Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 20
HESTAR 20 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI Nú fer að renna upp sá tími að veru- lega fari að reyna á reglugerð um merkingu búfjár þar sem segir að öll ásetningsfolöld fædd eftir 1. janúar 2003 skuli einstaklingsmerkt við hlið móður fyrir tíu mánaða aldur. Þar með er úti sú tíð að hesteigendur geti átt ómerkt hrossastóð úti í haga þar sem þeir einir eru til frásagnar um ætterni, aldur og aðrar upplýsingar um hrossin. Með einstaklingsmerk- ingu er hér átt við fullgilda ör- eða frostmerkingu hrossa. Í fréttatilkynningu frá Ágústi Sig- urðssyni hrossaræktarráðunaut segir að hér sé í raun ekki um stórt skref að ræða því þetta merkingakerfi sé nú þegar komið í gagnið hjá flestum hesteigendum og hrossaræktendum. Nefnir hann sem dæmi að í gildi hafi verið um nokkurn tíma skyldumerk- ing á öllum sýndum kynbótahrossum og sömuleiðis öllum hrossum sem flutt hafa verið út. Auk þess sé skyldumerking á svokölluðum A- vottuðum hrossum. Sem dæmi um útbreiðslu merkinga hrossa nefnir Ágúst að allt að 90% þeirra folalda sem sett hafa verið á til lífs hafi verið skráð í Worldfeng og 70% þeirra ver- ið einstaklingsmerkt. Ágúst segir þó að þrátt fyrir þessa góðu stöðu sé full þörf á að gera átak í merkingu hrossa og þeir sem ekki hafi hingað til látið merkja hross sín þurfi að fara að huga að þeim málum sem fyrst. Hvað varðar sláturfolöld þá segir reglugerðin að um folöld sem slátrað er fyrir tíu mánaða aldur skuli gefa upp fæðingarnúmer móður við slátr- un. Þá bendir Ágúst á að einfaldast sé fyrir þá sem stunda hrossarækt einvörðungu til kjötframleiðslu að taka þátt í skýrsluhaldinu á sama hátt og þeir sem stunda reiðhesta- rækt. Frekari upplýsingar um ör- og frostmerkingar og skýrsluhald BÍ má finna á bondi.is undir hrossa- rækt. Það styttist sem sagt í að öll óvissa um aldur og ættir hrossa verði úr sögunni og það sem einhverjir kynnu að kalla „dularljóma“ hestakaupanna muni brátt heyra sögunni til. Skyldumerking hrossa að bresta á „Dularljómi“ hestakaupa mun brátt heyra sögunni til ÞÓTT Á flestan hátt sé mikil gróska í hestamennskunni er ekki annað hægt að segja en að yfir mörgum þáttum keppnisfyrirkomulags hvíli enn sú brýna þörf að endurskipuleggja kerfið í heild sinni, létta dagskrá á stærri við- burðum í því augnamiði að hesta- mennskan verði meira aðlaðandi fyrir utanaðkomandi einstaklinga. Raunin hefur löngum orðið sú að litlum áhug- aneista hafi verið drekkt í flóknu og ill- skiljanlegu keppnisfyrirkomulagi þar sem tröllaukin maraþondagskrá rekur svo endahnútinn á að lítill áhuganeisti verði ekki að góðu báli. Skömmu fyrir skriftir þessar átti blaðamaður tal við slíkan utanaðkomandi aðila sem hefur þurft starfa síns vegna að sitja yfir hestamóti og lét hann þau orð falla að mjög brýnt væri fyrir hestamenn á Ís- landi að fara að huga alvarlega að þessum hlutum. Tvennskonar mót Hin mikla keppnisgróska sem nú ríkir gerir vissulega þær kröfur að allir þeir sem vilji keppa fái til þess tæki- færi. Slíkt er afar mikilvægt fyrir framþróun reiðmennskunnar. Spyrja má hvort ekki sé tímabært að gera enn frekari skil á mótahaldinu þannig að um tvennskonar mót gæti verið að ræða. Í fyrsta lagi mót þar sem mikill fjöldi keppenda kemur til leiksins og fær mat á getu sína og hestsins og að ekki sé verið að reyna að höfða til ut- anaðkomandi aðila og draga þá að slík- um mótum. Dæmigert mót í þessum flokki gæti verið Suðurlandsmót í hestaíþróttum. Í öðru lagi að vera með mót þar sem gætt er hófs í tímalengd keppninnar og aðeins sé um að ræða lítinn hóp sterkra keppenda. Þarna gæti verið um að ræða landsmót eða aðra stóra viðburði þar sem lögð væri áhersla á gæðin langt umfram magnið. Gott dæmi um viðburð í þessum flokki gæti svo verið ístölt í skautahöllum. Ofangreindur aðili kvartaði einnig yf- ir því hversu