Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FRAMKVÆMDIR við byggingu um 24 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis við Borgartún á milli Höfðatúns og Skúlatúns munu hefjast í febrúar á næsta ári, en á milli bygginganna verður lagt torgið Höfðatorg. Höfðatorg verður nokkru stærra en Ingólfstorg, en ekki jafnstórt og Austurvöllur. Byggt verður í kringum torgið á þrjá vegu, og verða 4 hæða skrifstofubyggingar víðast hvar, en 16 hæða turn í einu horninu, auk bílakjallara sem rúma á 700 til 800 bíla. Um 2.000 starfsmenn munu vinna í húsunum „Fólk vill geta teygt úr sér og labb- að eitthvað út þegar það er ekki að vinna,“ segir Páll Daníel Sigurðsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá byggingarverktökunum Eykt. Torgið er hugsað sem staður þar sem þeir 1.500 til 2.000 starfsmenn sem í hús- unum munu vinna, auk þeirra sem vinna í nágrenninu, geti komist út í mannvænt umhverfi í pásum og mat- arhléum, segir Páll. „Hérna ætti að geta skapast mjög gott mannlíf fyrir fólkið sem vinnur hérna, sem og aðra. Það verður að vera eitthvað sem gerir það aðlaðandi fyrir fyrirtæki að koma hingað,“ segir Páll. Til greina kemur að setja upp svið og nota torgið fyrir ýmiskonar uppá- komur, að sögn Páls. Reiknað er með að framkvæmdum á reitnum verði lokið eftir 3½ ár. Tölvuteiknuð mynd Pálmars Krist- mundssonar arkitekts sem sýnir at- vinnuhúsnæðið umhverfis torgið, séð frá Höfða við Borgartún. Nýtt torg fyrirhugað við Borgartúnið Höfðatorg verður stærra en Ingólfstorg UNGUR maður var barinn með hafnabolta- kylfu og fluttur á slysadeild með skurðsár eftir átök milli tveggja hópa ungmenna við Select í Breiðholti skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Svo virðist sem átökin hafi verið framhald ryskinga sem urðu við söluturninn King Kong í Eddufelli á föstudagskvöld, þar sem ungling- ur hlaut smávægilegt skurðsár. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ráðist á manninn um eittleytið aðfaranótt sunnudags við Select í Breiðholti. Hann fékk fyrst skurð og datt í götuna og var þá barinn með hafna- boltakylfu. Maðurinn, sem er 24 ára, var flutt- ur á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Talið er að um einhvers konar hefndarað- gerð hafi verið að ræða eftir atburðinn við drengur fékk skurð þar í átökum leystist hóp- urinn upp. Hugsanlega angi af nýjum átökum Líklegt má telja að barátta hópanna tveggja tengist kynþáttafordómum, en að sögn lög- reglunnar í Reykjavík er þó ekki talið að um áberandi eða alvarlegt vandamál sé að ræða. Á sínum tíma hafi komið upp ákveðið vandamál í Breiðholti varðandi slíka hópa, en lögreglan hafi tekið á þeim málum og leyst hópana upp. Átökin um helgina geti þó hugsanlega verið angi af því eða byrjunin á einhverju nýju. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hefur þetta ekki verið vandamál undanfarnar vikur og ekki í líkingu við það sem var á tímabili. Verði þróunin sú muni lögreglan grípa til við- eigandi ráðstafana og kveða það niður. King Kong á föstudagskvöld. Að sögn lögregl- unnar safnaðist fólk þar saman en eftir að Ungur maður barinn með kylfu í átökum milli hópa í Breiðholti Árásin talin hluti hefndaraðgerðar Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan var kölluð út vegna átaka við Select í Breiðholti á laugardagskvöld. NÆRRI þrjú hundruð börn settust við tafl- borðin þegar barnaskákmót var haldið á Broadway í gær, en það var skákfélagið Hrókurinn sem stóð að mótinu. Alls kepptu 298 börn en auk þeirra voru foreldrar og ætt- ingjar staddir á Broadway og voru því um 500–600 manns í húsinu. Á myndinni má sjá þær Söru Margréti og Petru Írisi einbeita sér að skákinni. Morgunblaðið/Ómar Einbeitt börn við taflborðin GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sat í gær haustfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC) í Dubai. Í nefndinni sitja 24 fulltrúar sem eru ráðherrar eða seðlabanka- stjórar þeirra ríkja sem gegna for- mennsku í einstökum kjördæmum sjóðsins. Geir H. Haarde er fulltrúi kjördæmisins í nefndinni og gerði hann grein fyrir sameiginlegri af- stöðu ríkjanna til viðfangsefna fund- arins. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess að þróunarríkjum yrði tryggður greiðari aðgangur að alþjóðamörkuðum. Í umfjöllun um stefnumál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagði fjármálaráðherra áherslu á leið- ir til þess að styrkja eftirlitshlutverk sjóðsins og þróa áfram fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir fjár- málakreppur. Þróunarríkjum verði tryggður greiðari aðgangur að mörkuðum Ljósmynd/Padraic Hughes Geir H. Haarde fjármálaráðherra með Alan Greenspan, bankastjóra Seðla- banka Bandaríkjanna, og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands og formanni fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC), á fundinum. RONALD Reag- an þvertekur fyr- ir það í bréfi, sem hann skrif- aði skömmu eftir leiðtogafundinn í Reykjavík árið 1986, að geim- varnaáætlunin, sem oft hefur verið kennd við stjörnustríð, hafi verið hugsuð sem skiptimynt til að nota í samningum við Sovétmenn um afvopnun. Þetta kemur fram í bók, sem nefnist Bréf Reagans og kemur út nú eftir helgina. Í bréfinu svarar forsetinn fyrirspurn Laurence Beil- insons, fyrrverandi lögmanns bandaríska leikarafélagsins, og lýs- ir samræðum sínum við Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna: „Það hefur aldrei hvarflað að mér að geimvarnir gætu orðið skipti- mynt í samningum. Ég sagði Gorb- atsjov að ef og þegar við hefðum komið upp slíku kerfi myndu þeir taka saman höndum við okkur um að útrýma kjarnorkuvopnum; við myndum deila slíkum vörnum með þeim. Ég held að hann trúi mér ekki …“ Í bókinni eru birt um eitt þúsund bréf sem valin voru úr um fimm þúsund bréfum, sem Reagan skrif- aði. Stjörnustríðsáætlun- in ekki skiptimynt Ronald Reagan Reagan um leiðtogafundinn í nýrri bók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.