Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 C 5 Forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjónustu-, varðveislu- og rannsóknastofnun í þágu íslensks samfélags. Safnið er leiðandi afl í miðlun þekkingar og veitir nútíma bóka- safnsþjónustu á öllum sviðum fræða, vísinda, tækni, lista og menningar. Safnið óskar eftir að ráða forstöðumann hand- ritadeildar. Í handritadeild er óprentuðu efni safnað, það skráð og búið um það til varð- veislu. Safngestum er veitt þjónusta og menn- ingararfi miðlað í gegnum sýningar, greina- skrif o.fl. Starfssvið forstöðumanns felst m.a. í stefnu- mótun, stjórnun og verkstýringu innan deildar. Honum er einnig ætlað að stuðla að rannsókn- um á íslenskum menningararfi. Leitað er að einstaklingi með minnst meistara- gráðu í íslensku, sagnfræði eða öðrum grein- um sem snerta íslenska menningu. Viðkom- andi þarf að hafa reynslu af stjórnun, búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og metnaði til að byggja upp sterka handritadeild. Hann þarf að geta sýnt með verkum sínum áhuga á íslenskum menningararfi og rannsóknum á því sviði. Upplýsingar um starfið veitir Kristín Bragadótt- ir, sviðstjóri varðveislusviðs, eða Herdís Þor- grímsdóttir, starfsmannastjóri, í síma 525 5600. Einnig má senda Kristínu fyrirspurnir í gegnum netfang kristbra@bok.hi.is. Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, meðmæli, ritaskrá og fyrri störf, merktar „Starfsmannastjóri - forstöðumaður handrita- deildar“, sendist Landsbókasafni Íslands - Há- skólabókasafni, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfang herth@bok.hi.is. Umsóknarfrestur er til 15. október 2003. Sérfræðingur óskast til starfa sem fyrst við afleysingar til 1 árs á skipulags- og byggingarsviði Skipulags- stofnunar. Helstu verkefni felast í umfjöllun um aðalskipu- lagstillögur sveitarfélaga og afgreiðslum aðal- skipulags sveitarfélaga til auglýsingar og stað- festingar umhverfisráðherra. Einnig öðrum skipulagsafgreiðslum, s.s. yfirferð deiliskipu- lags og afgreiðslu stakra framkvæmda. Leitað er að aðila með menntun á sviði skipu- lagsmála, sem er skipulagður í vinnubrögðum og á gott með samstarf. Starfsreynsla varðandi skipulagsgerð sveitarfélaga er æskileg. Þeim sem vilja spyrjast fyrir um starfið er bent á að hafa samband við Guðrúnu Höllu Gunnarsdóttur (halla@skipulag.is) eða Matt- hildi Kr. Elmarsdóttur (matta@skipulag.is) á Skipulagsstofnun. Laun greiðast samkvæmt samningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknir sendast til Skipulagsstofnunar eða á skipulag@skipulag.is fyrir 5. október 2003. Í umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og helstu verkefnum sem umsækjandi hefur tekist á við á undanförnum árum og sem hann telur að koma muni að gagni í starfinu. Gætt verður trúnaðar varðandi fyrirspurnir. Öllum umsóknum verður svarað. Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Sími 595 4100, fax 595 4165. skipulag@skipulag.is — www.skipulag.is debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 22 30 7 09 /2 00 3 Starf í snyrtivörudeild Óskum eftir snyrti- eða förðunarfræðingi til að sjá um AVEDA í snyrtivörudeild Debenhams. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og hafa lifandi áhuga á starfinu. Áhugasamir hafi samband í síma 581 1666 eða hronnh@mmedia.is Iceland Universal Sodexho og forverar þess fyrirtækis hefur veitt þjónustu við byggingarfram- kvæmdir sem fara fram á viðkvæmum stöðum fjarri mannabyggð. Raunar höfum við unnið við mörg af helstu byggingarverkefnum nútímans eins og Trans Alaska leiðsluna, Ermasundsgöngin og nýja Hong Kong flugvöllinn. Universal Sodexho á Íslandi ehf. mun starfrækja mötuneyti, ræstiþjónustu og þvotta- hús við vinnubúðir á framkvæmdastað Kárahnjúkavirkjunar fyrir Impregilo S.p.a. á Austurlandi. Universal Sodexho á Íslandi ehf., are providing catering services, house keeping services and laundry services at Main camp and Field camps at the construction site for Kárahnjúkar Hydroelectric Project for Impregilo S.p.a. on the east coast of Ice- land. Vegna þessa verkefnis leitum við að eftirfarandi starfsfólki: For this project, we seek the following personnel: Matreiðslumaður - Chef Aðstoð í eldhúsi - Kitchen Assistants Ræstitæknar - Cleaners Skrifleg umsókn, ásamt ferilskrá og meðmælum, óskast send eins fljótt og hægt er til: A written application, including copy of testimonial and DV must be sent ASAP to: Universal Sodexho á Íslandi ehf., c/o Impregilo S.p.a., Lagarási 4, 700 Egilsstaðir or e-mail direct to: Hafthor.Oskarsson@impregilo.is . Einnig er hægt að hafa samband í síma 892 0489 ef nánari upplýsinga er óskað. You can also contact telephone 892 0489 if you should have any questions on the above positions. „Markmið Universal Sodexho er að auka lífsgæði starfsfólks sem vinnur á stöðum fjarri mannabyggð." Reynsla af sölustörfum Rúmlega þrítugan bandarískan karlmann, sem er nýfluttur frá New York, vantar vinnu sem fyrst. Altalandi á ensku og rússnesku og með mikla reynslu af sölustörfum og almennings samskiptum. Uppl. hjá David í síma 663 0071. Nonnabita vantar starfsmann í fullt starf Reyklaus vinnustaður. Dag-, kvöld- og næturvinna. Upplýsingar í símum 899 1670 og 586 1840.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.