keppendur væru illa kynntir meðan þeir væru í braut og lík- ast því sem gert sé ráð fyrir að allir mótsgestir þekki alla knapa og hesta þeirra. Að síðustu nefndi hann þá skoð- un sína að röðun í úrslitum gæðinga- keppninnar væri stærðfræðileg rang- indi og vísaði hann þar til misjafns vægis einstakra dómsatriða í keppninni. Tölvukerfið í fullt gagn á næsta ári Á vordögum var það útgefið að margumrætt tölvukerfi Hestamið- stöðvar Íslands fyrir bæði gæðinga- og íþróttakeppni yrði tekið í notkun þá þegar. Því miður tókst ekki að gera það nothæft fyrr en langt var liðið á sumarið og nýttist það því aðeins á tveimur mótum og að hluta til á því þriðja. Var kerfið notað á tveimur mót- um í Skagafirði. Almennt voru þeir sem komu að notkun á kerfinu ánægð- ir með fyrstu kynnin og sammála um að með tilkomu þess mundi sparast dýrmætur tími, sérstaklega við skrán- ingu og svo frágang að móti loknu. Reikna megi með nokkurri aukavinnu til að byrja með við frumskráningu knapa sem ekki hafa verið skráðir áð- ur. Við skráningu þurfa knapar í fram- tíðinni aðeins að gefa upp kennitölu sína og fæðingarnúmer hrossins auk þeirra greina sem þeir hyggjast keppa í. Þá sagði Anna Sif Ingimarsdóttir sem vann við kerfið á Fákaflugi á Vindheimamelum að það hefði verið nokkuð til trafala hversu fáir kunnu á kerfið en væntanlega verði úr því bætt. Hafi ýmislegt komið upp sem ekki fengust svör um á staðnum. En henni fannst margt afar gott í því og fyrsta reynslan nokkuð góð. Það ætti því að vera mikið tilhlökk- unarefni fyrir þá sem standa að móts- haldi á næsta ári að fá afnot af þessu langþráða kerfi og væntanlega verður það notað á landsmótinu á Gaddstaða- flötum. Hver keppir í hverju? Spurning um einföldun tvöfalds keppnisfyrirkomulags verður alltaf áleitnari og var það eitt af því sem ofangreindur viðmælandi taldi liggja beint við að gera. Víst er að hugmyndir um slíkt eru nokkuð skiptar meðal hestamanna og vísast að ef það nær fram að ganga muni það taka einhvern tíma. Talandi um sameingu gæðinga- keppni og íþróttakeppni má leiða hug- ann að einum þætti sem er mjög flökt- andi og ruglingslegur bæði í rituðu og töluðu máli en það er skilgreining á því hver er keppandinn og þá í framhald- inu hvernig til dæmis mótshaldarar haga uppsetningu þegar úrslit eru send til fjölmiðla. Í gæðingakeppninni er það hesturinn sem á að vera kepp- andinn, þ.e. keppni milli hestanna, og eigendur hestanna eiga verðlaungrip- ina sem unnið er til. Hið sama gilti lengi vel í kappreiðum. Í íþróttakeppn- inni er það hinsvegar knapinn sem telst vera keppandinn og fær hann verðlaunin en ekki eigandi hestsins. Í þessum efnum er oft mikill ruglingur bæði í mótsskrám og eins í uppsetn- ingu úrslita sem send eru til fjölmiðla. Í gæðingakeppni hefur til dæmis tíðk- ast að skrá nafn hestsins fyrst, fæðing- arstað, aldur og lit en síðan eiganda og knapa. Í íþróttakeppni er það nafn knapans, nafn hestsins, fæðingarstað- ur hans og aldur og litur. Í dag er þessu ruglað á báða bóga og má því spyrja hvort ekki sé orðið tímabært að skilgreina upp á nýtt en í reynd er það nú svo að það er fyrst og fremst frammistaða parsins sem ræður mestu ef ekki öllu um árangur. Góðum knöpum verður lítið ágengt án góðs hests og að sama skapi gildir hið forn- kveðna að veldur hver á heldur, þ.e. að ekki er nóg að hafa góðan hest ef reið- kunnáttan er takmörkuð og góður ár- angur á að nást. Skilgreining á þessum þætti er mjög á reiki og virðist nánast um tilviljun að ræða hvernig hlutir eru skráðir. Með tilkomu tölvukerfis Hestamiðstöðvarinnar má ætla auð- velt verði að koma skikk á þessa hluti en eigi að síður er þörf á umræðu um hvort ástæða sé til að hafa sama form- ið í öllum keppnisgreinum. Fram og niður Þróun þjálfunar og reiðmennsku virðist mjög ör um þessar mundir. Mjög glögg merki má greina um þau grettistök sem lyft hefur verið í allri