Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 C 3Fasteignir Elías Haraldsson Sölustjóri Farsími: 898-2007 Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Farsími: 895-8321 Margrét Jónsdóttir Skjalafrágangur 510-3800 Skólavörðustíg 13 101 Reykjavík Sími: 510-3800 Fax: 510-3801 husavik@husavik.net www.husavik.net Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir hdl. Sérbýli Ásgarður. Mjög gott 129,6 fm miðjuraðhús á þremur hæðum í góðu steinhúsi. Neðri hæð: Forstofa, hol, eldhús og stofa. Efri hæð: Þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Kjallari: Herbergi, baðherbergi (vatnsgufa), geymsla og þvottahús. Eignin er töluvert mikið endurnýjuð m.a. allar steyptar lagnir undir plötu og niðurföll, allar stofnlagnir þ.e. hita og vatnsveitu, allt gler, þakjárn og pappa o.fl. Áhv. 7,5 millj. húsb. og lífsj. Verð 14,9 millj. Vogar/sund. Gullfallegt ca 167 fm parhús á tveimur hæðum í góðu steinhúsi. Þrjú svefnherbergi (voru fjögur), góðar stofur með útgangi út á stóra verönd, fallegur garður. Gott ca 15 fm herb. í kjallara með sérinngangi (einnig inngengt frá íbúð). Eignin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum síðan m.a. eldhús, bað og gólfefni. Áhv. 11 millj. hagstæð langtímalán. Verð 20,5 millj. (70) Klapparberg. Vel skipulagt 177 fm einbýlishús á tveimur hæðum, auk 30 fm frístandandi bílskúrs, samtals 208 fm. Húsið er staðsett innst í botnlanga. Fjögur stór svefnherbergi, stofa og borðstofa með útgangi út á hellulagða verönd með heitum potti og skjólveggjum. Baðherbergi með sauna, baðkari og sturtuklefa. Verð 21,9 millj. (175) Grensásvegur - Laus. Mjög fal- leg 3ja herb. íbúð á 2. hæð (efstu) í láreistu fjölbýli. Eignin skiptist í: Forstofu, hol, 2 svefnherb., eldhús, baðherb. og stofu. Mjög björt og vel skipulögð íbúð með frábæru útsýni. Allt gler endurnýjað nema í stofu. Góðar suðursvalir. Nýlegt parket og flísar á gólfum. Áhv 5,0 millj. húsbréf. Verð 11,3 millj. (165) Írabakki - Aukaherb. Falleg 3ja herbergja 78,6 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Tvennar stórar svalir í vestur og austur, parket og dúkur á gólfum, fallegur verðlaunagarður. Eigninni fylgir aukaherbergi í sameign með aðgengi að salerni, mikil lofthæð. Áhv. 4,7 millj. Verð 10,7 millj. (198) Engihjalli. Góð 3ja herbergja 84 fm íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin snýr í suður og austur með tveimur góðum svefnherbergjum með dúki, hol og stofa með parketi. Útgangur úr stofu út á stórar 20 fm suðaustursvalir. Flísalagt baðherbergi. Verð 11,3 millj. 2ja herb. Laufásvegur. Góð 54 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi í eldra steinhúsi, byggt 1924. Parket á gólfum, Innangengt úr íbúð í þvottahús sem er í sameign. Tvær geymslur fylgja. Áhv. 3,3 millj. Verð 8,5 millj. Álftamýri - Laus. Falleg 63,4 fm, 2ja herbergja björt íbúð á 4. hæð (efstu) sem skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo og sameiginlegt þvottahús með fjórum íbúðum. Nýlegt parket á gólfum. Frábært útsýni frá stórum gluggum. Laus strax, lyklar á skrifstofu. Verð 9,5 millj. Vesturvör - Laus. Um er að ræða 42 fm, ósamþ. íbúð á 3. hæð. Eignin skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi og eldhús. Verð 4,4 millj. (116) Leirubakki - Aukaherb. Um er að ræða 4ra-5 herb., 105 fm endaíbúð á 2. hæð m. aukaherb. í sameign m. aðgengi að salerni. Stór og björt stofa til suðurs m. útg. út á suðursvalir. Þrjú svefnherbergi