Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 09 . 2 00 3 John Daly www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 Heil golfsett með poka: Alpha heilt sett 9 járn + 3 tré + pútter + standpoki Stál sköft, tilboð kr. 21.900, áður kr. 31.500 Graphide sköft, tilboð kr. 26.900, áður kr. 38.500 Kerrur og pokar: Howson kerra, Stow-a-Way, verð nú kr. 3.900, áður kr. 6.900 Howson Standbag 7,5”, tilboð kr. 3.900, áður kr. 7.900 Howson Burðarpoki Dual Stap 8,5”, tilboð kr. 5.500, áður kr. 8.500 Barnagolf: Junior Whale golfsett í poka, tilboð kr. 8.900, áður kr. 12.900 Hippo Power golfsett í poka, tilboð kr. 9.900, áður kr. 13.900 Golfboltar: HIPPO Dual Titanium 36 stk. tilboð kr. 3.600, áður 6.200 HOWSON Tungsten 15 stk. tilboð kr. 1.700, áður 2.490 YCH Two pice 12 stk. tilboð kr. 990, áður kr. 2.400 Driver 300 series, alvöru driver. Ótrúlegt verð kr. 29.900, áður kr. 57.900 Í golfferðina: CARGO GOLF harður ferðapoki, kr. 12.900, áður kr. 15.900 HIPPO DeLuxe Coverall, nú kr. 4.900, áður kr. 7.900 JS Golf Travel Cover, nú kr. 1.900, áður kr. 2.600 Járnasett: Howson Derby dömu SW-3, aðeins kr. 9.900, áður kr. 25.500 Graphide sköft herra og dömu, tilboð kr. 15.900, áður kr. 38.900 Aldrei hefur maður nú látið sig dreyma um að lifa það að vera tuttluð á malbiki, Huppa mín. Ráðstefna um skautsmiðjur álvera Sérstaða Íslendinga mikil ALÞJÓÐLEG ráð-stefna um skaut-smiðjur álvera verður haldin í Reykjavík á næstu dögum, hefst á morgun og stendur fram á fimmtudag . Í forsvari fyr- ir ráðstefnuna er Ingólfur Þorbjörnsson, sérfræðing- ur hjá Iðntæknistofnun og stjórnarformaður Málm- garðs. Hann svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Hverjir halda þessa ráð- stefnu og hvert er tilefnið? „Ráðstefnuna halda Málmgarður, Iðntækni- stofnun og Daily Mail Group í Bretlandi. Ráð- stefnan er önnur í röð ráð- stefna hérlendis um skautsmiðjur álvera, vett- vangur skoðanaskipta og fræðslu um nýjustu tækni. Dagskráin er að mestu tilbúin, flytjendur er- inda koma frá Alcan, Alcoa, Hydro Aluminium og álverum Norðuráls á Grundartanga og Hillside Aluminium í Suður Afr- íku. Einnig verða fyrirlesarar frá fyrirtækjum eins og Altech, Stími, Trico, Hönnun og Alcan svo eitt- hvað sé nefnt.“ Hver er aðdragandinn? „Íslenski áliðnaðurinn hefur verið í miklum vexti á undanförn- um áratugum og allar horfur eru á að svo verði áfram. Árið 1970 voru 39.000 tonn af áli framleidd hér á landi, árið 2002 var heildarfram- leiðslan 260.000 tonn, en árið 2010 gæti framleiðslan orðið allt að 1.000.000 tonnum. Álver Alcan á Íslandi var stækkað nýverið og framundan er bygging nýs álvers Alcoa á Reyðarfirði, auk þess sem stækkun Norðuráls er á dagskrá. Lítið hefur verið fjallað um þá sér- stöðu sem Íslendingar eru að skapa sér á því sérsviði áliðnaðar- ins sem snýr að skautsmiðjum ál- vera. Samhliða uppbyggingu í áliðn- aðinum hér á landi hafa sprottið upp fjölmörg íslensk fyrirtæki sem sérhæfa sig í þjónustu við þennan iðnað. Mörg þeirra hafa náð sérstöðu á þessum markaði með hugvitsamlegum tækninýj- ungum og sum þeirra hafa náð langt á alþjóðlegum vettvangi. Sem dæmi um slík fyrirtæki má nefna Altech, DMM, Trico, VSÓ ráðgjöf og Verkfræðistofuna Hönnun.