Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, og Tim Sale, orku-, vísinda- og tæknimálaráðherra Manitoba-fylkis í Kanada, hafa und- irritað sameiginlega viljayfirlýsingu við vetnisvæðingu. Í henni segir m.a. að kannaðir verði möguleikar á sam- eiginlegum verkefnum á sviði vetnis- væðingar svo og hugsanlegir kostir við manna- og upplýsingaskipti og kostir sameiginlegra rannsóknar- og þjálfunarverkefna. Samningurinn geti myndað grunn að mikilvægum tengslum í báðar áttir milli Norður- Ameríku- og Evrópumarkaðar. Fylk- isstjórnin í Manitoba hefur skuld- bundið sig til þess að kanna og nýta tækifæri til vetnisþróunar og skipað í þeim tilgangi framkvæmdanefnd um vetnismál í Manitoba. Enn eitt skrefið í aukinni samvinnu Íslands og Manitoba Iðnaðarráðherra benti á í ræðu að sterk mennningartengsl væru milli Íslands og Manitoba sem rekja mætti allt aftur til loka 19. aldar. Sýn Ís- lands og Manitoba sé keimlík á mörg- um sviðum og þá einnig varðandi orkumál. „Tengsl Íslands og Mani- toba eru einnig góð á stjórnmála- og viðskiptasviðinu svo og í menntamál- um. Með undirritun viljayfirlýsingar- innar um vetnisvæðingu nú er verið að taka enn eitt skref til þess að efla samvinnu þessara tveggja svæða enn frekar. Um árabil hefur það verið stefna ríkisstjórnar Íslands að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa og nú er svo komið að 72% heildarorku- notkunar Íslendinga eru fengin úr endurnýjanlegum orkulindum. Þetta hlutfall er hvergi hærra en hér. Stefn- an í vetnismálum er aðeins einn hluti af þessari langtímastefnu,“ sagði Val- gerður. Heimsókn forystumanna á sviði orkumála Manitoba til Íslands er lið- ur í ferðalagi í tengslum við verkefni sem nefnist „Powering the plains“ eða „orkuvæðing sléttanna“ að því er segir í sameiginlegri fréttatilkynn- ingu iðnaðarráðuneytisins og fylkis- stjórnarinnar í Manitoba. Að verkefn- inu standa opinber yfirvöld og einkaaðilar í Bandaríkjunum og Kan- ada og í því felst að marka stefnu í orku- og landbúnaðarmálum sem miðar að því að bæta virðisauka í at- vinnulífinu á svæðinu og draga úr hættu á loftslagsbreytingum og öðr- um umhverfisvandamálum. Háttsett- ir embættismenn, stjórnendur á sviði iðnaðar- og landbúnaðarmála og tals- menn endurnýjanlegra orkulinda og sjálfbærs landbúnaðar frá Iowa, Minnesota, Norður- og Suður-Dakota og Manitoba eru nú á ferð um fjögur ríki sem eru leiðandi í orkumálum, þ.e. Holland, Þýskaland, Danmörk og Ísland, þar sem þeir leita lausna í orkumálum. Ísland og Manitoba taka hönd- um saman á vetnissviðinu Morgunblaðið/Jim Smart Valgerður Sverrisdóttir og Tim Sale undirrituðu viljayfirlýsinguna í gær. LÖGREGLAN rannsakar enn árásina á ungan mann sem bar- inn var með hafnaboltakylfu við Select í Breiðholti aðfaranótt sunnudags. Í frétt Morgun- blaðsins var sagt að árásin hafi orðið í framhaldi af ryskingum á bílastæði við Eddufell kvöldið áður, en hið rétta er að báðir áttu þessir atburðir sér stað sama kvöldið með um tveggja klukkutíma millibili. Að því er næst verður komist virðist hafa verið ráðist á manninn við Sel- ect-stöðina af misgáningi, hann hafi hvergi komið nálægt árás- inni við Eddufell, og að þeir sem að árásinni stóðu hafi einfald- lega farið „mannavillt“. Ekki átök kynþátta Þá er sagt í fréttinni að líklegt megi telja að átökin tengist kyn- þáttafordómum en lögreglan telur ekki rétt að tala um kyn- þáttafordóma í þessu sambandi og undir