fræðslu varðandi reiðmennsku. Sú stefna að þjálfa eigi hesta fram og niður áður en langt er haldið í frek- ari þjálfun og uppbyggingu reiðhesta virðist eiga mjög sterkan hljómgrunn meðal hestamanna, sérstaklega þeirra yngri. En hinu er ekki að neita að ekki eru allir sammála um hversu grimmt skuli halla sér að hinni klassísku reið- list og er skemmst að minnast skoðana Sigurbjörns Bárðarsonar hér í hesta- þættinum þar sem hann varar við að beita þessari aðferð í of ríkum mæli. Telur Sigurbjörn íslenska hestinn hafa nokkra sérstöðu samanborið við stóra erlenda hesta og fara beri með fullri gát. Í þessum efnum er vert að minnast á afar velheppnaða sýningu nemenda og kennara við Hólaskóla í reiðhöllinni í Víðidal þar sem felldur háls var eitt aðal sýningarinnar ásamt því að nem- endur sýndu tölt með felldum háls og höfuðburði í lóð á tölti. Fyrir einum tíu árum var almennt talið að það væri ekki hægt nema í einstaka undantekn- ingatilfellum þegar um væri að ræða einhverja snillingshesta hvað varðaði mýkt og sveigju í háls. Í dag þykir það afar styrkjandi fyrir bak og afturpart hestsins að ríða honum með felldan hálsinn og höfuð í lóð. Það er ekki fjarri lagi að segja að ís- lenskir reiðmenn séu lagðir upp í langa vegferð þeirra erinda að kanna vegi hinnar klassísku reiðlistar og finna út hversu vel hún fellur að sérstökum eðl- iskostum íslenska hestsins. Hvað megi nota og hversu langt sé hægt að ná í hinum flóknu og erfiðu æfingum eins og piaf, passage, fljúgandi stökkskipt- ingum svo ekki sé minnst á capriol sem er endastöðin í þessari miklu list. Á heimsmeistaramótinu í Dan- mörku mátti glöggt greina vaxandi áhrif hinna klassísku aðferða í Íslands- hestamennsku og voru menn á einu máli um að þar hafi getið að líta jafn- bestu reiðmennsku og sést hefur á þessum mótum. Kappreiðarnar enn í kútnum Kappreiðarnar eiga frekar erfitt uppdráttar þrátt fyrir góðar og djarf- legar tilraunir á síðustu árum til að efla veg þeirra. Eitt er víst að ekki vantar áhugann en af einhverjum ástæðum hefur dæmið ekki gengið upp eins og til var sáð. Illa hefur gengið að tryggja fjárhagsgrundvöll kappreiðanna þrátt fyrir að sjónvarpsstöðvarnar hefðu komið inn í spilið fyrir nokkrum árum. Þótt háleitar hugmyndir hafi ekki enn sem komið er gengið eftir á vett- vangi kappreiðanna er eigi að síður nokkur gróska í keppninni. Tímarnir fara stöðugt batnandi og nú þykir ekki neitt fréttnæmt þótt hestur skeiði und- ir 23 sekúndum, það er fyrst þegar far- ið er að nálgast 22 sekúndna markið sem menn fara orðið að sperra upp augun. Flugskeiðið hefur fest sig tryggilega í sessi en það ásamt gæð- ingaskeiðinu eru þær greinar sem best eru fallnar til að skapa ungum og efni- legum knöpum kunnáttu og færni í meðhöndlun á þessari dýru gangteg- und. Stiklað á stóru yfir nýliðið keppnistímabil Vel settur og góður höfuðburður á tölti, eitt af ánægjuefnum sem getið hef- ur að líta á mótum ársins en hér er það Alexander Hrafnkelsson sem ríður hátt dæmdri fyrstuverðlauna hryssu sinni, Ör frá Miðhjáleigu. Morgunblaðið/Vakri Sýning Hólanema og kennara í Reiðhöllinni í Víðidal er án efa einn af eft- irminnilegri viðburðum ársins á sviði hestamennsku og verður sýningar þeirra næsta vor sjálfsagt beðið með mikilli eftirvæntingu. Flugskeið hefur tryggt sig í sessi enda afar áhorfendavæn keppnisgrein og góð fyrir unga knapa til að æfa sig í. Hér fara þeir mikinn Magnús Skúla- son og Magnús Lindquist á Mjölni frá Dalbæ og Þór frá Kalvsvik á heims- meistaramótinu í sumar. Íslenskir reiðmenn lagðir í langa vegferð Enn eitt viðburðaríkt keppnistímabil hestamanna er nú að baki þar sem hæst bar heimsmeistaramót í Danmörku og fjórðungsmót á Hornafirði. Valdimar Kristinsson lítur hér yfir farinn veg og dregur fram ýmis atriði sem vakið hafa athygli hans í mótahaldinu og keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.