Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OLIVER Kahn, landsliðs- markvörður Þjóðverja í knatt- spyrnu og leikmaður þýsku meistaranna í Bayern Münc- hen, á við dularfullan augn- sjúkdóm að stríða. Ottmar Hitzfeld þjálfari Bayern segir að Kahn sé undir handleiðslu augnsérfræðinga en þeir viti ekki ennþá hvað sé að hrjá markvörðinn. Sjúkdómurinn lýsir sér með því að vinstra augað er mjög þrútið, sem skerðir sjónina, og þá hefur Kahn ekki haft fulla heyrn. Fyrst fór að bera á þessu í sumar og í leiknum við Færeyinga í undankeppni EM í Þórshöfn í júnímánuði þurfti Kahn að fara af leikvelli í hálfleik. Kahn stóð í marki Bæjara og þurfti að hirða knöttinn fjórum sinnum úr neti sínum en litlu mátti muni að hann gæti ekki leikið gegn Celtic í Meistaradeildinni í síðustu viku vegna bólgu í auganu. Sviti sem lekur í augað gerir það að verkum að bólgan verður meiri og því hitaði Kahn upp fyrir leikinn á móti Celtic með höfuðband. Hitzfeld er að vonum áhyggjufullur vegna þessa og ekki síður landsliðsþjálfarinn Rudi Völler en Þjóðverjar taka á móti Íslendingum í úrslitaleik í 5. riðli und- ankeppni EM þann 11. október. Kahn með dularfullan augnsjúkdóm Heiðar Helguson og Oliver Kahn í landsleik Íslands og Þýskalands á dögunum. FORRÁÐAMENN enska knattspyrnuliðsins Tott- enham sendu frá sér tilkynningu í gær þess efnis að Glenn Hoddle hefði verið sagt upp störfum og David Pleat myndi taka að sér þjálfun liðsins þar til eftirmaður Hoddle væri fundinn. Tottenham hefur ekki gengið vel það sem af er keppnistímabilinu og liðið hefur aðeins náð fjór- um stigum í fyrstu sex umferðunum, en það tap- aði 1:3 á heimavelli á laugardag gegn South- ampton. Hoddle tók við sem knattspyrnustjóri Totten- ham í apríl árið 2001. Daniel Levy, stjórn- arformaður liðsins, sagði í gær að stjórn liðsins hefði ekki trú á að Hoddle gæti gert meira með þetta lið, en hann var á sínum tíma þjálfari enska landsliðsins og stjórnaði liði Southampton áður en hann fór á White Hart Lane. „Það er mikilvægt að ég sem stjórnarformaður og stjórn liðsins beri fullt traust til knattspyrnustjórans. Því miður er það ekki raunin með Hoddle,“ sagði Levy í gær. Glenn Hoddle sagt upp störfum KR-INGAR biðu á laugardaginn sinn versta ósigur á Íslands- mótinu í knattspyrnu í 81 ár þeg- ar þeir steinlágu fyrir FH, 7-0, í Kaplakrika. Þeir hafa aðeins einu sinni áður tapað með þessum mun, 7:0, gegn Fram á Íslands- mótinu árið 1922. Tveir stærstu ósigrar KR fyrir utan þetta voru einnig gegn Fram, í bæði skiptin 6:1, árin 1918 og 1921. Stærsti sigur FH FH-ingar unnu aftur á móti sinn langstærsta sigur í efstu deild en þeir hafa aldrei áður unnið leik í deildinni með meira en fjögurra marka mun. Þeir hafa hinsvegar fjórum sinnum unnið leiki með átta marka mun á Íslandsmóti, alla í næstefstu deild. Versta tap KR í 81 ár KRISTJÁN Finnbogason, mark- vörður KR, lék sinn 200. leik í efstu deild í knattspyrnu á laug- ardaginn þegar Ís- landsmeist- ararnir sóttu FH heim. Hann vill þó eflaust gleyma þessum áfangaleik sem fyrst því Krist- ján mátti sækja bolt- ann sjö sinnum í markið. Af þessum 200 leikjum eru 164 fyrir KR og hann er orðinn fjórði leikjahæsti leikmaður félagsins í deildinni frá upphafi. Hina 36 leik- ina lék Kristján með Skagamönn- um. Nafni hans, Kristján Brooks, spilaði á laugardaginn sinn 200. deildaleik, í öllum fjórum deildum Íslandsmótsins. Kristján hélt upp á það með því að skora sigurmarkið gegn Þrótti og halda Fram í efstu deild. Það var 105. mark Kristjáns í deildakeppninni en hann hefur skorað 29 mörk í efstu deild, 23 í 1. deild, 26 í 2. deild og 27 í 3. deild. Kristján Finnbogason Kristján með 200. leikinn Eins og tölurnar gefa til kynnavoru yfirburðir FH-inga mjög miklir og það varð ekki til að bæta úr skák fyrir meistar- ana að tveimur leik- mönnum þeirra var vikið af velli í síðari hálfleik. Kristján Finnbogason, markvörður KR-inga, kom líklega í veg fyrir að tveggja stafa tala sæist á