Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 24
Mega nota félö festa samhliða ÞÓRUNN Guðmundsdóttir, lögmaðurLex lögmannsstofu, segir það hafalegið ljóst fyrir að forsvarsmennSamsonar eignarhaldsfélags vildu halda því opnu að þeir gætu fjárfest í öðrum fyrirtækjum hér á landi þótt félag þeirra eign- aðist tæpan helming hlutafjár í Landsbanka Íslands. Það hafi meðal annars komið fram í viðræðum við Fjármálaeftirlitið þegar verið var að meta hæfi Samsonar eignarhaldsfélags til að kaupa hlut ríkisins í bankanum. „Fjármálaeftirlitið beindi þeim tilmælum til Samsonar ehf. að eigendur félagsins breyttu samþykktum sínum á þann veg að tilgangur þess væri takmarkaður við eignarhald á hluta- bréfum í Landsbanka Íslands. Við féllumst á það og sögðum að þá væri hægt að nota önnur félög í aðrar fjárfestingar. Þessi skilyrði Fjár- málaeftirlitsins miðuðust bara við Samson eignarhaldsfélag. Það lagði engar hömlur á önnur félög í eigu sömu aðila,“ segir Þórunn og engin athugasemd hafi verið gerð af hálfu Fjármálaeftirlitsins við þetta. Því var upphaflegum samþykktum Samson- ar eignarhaldsfélags breytt úr því að vera fé- lag í almennri eignaumsýslu og fjárfestingar- starfsemi í að halda einungis utan um hlutabréfaeign í Landsbanka Íslands. Í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, þegar Sam- son ehf. var metið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Landsbankanum, segir að rík áhersla sé lögð á að tryggt verði að eignarhlut- ur Samsonar skapi félaginu ekki annan ávinn- ing en þann sem felist í ávinningi hluthafa af heilbrigðum og arðsömum rekstri bankans. Þannig að eigendur, bankaráðsmenn eða tengdir aðilar njóti ekki aðstöðu í bankanum s.s. íhlutunar í viðskiptalegar ákvarðanir er varða þá sjálfa eða tengd félög. Verða áfram að geta fjárfest Stærstu eigendur Landsbankans þeir Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson hafa í gegnum annað fjárfestingarfélag, Samson Global Limited, verið atkvæðamiklir í við- skiptum með bréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi og Eimskip. Þau viðskipti hafa öll far- ið sam banka Þóru litsins þessar njóti e aðra. magna Aðsp greind í fyrirt bankan Aðaleigendum Landsbankans ekki settar Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, banka 24 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson for-sætisráðherra sagði ífréttum Sjónvarpsinsí gær að ekki væri æskilegt að bankar ættu stór fyrirtæki til lengd- ar. Hann sagði einnig að honum líkaði það illa að ís- lenskur hlutabréfa- markaður væri að veikjast. „Það er ekki æskilegt að bankar séu með stór fyr- irtæki á sínum snærum til lengdar, ekki að mínu viti, en hitt er annað mál að bankar geta ver- ið áhrifavaldar og hreyfiafl í viðskiptalífinu og ég hygg að það sé ekkert í sjálfu sér á móti því ef það er gert af varúð og af tillitssemi við alla viðskiptamenn banka [...],“ sagði ráðherra í frétt Sjón- varpsins. Mikil öfugþróun Fram kom í fréttinni að for- sætisráðherra teldi Eimskip vera gróið og gott fyrirtæki sem hefði gert þjóðinni gagn frá fyrstu tíð með því að tryggja flutninga til og frá landinu. „Það þýðir ekki að þetta fyr- irtæki eigi að vera óumbreyt- anlegt gagnvart framtíðinni,“ sagði ráðherra. „Ég sé ekkert á móti því að Eimskip lúti sömu forsendum á markaði eins og önnur fyrirtæki.“ Þegar forsætisráðherra var inntur eftir því hvort honum fynd- ist eignir sífellt vera að færast á æ færri hendur sagði hann: „Kosturinn kannski við það sem tengist Björgólfi Guðmynd- ssyni og þeim feðg- um og því samstarfi sem þeir eru í, sem maður fagnar, er að þeir eru að koma með fjármuni til Ís- lands. Þeir eru að fjárfesta hér heima. Það verður okkur öllum til gagns. Ég hef reyndar ekki rannsakað nákvæmlega eða kortlagt hvar eignarhaldið ligg- ur núna, en ég held að það sé ekki komið á neitt hættulegt stig.