Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bók um auglýs- ingar og árangur VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, tók á föstudag við fyrsta eintaki bók- arinnar Stefnumótun markaðs- mála: Auglýsingar og árangur úr hendi höfundarins Friðriks Ey- steinssonar á fundi Samtaka aug- lýsenda (SAU). Í tilkynningu frá SAU segir að bókin sé sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Í henni er meðal annars farið yfir mótun markaðsstefnu, uppbygg- ingu vörumerkjavirðis, hvernig eigi að koma áhersluatriðum vöru- merkis á framfæri í auglýsingum, tímasetningu birtinga þeirra og í hvaða miðlum,“ segir í tilkynningu. Í bókinni er jafnframt fjallað um samninga auglýsenda við auglýs- ingastofur, birtingahús og fjöl- miðla, sem og mælingar á virkni auglýsinga. Ítalsk- íslenska verslun- arráðið í Napólí ÍTALSK-íslenska verslunar- ráðið hélt árlegan haustfund mánudaginn 15. september í Napolí á Ítalíu. Sendiherra Ís- lands fyrir Ítalíu, frú Sigríður Snævarr, hélt opnunarávarp fundarins. Að því loknu skýrði Guðjón Rúnarsson, formaður ráðsins, frá hlutverki þess og sagði frá viðburðum og uppá- komum, ásamt því að fara yfir langa sögu viðskipta milli Ís- lands og Ítalíu. Sjávarútvegs- ráðherra, Árni Mathiesen, var viðstaddur haustfundinn og hélt erindi um mikilvægi sjáv- arútvegs fyrir Ísland, íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og viðskiptatengsl landanna, með sérstaka áherslu á saltfiskvið- skiptin. Árni útskýrði mikil- vægi kvótakerfisins við að ná hámarksnýtingu með varð- veislu fiskistofnanna og gerði í því samhengi grein fyrir vís- indahvalveiðum Íslendinga, að því er segir í tilkynningu frá Ítalsk-íslenska verslunar- ráðinu. Geta lært af Íslendingum Aðstoðarborgarstjóri Nap- ólí, Raffaele Tecce, „lýsti mikilli ánægju með heimsókn sjávar- útvegsráðherra og ráðsins til Napólí og sagði Napólísvæðið og Ítalíu almennt geta lært mikið af reynslu Íslendinga á sviði sjávarútvegs og sjávarút- vegsrannsókna. Óskaði hann eftir nánara samstarfi á því sviði milli landanna,“ segir í til- kynningunni. Fulltrúar banka- og ferða- málageira á Campaniasvæðinu á Ítalíu voru viðstaddir fundinn sem og ræðismaður Íslands í Napólí og fjöldi fiskinnflytj- enda frá Napólí og nágrenni, en þangað hafa Íslendingar selt saltfisk í hundrað ár. NÁMSKEIÐIÐ Forystuhlutverk stjórnenda í opinberum rekstri, sem ætlað er embættismönnum og stjórnmálamönnum, hefst 7. október næstkomandi. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Frestur til að skrá sig rennur út í dag. Í tilkynningu frá Endurmenntun- arstofnun Háskóla Íslands segir að stjórnendum í opinberum rekstri sé í vaxandi mæli ætlað að taka forystu á sínum málasviðum, bæði inn á við gagnvart starfsfólki og út á við gagn- vart almenningi, hvers kyns hags- munahópum og fjölmiðlum. Þeir verði að hafa sýn á framtíðina, geta miðlað þeirri sýn og leitt þær breyt- ingar á starfsháttum og viðhorfum sem hún krefst. „Þessi þáttur í starfi stjórnenda krefst annarra vinnu- bragða en hefðbundin embættisstörf kröfðust, störf sem mörkuðust af stöðu viðkomandi í stigveldi embætt- isins og þeim lögum og reglum sem þar giltu. Stjórnmálamenn eru for- ystuþættinum vanari, en þetta nám- skeið á einnig erindi til þeirra.“ Þá segir í tilkynningunni að á námskeiðinu sé fjallað um eðli for- ystuhlutverksins og hvað greini það frá góðri almennri stjórnun og stjórnsýslu; hvað gerir það bæði vandasamt og áhættusamt; hvaða færni og þekking er skilyrði þess að ná árangri. „Kynntar eru aðferðir til að greina aðstæður þar sem reynir á forystuhæfileika, aðferðir sem gera árangur líklegri. Loks er fjallað um aðferðir til að takast á við andstöðu og andstreymi, en hafa samt áhrif, „lifa af“ og koma heill út úr slíkum aðstæðum, sem allir forystumenn þurfa að glíma við fyrr eða síðar.“ Kennari er Marty Linsky frá Har- vard háskóla, J.F. Kennedy School of Government, en hann er í tilkynn- ingunni sagður afar eftirsóttur fyr- irlesari á þessu sviði. Honum til aðstoðar verða Svafa Grönfeldt Ph.D í vinnumarkaðs- fræði, framkvæmdastjóri IMG Delo- itte og lektor við viðskipta- og hag- fræðideild HÍ og Margrét S. Björnsdóttir MA í þjóðfélagsfræði og MPA frá Kennedy skólanum við Harvard, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Námskeið fyrir embættismenn og stjórnmálamenn CSU, íhaldsflokkurinn sem stjórn- að hefur Bæjaralandi í yfir 40 ár, vann stórsigur í héraðsþingskosn- ingum í gær, en Jafnaðarmanna- flokkur Gerhards Schröders kanzl- ara beið niðurlægjandi ósigur. Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands, sem vantaði herzlumun upp á að fella Schröder úr kanzlarastólnum í kosningum til þýzka Sambandsþingsins í fyrra, leiddi flokk sinn til sæts sigurs, en samkvæmt útgönguspám þýzku sjónvarpsstöðvanna fékk CSU 61,8% atkvæða, sem er nærri 9% aukning frá því í kosningunum fyr- ir fjórum árum. Fylgi Jafnaðar- mannaflokksins SPD hrundi hins vegar niður í aðeins 18,6%, sam- kvæmt útgönguspá sjónvarps- stöðvarinnar ZDF, sem er allra lakasta útkoma sem flokkurinn hefur fengið í Bæjaralandi frá því lýðræði var endurreist í Þýzka- landi eftir síðari heimsstyrjöld. Næstlakasta útkoman til þessa var árið 1990, er flokkurinn fékk 26% atkvæða. Í síðustu kosningum var fylgi SPD reyndar ekki miklu meira, tæplega 29%. Græningjar fengu 7,5% atkvæða en Frjálsi demókrataflokkurinn, FDP, var langt frá því að ná lág- marksfylgi til að fá úthlutað þing- sætum, sem er 5%. Samkvæmt út- gönguspánum fékk flokkurinn aðeins 2,4%, sem einnig er sögu- legt lágmark. Það sögulega við þessi úrslit er líka það, að þau skila CSU fleirum en tveimur af hverjum þremur þingsætum, sem gerir stjórnar- andstöðuna nær algerlega áhrifa- lausa. Alois Glück, talsmaður CSU- þingmanna á Sambandsþinginu í Berlín (sem mynda sameiginlegan þingflokk með systurflokknum CDU, kristilegum demókrötum), sagði í gærkvöldi að úrslitin væru „skýr skilaboð til sambandsríkis- stjórnarinnar“. Til merkis um óvinsældir ríkisstjórnar Schröders Reiknað hafði verið með góðum sigri íhaldsmanna í kosningunum, en hrakfarir jafnaðarmanna urðu að þessu sinni enn meiri en flestir bjuggust við og þykja þær til merkis um hve óvinsældir ríkis- stjórnar Schröders eru orðnar miklar. Óánægja er útbreidd meðal þýzkra kjósenda vegna efnahags- kreppunnar í landinu og árangurs- leysis þeirra ráðstafana sem rík- isstjórnin hefur gripið til í því skyni að reyna að ráða bót á efna- hagsástandinu. Einkum hafa þær breytingar sem ákveðnar hafa ver- ið á félagslega kerfinu mælzt illa fyrir. Í Bæjaralandi ganga hjól efna- hagslífsins almennt betur en ann- ars staðar í Þýzkalandi, hagvöxtur meiri, skuldastaða opinberra sjóða betri og atvinnuleysi minna. Greinilegt er að kjósendur í Bæj- aralandi telja þennan mun Stoiber og stjórn hans til tekna en áfellast Schröder og flokk hans. Niðurstaðan styrkir enn stöðu Stoibers í forystu þýzku borgara- flokkanna, en hann hefur sagt að það sé of snemmt að segja til um hvort hann hyggist sækjast eftir því að verða kanzlaraefni þeirra í næstu sambandsþingskosningum árið 2006. AP Drengir í þjóðbúningum taka þátt í skrúðgöngu í tilefni af Oktoberfest- bjórhátíðinni í München í gær, er Bæjarar kusu nýtt héraðsþing. Stórsigur íhaldsmanna í Bæjaralandi Jafnaðarmannaflokkur Schröders kanzlara bíður sögulegt afhroð München. AP. ERLENT John S. Reed var valinn formaður stjórnar Kaup- hallarinnar í New York til bráða- birgða. Reed er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Ci- tigroup, stærsta banka- og fjár- málafyrirtækis Bandaríkjanna. Tæp vika er frá því að stjórnarfor- maðurinn Richard Grasso neyddist til að segja af sér í kjölfar hneyksl- ismála vegna ríflegra eftirlauna- greiðslna sinna. Reed, sem hætti hjá Citi árið 2000 eftir að hafa tapað í valdabaráttunni við þáverandi koll- ega sinn, Sanford I. Weill, mun leysa Grasso tímabundið af hólmi. Er AP-fréttastofan hafði samband við Reed neitaði hann að tjá sig um Grasso eða kringumstæðurnar við brotthvarf hans en sagðist gera sér grein fyrir því hve alvarlegt málið væri. Mörgum hefur þótt eftirlauna- pakki Grassos, upp á 187,5 milljónir dala eða 14,7 milljarða króna, of rausnarlegur. Reed segist ekki vera að sækjast eftir starfinu til frambúðar. Kauphöllin í New York Nýr leiðtogi ráðinn til bráðabirgða John S. Reed

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.