Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 C 31Fasteignir Corian® í eldhúsið þitt eða baðið ORGUS Corian er þrælsterkt og þolið efni, sett saman úr náttúrulegu steinefni og akríl Einföld, sígild og nýtískuleg lausn sem endist Smiðjuvegi 11a • 200 Kópavogi • sími 544 4422 • www.orgus.is komnar götur, leiksvæði og þjón- ustukjarnar. Í Kórahverfi er gert ráð fyrir heildstæðum grunnskóla og tveimur leikskólum auk íþróttahúss og tveim- ur húsum undir verzlun og þjónustu. Mikið útsýni Byggðin í Kórahverfi mun að stærstum hluta standa á svæði á milli Rjúpnahæðar og Vatnsendahvarfs. Landið stendur hátt og því hallar til vesturs og suðurs. Það sem er ein- kennandi fyrir þetta svæði er mikið útsýni. Frá hluta hverfisins er fallegt útsýni að Bláfjöllum og að Elliðavatni og annars staðar frábært útsýni yfir Faxaflóa og allt að Snæfellsjökli. Á svæðinu eru ríkjandi austlægar vindáttir og hönnun mannvirkja og húsa á svæðinu mun sjálfsagt taka mið af því. Núna einkenna melar, mó- ar og graslendi gróðurfar svæðisins og yfirleitt er ekki djúpt niður á fast. Byggðin verður í yfir 100 metra hæð, en vegna landhallans er talsvert skjól fyrir norðanáttinni. Gróður ætti því að dafna allvel, einkum þegar húsin eru tekin að rísa og skapa enn meira skjól fyrir umhverfið. Land- hallinn hefur líka áhrif á staðsetn- ingu húsa og legu gatna, en aðkoma að hverfinu verður frá Vatnsenda- vegi og fyrirhuguðum Arnarnesvegi. Í fyrsta áfanga er úthlutað lóðum á um 15 hektara svæði. Lóðirnir eru fyrir alls 270 íbúðir, sem skiptast í 27 íbúðir í einbýlishúsum, tvær í par- húsum, 72 í klasahúsum, 25 íbúðir í raðhúsum og 144 íbúðir í fjölbýlis- húsum. Í klasahúsunum verða þrjár íbúðir í hverri einingu og einingarnar 3-5 í samhangandi byggingu. Þessar íbúðir verða allar með sérinngangi. Íbúðirnar skiptast þannig eftir götum: Við Hörðukór 1, 3 og 5 eiga að rísa 10, 12 og 14 hæða fjölbýlishús með 40, 48 og 56 íbúðum eða alls 144 íbúðir. Hluti bílastæða verður í bíla- stæðakjallara. Við Perlukór, Klappakór og Klettakór eiga að rísa 2ja hæða klasahús með 72 íbúðum. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu við húsin. Ennfremur verður úthlutað 12 lóð- um fyrir 2ja hæða raðhús (keðjuhús) við Goðakór og 13 lóðum fyrir sams konar hús við Hamrakór. Hámarks flatarmál má vera 264 ferm., þar með talin bílgeymsla, sem skal vera inn- byggð. Þá má ekki gleyma einbýlishúsa- lóðunum en um er að ræða 27 lóðir fyrir 1-2 hæða einbýlishús við Kleifa- kór og við Perlukór. Stærð lóða er 800-900 ferm. og gert ráð fyrir, að grunnflötur bygginga verði 190-220 ferm. Gera skal ráð fyrir einni bíla- geymslu á lóð, innbyggðri inn í húsið eða stakstæðri en þetta fer eftir stað- setningu. Opnir skilmálar og sveigjanleiki „Nokkur einbýlishúsanna, sér- staklega þau við Perlukór, geta stað- ið á einni hæð, en þar sem þetta er í landhalla, þá verður mest um hús á tveimur hæðum,“ segja þeir Smári Smárason arkitekt og Andri H. Sig- urjónsson landslagsarkitekt, en Smári er aðal hönnuður skipulagsins fyrir Kórahverfi í samstarfi við Andra. „Skilmálar eru frekar opnir og litl- ar kvaðir. Það er sveigjanleikinn sem gildir. Menn ráða t. d. sjálfir þak- gerðinni.