – allt annað en þorrablót bætir hún við sposk á svip.  Hótel Hekla Skeiðum 801 Selfoss Sími: 486 5540, Fax: 4865640 Netfang: info@hotelhekla.is Vefslóð: www.hotelhekla.is Verð á gistingu á hótel Heklu með morgunverði og kvöldverði er frá 8.000 krónum á mann. Sér Axel Árnason framkvæmdi húsblessun um síðustu helgi en þá afhjúpaði Hjálmar Árnason einnig nafn hótelsins. gudbjorg@mbl.is Í haust verður á boðstólum villibráð- arhlaðborð og jólahlaðborð þegar líður að aðventu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 B 11 ferðalög hreinsiklútar fjarlægja andlits- og augnfarða á augabragði Í hreinsiklútunum er andlitsvatn og kamilla, sem hefur róandi og nærandi áhrif á húðina og viðheldur réttu rakastigi hennar. Fást í apótekum og stórmörkuðum. Dr. Fisher hreinsiklútarnir eru ofnæmisprófaðir og henta öllum húðgerðum. ÞÚ VERÐU AÐ PRÓFA…………… 4-in-1 Powder Foundation - Púðurfarða Urban Decay púðurfarðinn er 4-í-1, hann er betri en nokkur annar sem við höfum séð. 1.Hann er púður - burstaðu honum á. 2. Hann er mattandi púðurfarði - notaðu hann þurran 3. Hann er háþekjandi farði - notið hann með blautum svampi 4. Hann er svo léttur að húðin ljómar af fegurð og ver hana gegn öllum skaðlegum efnum í umhverfinu. Púðuragnirnar eru húðaðar með grænmetispróteini, þannig að ekkert ólífrænt snertir húðina. Púðuragnirnar eru mjög fínmalaðar, þannig að púðrið fær ein- staklega mjúka áferð, það klessist ekki og sest ekki í fínar línur eða hrukkur. Farðinn gefur húðinni fallegan ljóma, ekki púðraða grímu. Púðrið er svo mjúkt að þú gætir haldið að það væri krem við fyrstu viðkomu. Útsölustaðir: Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni , Spönginni og Smáralind, Snyrtihúsið Selfossi, Jara Akureyri, Silfurtorg Ísafirði, Callista Neskaupstað. Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudags 12-16 laugardag Gallabuxur, bolir, peysur full búð af glæsilegum fatnaði Buchheim-listasafnið liggur norð- ur af þorpinu Bernried í stórum og fallegum garði sem er á bökk- um Starnbergs-vatns rétt utan við München. Á leiðinni gegnum garðinn að safninu eru afar frum- legir skúlptúrar eftir hina ýmsu listamenn, sem njóta sín vel úti undir berum himni í þessu skemmtilega umhverfi. Fjögur söfn í einu Safnið er í eigu hins fjölhæfa Lothar-Günther Buchheim sem er bæði málari, ljósmyndari, út- gefandi og safnari. Þetta er safn sem listunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Segja má að þetta séu fjögur söfn undir sama þaki. Hér eru til sýnis mál- verk, vatnslitamyndir, teikningar og ýmis önnur verk eftir vel þekkta listamenn í norðursalnum og auk þess eru verk Buchheims þar. Lothar-Günther byrjaði að gera sirkuskarla úr tré og mála sirkusmyndir á gler en hann fann upp sérstaka tækni við að mála á gler en líklega er hann best þekktur fyrir málverkin sín á síð- ari árum. Hann er einnig mikill safnari og hefur safnað mörgum munum frá Afríku og Norður-Evrópu. Það sem er hvað skemmtilegast við þetta safn er fjölbreytni verk- anna sem þar eru eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn frá öllum heimshornum. Safnið var hannað af Günther Behnisch arkitekt og er bygging- in mjög glæsileg og nýtur sín afar vel í þessu fallega umhverfi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Buchheim-safnið í Þýskalandi hannað af Günter Behnisch arkitekt sem hannaði líka Ólympíuleikvanginn í München. Buchheim-listasafnið í Þýskalandi Frumlegt og fjölbreytt Listunnendur og aðrir sem eru á ferðalagi í og við München ættu að bregða sér í heim- sókn í Buchheim-listasafnið. Brynjar Gauti Sveinsson gekk um safnið.  Bucheim-listasafnið Hirschgarten 1 82347 Bernried Sími: 00 49 8158 - 99 70 20 Frekari upplýsingar um safnið eru á vefslóðinni www.buchheimmuseum.de Frumlegur skúlptúr í garði safnsins, verk eftir Siegfried Ulmer. Fótboltaliðið, eftir þýska listamannin Günther Schumann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.