Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 52
52 C MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir ÁRIÐ 1880 reistu tveirbræður, Sigurður ogBjarni Sigurðssynir fráHæðarenda í Grímsnesi, húsið sem kallað var Bræðraborg. Gatan Bræðraborgarstígur dregur nafn sitt af húsi þeirra. Lóðin er úr túni Sels og hefur húsið trúlega verið byggt við landamerki Sels og Hlíðarhúsa, en túnið í Hlíð- arhúsum náði þar sem Bræðra- borgarstígur er. Sama ár byggir Sigurður hjall á lóðinni, 8 x 6 álnir að flatarmáli, nokkru sunnar en húsið. Ekki kemur fram á teikningum af hús- inu hver teiknaði það. Fyrsta virðingin á Bræðraborg var gerð í september 1880. Þar segir m.a. að húsið sé úr grásteini, einlofta með kjallara, grunnflötur þess 14 x 11 álnir og hæð undir þakbrún 7 1/4 álnir. Í kjallaranum eru tvö eldhús en að öðru leyti var kjallarinn óinnréttaður. Þegar þessi virðing var gerð var húsið ekki fullbúið. Fyrsta steinhúsið á þessum slóðum Bræðraborg er talið vera fyrsta steinhúsið sem byggt var á þessum slóðum. Talsvert stór lóð var með húsinu, þar var matjurtagarður og hjallur sem var lengdur um 7 álnir árið 1881. Á lóðinni var einnig stórt stakkstæði. Bræðurnir Sigurður og Bjarni Sigurðssynir voru frá bænum Gelti í Grímsnesi. Foreldrar þeirra voru Sigurður Einarsson bóndi á Gelti og kona hans Ingunn Bjarnadóttir. Kona Sigurðar var Sigríður Ög- mundsdóttir frá Öndverðarnesi í Grímsnesi. Sigurður var fæddur 6. des. 1840 og var því fertugur þeg- ar hann byggði húsið. Þau hjón eignuðust sex börn en tvö þeirra dóu í æsku. Árið 1880 lést Sigríður Ög- mundsdóttir, kona Sigurðar, frá fjórum börnum þeirra sem þá voru öll ung. Sonur þeirra var Sig- urmundur Sigurðsson sem lengi var læknir í Laugarási og hjá hon- um lést faðir hans 22. maí 1932. Dæturnar voru þrjár, Elín sem bjó á Kyrrahafsströnd, Júlíana Sigríð- ur, símamær í Reykjavík og Ing- unn sem bjó í Winnipeg. Sigurður var steinsmiður og vann við þá iðn í fimmtíu ár á meðan hann bjó í Reykjavík. Hinn 17. febrúar 1888 var hálf Bræðraborg seld á uppboði, en það var hlutur Bjarna. Hæstbjóðandi var G. Zoëga. Árið eftir byggja þeir Sigurður og G. Zoëga stakk- stæði og var úthlutað lóð undir það fyrir norðan Bræðraborg. Stakk- stæðið var 18 x 29 álnir á stærð. Árið 1895 selur G. Zoëga sinn hluta í Bræðraborg Árna Guð- mundssyni. Bjarni Sigurðsson var fæddur 28. júlí 1838. Hann bjó um tíma á Ísafirði eftir að hann fór frá Bræðraborg en kom aftur til Reykjavíkur og dó 18. nóvember árið 1910 á Bergstaðastræti 34. Kona Bjarna var Guðbjörg Þórð- ardóttir frá Hömrum í Grímsnesi. Út af þeim er komið margt mann- vænlegt fólk. Árið 1896 hefur Árni Guðmunds- son byggt á lóð sinni geymsluhús úr bindingi, klætt að utan með járni, 7x 6 álnir að grunnfleti og 3 3/4 álnir á hæð. Árið 1918 fær Sig- valdi Jónasson, sem þá er eigandi að helmingi hússins, að breyta pakkhúsi á lóðinni, taka af því risið og stækka grunnflöt þess um tvo fermetra. Árið 1939 er Sigurður Berndsen skráður eigandi að Bræðraborg og talið að hann hafi leigt húsið en ekki búið þar sjálfur. Sæmileg lýsing er til af húsinu frá árinu 1942. Þar segir að húsið sé úr grásteini, með járnþaki á borðasúð, timburgólfum og loftum. Á aðalhæðinni eru tvö íbúðar- herbergi og eldhús. Allt þiljað og málað. Uppi eru tvö íbúðar- herbergi og framloft, með sams- konar frágangi og niðri. Kjallari, sem er undir öllu hús- inu, er með steinsteypugólfi. Í hon- um er eitt íbúðarherbergi og eld- hús, allt þiljað og málað. Þar eru einnig tvö geymsluherbergi og gangur. Húsið er múrhúðað að ut- an. Þegar þessi virðing var gerð er ekki getið um skemmuna sem byggð var á lóðinni árið 1896 og má telja víst að þá hafi verið búið að rífa hana. Endurbætur 1945 Nokkrar endurbætur voru gerð- ar á Bræðraborg 1945 til 1946. Þá var allt ýmist veggfóðrað eða mál- að að innan og gólfin lögð nýjum dúk. Veggir í eldhúsi á hæðinni voru múrhúðaðir og málaðir og gert þvottahús í kjallara. Keyptar voru tvær rafmagnseldavélar í húsið og gerð þrjú íbúðarherbergi niðri, eldhús og klósett. Í risi