Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 C 9 BÁTAR SKIP Til sölu er dragnótabáturinn Hugborg SH-87 (1951) með öllum aflaheimildum Nánari upplýsingar er hægt að fá á Fasteigna- og skipasölu Snæfellsness í síma 430 1605. ATVINNUHÚSNÆÐI 101 Reykjavík Til leigu 120 fm stúdíó á 2. hæð í Héðinshúsinu. Mikil lofthæð, útsýni og 40 fm svalir. Upplýsingar í síma 699 1090. Reykjavíkurhöfn — skrifstofur Til leigu 4—5 skrifstofuherbergi (96 til 125 m²) með stórkostlegu útsýni yfir höfnina og flóann. Húsið allt nýuppgert. Parket á gólfum o.fl. Upplýsingar í síma 695 7722. Skrifstofuherbergi Til leigu í Ármúlanum snyrtilegt skrifstofuher- bergi. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sam- eign. Góður staður. Upplýsingar gefur Þór í síma 553 8640 eða 899 3760. Auglýsing um skipulag í Kópavogi A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Lundur. Hafnarfjarðarvegur, Skeljabrekka og Nýbýlavegur Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 auglýsist hér með í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin nær annars vegar til Lundarsvæðis- ins, um 10 ha svæðis, sem afmarkast af bæjar- mörkum Kópavogs og Reykjavíkur til norðurs, íbúðarsvæði við Birkigrund til austurs, Nýbýla- vegi til suðurs og af Hafnarfjarðarvegi til vest- urs. Í breytingunni felst að í stað landnotkunar fyrir verslun og þjónustu (hátæknimiðstöð) verður svæðið nýtt fyrir íbúðir, opin svæði, leikskóla og hverfisverslun. Áætlað er að á svæðinu verði byggðar 480-500 íbúðir fyrir rúmlega 1.300 íbúa, miðað við 2.7 íbúa á íbúð. Þéttleiki fyrirhugaðrar byggðar í Lundi er áætlaður um 50 íbúðir á ha. Samkvæmt tillög- unni mun um helmingur Lundarlandsins tekinn undir byggð en samanlagt flatarmál lóða er áætlaður um 5.5 ha. Byggingarmagn á svæð- inu er áætlað um 75.000 m² eða nýtingarhlut- fall svæðisins sem samsvarar liðlega 1.3. Nýtingarhlutfall einstakra nýrra íbúðarlóða er áætlað 1.5-2.0. Miðað er við að fjöldi bíla- stæða á íbúð sé 1.8-2.0. Í tillögunni er gert ráð fyrir færslu Nýbýlavegar til norðurs en aðkoma að Lundarsvæðinu verður frá Nýbýlavegi. Gert er ráð fyrir fernum nýjum undirgöngum í tengslum við fyrirhugað íbúðarsvæði í Lundi: einum til vesturs undir Hafnarfjarðarveg og öðrum undir afrein af Nýbýlavegi inn á Hafnar- fjarðarveg. Þá er gert ráð fyrir tvennum göng- um undir Nýbýlaveg, öðrum á móts við Skelja- brekku og hinum á móts við Auðbrekku. Gönguleiðir breytast. Afmörkun lóðar fyrir- hugaðrar þjónustustöðvar/bensínstöðvar sem tengist Nýbýlavegi breytist. Breytingin nær hins vegar til tengingar Hafnar- fjarðarvegar, Skeljabrekku og Nýbýlavegar. Í henni felst að í stað slaufu norðan Nýbýlaveg- ar sem tengist Nýbýlavegi milli Skeljabrekku og Auðbrekku er gert ráð fyrir rampa af Hafnar- fjarðarvegi inn í núverandi legu Skeljabrekku sem tengist síðan Nýbýlavegi með hringtorgi. Gert er ráð fyrir „nýrri Skeljabrekku" á stuttum kafla, austan þeirrar sem nú er. Mun hún tengj- ast inn í Dalbrekku. Tillagan er sett fram í mkv. 1:10.000 dags. í júní 2003. B. Breyting á svæðisskipulagi Í tillögu að breyttu aðalskipulagi af Lundar- svæðinu felst jafnfram að gera þarf óverulega breytingu á staðfestu Svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins 2001-2024. Í breytingunni felst að fjölga þarf fyrirhuguðum íbúðum í byggingarsvæðinu „Kópavogur vestur" úr 350 íbúðum í 900 íbúðir sbr. bls. 47 í greinargerð svæðisskipulagsins. Í samræmi við 14. gr. skipulags- og byggingarlaga var umrædd breyting kynnt þeim sveitarstjórnum sem stóðu að gerð svæðisskipulagsins. Umsagnir bárust frá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ, Mosfellsbæ og Bessastaðahreppi. