Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 22 29 0 9/ 20 03 flugfelag.is Helgarslaufur fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum. Við bjóðum litríkar og eftirminnilegar helgarslaufur fyrir hópa til allra áfangastaða okkar, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar, Reykjavíkur og Færeyja. Við höfum úrval frábærra gististaða í boði og gerum tilboð í flug, gistingu og hátíðarkvöldverð. Tryggið ykkur sæti í tíma! Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 75 hopadeild@flugfelag.is Í upphafi skyldi endirinn skoðasegir einhvers staðar. Þetta á við í svo mörgu tilliti – en vissulega er það oft harla erf- itt viðfangsefni að átta sig á afleið- ingum gjörða sinna, þegar til lengri tíma er lit- ið. Einu sinni fyrir mörgum árum ákvað ég t.d. að elda kjötsúpu. Ég var með stórt heimili á þeim tíma og reyndi að elda hollan mat. Það fór þó svo að börnin á heimilinu voru ekki eins dugleg að borða kjötsúpuna og ég hafði búist við og var þess vegna talsvert mikið eftir í stóra kjötsúpu- pottinum, svo sem kartöflubitar, rófubitar og dálítið af kjöttætlum sýndist mér, – en vegna fjölmargra hrísgrjóna og súpujurta sá ég ekki gjörla til botns í pottinum. Ég var að flýta mér og ákvað að fara „styttri leiðina“ og hella bara því sem eftir var í pottinum í klósett- ið og arkaði með hann þeirra erinda inn í baðherbergið. Þegar ég hafði hellt úr pottinum í klósettið heyrðist undarlegt soghljóð og allt vatn hvarf úr klósettskálinni. Ég horfði á þetta tvíátta og ákvað svo að sturta niður þannig að allt kæmist í samt lag. En þótt ég sturt- aði nokkrum sinnum niður var eins og eitthvað væri ekki eins og það átti að vera. Ég yppti öxlum og arkaði fram með pottinn til þess að þvo hann. Skömmu síðar fór að bera æ meira á að illa gengi að sturta niður í kló- settinu. Vatnið flóði upp að börmum skálarinnar og vildi seint síga niður. Loks kvað svo rammt að þessu að fenginn var maður til þess að gá hvað í veginum væri. Maðurinn gerði vett- vangskönnun og kom að því búnu með snigil mikinn sem hann renndi niður í klósettið. Eftir nokkra athug- un kom hann fram í eldhús til mín og sagði mér, dálítið undarlegur á svip- inn, að eitthvert flikki stæði í vegi fyrir því að það sem í klósettið væri sett færi sína leið. „Hefur þú nokkra hugmynd um hvað þetta getur verið?“ spurði hann. Ég sagði að ég gæti ekki ímyndað mér hvað þarna væri á ferðinni – en var samt dálítið flóttaleg og hugsaði óneitanlega til kjötsúpunnar. Maðurinn kvað þessu næst upp þann dóm að ekki dygði annað en brjóta upp gólfið og komast að flikk- inu umtalaða og ná því í burtu. Hófst nú mikil aðgerð. Menn komu með steinsagir, bora og sleggj- ur og brutu upp gólfið í gangi, eld- húsi og baðherberginu. Eftir að hafa komist í rörin eftir langa mæðu og mikið inngrip í innviði hússins fannst hvað olli stíflunni. Það var kjötbein eitt mikið og oddhvasst. „Hvernig hefur þetta bein eigin- lega komist í klósettið hjá þér?“ sagði viðgerðarmaðurinn hissa. „Ég bara skil það ekki,“ svaraði ég og var nú svo flóttaleg að aðrir heim- ilismenn tóku til þess. Eftir nokkrar umræður gekkst ég við því að hafa hellt úr kjötsúpupottinum í klósettið og þannig gert kjötbeininu kleift að stífla það. Ég þarf varla að orðlengja það að þetta olli mikilli hneykslan í fjöl- skyldunni og meðal þeirra sem af þessu tiltæki mínu fréttu. Ekki er öll sagan sögð. Nokkrum árum síðar kom því miður í ljós að klóakrörið undir húsinu væri brotið. Kannski var það mín vonda sam- viska sem fékk mig til að leiða getum að því að rörið gæti hafa laskast þeg- ar verið var að skarka með sniglinum í því í tengslum við kjötbeinsmálið fyrrgreinda. Ekki veit ég hvað hæft er í þessari tilgátu minni, hitt er víst er að nú tóku við enn viðameiri að- gerðir en fyrrum. Ekki mátti nú minna vera en leggja alveg nýjar skolplagnir undir allt húsið og kost- aði það stórkostleg uppbrot á gólfum og uppgröft við húsið. Allt var þetta afar kostnaðarsamt og fjarskalega leiðinlegt. Hefði ég vitað hvað af leti minni myndi hljótast hefði ég snarlega sett innihald kjötsúpupottsins í vaskinn og hreinsað svo úr honum allt gums- ið eins og hver önnur skikkanleg húsmóðir myndi gera. En svona er þetta líf, maður höndlar í hugsunarleysi og bítur svo úr nálinni fyrir það, – jafnvel löngu seinna. Ég lærði af þessu atviki mína lexíu. Ekki aðeins helli ég aldrei framar kjötsúpu í klósett heldur hugsa ég mig nú mun vandlegar um en áður hvað ég geri og segi. Það eru hyggindi sem í hag koma að reyna að setja sér fyrir sjónir fyrirfram hverj- ar afleiðingar geta orðið af orðum og gjörðum. Fyrir þá sem ekki hafa misst lyst á kjötsúpu eftir þennan lestur birti ég uppskrift að Kraftsúpu með kálmeti úr Matreiðslubók Jóninnu Sigurðar- dóttur: 3000 g kjötsoð, 1000 g hvítkál, 20 g salt, 500 g gulrætur, á hnífsoddi pipar, 300 g selja. Út í þetta set ég svo hrísgrjón sem fyrr gat, súpujurtir, lauk og kjötbita af ýmsum stærðum og jafnvel súpu- teninga í viðbót þegar ég hef mikið við. Best er kjötsúpan þegar hún hefur verið hituð a.m.k. einu sinni upp. Í súpuna í diskinum er mjög fínt að setja kaldar kartöflur. Kjötbeinið í klósettinu ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er ekki ráð að hugsa sinn gang? eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur                Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.