Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 40
40 C MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 30 6505 heimili@heimili.is opið mánudaga til föstudaga 9-17 Magnús Einarsson sölumaður Hafdís Hrönn Björnsdóttir ritari Félag Fasteignasala Vantar allar gerðir eigna á skrá www.heimili.is HRYGGJARSEL. SÉRLEGA GOTT HÚS MEÐ AUKAÍBÚÐ OG TVÖFÖLDUM BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu ca 220 fm einbýlishús með stúdíó-íbúð í kj. og ca 55 fm tvöföld- um bílskúr á þessum eftirsótta stað í Selj- ahverfi. Þetta er sérlega gott fjöldskylduhús með fjórum góðum svefnherbergjum og mjög góðri stúdíó-íbúð í kjallara sem hentar vel til útleigu. Óskráð rými í kjallara. Stór tvöfaldur bílskúr með geymslu og geymsl- ulofti. Verð 26,9 millj. Skipti möguleg á minni íbúð. EINARSNES Ca 95 fm sérbýli á þess- um vinsæla stað í Skerjafirðinum. Húsið sem er klætt timburhús er hæð, ris og kjall- ari og hefur verið talsvert endurnýjað m.a. eldhúsinnétting, baðherbergi og gólfefni. Mjög stór, fallegur og gróinn suður- garð- ur. Áhv. ca 6,4 millj. Verð 13,9 millj. GOTT RAÐHÚS MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK Stórglæsilegt, 144 fm raðhús á tveimur hæðum + 2 bílastæði í bíl- geymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi og stórar sofur. Inngangur úr lokuðum verð- launagarði. Húsvörður. Góðir nágrannar. Tvö stæði í bílageymslu fylgja. Verð aðeins 21,9 millj. MELABRAUT - SELTJARNAR- NES Fallegt parhús á tveimur hæðum ásamt ca 40 fm bílskúr á góðum stað á Nesinu. Nýlegur og vandaður sólskáli liggur við stofu og tengir saman garð og hús. Húsið afhendist með nýju járni á þaki. Laust við kaupsamning. Áhv. ca 6,0 millj. rað- og parhús einbýli RÁNARGATA - MÖGULEIKAR Mjög vel skipulögð risíbúð. Þrjú rúmgóð herb. og björt stofa. Tvennar stórar suður- svalir með frábæru útsýni. Parket á gólfum. Góð lofthæð í stofu. Góð staðsetning við miðbæinn. Áhv. 5,7 millj. Íbúðin er laus. LEIRUBAKKI - STÓR 4RA ÁSAMT AUKAHERB Stór og björt um 110 fm íbúð á 1. hæð ásamt aukaher- bergi í kjallara. Þrjú herbergi, stofa og borðstofa ásamt þvottahúsi innan íbúðar. Stórar suðursvalir. Húsið er allt klætt að ut- an og er í mjög góðu ástandi. Verð 12,2 millj. KÓRSALIR Falleg og vel skipulögð ca 116 fm íbúð á 1. hæð. Þrjú herbergi og stofa. Fallegar innréttingar og glæsilegt baðherbergi. Þessi íbúð gæti hentað vel fyrir fatlaða þar sem stæði fylgir við lyfu í kjallara og eins við inngang að utan. Íbúðin gæti verið laus fljótlega. Áhv. ca 10,0 millj. Verð 16,5 millj. FÍFUSEL Fjölskylduvæn og vel skipu- lögð 4ra herb. ásamt stæði í bílageymslu. Björt stofa með útgengi út á stórar svalir. Nýlegt parket á stofu og sjónvarpsholi. Þvottahús innan íbúðar. Verð 12,9 millj. 4ja - 7 herbergja MIKLABRAUT- TÆKIFÆRI - GÓÐAR LEIGUTEKJUR AF AUKAÍBÚÐ Í BÍLSKÚR Leigutekj- ur eru í dag 62.000 kr. á mánuði og greiðir það upp afborganir af fullum húsbréfum og meira til. Þessi eign hefur því mikla mögu- leika. Eignin er samtals um 150 fm og skipt- ist í stóra og rúmgóða íbúðarhæð, leigu- herbergi í kjallara og bílskúr sem er innrétt- aður sem stúdíó-íbúð. Upplýsingar veitir Magnús hjá Heimili. Verð 14,9 milljónir. MÁNAGATA - GÓÐ 2JA-3JA Á 2. HÆÐ Töluvert endurnýjuð um 57 