“ Í fréttinni kom einnig fram að Davíð teldi það mikla öf- ugþróun að fyrirtæki leituðu ekki mikið til almennra fjár- festa á íslenskum hlutabréfa- markaði um þessar mundir. „Mér líkar það illa að mark- aðurinn skuli vera að veikjast og ég vona að hann styrkist aft- ur. Það getur út af fyrir sig gerst með nýjum fyrirtækjum og með ýmsum öðrum breyt- ingum gagnvart þeim fyr- irtækjum sem nú eru á mark- aði.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra Ekki æskilegt að bankar eigi stór fyrirtæki til lengdar Davíð Oddsson VALGERÐUR dóttir, viðskiptaaðarráðherra, það sé ekki hen verk að dæma um hvort eignarhaldsfélag hafi fari við þau atriði sem sett vo úrskurði Fjármálaeftirlits andi hæfi félagsins til að virkan eignarhlut í Land um. Það sé Fjármálaeftir hafa eftirlit með að farið sé skurðinum og hún treysti þess. Í ákvörðuninni kemur það hafi haft áhrif á mat F eftirlitsins á hæfinu að sa um Samsonar eignarha hafi verið breytt í þá ver gangur félagsins sé takm við eignarhald á Landsban Valgerður sagði í sam Morgunblaðið að hún hefði hlutverk að vera eftirlitsa viðskiptalífinu. Það hlutve Fjármálaeftirlitið með samkvæmt lögum. Hún h Samson Landsbankann og skurð Fjármálaeftirlitsins að félagið væri hæft til að e an eignarhlut. „Síðan er irlitsstjórnvaldsins að fylg því að það sé farið að úrsk og hann sé ekki brotinn,“ s gerður. Hún sagðist aðspurð væ að Fjármálaeftirlitið mynd að það væri farið að þeim á sem sett voru fyrir kaupu sonar á Landsbankanu treysti Fjármálaeftirlitinu vel í sínu hlutverki í þessu og öðrum,“ sagði Valgerðu Geta ekki verið kjölfestufjárfesta Valgerður fjallar um arnar í viðskiptalífinu að Viðskiptaráð FME úrsku BANKAR OG FYRIRTÆKI Davíð Oddsson forsætisráð-herra sagði í fréttum ríkis-sjónvarpsins í gærkvöldi, að hann teldi ekki æskilegt að „bankar séu með stór fyrirtæki á sínum snær- um til lengdar … en hitt er annað mál, að bankar geta verið áhrifavald- ar og hreyfiafl í viðskiptalífinu …“ Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra fjallaði um sama mál á heimasíðu sinni í gær og segir: „Bankar geta ekki verið kjölfestu- fjárfestar í öðrum fyrirtækjum en fjármálafyrirtækjum. Þeir geta hins vegar til skamms tíma tekið yfir rekstur, sem er í erfiðleikum og einn- ig geta þeir sinnt svokallaðri fjárfest- ingarbankastarfsemi, þ.e. að kaupa fyrirtæki í því skyni að sameina ann- arri starfsemi, selja almenningi eða umbreyta á annan hátt.“ Og ráðherrann segir ennfremur: „Það er augljóst að það getur verið mjög erfitt fyrir banka að eiga í fyr- irtækjum vegna hugsanlegra hags- munaárekstra. Það eru hins vegar hagsmunir bankanna sjálfra að sjá til þess, að traustið og trúverðugleikinn sé til staðar. Einnig er það hlutverk Fjármálaeftirlitsins að bregðast við ef einstakir hagsmunir bankanna rekast á.“ Morgunblaðið hefur undanfarnar vikur ítrekað lýst áhyggjum vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur að bankar verða sífellt umsvifameiri sem stórir hluthafar í fyrirtækjum og m.a. vísað til misjafnrar reynslu Þjóðverja af því fyrirkomulagi.Yfir- lýsingar Davíðs Oddssonar og Val- gerðar Sverrisdóttur sýna hins vegar að ráðherrar í ríkisstjórn gera sér glögga grein fyrir að um varasama þróun er að ræða. Viðskiptaráðherra segir einnig af þessu tilefni: „Atburðir síðustu vikna sýna þörfina fyrir öflugt opinbert eft- irlit með bönkum og eigendum þeirra. Fjármálaeftirlitið hefur í dag þau tæki og tól sem það þarf til að hafa öflugt eftirlit með bönkum og eigendum þeirra. Í nýlegu áliti Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram, að búið sé að efla lög og reglugerðir um fjármálastarfsemi ásamt því að styrkja fjármálaeftirlit og gera um- fangsmiklar umbætur í samræmi við kjarnareglur Baselnefndar um bankaeftirlit.