markatöflu þeirra FH-inga en hann var besti maður KR-inga og það þrátt fyrir að þurfa að hirða knöttinn úr neti sínu sjö sinn- um. Kristján varði nokkrum sinnum frá FH-ingum í dauðafærum og sú staðreynd að hann bar höfuð og herðar yfir leikmenn KR segir allt sem segja þarf. FH-ingar voru betri á öllum sviðum íþróttarinnar og vega- nestið sem þeir fara með í bikarúr- slitaleikinn er ansi gott. KR-ingar mættu til leiks með nokkuð breytt lið en Willum Þór Þórsson þjálfari þeirra ákvað að gefa yngri og óreyndari leikmönnum tæki- færi í þessum síðasta leik. Veigar Páll Gunnarsson og Kristján Örn Sigurðs- son voru í banni en Gunnar Einars- son, Sigursteinn Gíslason og Sigurvin Ólafsson sem öllu að jöfnu hafa verið í byrjunarliðinu fengu frí auk þess sem Einar Þór Daníelsson gat ekki leikið vegna meiðsla. Heimir Guðjónsson, fyrirliði, var í banni hjá FH-ingum og Sverrir Garðarsson var hvíldur en að öðru leyti tefldu FH-ingar fram sínu sterkasta liði. FH-ingar hófu leikinn með stór- sókn og eftir 5 mínútna leik hefði staðan alveg getað verið orðin, 3:0. Kristján Finnbogason hafði í nógu að snúast og í fjórgang þurfti hann að taka á honum stóra sínum. FH-ingar réðu lögum og lofum og hvað eftir annað opnaðist flöt vörn KR-inga upp á gátt. Mark Hafnfirðinga lá í loftinu og það kom engum á óvart, ekki einu sinni KR-ingum, þegar Allan Borgv- ardt stakk varnarmenn KR af og skoraði fyrsta markið af mörgum í leiknum. KR-ingar voru rétt búnir að jafna sig þegar Guðmundur Sævars- son bætti við öðru marki þremur mín- útum og aftur eftir að vörn KR-inga opnaðist upp á gátt. KR-ingar náðu aðeins áttum um miðbik hálfleiksins. Arnar Gunnlaugsson átti góðan skalla eftir fínan undirbúning Sölva en Daði Lárusson sýndi snilldarmarkvörslu og bjargaði í horn. FH-ingar veittu svo meisturunum náðarhöggið tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þeg- ar Jónas Grani var réttur maður á réttum stað, ekki í fyrsta sinn. KR-ingar voru ekki öfundsverðir að ganga inn á leikvöllinn í síðari hálf- leik. Staða þeirra enda orðin hálfvon- laus og til að bæta gráu ofan á svart fékk Garðar Jóhannsson að líta sitt annað gula spjald eftir sjö mínútna leik. FH-ingar voru ekki lengi að færa sér liðsmuninn á ný og áður en Guð- mundur Sævarsson skoraði fjórða markið bjargaði Kristján í tvígang úr dauðafærum FH-inga, fyrst frá Borgvardt og síðan frá Jónasi Grana. FH-ingarnir voru langt frá því að vera mettir og þeir héldu áfram að þjarma að máttlausum og vonleysis- legum leikmönnum KR. Hvað eftir annað skall hurð nærri hælum við KR-markið og það var aðeins tíma- spursmál hvenær fimmta markið kæmi. Stundarfjórðungi fyrir leikslok var fimmta markið staðreynd. Tommy Nielsen skoraði það úr víta- spyrnu eftir að Sverrir Bergteinsson felldi Jónas Grana og Sverri var í kjöl- farið vikið af leikvelli. Níu KR-ingar voru lítil mótstaða og áður en yfir lauk bættu heimamenn við tveimur mörkum. Jónas Grani skoraði sjötta, sitt annað mark líkt og hann skoraði á móti KR í undanúrstalitaleik bikar- keppninnar á dögunum, og á lokamín- útunni innsiglaði Guðmundur Sæv- arsson stóran og glæsilegan sigur FH-inga og fullkomnaði um leið þrennu sína. FH-ingar sýndu og sönnuðu að ár- angur þeirra í sumar er engin tilvilj- un. Þeir léku meistaraliðið sundur og saman og þó svo að KR-liðið hafi verið með marga unga og óreynda leik- menn innanborðs verður ekki tekið af FH-ingum að þeir léku sem ein frá- bær liðsheild. Leikmenn FH höfðu metnað og viljann fram yfir KR-inga og þeir sýndu vesturbæjarliðinu enga miskunn. Fyrir mót kepptust margir við að spá FH-liðinu slöku gengi en þeir hristu þær hrakspár af sér og léku bæði skemmtilega og léttleikandi knattspyrnu. Það er erfitt að draga fram einhverja leikmenn sem léku betur en aðrir en Guðmundur Sæv- arsson, Ásgeir Ásgeirsson og þeir Jónas Grani og Allan Borgvardt voru fremstir á meðal jafningja. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um leik KR-inga. Hann var af- spyrnuslakur og beint framhald af leiknum á móti ÍBV á dögunum. Ungu strákarnir sem fengu tækifæri stóðust ekki álagið og þeir eldri og reyndari sem áttu að draga vagninn gerðu það ekki. KR-liðið var bæði áhuga- og viljalaust og árangurinn inni á vellinum í samræmi við það. Kristján Finnbogason bjargaði liði sínu frá enn verri útreið og það segir bara hversu miklir yfirburðir FH- inga í leiknum voru. Endirinn á tímabilinu er KR-ingum mikil vonbrigði og þar á bæ þurfa menn örugglega að setjast niður og kryfja til mergjar hvað fór úrskeiðis. KR-ingar unnu meistaratitilinn verð- skuldað. Ég held að flestir geti verið sammála um það. Titilinn unnu þeir í 16. umferðinni en þrír tapleikir í loka- leikjum tímabilsins með markatöl- unni, 12:2, er varla meisturum sæm- andi og hlýtur að kalla viðbrögð hjá þeim sem stjórna málum hjá „vest- urbæjarstórveldinu.“ Íslandsmeistarar KR fengu útreið í lokaleiknum á Íslandsmótinu KR-ingar kjöl- dregnir í Krikanum ÞÓ svo að FH-ingar eigi einn leik eftir af tímabilinu, sjálfan bikarúr- slitaleikinn, kórónuðu þeir frábært tímabil með því að niðurlægja Íslandsmeistara KR á heimavelli sínum í Kaplakrika. 7:0 voru loka- tölur í Firðinum, hreint ótrúlegar tölur og með stórsigrinum komust FH-ingar upp fyrir Skagamenn í annað sætið á betri markatölu. Hafnfirðingar gerðu gott betur því sigurinn er sá stærsti hjá félag- inu í efstu deild frá upphafi en KR-ingar, sem að öllu jöfnu hafa átt í miklum erfiðleikum á móti FH, sérstaklega í Krikanum, máttu þola versta tap sitt í heilt 81 ár. Guðmundur Hilmarsson skrifar FH 7:0 KR Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 18. umferð Kaplakriki Laugardaginn 20. september 2003 Aðstæður: Sterkur vindur, skýjað og 10 stiga hiti. Völlurinn þokka- legur. Áhorfendur: 700 Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 5 Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Guð- mundur H. Jónsson Skot á mark: 24(14) - 6(3) Hornspyrnur: 5 - 4 Rangstöður: 4 - 5 Leikskipulag: 4-5-1 Daði Lárusson M Magnús Ingi Einarsson M Freyr Bjarnason M Tommy Nielsen M Víðir Leifsson M Baldur Bett (Atli Viðar Björnsson 58.) Jónas Grani Garðarsson M Ásgeir Gunnar Ásgeirsson MM Guðmundur Sævarsson MM Allan Borgvardt M Hermann Albertsson (Emil Hallfreðsson 46.) Kristján Finnbogason M Sverrir Bergsteinsson Kristinn Hafliðason Davíð Ingi Daníelsson Jökull I. Elísabetarson Sölvi Davíðsson Kristinn Magnússon Bjarki B. Gunnlaugsson Garðar Jóhannsson Arnar B. Gunnlaugsson (Arnar Jón Sigurgeirsson 72.) Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Vigús Arnar Jósepsson 57.) 1:0 (11.) Ásgeir Ásgeirsson átti stungusendingu innfyrir vörn KR á Allan Borgv- ardt sem skoraði með föstu skoti upp í þaknetið. 2:0 (14.) Varnarmaður KR átti slaka sendingu aftur á Kristján markvörð. Allan Borgvardt komst á milli, Kristján varði skot hans en boltinn barst til Guðmundar Sævarssonar sem skoraði af öryggi. 3:0 (35.) Jónas Grani skorar af stuttu færi eftir að KR-ingar björguðu af markínu skalla Hermanns Albertssonar. 4:0 (68.) Eftir hornspyrnu FH-inga barst boltinn út fyrir vítateig. Þar tók Guð- mundur Sævarsson við boltanum og skoraði með föstu viðstöðulausu skoti sem hafnaði í slá og inn. 5:0 (75.) Tommy Nielsen skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Jónas Grani var felldur. 6:0 (79.) Emil Hallfreðsson stakk boltanum innfyrir vörn KR á Jónas Grana sem skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í hornið. 7:0 (90.) Eftir þrýhyrningsspil Guðmundar Sævarssonar og Ásgerirs Ásgeirsson komst Guðmundur á auðan sjó og skoraði með föstu skoti sem fór neðst í markhornið. Gul spjöld: Arnar B. Gunnlaugsson, KR (26.) fyrir mótmæli  Baldur Bett, FH (29.) fyrir brot  Víðir Leifsson, FH (38.) fyrir brot  Garðar Jóhannsson, KR (40.) fyrir mótmæli  Rauð spjöld: Garðar Jóhannsson, KR (52.) fyrir brot  Sverrir Bergsteinsson, KR (75.) fyrir brot 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.