fm, tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu húsi í Norðurmýrinni. Allt nýtt á baði. Vatnslagnir endurnýjaðar o.fl. Áhv. húsbr. ca 5,5 millj. VEGGHAMRAR Björt og vel skipu- lögð ca 92 fm íbúð á efri hæð með sérinn- gangi. Tvö mjög stór herbergi og björt, góð parketlögð stofa. Rúmgott eldhús með ljósri innréttingu. Gott hús í grónu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu og skóla. Verð 12,9 millj. VESTURBERG - GÓÐ 3JA Í LYFTUHÚSI Vel skipulögð og björt, 3ja herb. íbúð í lyftuhúsi. Tvö herbergi og stofa með svölum í suður. Parket á gólfum. Þvottahús á hæðinni. Góð staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu. Áhv. ca 5,3 millj. Verð 9,4 millj. MOSARIMI - GÓÐ 3JA Björt og falleg ca 82 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi og afgirtum sérgarði. Sérlega barna- vænt og skemmtilegt umhverfi. HLÍÐARHJALLI - KÓPV. Vorum að fá í sölu fallega ca 83 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað í suður- hlíðum Kópavogs. Björt og góð stofa og rúmgóð herberbergi. Verð 11,9 millj. 3ja herbergja MIÐTÚN Snyrtileg risíbúð í bakhúsi á þessum rólega stað. Endurnýjað þak og nýr þakkantur. Íbúðin er ósamþykkt. Áhv. hag- stæð lán 2,3 millj. Verð 4,9 millj. FROSTAFOLD Mjög falleg, 64 fm íbúð á besta stað í Grafarvogi. Þvotthús og geymsla innan íbúðar. Fallegt eldhús með hvítri innréttingu. Parket á gólfum. Rúm- góðar svalir. Þetta er mjög falleg og vel skipulögð eign. Sjón er sögu ríkari. Verð 10,7 milljónir. 2ja herbergja SÓLTÚN Vorum að fá í sölu stórglæsi- lega, 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérver- önd. Glæsileg innrétting í eldhúsi og vand- að parket á gólfum. Stórt hjónaherbergi. Fallegt, flísalagt baðherbergi. Mjög góð staðsetning. MÁNAGATA Falleg og björt um 40 fm íbúð í kj. Íbúðin nýtist mjög vel og skipt- ist í stofu, eldhús og herbergi. Mjög góð staðsetning í grónu hverfi miðsvæðis. GARÐAVEGUR - GAMLI BÆRINN Í HF. Mjög snotur ca 51 fm, 2ja herbergja íbúð með sérinngangi á neðri hæð í 2ja hæða húsi. Þetta er skemmtileg, lítil íbúð á rólegum stað. Góð fyrsta íbúð. Verð 7,9 millj. MÁNAGATA Glæsileg „ný“ 2ja her- bergja íbúð í kjallara. Íbúðin var útbúin á ár- inu 2003 og er því allt í henni síðan þá. Íbúðin skiptist í stofu, herbergi, eldhús og bað. Parket og flísar á gólfum. Góð stað- setning. Áhv. húsbr. ca 5,2 millj. Verð 8,7 millj. Krosshamrar - Einbýli á einni hæð Frábær staðsetning á jaðarlóð - Útsýni Vorum að fá í sölu 200 fm einbýlihús á einni hæð ásamt 28 fm bílskúr á jaðarlóð í suður og vestur. Húsið er sérlega vel skipulagt og með stórri hellulagðri ver- önd í suður með heitum potti og falleg- um garði. Gott hús á einni best staðsettu lóð í Hamrahverfi. Dunhagi Björt og góð ca 100 fm, 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Tvö rúmg. herbergi og tvær stofur. Bjartar suðursvalir. Góð íbúð í góðu húsi. Frá- bær staðsetning. Verð 13,9 millj. Grímshagi - Fallegt parhús á besta stað í vesturbæ Rvk. Fallegt, 205 fm parhús ásamt 21 fm bíl- skúr vel staðsett í vesturbæ Reykjavíkur. Fjögur svefnherbergi og tvær rúmgóðar stofur, önnur með útgengi í sólskála með hita í gólfi. Tveir inngangar eru í húsið. Skjólsæll garður og bakvið hann leik- svæði fyrir börn. