Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JARÐSKJÁLFTAR Í KÖTLU Jarðskjáltaóróa varð vart í Kötlu í Mýrdalsjökli í gærkvöld og var al- mannavarnanefndum gert viðvart. Hrinan varð skammvinn og engin gostitringur í henni. Fyrsti skjálft- inn varð um klukkan hálfsex og var hann tæpir þrír á Richter-kvarða. Páll Halldórsson, jarðeðlisfræð- ingur á jarðskjálftadeild Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftanna hafi verið í Kötlu sjálfri á norður/ suður línu. Enginn vöxtur hafi hlaupið í ár á svæðinu. Almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra kom saman í gærkvöld en ekki þótti ástæða til að vera með vakt í nótt. Heilsurækt við Sundhöllina Sundlaugargarður með heilsu- rækt og veitingastað við Sundhöllina á Barónsstíg í Reykjavík er á meðal hugmynda sem kynntar eru á yfir- litssýningu um uppbyggingu í mið- borg Reykjavíkur sem stendur nú yfir í Bankastræti. Ívar Örn Guð- mundsson arkitekt hannaði hug- myndina. Hann bendir á að hér sé einungis um hugmynd að ræða sem þurfi að vinna frekar en hann vonist til að með henni skapist umræða um hvernig hægt sé að byggja upp miðbæinn. Ekki hennar hlutverk Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra segir að það sé ekki hennar hlutverk að dæma um hvort Samson eignarhaldsfélag hafi farið á svig við þau atriði sem sett voru fram í úr- skurði Fjármálaeftirlitsins varðandi hæfi félagsins til að fara með virkan eignarhlut í Landsbankanum. Það sé Fjármálaeftirlitsins að hafa eftirlit með að farið sé eftir úrskurðinum og hún treysti því vel til þess. Andstaða sögð minnkandi Norsk stjórnvöld tilkynntu í gær að á næsta ári verði heimilt að veiða 670 hrefnur, sem er minni kvóti en á síðasta ári. Hagsmunaaðilar og norska utanríkisráðuneytið telja að andstaða við veiðar Norðmanna á smáhvölum fari minnkandi á al- þjóðavettvangi. Nýr yfirmaður NATO Jaap de Hoop Scheffer, utanrík- isráðherra Hollands, var í gær út- nefndur næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og mun hann taka við af Robertson lávarði. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær de Hoop Scheffer tekur formlega við embættinu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Listir 28 Úr verinu 12 Umræðan 29 Erlent 14/15 Minningar 30/33 Höfuðborgin 17 Bréf 34 Akureyri 18 Dagbók 36/37 Suðurnes 19 Kirkjustarf 37 Austurland 20 Íþróttir 38/41 Landið 21 Fólk 42/45 Daglegt líf 22/23 Bíó 42/45 Forystugrein 24 Ljósvakar 46 Þjónusta 27 Veður 47 * * * KRAKKARNIR í grunnskólanum á Ísafirði víluðu ekki fyrir sér að velta sér upp úr fyrsta snjónum sem féll þar í gær. Ekki er hægt að segja annað en að þau séu vel klædd; með húfu, trefil og vettlinga. Vonandi að önnur börn taki þau til fyrirmyndar í þeim efnum því ekki er gott að fá kvef í byrjun vetrar. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Vel klædd í fyrsta snjónum NÝ stjórn Skeljungs hf. var kjörin á hluthafafundi félagsins í gær. Á fundinum var jafnframt samþykkt að fækka stjórnarmönnum úr fimm í þrjá. Þá var Gestur Jónsson, hæsta- réttarlögmaður, kjörinn formaður stjórnarinnar á fyrsta fundi hennar í gær. Aðrir í stjórn Skeljungs eru Ás- geir Thoroddsen, hæstaréttarlög- maður, og Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi for- maður stjórnarinnar. Hann er sá eini sem var endurkjörinn í stjórn Skelj- ungs. Úr stjórn Skeljungs gengu í gær þau Hörður Sigurgestsson, Guðný Björnsdóttir, Gunnar Þ. Ólafsson og Haraldur Sturlaugsson. Ný stjórn hjá Skeljungi UNG kona var á föstudag handtekin á Eyrarbakka þar sem hún var á leið í heimsókn á Litla-Hraun. Grunur lék á að hún væri með fíkniefni á sér sem hún hygðist koma inn í fang- elsið. Við leit á konunni fundust rúm- lega 200 töflur af lyfinu ritalin sem er amfetamínskylt lyf. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi hafði konan til viðbótar lyfjunum verið með sjö grömm af kókaíni en því hafði hún hent frá sér á leið sinni að fangels- inu. Við yfirheyrslu viðurkenndi konan að hafa ætlað að fara með efn- in inn í fangelsið. Reyndi að koma fíkniefn- um til fanga KÖGUN hf. hefur gengið frá samningi við banda- rísk-franska fyrirtækið Thales-Raytheon Systems (TRS) í Fullerton í Kaliforníu um verktöku við smíði á hugbúnaði fyrir samskiptakerfið Link-16 sem er nýtt fjarskiptakerfi fyrir örugg þráðlaus samskipti sem notuð eru í hernaði. Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segir að Link-16 geri fyrir hernaðarumhverfið það sama og Netið fyrir hinn venjulega mann. „Með þessu getur stöð sem er á jörðu niðri látið landher, flugvélar og skip öll eiga samskipti sín á milli á sama tíma yfir truflaða rás sem hleypur ört á milli tíðnisviða, þannig að ekki er hægt að trufla hana eða hlera,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morg- unblaðið. Verkefni sem tekur um tvö ár Gunnlaugur segir að Link-16 sé til í helstu her- veldum heimsins, s.s. Bandaríkjunum, Bretlandi og sjálfsagt Frakklandi og Þýskalandi líka. Gunnlaugur segir að það hafi tekið mjög langan tíma að landa samningnum, eða 4–5 ár. „Þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma. Fyrsti fundur minn með Raytheon var 2. júlí 1999.“ Gunnlaugur segir aðspurður að margir aðilar hafi sótt útboðsgögn vegna verksins á sínum tíma en aðeins einn aðili, þ.e. Kögun og Raytheon, hafi lagt inn tilboð. Tilboðið reyndist í fyrstu of hátt en var síðan endurskoðað og minnkað að umfangi, en veitti í staðinn valrétt á frekari verkefni á þessu sviði. Í fréttatilkynningu frá Kögun segir að verktími sé áætlaður rúm tvö ár og samningsfjárhæð sé um fimm milljónir Bandaríkjadala, eða tæpar 400 milljónir íslenskra króna. „Kögun hf. hefur tryggt tekjuflæði vegna samningsins að verulegu leyti gegn styrkingu krónunnar gagnvart dal með val- réttarsamningum.“ Eitt stærsta verkefni á sviði hugbúnaðar „Samkvæmt samningnum mun Kögun hf. sjá um gerð hugbúnaðar fyrir Link-16 og má ætla að um sé að ræða eitt stærsta verkefni á sviði hug- búnaðargerðar sem samið hefur verið um við ís- lenskt fyrirtæki,“ segir í tilkynningu sem fyrir- tækið sendi frá sér í gær. Vinna við verkefnið mun að mestu fara fram hér á landi og verður unnið með þeim mannafla sem fyrir hendi er hjá Kögun, að sögn Gunnlaugs Sig- mundssonar. „Link-16 er framtíðarsamskiptastaðall varnar- kerfa í heiminum og er notaður við stafræn sam- skipti milli varnarkerfa á vegum Atlantshafs- bandalagsins, þ.