Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 27 Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Brottför 20. febrúar: Verð kr. 135.500 á mann í tvíbýli. Brottför 23. apríl: Verð kr. 144.500 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is GUÐRÚN Halldórsdóttir, for- stöðumaður Námsflokka Reykja- víkur, hlaut árlega viðurkenningu (Nordisk Folkeoplysningspris 2003) Sambandsins norræn al- menningsfræðsla (Forbundet Nordisk Vuxenupplysning). Viðurkenning þessi var veitt á ársfundi samtakanna sem haldinn var nýlega í Hótel Dyrhólaey. Guðrúnu er veitt þessi viðurkenn- ing fyrir það hversu störf hennar í þágu Námsflokka Reykjavíkur hafa borið mikinn árangur. Undir hennar stjórn hafa Námsflokk- arnir vaxið og þróast upp í stofn- un sem veitir fjölþætta og alhliða fræðslu og nemendum fjölgað úr um 900 árið 1972 í tæplega 4000 í dag. Undir leiðsögn Guðrúnar voru sett á fót námskeið sem opn- uðu fólki leið til framhaldsnáms, fjarnám var innleitt og samstarf tekið upp við verkalýðshreyf- inguna um námskeið fyrir ófag- lært verkafólk. Þegar bátaflótta- menn frá Víetnam komu til Íslands árið 1979 skipulagði Guð- rún fræðslu fyrir innflytjendur og þessi starfsemi hefur vaxið og á þessari önn eru nemendur á þessu sviði um 1350. Forbundet Nordisk Vuxenupp- lysning (FNV) hefur starfað að samstarfi um símenntun í rúm 33 ár, en samtökin voru stofnuð árið 1970 af Norðurlandaþjóðunum, án þátttöku Íslands. Bænda- samtök Íslands gerðust aðilar upp úr 1990, og stofnuðu ásamt Kvenfélagasambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands Fræðslu- sambandið Símennt árið 1995. Á Íslandi er Fræðslusambandið Sí- mennt aðili að þessu samstarfi. Að Símennt standa nú Bænda- samtök Íslands, Kvenfélags- samband Íslands og Landvernd. Heiðrún Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, er varaformaður FNV. Guðrún Halldórsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur Fær viðurkenningu fyrir árangur í starfi Guðrún Halldórsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur og verð- launahafi, ásamt Dananum Leif Haarbo Nielsen, formanni FNV. Málþing um lífsgleði Fræðslu- nefnd Náttúrulækningafélags Ís- lands heldur málþing að Hótel Sel- fossi á morgun, þriðjudaginn 23. september kl. 20. Málþingið ber yf- irskriftina „Lífsgleði“. Erindi halda: Sigurbjörg Ármannsdóttir MS sjúklingur, Kristinn Á. Frið- finnsson prestur, Anna Valdimars- dóttir sálfræðingur og Bridget Ýr McEvoy verkefnisstjóri í hjúkrun HNLFÍ. Fundarstjóri: Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ. Frummælendur fjalla um það sem felst í lífsgleði, hvernig má finna hana og halda henni. Í fundarhléi kynnir Félag Parkinssonssjúklinga bókina „Heilbrigði býr í huganum.“ Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 600 kr., frítt fyrir félagsmenn. Fyrirlestur um efnahagslegar umbætur í Rússlandi Gur Ofer, prófessor við Hebreska háskólann í Jerúsalem mun halda fyrirlestur á morgun, þriðjudag, 23. september kl. 16.15, á kaffistofunni í Odda á 3 hæð. Í fyrirlestrinum mun Ofer fjalla um mikilvægustu þætti hinna efnahagslegu umskipta sem hafa átt sér stað í Rússlandi og leggja mat á árangurinn hingað til. Allir velkomnir. Gur Ofer er einn af stofnendum Nýja Hagfræðiskólans (New Economic School) í Moskvu og gegnir þar stjórnarformanns- störfum um þessar mundir. Félagsfundur VG í Kópavogi Al- mennur félagsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs í Kópavogi verður haldinn á morg- un, þriðjudaginn 23. september kl. 20 að Hamraborg 10 (húsnæði Kvenfélags Kópavogs). Fram- sögumaður og umræðustjóri er Sigmar Þormar. Á fundinum verð- ur kjörið í kjördæmisráð Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Allir vel- komnir. Á MORGUN Í ÁLYKTUN frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja er áformum stjórn- valda um línuívilnum harðlega mót- mælt og engin ástæða talin til þess að umbuna einum flokki útgerðar á kostnað annarra. „Eðlilegt hlýtur að teljast að allir, sem fengið hafa úthlut- að aflaheimildum, sitji við sama borð og jafnræði ríki í atvinnugreininni. Línuívilnun, eins og hún er kynnt á opinberum vettvangi, mun skerða verulega aflaheimildir Eyjamanna og er þar síst á bætandi. Þannig hafa á undanförnum árum verið færðar frá Eyjum aflaheimildir upp á nær 4.000 þorskígildistonn í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Línuívilnunin myndi skerða aflaheimildir Eyjamanna um allt að 2.250 þorskígildistonn til viðbótar. Sú skerðing jafngildir því að taka úr um- ferð tvo af alls 28 vertíðarbátum Eyjamanna! Útvegsbændur í Eyjum telja frá- leitt að stjórnvöld stuðli að því að veikja þannig efnahags- og félagsleg- ar undirstöður byggðarlagsins og krefjast þess að frá þessum áformum verði fallið þegar í stað.“ Línuívilnun harðlega mótmælt Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.