og þvottahús innan íbúðar m. glugga. Aukaherbergi gefur ca 20 þús. í leigutekjur. Áhv. 8,2 millj. Verð 12,2 millj. (334) 3ja herb. Hrefnugata - Bílskúr. Mjög glæsileg 3ja herbergja, 86 fm íbúð á 1. hæð auk ca 24 fm bílskúrs í fallegu steinhúsi. Íbúðin er mikið endurnýjuð. Í eldhúsi er falleg kirsuberjainnrétting, gashellur og stálháfur. Fallegur nátturusteinn á holi, eldhúsi og á hluta hjónaherbergis. Tvær bjartar og rúmgóðar stofur, stórt hjónaherbergi. Baðherbergi með glugga og baðkari. Suðvestursvalir. Sjá myndir á www.husavik.net. Áhv. 8,1 millj. Verð 14,9 millj. (333) Álftamýri - Útsýni. Góð og mikið endurnýjuð 68 fm, 3ja herb. íbúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi. Nýlegar flísar á eldhúsi, eikarparket á holi, stofu og öðru herbergi. Baðherbergi með baðkari og innréttingu. Stofa með útgang út á suðursvalir. Verið er að ljúka við viðgerð á göflum hússins. Áhv. 6,3 millj. Verð 11,3 millj. Skeiðarvogur - Sérinng. Mikið endurnýjuð 2ja-3ja herbergja ca 67 fm kjallaraíbúð í raðhúsi. Flísar á gólfum með hita, björt stofa, tvö svefnherbergi, útgangur úr íbúð í sameiginlegan suðurgarð. Nýlega búið að gera við húsið að utan. Ekkert áhv. Verð 8,7 millj. (324) Nýbygging Grafarholt - Nýtt. Vorum að fá gullfalleg 192 fm raðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Húsin verð klætt að hluta með áli og verður skilað fullbúnum að utan og fokheldum að innan. Möguleiki að fá þau lengra komin. Teikningar á skrifstofu. Verð frá 16 millj. (313) Ólafsgeisli. Nú fer hver að vera síðastur, aðeins fáar eignir eftir. Um er að ræða stórglæsi- legar efri og neðri hæðir auk bílskúrs á þessum frábæra útsýnisstað. Stærðir hæðanna, frá ca 167 - 324 fm, ýmist á einni eða tveimur hæðum. Verð frá 15,8 millj. fokhelt. Það er möguleiki að fá lengra komið (45) Klukkuberg - Hafnarfirði. Stórglæsilegt tveggja íbúða hús á útsýnisstað. Um er að ræða ca 240 fm efri hæð og bílskúr, verð 16,6 millj. fokhelt og 80 fm neðri hæð, verð 9,9 millj. fokhelt. (83) Gvendargeisli. Mjög fallegt og vel staðsett 176 fm einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum 30 fm bílskúr. Eignin er til afhendingar í júlí/ágúst og skilast fullbúin að utan og fokheld að innan. Eignin er mjög vel skipulögð með fjórum svefnherbergjum. Verð 18,2 millj. (301) 4ra til 5 herb. Keilugrandi - Útsýni. Mjög falleg 114 fm, 4ra herbergja íbúð m. stæði í bílskýli á frábærum útsýnisstað. Tvær stofur, sjónvarpshol og tvö svefnherbergi. Físar og parket á gólfum, suðursvalir með glæsilegu útsýni. Þá er einnig glæsilegt útsýni yfir Faxaflóa, Esjuna og Akrafjall. Baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Verð 17,9 millj. (325) Suðurvangur - Laus. Mjög rúmgóð og björt 113 fm, 4ra herbergja íbúð á 3. hæð, efstu, í góðu fjölbýli. Eignin skiptist í: Anddyri, hol, þrjú svefnherbergi ásamt baðherbergi í sér álmu. Rúmgott eldhús með borðkrók, þvottahús og geymsla inn af eldhúsi. Rúmgóð stofa og sjónvarpshol með frábæru útsýni, suðursvalir. Áhv. 6,5 millj. húsb. og lífsj. Verð 12,8 millj. www.husavik.net Hlíðarhjalli - Kópavogur Glæsilegt 287,7 fm einbýli á tveimur hæðum með innbyggðum 32 fm bílskúr. Húsið er ekki fullfrágengið. Búið er að innrétta neðri hæð með 5 svefnherbergjum, baðherbergi og rúmgott þvottahús (það er möguleiki að gera séríbúð, lagnir eru til staðar). Efri hæð er ekki fullbúin en vel íbúðarhæf. Húsið er frábærlega vel staðsett neðan við götu með frábæru