“ Að sögn þeirra félaga er Kórahverfi skipulagt þannig, að það verði sjálfu sér nógt, en auk tveggja leikskóla verður þar heildstæður grunnskóli með góðri tengingu við íþróttasvæði og íþróttahús. Einnig verður miðstöð fyrir verzlun og þjón- ustu og aðstaða fyrir aldraða. Byggðin verður háreistari og þétt- ari en byggðin næst Elliðavatni og yfirbragð hennar líkt og í Salahverfi. Þess er samt gætt að hafa töluvert af opnum svæðum. „Við skipuleggjum gróðurinn á mjög markvissan hátt,“ segja þeir félagar. „Við notum hann t. d. sem skjólbelti gegn austanátt, til rýmismyndunar eða til að mynda snjógildrur, þar sem reynt verður að draga úr skaflamyndun. Götur verða allt að 7 metra breið- ar, sem eru breiðari götur en gengur og gerist. Þetta er gert til þess að auðveldara verði að moka, þegar snjóasamt er á veturna. Göngu- og reiðhjólastígar eru áberandi og tengja hverfið eldri bæj- arhlutum og auðvelda aðgengi að úti- vistarsvæðum í Heiðmörk og við El- liðavatn. Inni í hverfinu verða græn svæði sem nýtast til ýmiss konar útiveru. Einnig er hugsað fyrir öryggi barna á leið þeirra til og frá skóla. Undirgöng verða t.d. sett við umferð- arþungar götur. Á þjónustusvæðinu í miðju hverfisins er gert ráð fyrir möguleika á heilsugæzlu í góðri teng- ingu við svæði, sem er ætlað íbúðum aldraðra. Gera ráð fyrir mikilli ásókn Framundan er gatnagerð í fyrsta áfanga Kórahverfisins, en gert er ráð fyrir, að lóðirnar verði byggingar- hæfar næsta sumar. Lítil sem engin byggð var fyrir á þessu svæði, en Kópavogsbær þurfti að kaupa landið. Gatnagerðargjöld fyrir sérbýlislóð- irnar verða um 4,6 millj. kr. fyrir 700 rúmmetra hús og getur lóðarhafi greitt 10% útborgun og afganginn á allt að þremur árum. „Við eigum von á mikilli ásókn í lóðir í þessum fyrsta áfanga Kóra- hverfis,“ segja þeir félagar, Smári Smárason arkitekt og Andri H. Sig- urjónsson landslagsarkitekt, að lok- um. „Margir hafa fylgzt með fram- gangi undirbúningsvinnunnar og sent okkur fyrirspurnir, en lóðaum- sóknum skal skilað eigi síðar en kl 15.00 miðvikudaginn 1. október nk.“ Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Smári Smárason arkitekt og Andri H. Sigurjónsson landslagsarkitekt, en Smári er aðalhönnuður skipulagsins fyrir Kórahverfi í samstarfi við Andra. Myndin er tekin í jaðri nýbyggingasvæðisins.  ' *  +, * - !" #  $ !"%  . *  )/0  1  )-                         !  "  #  $%& #   ' ( #  )  '#  * !        + , - .%" /0 1 '112/&  $ 3&'1 1 %3&'1 '1-+12/&  4 /0 1 1 3&'1 '1-12/&  5 /  1/  6/& 1 13&'1' !1#  & 3  1'2  7"1'  ''#8 '     ! 9(: 1 1 3#  ; 61;1: 1 1& 3   !1:1!113   '#8 ; <  1 1  1 ' +12/& 1' !1'  ' 21+12/& 121 /0 '3&'! #8121 3&'!1+12  ' 3&'!112/& 12  3&'!1 112/&  21%" /0 '3&'!;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.