“ Um hvað snýst ráðstefnan? „Ráðstefnan snýst um þekking- armiðlun starfsmanna skaut- smiðja sem miðla hver öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Þes ut- an koma saman helstu sérfræð- ingar áliðnaðarins á sviði skaut- smiðja, svo sem prof. Barry J. Welch og prof. Mark Taylor alla leið frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að miðla sinni þekkingu. Auk þess kynna fyrirtæki vörur sínar og þjónustu og þar á meðal eru gleðilega mörg íslensk fyrirtæki í fremstu röð.“ Hvers vegna eru íslenskir að- ilar að halda svona ráð- stefnu í annað skipti? „Fyrsta ráðstefnan um þetta efni var hald- in árið 2001. Á hana mættu 135 aðilar frá 35 álverum í 20 löndum. Ráðstefnan þótti sérlega vel heppnuð og sýndi að þörf var fyrir ráðstefnu á þessu sviði. Íslendingar eru nú með mestu framleiðslu hrááls miðað við hina frægu höfðatölu og því eðlilegt að hérlendir aðilar skipi sér í fremsta flokk í þekkingarmiðlun svo sem með ráðstefnum.“ Hversu stórir eru Íslendingar á þessu sviði, þ.e.a.s. framleiðslu- sviði fyrir álver? „Íslensk fyrirtæki hafa verið mjög áberandi á þessu sviði. Fyr- irtæki eins og Altech, Stímir, HVR og Trico hafa unnið mikið brautryðjendastarf og komið okk- ur á kortið í álheiminum sem góðir þjónustuaðilar á þekkingu til ál- iðnaðarins. Þessi fyrirtæki starfa í mjög nánum tengslum við álverin og skapar það þá nálægð framleið- enda og markaðar sem nauðsyn- leg er fyrirtækjum til að vaxa.“ Hvað er það sem íslensk fyr- irtæki eru að gera og vinna fyrir álverin? „Fyrirtækin eru mjög ólík en sameiginlegt er þeim að þjónusta álverin með þekkingu, vélbúnaði og jafnvel sérhönnuðum fatnaði. Gaman er að geta þess að fyrir- tæki eins og Trico hefur framleitt mjög þægilegan fatnað sem ver starfsmenn álvera gegn bruna, á meðan t.d. Altech og Stímir fram- leiða vélbúnað sem auðveldar og sjálfvirknivæðir störf starfs- manna álveranna. HVR, Hönnun, Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen og Rafhönnun, selur verk- fræðiþekkingu og hefur getið sér gott orð sem þekkingarveita á þessu sviði.“ Þetta hlýtur að vera mjög sér- hæfð ráðstefna, fyrir hverja er hún? „Ráðstefnan er bæði sérhæfð og mjög breið. Hún höfðar til allra þeirra sem vinna í álverum, þeim sem þjónusta álverin, verkfræðinga og tæknifræðinga sem vilja læra meira um ál- verin og síðast en ekki síst þeim sem þekkja lítið til álveranna en vilja læra meira.“ Hvað um þátttökuna? „Við erum komnir með fleiri þátttakendur heldur en á fyrstu ráðstefnunni og væntingar standa til að um 150 þátttakendur verði á ráðstefnunni þegar upp verður staðið. Skráningar hafa verið góð- ar og fólk að skrá sig fram á síð- ustu stundu.“ Ingólfur Þorbjörnsson  Ingólfur Þorbjörnsson er fæddur á Akranesi 31.12. 1960. Lærði vélvirkjun og stálskipa- smíði hjá Þorgeiri og Ellert hf á Akranesi. BSc próf í véltækni- fræði frá Odense Teknikum 1987 og MSc próf frá Álaborgarhá- skóla 1989. Sérfræðingur á Iðn- tæknistofnun frá 1989. Forstöðu- maður Efnis- og umhverfistækni á Iðntæknistofnun frá 1995. Stjórnarformaður Málmgarðs frá stofnun. Maki er Gun Carina Holmvik hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn, Benjamín f. 1987, Elnu Maríu f. 1989 og Hönnu Katrínu f. 1993. Mörg þeirra hafa náð sérstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.