útsýni, innarlega í botnlanga. Óbyggt svæði fyrir sunnan og vestan húsið (göngustígur og lækur). Áhv. 15.0 millj. hagstæð Hæðargarður - Sérinng. Góð 2ja herbergja 62,4 fm íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi. Eldhús með nýlegri eldhúsinnréttingu. Stór sérgarður sem snýr í suður. Nýlegir gluggar og gler í stofu og herbergi, þá hefur skolp einnig verið endurnýjað. Fyrirhugaðar framkvæmdir sem greiddar verða Sveit í borg - Kópavogur. Frábærlega staðsett 122 fm, 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í Fossvoginum. Rúmgott og fallegt eldhús. Stofa, borðstofa og sjónvarpsstofa með furuparketi á gólfum. Þrjú svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og glugga. Fallegt útsýni yfir Fossvoginn, Perluna og fleira. Verð 15,5 milllj. (335) Laufás - Garðabær. Sérstaklega fallegt lítið einbýlishús á einni hæð. Húsið skiptist þannig: Tvær stofur, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og útigeymsla. Stór gróin afgirt lóð í kringum húsið með yfirbyggðu útigrilli. Ný glæsileg suðurverönd með heitum potti. Áhv. 5,6 millj. húsbréf. Verð 13,5 millj. KINDUR hafa alltaf vitað að ull er hlý og einangrandi. Það vissu forfeð- ur okkar líka og þess vegna notuðu þeir ullina í fatnað, voðir og jafnvel til einangrunar í hýbýli sín. Íslenska ullin er með eindæmum góð til einangrunar, en þrátt fyrir það er stærstum hluta hennar hent eins og hverju öðru rusli. Aðalástæða fyrir þessum um- hverfissóðaskap er sú staðreynd að það eina sem mönnum hefur dottið í hug að nýta hana í, lopapeysur og tískufatnað, er ekki lengur í tísku og flísefnið hefur tekið sæti hennar í fataiðnaði. Bresk ull betur nýtt Ull af bresku sauðfé er betur nýtt í fataframleiðslu en íslensk ull og nú hefur bæst við ný afurð, húsaein- angrun úr sauðfjárull. Það tók Christine Armstrong í Cumbria tvö ár að hanna Thermof- leece-plöturnar sem komu á mark- aðinn í apríl 2001. Þær hafa selst eins og heitar lummur og fá feikilega góða dóma. Plöturnar eru gerðar úr grófu ullinni af Swalesdale og Her- dwick fé, en það er sá hluti ullarinnar sem ekki er notaður til fatafram- leiðslu þar um slóðir. Plöturnar eru mjög umhverfis- vænar og hafa m.a. verið notaðar til einangrunar í skólahúsnæði og ann- ars staðar þar sem mikið er lagt upp úr að engin eiturefni séu til staðar. Ullin er eldtefjandi, hún brennur í raun ekki, heldur bráðnar og leiðir því ekki eld. Einangrunarplöturnar eru einnig afar rakadrægar, þær geta dregið í sig allt að 40% raka og mynda við það hita sem nemur 960 kílójoule á hvert kíló ullar. Þetta veldur meðal annars því að þær eru afar orkusparandi og gefa frábæra einangrun. Orkan sem fer í að framleiða þess- ar einangrunarplötur er að sögn framleiðenda aðeins brot af því sem þarf til að framleiða trefjaglers- eða steinullareinangrun og auk þess hef- ur hún ekki ertandi áhrif á augu, húð og öndunarfæri eins og önnur ein- angrun. Væri ekki athugandi að nýta það sem nýtanlegt er af sauðkindinni umhverfinu til hagsbóta og styrkja um leið stoðir sauðfjárbænda? Eftir hverju erum við að bíða? Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessa nýj- ung geta kíkt á vefsíðu Armstrong: www.secondnatureuk.com Vistvæn húsaeinangrun Ljósmynd/Jóhanna Harðardóttir Íslenska ullin er með eindæmum góð til einangrunar, en samt er stærstum hluta hennar hent eins og hverju öðru rusli. Jóhanna Harðardóttir/bestla@sim- net.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.