það hafa vitni að at- burðunum, sem Morgunblaðið ræddi við, tekið; segja nær að tala um átök milli tveggja ólíkra hópa eða „klíkna“, litarháttur skipti þar minnstu máli. Vegna fréttarinnar skal tekið fram að söluturninn King Kong, sem nefndur er í fréttinni teng- ist á engan hátt þessum átökum. Ryskingar sem urðu sl. föstu- dagskvöld í Eddufelli urðu eftir að búið var að loka söluturnin- um og þar að auki urðu átökin ekki beint fyrir framan hann. Eigendur söluturnsins vilja taka fram að framkoma ungmenna sem eiga viðskipti í King Kong séu almennt mjög góð. Átök hópa í Breiðholti Fóru manna- villt MEÐALLESTUR Morgunblaðsins síðustu vikuna í ágúst var 50,1%, meðallestur Fréttablaðsins var 67,7% og meðallestur DV var 22,6%. Þetta kemur fram í nýrri fjölmiðlakönnun sem Gallup gerði 26. ágúst til 1. september sl. Ekki var í könnuninni spurt um gæði við- komandi fjölmiðla. Könnunin náði til 800 manns á aldrinum 12 til 80 ára. Var úrtakið valið með tilvilj- unaraðferð úr þjóðskrá. Svarhlut- fall var 62%. Er þetta í fyrsta sinn sem Gallup gerir könnun sem þessa í ágústmánuði. Um 69,6% lásu Morgunblaðið eitthvað í umræddri viku, um 90,8% lásu eitthvað í Fréttablaðinu og um 44,4% lásu eitthvað í DV. Í könnun Gallup sem gerð var 30. maí til 5 júní sl. var meðallestur Morgunblaðsins 53,4%, meðallestur Fréttablaðsins 65,9% og meðallest- ur DV 29,1%. Sjónvarpið með mesta áhorfið Sjónvarpið var skv. könnuninni með mest áhorf af sjónvarpsstöðv- unum en 66,7% að meðaltali stilltu á Sjónvarpið á virkum dögum og 61,6% um helgar. Samsvarandi töl- ur fyrir Stöð 2 eru 50,8% og 47,3%, fyrir Skjá 1 25,6% og 24,2%, fyrir Sýn 12,8% og 2,6% og fyrir Popp Tíví 6,3% og 7,9%. Þegar litið er á uppsafnað áhorf fyrir síðustu vikuna í ágúst kemur í ljós að 42,7% fylgdust með fréttum, íþróttum og veðri hjá Sjónvarpinu en 30,7% fylgdust með fréttum á Stöð 2. Þá kemur fram að 36,4% fylgdust með Laugardagskvöldi með Gísla Marteini og 29,7% fylgd- ust með Kastljósinu. Rúmlega 17% fylgdust með Íslandi í bítið og 14,5% fylgdust með Íslandi í dag. Þá fylgdust 24,3% með tíufréttum Sjónvarpsins.                                                         !"# $#% "&# ''#' ''#" &(#( " #% ''#' "(#' '(#% $# !#& $ #! &(#' '#% &"# &(# $"#" ''#$ !!#! (# $#$ "!#% !#% !!#' ''#& "%#$ # &!#' !"#& &!# & #$ 50,1% les Morgun- blaðið á hverjum degi VIÐ kosningu í nýja sveitarstjórn í sameinuðum Búða- og Stöðvarhreppi sl. laugardag var jafnframt kosið um nýtt nafn sveitarfélagsins og hlaut nafnið Austurbyggð flest atkvæði. Örnefnanefnd, sem veitir umsögn um nöfn sveitarfélaga, sagði í úrskurði sínum um Austurbyggð í síðasta mán- uði að það væri ekki heppilegt án frekari afmörkunar og gæti því ekki mælt með því. Samkvæmt upplýsing- um örnefnanefndar er það hins vegar félagsmálaráðuneytið sem staðfesta verður nýtt nafn á sveitarfélagi. Þarf sveitarfélagið að leggja tillögu um nafnið Austurbyggð fyrir ráðuneytið til að fá staðfestingu þess. Guðmundur Þorgrímsson, einn sveitarstjórnarmanna, lýsti þeirri skoðun sinni í Morgunblaðinu í gær að ætlunin væri að nota nafnið Aust- urbyggð. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann næsta skref að leita staðfestingar hjá réttum yfirvöldum fyrir því nafni. Hann ítrekaði furðu sína á andstöðu örnefnanefndar við nafninu Austurbyggð og taldi að nefndin hefði með afstöðu sinni upp- lýst hversu óupplýst hún væri um landafræði Austurlands. Í áðurnefndri greinargerð örnefna- nefndar til sveitarfélaganna var einn- ig fjallað um nöfnin Fjarðaborg, Nýi- bær, Sjávarbyggð og Kirkjuból. Er ekkert þeirra talið heppilegt en mælt með nafninu Suðurfjarðabyggð. Einnig er þar sett fram tillaga um nafnið Búða- og Stöðvarhreppur sem ekki hefði verið á lista frá sveitar- stjórnunum. Leita þarf stað- festingar KRINGUM áramótin mun takast að koma svo til allri starfsemi Háskóla Íslands á háskólasvæðið að sögn Ingjaldar Hannibalssonar, framkvæmda- stjóra rekstrar- og framkvæmdasviðs HÍ. Byrjað verður að flytja í nýja Náttúrufræðahúsið fyrir jól og hefst kennsla þar að sögn Ingjalds 5. janúar á næsta ári. Hann segir þetta mikinn áfanga sem muni gjörbreyta mörgu í starfsemi skólans. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag gagnrýndi líf- fræðinemi við HÍ að erfitt væri fyrir háskólanema að flakka milli kennslustaða á háskólasvæðinu og við Grensásveg. Ingjaldur segir að um og uppúr áramótum verði þessir erfiðleikar úr sögunni með því að Náttúrufræðahúsið verður tekið í gagnið og með nýrri aðstöðu sem verið sé að ganga frá í Haga við Hofsvallagötu og við Neshaga 16. Líffræði flytur frá Grensásvegi 11 og 12 í Nátt- úrufræðahúsið um áramótin, örverufræði flyst úr Ármúla 1a í Náttúrufræðahús og jarðeðlisfræði flytur úr 3. hæð Haga í Náttúrufræðahús. Kennsla í heimilislækningum og heilbrigðisfræði, sem ver- ið hefur í Sóltúni 1, flyst í Neshaga 16 í febrúar og lyfjafræði lyfsala verður flutt í Haga og þangað fer einnig réttarlæknisfræði sem er í Ármúla 30. Ingjaldur segir að starfsemi Háskólans sé því óðum að komast á háskólasvæðið. Kennsla í læknadeild fari mikið til fram í Læknagarði, hjúkrunarfræði í Eirbergi og sjúkraþjálfun sé til húsa við Skógarhlíð. Gert er ráð fyrir að hún fari síðan í Læknagarð í framtíðinni. Við þessa flutn- inga dregur nokkuð úr kostnaði vegna leigu og húsnæðið í Sóltúni 1 verður selt. Hann segir flutn- ingana í Náttúrufræðahúsið verða nokkurt átak. Starf HÍ að mestu komið á háskólasvæðið um áramót HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað strætisvagnabílstjóra af ákæru um að hafa raskað vettvangi slysstaðar með því að færa vagninn úr stað á meðan beðið var eftir lög- reglu. Tildrög málsins voru þau að kona á níræðisaldri slasaðist nokkuð þegar hún fór úr vagninum við strætóstöð- ina í Mjódd og bar hún við að hún hafi fengið vagnhurðina á sig, fallið við og lent á gangstéttarkanti en vagnstjór- inn taldi ólíklegt að hann hafi lokað hurðinni á konuna enda séu á hurð- unum skynjarar þannig að þær opn- ist aftur ef lokað sé á farþega. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað varðstjóra vagnstjórans um að hafa leyft umræddum vagn- stjóra að aka burt enda hafi hann haft „réttmæta ástæðu til að ætla að vagninn tengdist ekki slysinu og að það hefði ekki þýðingu fyrir rann- sókn málsins þótt vagninn væri færð- ur úr stað“. Bílstjóri hjá Strætó sýkn- aður af ákæru ÖKUMAÐUR slapp ómeiddur eftir bílveltu efst í Skriðdal skammt norð- an við Öxi um fimmleytið í gær. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er talið að bifreiðin hafi lent í lausamöl með fyrrgreindum afleiðingum. Bif- reiðin skemmdist mikið. Þá sluppu fimm manns lítið meidd er bíll sem þau voru í valt við Laufás á fjórða tímanum í gær. Bifreiðin er talsvert skemmd. Sluppu ómeidd úr umferðar- óhöppum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.