var gert eldhús þar sem framloftið var. Í virðingum á húsinu er þess ekki getið að þegar það var byggt var því skipt í tvo jafna hluta með steinvegg. Tveir stigar voru í kjall- arann hvor úr sínum helmingi hússins. Til eru teikningar af breytingum á húsinu sem gerðar voru árið 1939. Þar er gluggum breytt í það horf sem þeir eru núna. Upphaf- legir gluggar voru með sex rúðum. Þá var bíslagið tekið og inn- göngudyrnar færðar á vesturhlið hússins eins og þær eru núna. Samkvæmt kirkjubókum hefur oft verið búið þröngt í Bræðraborg og stundum voru þar fjögur heim- ili. Árið 1881 voru þar tuttugu og fimm manns, sum af þeim voru börn. Árið 1936 leigði Jóhannes Birkiland ritstjóri í húsinu. Jós- efína Nauthól og maður hennar Halldór fisksali áttu heima í hús- inu um tíma. Eigendaskipti 1980 Árið 1980 keyptu Bræðraborg Baldur Már Arngrímsson og kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir. Baldur Már og Hrafnhildur hafa gert húsið upp af mikilli smekkvísi og stakri tilfinningu fyrir sögu þess. Í húsið er gengið inn af stórri verönd og inn í rúmgóða for- stofu. Þaðan inn í eldhús og stofu. Búið er að taka vegginn sem skipti húsinu en dálítil silla var skilin eft- ir. Eldhúsið er þiljað með panel og settar voru nýjar innréttingar sem Hjördís Ingólfsdóttir tækniteiknari hannaði. Innréttingarnar eru sérstaklega smekklegar og falla vel að þessu gamla húsi. Opinn hilluveggur og háfur við eldavél aðskilja stofu og eldhús að hluta. Í loftum hæð- arinnar eru stórir bitar eins og víða má sjá í húsum byggðum á svipuðum tíma og eldri. Á gólfum er parket nema í forstofu, þar eru ljósar flísar. Gengið er upp í risið frá for- stofu. Stiginn er með trétröppum og hefur verið gerður upp en er ekki upprunalegur. Uppi eru þrjú herbergi og baðherbergi með grænum hreinlætistækjum. Á sum- un gólfum í risi eru upprunalegar gólffjalir sem búið er að vinna upp. Þegar Baldur Már og Hrafnhildur eignuðust húsið voru gólfin lögð teppum ofan á nokkur lög af gólf- dúk. það var því ærin vinna að hreinsa gólfin upp. Í kjallarann er gengið úr forstof- unni. Stiginn var smíðaður eftir að núverandi eigendur komu í húsið. Áður var gengið í kjallarann ut- anfrá. Þar er búið að gera þvotta- herbergi með ljósum flísum á gólfi, stórt tómstundaherbergi, hol og geymslu. Í holi og herbergi er parket á gólfum. Veggir hússins eru þykkir og eru gluggakistur í kjallara um 80 cm. Í glugga við stiga í kjallara sést hleðslan og er það eftirtekt- arvert að steinninn er hlaðinn í boga fyrir ofan gluggann. Ekki er vitað með vissu hvort Esjukalk var notað við hleðslu hússins en sterk- ar líkur eru á því. Búið er að skipta um járn á þaki og næsta verkefni verður að koma gluggunum í upprunalegt horf að sögn Hrafnhildar og Baldurs. Garðurinn í kringum Bræðra- borg er gróskumikill og þar er öllu smekklega fyrirkomið. Grjót úr veggnum sem skipti húsinu í tvo hluta var notað í hleðslu í garð- inum og þar vaxa steinhæða- plöntur. Í garðinum er mikið af rósum en tré og runnar veita skjól. Helstu heimildir eru frá Borg- arskjalasafni og þjóðskjalasafni. Bræðraborg Veggir hússins eru þykkir og eru gluggakistur í kjallara um 80 cm. Í glugga við stiga í kjallara sést hleðslan og er það eft- irtektarvert að steinninn er hlaðinn í boga fyrir ofan gluggann. Innréttingarnar eru sérstaklega smekklegar og falla vel að þessu gamla húsi. Opinn hilluveggur og háfur við eldavél að- skilja stofu og eldhús að hluta. Í loftum hæðarinnar eru stórir bitar eins og víða má sjá í húsum byggðum á svipuðum tíma og eldri. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsta virðingin á Bræðraborg var gerð 1880, en í lýsingu frá 1942 segir að húsið sé úr grásteini, með járnþaki á borðasúð, timburgólfum og loftum. Kjallari, sem er undir öllu húsinu, er með steyptu gólfi. Sigurður Sigurðsson steinsmiður. Búið er að gera húsið upp af mikilli smekkvísi og stakri tilfinningu fyrir sögu þess. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um þekkt hús við Bræðraborgarstíg 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.