Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 256. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Daglegt líf daglega Læknirinn svarar: Getur lakkrís hækkað blóðþrýstinginn? Missti minnið gegn Chelsea Jóhannes Karl man ekkert frá hluta fyrri hálfleiksins Íþróttir 1 Börn eiga það besta skilið Möguleikhúsið að hefja fjórtánda starfsárið | Listir 16 Þrjár með hagar hendur FIMM fylgihnettir Satúrnusar sem uppgötvuðust nýlega hafa verið nefndir nöfnum úr norrænu goðafræðinni, og heita þeir nú Ýmir, Þrymur, Skaði, Mundilfari og Sutt- ungur. Fylgihnettirnir eru litlir á stjarnfræðilegan mælikvarða og eru allir undir 20 km í þvermál, en til samanburðar má nefna að Títan, stærsta tungl Satúrnusar, er rúmlega 5.000 km í þvermál, að því er fram kemur á heimasíðu NASA, bandarísku geim- ferðastofnunarinnar. Hugmyndirnar að nöfn- unum komu frá vísindamönn- unum sem fundu fylgihnett- ina, en hafa nú verið staðfestar af vinnuhópi um nafngiftir sólkerfa hjá Al- þjóðageimvísindasambandinu (IAU). Áður höfðu fylgihnett- irnir aðeins númer til auð- kenningar, segir Kaare Aks- nes prófessor, formaður vinnuhóps IAU. Hann segir að héðan í frá verði nýju nöfnin notuð í öllu því sem viðkemur þessum fylgihnött- um, í vísindaritum, fyr- irlestrum o.fl. Norræn nöfn á fylgi- hnetti Sat- úrnusar ÞÝZKI Jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, sem lýtur forystu Gerhards Schröders kanzlara, galt sögulegt afhroð í kosningum til þings Bæjaralands í gær. Edmund Stoib- er, forsætisráðherra Bæjaralands, sem var hársbreidd frá því að fella Schröder úr kanzlarastólnum í fyrra, og flokkur hans CSU vann stórsigur og mun næstu fjögur árin ráða yfir fleirum en tveimur af hverjum þremur þingsætum á þinginu í München. Samkvæmt bráðabirgðaúrslitum fékk CSU, sem er sjálfstæður systurflokkur Kristilega demókrataflokksins (CDU) og hefur notið meirihlutafylgis í Bæjaralandi í yfir 40 ár, nú 60,7% atkvæða og 124 þing- sæti af 180. Kjörsókn var lítil, 59%. Jafnaðarmannaflokkur Schröders, sem um árabil hefur átt undir högg að sækja í Bæjaralandi, fékk hins vegar sögulegt lág- marksfylgi; aðeins 19,6% Bæjara greiddu flokknum atkvæði sitt, sem er 9,1 prósentu- stigum minna en í síðustu héraðsþingskosn- ingum og nærri sjö prósentum minna en versta útkoman sem flokkurinn hefur áður fengið í slíkum kosningum í hálfa öld. Græningjar bættu lítillega við fylgið frá síðustu kosningum og fengu nú 7,7%. Stoiber lýsti því yfir í gærkvöldi að úrslit- in sendu skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar í Berlín; þau væru kvittun kjósenda fyrir ónýtri efnahagsstefnu hennar. AP Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæj- aralands, fagnar sigri í München í gær. Hrun hjá SPD í kosningum í Bæjaralandi  Stórsigur/12 TILKYNNT var í gær að þrír bandarískir hermenn til viðbótar hefðu fallið um helgina í árásum hernámsandstæðinga, í kjölfar þess að reynt var að ráða af dögum eina af þremur konum sem eiga sæti í framkvæmdaráði Íraks, bráða- birgðaríkisstjórn landsins sem starfar í skjóli hernámsyfirvalda. Vöktu þessir atburðir helgarinnar frekari athygli á þeim ólestri sem er á öryggismálum í Írak. Brezk stjórnvöld reyndu í gær áfram að telja ráðamenn annarra Evrópuríkja á að leggja endurreisn- arstarfi í Írak lið, og háttsettir fulltrúar framkvæmdaráðs Íraks héldu frá Bagdad til New York til að mæta þar á mikilvægan fund alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þá kynnti fjármálaráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, Kamel al-Kilani, nýja áætlun að efnahagslegri endurreisn landsins, sem gengur að miklu leyti út á opn- un þess fyrir viðskiptum og erlend- um fjárfestingum. Sagðist hann á fundi í Dubai vonast til að geta safnað vilyrðum fyrir fjárfestingar- aðstoð upp á sem svarar um 5.000 milljörðum