Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 257. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fréttaritarar Morgunblaðsins um allt land: Minn staður á sex síðum í blaðinu í dag JAAP de Hoop Scheffer, utanríkisráðherra Hollands, var í gær útnefndur fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), og tekur við af Robertson lávarði. Í yfirlýsingu frá NATO sagði að ekki væri enn ákveðið hvenær de Hoop Scheffer tæki form- lega við embætti. Hinn væntanlegi framkvæmdastjóri sagðist myndu í krafti embættisins leitast við að brúa bil- ið á milli Evrópu og Bandaríkjanna innan bandalagsins. Hann kvaðst vera „Evrópu- maður en líka Atlantshafssinni“. Hann sagði við fréttamenn í gær að nauð- synlegt væri að fyrirætlanir Evrópumanna í öryggis- og varnarmálum samræmdust áætlunum NATO. Átti hann þar einkum við áætlanir Belga, Frakka, Lúxemborgara og Þjóðverja um að reisa nýjar höfuðstöðvar evrópskra varnarmála annars staðar en í Brussel í andstöðu við Bandaríkjamenn. Leiðtogar NATO-ríkjanna fögnuðu út- nefningu de Hoops Scheffers. Þetta er í þriðja sinn sem Hollendingur gegnir embætti framkvæmdastjóra NATO. Joseph Luns, sem lést í fyrra, níræður að aldri, gegndi embættinu frá 1971 til 1984 og Dirk Stikker frá 1961 til 1964. Nýr fram- kvæmda- stjóri NATO Brussel, Sameinuðu þjóðunum. AFP. Jaap de Hoop Scheffer SUNDLAUGARGARÐUR með heilsurækt og veitingastað við Sundhöllina á Barónsstíg er á meðal hugmynda sem kynntar eru á yfirlitssýn- ingu um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur sem stendur nú yfir í Bankastræti. „Hin frábæra innilaug sem nú er í Sundhöll- inni myndi halda sér, en auk þess er gert ráð fyrir tveimur 25 metra sundbrautum og stórri laug sem er samansafn nokkurs konar busl- potta svipað og margir þekkja úr Árbæjarlaug- inni,“ segir Ívar Örn Guðmundsson arkitekt sem hannaði hugmyndina. Húsið er friðað og segist Ívar Örn bera mikla virðingu fyrir því. „Viðbyggingin kemur einungis við húsið á tveimur stöðum, annars vegar tengist hún nú- verandi útisvæði með brú, og hinsvegar tengist hún núverandi móttöku með léttri glerbygg- ingu sem gerð er á þann hátt að hægt er að sjá í gegnum hana frá Barónsstíg.“ Hann segir við- bygginguna vera lægri en gamla húsið og að hún keppi ekki við það á nokkurn hátt. Ívar bendir á að hér sé einungis um hugmynd að ræða sem þurfi að vinna frekar en hann vonist til að með henni skapist umræða um hvernig hægt sé að byggja upp miðbæinn. Sundlaugargarður í miðborginni Ný göngugata/17 Mynd unnin í tölvu sýnir hugmyndir Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts um viðbyggingu Sundhallarinnar við Barónsstíg. JARÐSKJÁLFTAÓRÓA varð vart í Kötlu í Mýrdalsjökli í gær- kvöldi og var almannavarnanefnd- um gert viðvart. Hrinan varð skammvinn og enginn gostitring- ur í henni og á ellefta tímanum í gærkvöldi var ekki lengur sér- stakur viðbúnaður vegna þessa á jarðskjálftadeild Veðurstofu Ís- lands. Fyrsti skjálftinn varð um klukk- an hálfsex og var hann tæpir þrír á Richter-kvarða. Síðan gerðist ekkert aftur fyrr en stundarfjórð- ung yfir sjö að jarðskjálftahrina hófst sem stóð til stundarfjórðung fyrir átta og urðu á því tímabili tólf skjálftar, þeir stærstu af svip- aðri stærð og fyrsti skjálftinn. Páll Halldórsson, jarðeðlisfræð- ingur á jarðskjálftadeild Veður- stofu Íslands, segir að jarð- skjálftahrinan hafi verið áköf meðan á henni stóð. Upptök skjálftanna hafi verið í Kötlu sjálfri á norður/suður línu. Enginn vöxtur hafi hlaupið í ár á svæðinu. Páll sagðist aðspurður ekki muna eftir svona snarpri jarð- skjálftahrinu á þessu svæði á jafn- skömmum tíma og nú. Hins vegar hefði orðið hrina á svæðinu í sum- ar á þremur dögum frá 14.–16. júlí og þá hefðu skjálftarnir líka verið á norður/suður línu. Páll sagði einnig að upptök skjálftanna nú væru á Kötlusvæð- inu sjálfu, en yfirleitt hefðu upp- tök skjálfta í Mýrdalsjökli verið í Goðabungu í vesturjöklinum. Mesta virknin hefði yfirleitt verið þar og virknin verið til muna minni inni í öskjunni sjálfri. Hins vegar væri ekki að sjá neinn gos- óróa í þessu. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra kom saman í gær- kvöldi en ekki þótti ástæða til að vera með vakt í nótt. Í ljós kom að aukin leiðni sem vart varð í Múla- kvísl í gærkvöldi, sem hefði getað bent til að hlaup væri að hefjast, stafaði af því að skipt var um leiðnimæli í Múlakvísl seinnipart- inn í gær vegna bilunar. Allsnörp en skammvinn jarðskjálftahrina í Kötlu                Ekki talið að eldgos sé í aðsigi í Kötlu í Mýrdalsjökli þrátt fyrir jarðskjálftaóróa í gærkvöldi NORSK stjórnvöld gáfu í gær út hrefnu- veiðikvóta fyrir næsta ár og verður heimilt að veiða 670 dýr, sem er minna en í fyrra. Í Noregi er talið að veiðarnar muni að mestu fara fram án vandkvæða enda fari andstaða við þær minnkandi á alþjóðavettvangi. Kvótinn fyrir þetta ár er 711 dýr. Samtals hafa veiðst 647 hrefnur það sem af er árinu. Norðmenn einir þjóða veiða hrefnur í hagn- aðarskyni en Íslendingar og Japanar veiða þær í vísindaskyni. Karsten Klepsvik, talsmaður norska ut- anríkisráðuneytisins, sagði í gær í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að greinilegt væri að andstaða við hvalveiðar Norðmanna færi minnkandi á alþjóðavettvangi. Hann telur að þolinmæði Norðmanna og stefnu- festa sé að skila árangri. „Ég tel að minni andstöðu við veiðarnar sé einkum að rekja til þess að við höfum ávallt stutt málflutning okkar vísindalegum rökum.“ Rune Frøvik, talsmaður hagsmunasamtaka hvalveiði- manna í Norður-Noregi, tók í sama streng. „Hvalveiðar vekja ekki sömu athygli og fyrr og andstaðan er ekki jafnkröftug og áður,“ sagði hann og bætti við að erlendir blaða- menn sem til Noregs kæmu til að kynna sér nýtingu á þessum stofnum skiluðu nú mun betri greinum en áður. Erlendir blaðamenn væru nú jafnvel tilbúnir að bragða á hval- kjöti og væri það mikil breyting. Segja minni andstöðu við hvalveiðar Norðmenn ákveða hrefnukvóta næsta árs FYRSTI skjálftinn reið yfir um klukkan 17:35 í gær. Í kjölfarið fylgdi hrina frá 19:15–19:45 og loks einn skjálfti klukkan 20:55. Margir skjálftar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.