á m. samskipti stjórnstöðva við F-15 þotur bandaríska flughersins. Búist er við mikilli fjölgun slíkra kerfa næstu ár m.a. með til- komu fjölgunar ríkja innan bandalagsins. Aðkoma Kögunar hf. að þessu hátækniverkefni getur ef vel tekst til tryggt Kögun hf. frekari sóknarfæri á þeim vettvangi. Miðað við núverandi mannafla hjá félaginu tryggir Link-16 verkefnið verkefnastöðu félagsins næstu 2–3 árin. Ennfremur standa vonir til þess að frestaðir verkhlutar komi til fram- kvæmda þótt síðar verði og tryggi félaginu áfram- haldandi og aukin verkefni við viðhald og end- urnýjun íslenska loftvarnakerfisins.“ Kögun hefur gengið frá viðskiptasamningi um smíði á „hernaðarneti“ Samningur upp á tæp- ar 400 milljónir króna MÁLI dagföður í Kópavogi sem sakfelldur var fyrir að verða níu mánaða gömlu barni að bana með því að hrista það hefur verið vísað til Mannréttindadómstólsins í Strassborg vegna galla í málsmeð- ferð fyrir Hæstarétti. Sakfelling héraðsdóms var staðfest í Hæsta- rétti en fangelsisvist yfir mannin- um stytt úr þremur árum í eitt og hálft ár. Sveinn Andri Sveinsson hrl., sem er lögmaður mannsins, segir að málsmeðferðin fyrir Hæstarétti yfir manninum hafi brotið í bága við 6. gr. mannréttindasáttmálans um sanngjarna og réttmæta máls- meðferð. Þar sé í fyrsta lagi um það að ræða að ákærði skuli ekki hafa komið að í Hæstarétti öllum þeim læknaskýrslum sem gáfu sakleysi hans til kynna. Spurningar til lykilvitna Í öðru lagi sé um að ræða atriði sem snúi að læknaráði en segja megi að það hafi verið lykilvitni í málinu. Dómur Hæstaréttar byggi á niðurstöðu læknaráðsins, en verj- anda hafi aldrei gefist kostur á að beina sjálfstætt spurningum til læknaráðs og það hafi aldrei komið fyrir dóm til að svara fyrir álit sitt. Sveinn Andri segir að í þriðja lagi sé byggt á því að læknaráð hafi verið vanhæft. Lög um læknaráð geri ráð fyrir því að einstakir læknaráðsmenn víki sæti hafi þeir komið að afgreiðslu máls á fyrri stigum. Saksóknari hafi leitað til læknaráðs áður en ákæra hafi ver- ið gefin út og læknaráð hafi lagt blessun sína yfir niðurstöðu meina- fræðings sem hafi krufið barnið. Síðan komi til átta erlendir sér- fræðingar sem allir hafi viljað hnekkja þessari niðurstöðu meina- fræðings og læknaráðs. Hæstirétt- ur hafi brugðist við með því að senda spurningalista til læknaráðs sem aftur sé grundvöllur niður- stöðu dómsins. Hins vegar virðist það ekki hafa hvarflað að meðlim- um í læknaráði og þeir hafi í raun sett sig í þá stöðu að meta faglega sínar eigin niðurstöður, sagði Sveinn Andri enn fremur. Máli dagföður vísað til Mannréttindadómstólsins BÚIST er við tveimur vetnisstrætis- vögnum til Reykjavíkur á allra næstu dögum samkvæmt upplýs- ingum frá Strætó bs. Einn vetnis- strætisvagn til viðbótar verður send- ur hingað síðar frá verksmiðju Daimler-Benz í Þýskalandi. Strætó bs. gerir sér vonir um að stræt- isvagnarnir tveir verði komnir í notkun hinn 5. október. Fyrst um sinn verða þeir notaðir á leið 2, Grandi-Vogar, en stefnt er að því að nota vetnisvagnana á fleiri leiðum. Vetnisstrætisvagnar verða sendir til tíu borga í Evrópu, en um er að ræða verkefni sem Evrópu- sambandið hefur styrkt. Ríki, Reykjavíkurborg, Strætó bs. og Ný- orka taka þátt í verkefninu hér á landi. Vetnisvagnar á leið til landsins ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.