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 27,9 miljónir - upplýs- ingar veitir Magnús. ÞAÐ væri að æra óstöðuganað fara enn einu sinni aðtaka upp þann gamlaþráð að ræða um túr og retúr, eða hvor sé betra, túrloki eða retúrloki, til að stýra hita á ofnakerfi. Það verður að segjast eins og er og það verður að viðurkennast að túrlokinn er að fara með sigur af hólmi, hann er að öðlast þá við- urkenningu sem hann hefði getað fengið fyrir tuttugu árum þegar hann kom fyrst á markað með innri stillibúnaði. Ekki er það ætlunin að verða of hástilltur tæknilega, rifjum aðeins upp að túrlokinn stýrist eftir hita loftsins en retúrlokinn eftir hita vatnsins. En það er fleira sem við þurfum til að okkur líði vel en hæfilegur varmi. Við þurfum einnig að fá hreint, frískandi loft til að fylla lungun. Það er nú einu sinni svo að eitt það mikilvægasta fyrir lífið á jörðinni, hvort sem það er fyrir okkur mannverur eða önnur dýr, er súrefni, án þess lifum við ekki. Það eru aðeins stærri byggingar sem eru með loftræsi- eða lofthita- kerfum, en á því eru vissulega und- antekningar. En flest okkar verðum að láta okkur lynda að opna gluggann og vona svo að lukkan og vindáttin sé okkur hliðholl og veiti inn til okkar dágóðum slurki að tæru og súrefn- isríku lofti. Þá byrjar ströglið Fyrrnefndur sigurvegari, túrk- lokinn, hefur sínar viðkvæmu hlið- ar vegna þess að hann stýrist af hitastigi loftsins í herberginu sem hann á stýra varmanum í. En þá getur vandast málið þegar við opn- um glugga og teygum að okkur kalt og súrefnisríkt loftið því það gerir túrlokinn einnig. Um leið og hann skynjar kalda loftið opnar hann fyrir rennsli vatnsins til að vinna gegn lækkandi hita. Þá byrjar togstreita sem oft er erfitt að ráða við. Það er vissulega hægt að gefa þau ráð að þegar gluggi sé opnaður skuli stilla túrlokann á 0. En hverskonar sjálfstýring er það ef handvirknin verður að koma til skjalanna til að bjarga málum? Sjálfvirkir ofnlokar eiga ekki að- eins að stýra rennsli vatnsins til ofnsins til að ná hæfilegum hita í vistarverum, hann á einnig að sjá til þess að vatnið nýtist sem best, að því sé ekki fleygt fyrr en búið er að kreista úr því sem flestar hitakalóríur. Ofninn dregur inn hreint loft Það eru til fleiri leiðir til að fá inn hreint loft en að taka það inn um gluggann. Sú hugmynd er ekki ný af nál- inni að láta hreina loftið streyma inn í gegnum stúta eða munnstykki sem eru í veggnum bak við ofninn. Hitauppstreymið frá ofninum dregur loftið inn, blandar það heita loftinu svo enginn verður var við kaldan súg, hvorki fólk né túr- lokar. Þannig er auðveldara að stýra innstreymi loftsins, hve mikið það skal vera og engin ástæða er til að stilla ofnlokann niður á 0, hann verður áfram á sinni völdu still- ingu. Þetta innstreymiselement er hægt að setja við hvaða ofn sem á annað borð er við útvegg, hvort sem er í eldri byggingum eða þeim sem eru í smíðum. Það er hægt að stýra því hve mikið loft streymir inn eða hvort það er algjörlega lokað fyrir það. Hiti á kroppinn og hreint loft í lungun Á myndinni sést hvernig loftið streymir inn bak við ofninn, blandast heita loft- inu frá ofninum, en truflar ekki sjálfvirka ofnlokann. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.