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Nánari upplýsingar eru veittar á Bæjarskipulagi Kópavogs. C. Lundur Tillaga að deiliskipulagi Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga auglýsist hér með tillaga að deiliskipulagi Lundarsvæðisins. Deiliskipulagssvæðið af- markast af lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur til norðurs, íbúðarbyggð við Birki- grund til austurs, Nýbýlavegi til suðurs og Hafnarfjarðarvegi til vesturs. Í tillögunni er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á umræddu svæði í 8 fjölbýlishúsum, 9 til 13 hæða auk kjallara og inndreginnar þakhæðar með samtals um 480 íbúðum. Þéttleiki svæðisins er áætlaður um 50 íbúðir á ha. Samkvæmt tillögunni verða aðrar byggingar en íbúðarhúsin „Nýi Lundur" og "Lundur 3" fjarlægðar. Miðað er við 1.9 bíla- stæði á hverja nýja íbúð á svæðinu og að 2/3 hlutar stæðanna verði í bílageymslum neðan- jarðar. Á deiliskipulagssvæðinu er auk þess gert ráð fyrir hverfisverslun, leikskóla, spark- velli og minni leiksvæðum. Í tillögunni er jafn- framt gerð grein fyrir: núverandi stöðu svæðis- ins; stöðu skipulags á svæðinu; aðkomu og umferð; landkostum; fyrirhugaðri byggð; tölu- legar upplýsingar um einstakar lóðir, mótvæg- isaðgerðum vegna umferðarhávaða og al- mennum skilmálum og kvöðum. Á deiliskipu- lagsuppdrættinum kemur fram afmörkun og lega svo kallaðra „Kópavogsganga", stofn- brautar í göngum milli Reykjanesbrautar, Hafn- arfjarðarvegar og miðbæjar Reykjavíkur, sam- anber staðfest Aðalskipulag Kópavogs 2000- 2012 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis- ins 2001-2024. Deiliskipulagtillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð dags. 19. júní 2003.Tillögunni fylgja skýringar- myndir sem sýna m.a. dæmi um útlit fyrir- hugaðrar byggðar. D. Tenging Hafnarfjarðarvegar, Skelja- brekku og Nýbýlavegar. Tillaga að deiliskipulagi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 auglýsist hér með tillaga að deiliskipulagi tenginga Hafnarfjarðarvegar, Skeljabrekku og Nýbýlavegar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að tengja rampa af Hafnarfjarðar- vegi inn í núverandi legu Skeljabrekku sem tengist síðan Nýbýlavegi með hringtorgi. Gert er ráð fyrir „nýrri Skeljabrekku" á stuttum kafla, austan þeirrar sem nú er. Mun hún tengjast inn í Dalbrekku. Í tillögunni kemur jafnframt fram færsla Nýbýlavegar til norðurs á móts við húsin að Nýbýlavegi 2-32, hringtorg á gatn- amótum Nýbýlavegar, Auðbrekku og nýrrar götu að fyrirhuguðu Lundarsvæði, aðkoma að fyrirhugaðri þjónustustöð/bensínstöð við Nýbýlaveg, undirgöng, gönguleiðir. Ofangreindar aðal- og deiliskipulagstillögur verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 8:00 til 16:00 mánu- daga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:00 til 14:00 frá 24. september til 24. október 2003. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa bor- ist Bæjarskipulagi skriflega eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 10. nóvember 2003. Einnig er hægt á kynningartímanum að nálgast upp- lýsingar um framlagðar tillögur á heimasíðu Bæjarskipulags Kópavogs, www.kopavogur.is eða á www.lundur.net Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunum. Skipulagsstjóri Kópavogs. Verslunarhúsnæði til leigu Til leigu 160 fm verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Akureyrar. Mjög góðir sýningarglugg- ar. Möguleikar á stækkun í samliggjandi 150 fm fullbúið verslunarhúsnæði. Upplýsingar í símum 462 2272 og 896 0423. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur Kennaraháskóla Íslands árið 2003 Ársfundur Kennaraháskóla Íslands verður hald- inn í Bratta, fyrirlestrasal í Hamri, byggingu skólans við Stakkahlíð, föstudaginn 26. sept- ember nk. Fundurinn hefst kl. 14:00. Ársfundurinn er haldinn skv. ákvæði í 29. grein laga um háskóla þar sem segir, að hver há- skóli, sem nýtur fjárframlaga frá ríkissjóði, skuli árlega halda opinn fund þar sem fjárhagur há- skólans og meginatriði starfsáætlunar eru kynnt. Dagskrá ársfundar Kennaraháskóla Íslands er sem hér segir: 1. Skýrsla um starf Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og starfsáætlun ársins 2003. Ólafur Proppé rektor. 2. Fjármál Kennaraháskóla Íslands árið 2002. Guðmundur Ragnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. 3. Umræður og fyrirspurnir. 4. Önnur mál. Á fundinum verður dreift ársskýrslu Kennara- háskóla Íslands fyrir árið 2002. Ársfundurinn er öllum opinn. Rektor. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.