Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÆSISPENNANDI FALLBARÁTTA / B2,B3, B4,B5,B6,B7,B8,B10 BJÖRGÓLFUR Takefusa, sóknarmaður úr Þrótti, fær gullskó Adidas í ár sem markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla. Björgvin skor- aði 10 mörk fyrir Þróttara í deildinni í sumar, eins og reyndar tveir aðrir leikmenn. Það voru Sören Hermansen, félagi hans úr Þrótti, og Gunnar Heiðar Þorvaldsson úr ÍBV, sem einn þeirra þriggja náði að skora í síðustu umferð- inni á laugardaginn. Björgólfur lék 17 af 18 leikjum Þróttar en þeir Sören og Gunnar Heið- ar léku báðir alla 18 leikina fyrir sín lið. Það ræður úrslitum, Björgólfur þurfti færri mín- útur til að skora sín 10 mörk en hinir tveir. Sören fær silfurskóinn þar sem hann lék færri mínútur en Gunnar Heiðar. Sören lék í 1.564 mínútur í leikjunum 18 með Þrótturum en Gunnar Heiðar var með í 1.609 mínútur af 1.620. Björgólfur fær gullskóinn „ÉG man ekkert eftir markinu sem Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði á 36. mínútu og ég man varla eftir síðustu 15 mínútum fyrri hálf- leiks,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson leik- maður Wolverhamton í gær við Morg- unblaðið en hann fékk högg á kinnbeinið er hællinn á skó Claude Makalele fór í andlit ís- lenska landsliðsmannsins þegar hálftími var liðinn af leik Wolves gegn Chelsea í ensku úr- valsdeildinni á laugardag. „Sjúkraþjálfari liðsins kom inná og spurði mig hvernig staðan væri, ég mundi það og fékk því að halda áfram. Hinsvegar man ég lítið hvað gerðist það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks,“ sagði Jóhannes sem var ekki ánægður með leik liðsins en taldi leikmenn Chelsea hafa fengið of mikið svigrúm til þess að at- hafna sig. „Það er ljóst að við verðum að stoppa í götin í vörninni og þá er liðsvörnin ekki undanskilin. Ég verð að líta í eigin barm og reyna að gera betur en Dave Jones tjáði mér eftir leikinn að hann hefði verið ánægð- ur með mitt framlag að þessu sinni,“ sagði Jó- hannes og taldi Úlfana vera í stakk búna til þess að halda sér uppi þrátt fyrir afleita byrj- un. „Það eru reyndir leikmenn í þessu liði og margir mjög góðir leikmenn og ég tel að við getum gert miklu betur í næstu leikjum.“ Spurður um félaga sinn á miðjunni, Paul Ince, sagði Jóhannes að það væri viss lífs- reynsla að leika með þeim kappa. „Hann er með munninn fyrir neðan nefið og lét mig hafa það óþvegið þegar Frank Lampard skoraði fyrsta markið í leiknum. Ince hefur yfir miklum hæfileikum að ráða og ég ber mikla virðingu fyrir honum þrátt fyrir að hann sé að skamma mig af og til,“ sagði Jó- hannes. Jóhannes missti minnið gegn Chelsea Gunnar Berg Viktorsson skoraði3 mörk fyrir Wetzlar og Ró- bert Sighvatsson 2 í sigri liðsins á Göppingen. Jaliesky Garcia skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem tapað hefur öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg gerðu góða ferð til Flensburgar þar sem þeir unnu stór- sigur á heimamönnum, 31:19. Sigfús Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Guðmundur Hrafnkelsson í Kron- au/Östringen tapaði enn einum leik, nú fyrir Hamburg, 29:23. Rúnar Sigtryggsson skoraði 2 mörk fyrir Wallau Massenheim sem tapaði illa fyrir Nordhorn, 38:29. Morgunblaðið/Günter Schröder Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt af sjö mörkum sínum gegn Lemgo. Guðjón Valur fór á kostum GUÐJÓN Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór á kostum þegar Essen gerði sér lítið fyrir og lagði meistara Lemgo á heimavelli þeirra í þýsku 1. deildarkeppninni í handknattleik, 31:28. Guðjón Valur skoraði sjö mörk – öll utan af velli, Úkraínumaðurinn Oleg Veleky var markahæstur í liði Essen með 8 mörk en svissneski landsliðsmaðurinn og stórskyttan Marc Baumgartner skoraði 10 mörk fyrir Lemgo. Þetta var annað tap meistaranna í í sex leikjum. TEITUR Þórðarson fyrrum þjálfari norska liðsins Lyn sækir nú rétt sinn gagnvart félaginu með aðstoð sam- taka knattspyrnuþjálfara þar í landi en Teitur telur að forsvarsmenn Lyn eigi að greiða honum rúmar 11 millj. kr. í laun á næsta ári. Aasmund Sandland talsmaður og lögfræðingur samtaka knatt- spyrnuþjálfara segir í við Verdens Gang að Teitur hafi samið við Lyn með þeim hætti að ekki væri hægt að segja upp samningi hans við fé- lagið án þess að hann fengi laun út samingstímann, eða út árið 2004. Forsvarsmenn Lyn hafa boðið Teiti um 3,8 millj. kr. en því tilboði hefur Íslendingurinn hafnað. Jann Simonsen stjórnarformaður Lyn segir að félagið sé í fullum rétti þar sem Teitur hefði valið það sjálf- ur að segja upp störfum og að félag- ið hafi ekki boðið starfslokasamn- ing. Atle Brynestad eigandi Lyn er einnig á sömu skoðun og segir að Teitur geti ekki krafið félagið um laun á næsta ári þar sem hann hefði valið það sjálfur að hætta störfum. Teitur hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur og vísar á lögfræðing samtaka knattspyrnuþjálfara. Teitur krefur Lyn um 11 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.