króna á alþjóðlegri ráð- stefnu um fjárfestingarmöguleika í Írak í næsta mánuði. Sagði hann stefnt að því að heimila erlendum aðilum að eiga allt að 100% hlut í fyrirtækjum í öllum starfsgreinum nema í olíu- og gasiðnaði. Ráðizt á fangelsi Hermennirnir þrír féllu í árásum sem áttu sér stað á laugardag. Einn fórst í herbíl sem hann ók í Ramadi, um 110 km vestur af Bagdad, þegar heimatilbúinni sprengju var varpað að bílnum, að því er talsmenn Bandaríkjahers greindu frá í gær. Hinir tveir féllu er óþekktir árásarmenn vörpuðu sprengjum að Abu Gharib-fangels- inu, sem er um 20 km vestur af írösku höfuðborginni. Auk þess særðust þrettán aðrir hermenn sem voru við gæzlu í fangelsinu. Enginn fangi særðist. Stöðugt fleiri her- menn falla í Írak Vonir um 5.000 milljarða fjár- festingaraðstoð Bagdad, AFP, AP. AP Bandarískur hermaður mundar vélbyssu í brynvörðum forystubíl eldsneytisbirgðalestar Bandaríkjahers á veginum frá Tikrit til Sommara í Írak í gær. Skæruárásir eru tíðar á slíkar bílalestir hernámsliðsins. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun fylgjast með því að Samson eignarhaldsfélag ehf. uppfylli þau atriði sem sett voru fram í ákvörðun eftirlitsins um hæfi félagsins til að fara með virkan eignarhlut í Landsbankanum. Í ákvörðuninni kemur fram að breytingar á sam- þykktum Samsons í þá veru að tilgangur félagsins sé takmarkaður við eignarhald á hlutabréfum í Lands- banka Íslands hafi haft áhrif til að meta félagið hæft til að fara með eignarhlutinn. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að eftirlitið myndi fjalla um þetta gagnvart hin- um eftirlitsskyldu aðilum og bæði Landsbankinn og hinir virku eigendur væru undir reglulegu eftirliti Fjármálaeftirlitsins. „Þeir eru undir reglulegu eftirliti og það leiðir af sjálfu sér að við munum fylgjast með því að þeir uppfylli þau atriði sem liggja til grundvallar ákvörðuninni.“ Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við HÍ, sagði að far- ið hefði verið á svig við þetta ákvæði í ákvörðun Fjár- málaeftirlitsins með kaupum Samson Global Holdings á eignarhlut í Eimskipafélaginu í liðinni viku og með kaupum Samsons á hlut í Straumi. Í ákvörðun eftirlitsins segir: „Í bréfum Fjármála- eftirlitsins til Samson og viðræðum við forsvarsmenn þess hefur verið lögð á það rík áhersla að tryggt verði að eignarhlutur þeirra í bankanum, ef af verður, skapi þeim ekki stöðu eða ávinning annan en þann sem felst í ávinningi almennra hluthafa af heilbrigðum og arð- sömum rekstri bankans. Þannig mun félagið, eigend- ur þess, tengdir aðilar eða kjörnir fulltrúar í bankaráði ekki njóta aðstöðu í bankanum, s.s. viðskiptakjara, íhlutunar í viðskiptalegar ákvarðanir er varða þá sjálfa, tengd félög eða samkeppnisaðila eða upplýs- inga um viðskipti núverandi eða tilvonandi samkeppn- isfyrirtækja.“ Síðar segir að breytingar á samþykkt- unum hafi haft áhrif á hæfismatið en þeim hafi verið breytt á þann veg að tilgangur félagsins sé nú tak- markaður við eignarhald á hlutabréfum í Landsbanka Íslands. Aðalsteinn Jónasson, lögmaður hjá Lex lög- mannsstofu, sem auk annarra sá um upplýsingagjöf og viðræður við Fjármálaeftirlitið fyrir hönd Sam- sons eignarhaldsfélags sagði að þeir samningar sem gerðir hefðu verið í aðdraganda kaupa Samsons á Landsbanka Íslands hefðu eingöngu snúið að Sam- son eignarhaldsfélagi en ekki öðrum félögum í eigu þessara aðila og ekki takmarkað umsvif þeirra fé- laga að einu eða öðru leyti. Fyrir hefði legið að ýmis önnur viðskiptafélög væru á vegum þessara sömu aðila og samningarnir hefðu ekki tekið til þeirra eða takmarkað starfsemi þeirra á nokkurn hátt. Tilgangur Samsons eignarhaldsfélags takmarkaður við eignarhald á Landsbankanum Fjármálaeftirlitið fylgist með að ákvæði séu haldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.