Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 1
Fasteignablaðið mánudagur 22. september 2003 mbl.is Sparnaður, öryggi, þægindi Sumarhúsalán Búnaðarbankans er nýjung Lánið getur verið til allt að 15 ára Lánið er veitt gegn veði í sumarhúsinu Veðsetning getur verið allt að 50% af markaðsvirði sumarhússins Kynntu þér málið í næsta útibúi Búnaðarbankans, á www.bi.is eða í síma 525 6000F í t o n / S Í A F I 0 0 7 4 4 2 Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu // Loftstreymið Það eru til fleiri leiðir til að fá inn hreint loft en að taka það inn um gluggann og það er hægt að stýra því, hve mikið loft streymir inn eða hvort það er lokað fyrir það. 40 // Sameignin Sú mikilvæga regla kemur fram í lögunum um fjöleignarhús, að allir íbúðareigendur hafa jafn mikinn hagnýtingarrétt á sameigninni, þótt hlutfallstölur séu misháar. 47 // Bræðraborg Húsið stendur við Bræðraborgarstíg 14 og dregur gatan nafn sitt af því, en það er eitt fyrsta steinhúsið á þessum slóðum. Húsið hefur verið gert upp af smekkvísi. 52 // Endurómun Hús rigningarinnar á Spáni dregur nafn sitt af veðurfarslegum aðstæðum. „Upplifun byggingarlistarinnar er eins og að hlusta á tónlist,“ segir hönnuðurinn Baldeweg. 54 FRAMUNDAN er úthlutun á lóðum í fyrsta áfanga svo- nefnds Kórahverfis í Kópavogi, en umsóknarfrestur er til 1. október nk. Úthlutað verður lóðum á um 15 hektara svæði fyrir alls 270 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, einbýlis- húsa og raðhúsa. Kórahverfi verður í framhaldi af Salahverfi. Þarna er mikið útsýni, en landið stendur hátt og því hallar til vesturs og suð- urs. Skilmálar eru frekar opnir, litlar kvaðir en sveigjanleiki lát- inn ráða. Kórahverfi er ætlað mikið hlutverk í framtíðinni, en auk tveggja leikskóla verður þar heildstæður grunnskóli með góðri tengingu við íþróttasvæði og íþróttahús. Einnig verður miðstöð fyrir verzlun og þjón- ustu og aðstaða fyrir aldraða. Gatnagerð fer að hefjast en gert er ráð fyrir, að lóðir í fyrsta áfanga verði byggingarhæfar næsta sumar. 30 Lóðir í Kórahverfi TÖLUVERÐ hreyfing er nú á fast- eignamarkaði á Akranesi. Nýbygg- ingar tóku mikinn kipp í fyrra. Þá voru fullkláraðar þar yfir 50 íbúðir en aðeins fimm árið þar á undan. Ljóst er jafnframt að þessi mikla uppbygging heldur áfram á þessu ári. Það vekur ávallt athygli, þegar þekktar og áberandi húseignir koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú til sölu Hótel Barbró á Akra- nesi. Alls er um 871 ferm. steinsteypt húsnæði á bezta stað í hjarta Akra- nesbæjar að ræða. Innifalið í sölunni er allur rekstur, búnaður og húsnæði ásamt allri við- skiptavild, pizzugerð og tilheyrandi hlutafélagi um eignina og reksturinn. Óskað er eftir tilboðum og ýmiss konar skipti möguleg. „Hótelið og reksturinn undir sama nafni hafa verið í eigu og rekstri sömu fjöl- skyldu frá upphafi eða í alls 20 ár, þar af tíu ár á núverandi stað á Kirkjubraut 11,“ segir Ingólfur Giss- urarson hjá Valhöll. Húsið skiptist m.a. í móttöku, koníaksstofu með fullbúnum bar, samkomusal fyrir um 100 manns í sæti, setustofu, veitingasal fyrir 50 manns í sæti og fullkomið eldhús með kæli og frysti. Gistiaðstaðan er á 2. og 3. hæð og eru þar alls 13 herbergi, öll með bað- herbergi nema eitt. Svefnaðstaða er fyrir 25 manns. Setustofa er á 2. hæð. „Eigninni hefur alla tíð verið mjög vel við haldið, bæði að utan sem inn- an,“ sagði Ingólfur Gissurarson. „Það fylgja tvær byggingalóðir við húsið, sem eru nýttar sem bílastæði, ásamt teikningum af stækkun upp á 44 her- bergi. Þarna er um gott tækifæri að ræða fyrir samhenta einstaklinga eða fjöl- skyldu til þess að skapa sér gott at- vinnutækifæri. Hótel Barbro gæti einnig hentað vel fyrir stærri hótel- keðjur í Reykjavík til þess að taka af álagspunkta, þar sem leiðin milli borgarinnar og Akraness er stutt og falleg. Byggðin er að færast saman. Höf- uðborgarsvæðið teygir sig stöðugt nær Hvalfjarðargöngunum og eins er með byggðina á Akranesi. Í framtíð- inni verður þetta því samfelld byggð frá Akranesi suður fyrir Hafnar- fjörð.“ Hótel Barbro er steinsteypt hús, alls um 871 ferm. Óskað er eftir tilboðum. Innifalið í sölunni er allur rekstur, búnaður og húsnæði, en hótelið er til sölu hjá Valhöll. Hótel Barbró við Kirkjubraut áAkranesi til sölu                 ! " # # $ # % & &                 $ &! # % " & # #           '()* ) *  & + ,-.  / *0 1 + 2 3..  4 )5 & 4 )5 ") ( 4 )5 & 4 )5  6 7 8 6 66 6      !!!"     9 9 9  6 6 6 # $   !%& # # % ## '  (        8 ))  )  & ) ))  )  )  $   766 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.