Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 23 Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Er veisla framundan... Glæsilegur veislusalur Ferðafélagins í Mörkinni til leigu Komum líka með veisluna heim til þín Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 FÓLKIÐ ...á hæðina ...á breiddina ...á lengdina ...á dýptina á föstudögum! ÞAÐ er bara sjálfselska í mérað reka Vöffluvagninn,“ seg-ir hinn sálfræðimenntaði Almar Miðvík Halldórsson sem kynntist belgískum vöfflum þegar hann bjó þar í landi í hálft ár. Þeg- ar hann kom heim árið 2001, sakn- aði hann vöfflunnar og ákvað að taka málin í sínar hendur. Vorið 2001 stofnaði hann Vöffluvagninn ásamt fjölskyldu sinni, að fyrir- mynd annarra slíkra víða í Evrópu en deigið fær Almar sent frá Liége í Belgíu, þaðan sem uppskriftin er, en hún er nefnilega álíka mikið leyndarmál og uppskriftin að Coca- cola. Vöfflur með rjóma og súkkulaði, með kanilsykri og rjóma, með ís, með líkjör og rjóma eða með hinni hefðbundnu sultu og rjóma. Úr þessu og fleiru til er hægt að velja í Vöffluvagninum. Almar segir að matseðill íslenska Vöffluvagnsins sé umfangsmeiri en matseðlar annarra vöffluvagna. Í Belgíu tíðkist að borða vöfflurnar án meðlætis, í Danmörku eru þær vinsælastar með banana, súkkulaðisósu og van- illuís en Frakkar borða þær með líkjör og rjóma. Í Danmörku þykir líka ómissandi að fá sér Cocio- súkkulaðimjólk með vöfflunum, að sögn Almars, og þann sið hefur Vöffluvagninn einnig tekið upp. Hann segir það hafa verið mark- miðið að taka það besta úr ýmsum horn- um og bjóða það allt saman í íslenska Vöffluvagninum. Íslensku vöfflurnar eru þýskar Vöfflur eru helsti skyndibitinn í Belgíu og hafa verið seldar í litlum vögnum eða hornum í búðum allt frá upphafi síðustu aldar. Alls eru til um fimmtíu teg- undir af vöfflum í Belgíu. Vöffl- urnar frá Liége eru úr gerdeigi, að sögn Almars, ólíkt þeim íslensku sem í raun eru þýskar að uppruna. Liége vöfflurnar eru einnig með sérstökum sykri í, sem myndar sæta húð utan á þær við steikingu. Belgar eru þekktir fyrir að vera meistarar í konfektgerð og þeir eru smátt og smátt að koma þeirri stað- reynd á framfæri að franskar kart- öflur eru í raun ekki franskar, held- ur belgískar. Vafflan er líka þeirra þjóðarréttur og það er greinilegt að mikil sælkerahefð er í þessu Evr- ópulandi. Rekstur Vöffluvagnsins er nú orðið sumarstarf hjá Almari sem starfar hjá Námsmatsstofnun. Vöffluvagninn er opinn alla daga vikunnar á sumrin og fer þá á milli miðbæjarins og Laugardalslaugar. Nú hefur vetrarafgreiðslutíminn tekið völdin og þá er bara opið á Lækjartorgi aðfaranætur laug- ardags og sunnudags, frá miðnætti til sjö að morgni. Íslendingar hafa tekið belgísku vöfflunum vel, að hans sögn og á venjulegri helgarnótt koma um 150–200 manns og fá sér vöfflu. Það er oft líflegt í bænum. „Mér er minnisstætt þegar fólk kemur kannski þrisvar, fjórum sinnum á sama kvöldi og er orðið hálfskömm- ustulegt þegar það biður um eina í viðbót,“ segir Almar og hlær en tel- ur ekki eftir sér að afgreiða margar vöfflur í röð ofan í sama fólkið. Næturvöfflur Nýsteikt og ómótstæðileg vaffla. Morgunblaðið/Kristinn Það voru engar vöflur á þessum tveimur, sem fengu sér eina vöfflu saman. Ragnheiður Pálsdóttir við afgreiðslu í Vöffluvagninum á Lækjartorgi aðfaranótt laugardagsins.  SÆLKERAR ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.