“ Þessar ábendingar Valgerðar Sverrisdóttur og yfirlýsingar hennar og Davíðs Oddssonar verða áreiðan- lega til þess, að stjórnendur bank- anna gæta að sér að ganga ekki of langt í þessum efnum enda fer ekki á milli mála, að við verður brugðizt geri þeir það. Viðskipta- og atvinnulíf, sem bygg- ist á því að ákveðinn fjöldi fyrirtækja komi fram sem einhvers konar fylgi- hnettir þriggja öflugra banka getur varla verið eftirsóknarvert fyrir okk- ur Íslendinga. Atvinnufyrirtækin eru grundvöllurinn, sem afkoma okkar byggist á. Bankarnir eru þjónustuað- ilar við það atvinnulíf. MIÐBORGIN SEM UPPBYGGINGARSVÆÐI Skemmtileg hugmyndaauðgi ríkirá sýningu Aflvaka hf. og hverf- isráðs miðborgarinnar, sem hefur verið opnuð í Bankastræti 5 og sagt er frá á höfuðborgarsíðu Morgun- blaðsins í dag. Á sýningunni er kynnt stefnumótun um uppbyggingu miðborgarinnar og þau tækifæri, sem nýtt deiliskipulag fjölmargra reita í miðbænum skapar. Ýmis verkefni sem ýmist eru hafin eða að komast á framkvæmdastig eru kynnt, t.d. ný íbúðabyggð í Skugga- hverfi, uppbygging atvinnuhúsnæðis við Höfðatorg, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, áform um íbúðabyggð á Ölgerðarreitnum við Njálsgötu, hugmyndirnar um tón- listar- og ráðstefnuhús við Austur- höfnina og þannig mætti áfram telja. Jafnframt eru ýmsar hugmyndir um uppbyggingu og framkvæmdir á einstökum reitum kynntar, sem margar hverjar eru skemmra á veg komnar. Sagt er frá nokkrum þeirra í blaðinu í dag. Þar á meðal eru hugmyndir um að nýta betur útivistarsvæði í miðborg- inni; byggja tónleikasvið og veitinga- stað í Hljómskálagarðinum og gera sundlaugargarð með líkamsræktar- stöð, rennibrautum og tilheyrandi við Sundhöll Reykjavíkur. Hvort tveggja eru þetta tillögur, sem miða að því að nýta betur græn svæði, sem til þessa hafa kannski verið bezt fallin til heyskapar, og auka nota- gildi þeirra fyrir borgarbúa. Þá eru athyglisverðar hugmyndir um göngugötu á milli Skólabrúar og Austurstrætis, sem gæti orðið sól- argata með útikaffihúsum, eins og það er orðað í umfjöllun blaðsins í dag. Þegar sýningin er skoðuð, blasir við að möguleikarnir í miðbænum eru gífurlegir og hann á alla mögu- leika á að ganga í endurnýjun lífdaga á næstu árum. Líkt og haft er á orði í kynningu Aflvaka, getur miðborgin orðið eitt helzta uppbyggingarsvæði borgarinnar í náinni framtíð. Það var sannarlega kominn tími til; und- anfarna áratugi hafa Reykvíkingar um of beint kröftum sínum að því að dreifa borginni um nærsveitirnar, en vanrækt að hlúa að byggð og mann- lífi í miðborginni. Mikilvægt er að sú uppbygging, sem áformuð er í miðborginni, fari fram í góðri sátt við byggingararf- leifð hennar og heildarsvip – í þeim efnum hafa arkitektar og skipuleggj- endur raunar lært mikið á undan- förnum árum. Ekki eru þó allar hug- myndir að breytingum góðar, eins og Morgunblaðið hefur áður bent á. Þannig væri það skaði, ef merk sögu- leg bygging á borð við Austurbæj- arbíó yrði að víkja fyrir íbúðablokk, sem koma mætti fyrir víða annars staðar. Krafti og dirfsku, sem ein- kennir hugmyndir um uppbyggingu og endurnýjun miðbæjarins, verður að fylgja nærgætni gagnvart göml- um verðmætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.