Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við kveðjum þig hinstu kveðju, elsku Magga frænka. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóh. frá Brautarholti.) Jón, María, Kolbrún og Einar. HINSTA KVEÐJA ✝ María MargrétSigurðardóttir kjólameistari fæddist á Hróarstöðum á Skaga í Húnavatns- sýslu 23. júní 1912. Hún andaðist á Heilsustofnuninni á Blönduósi 12. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Pál- ína Sigurðardóttir, f. 7. febrúar 1879 í Fornubúð í Folafæti við Seyðisfjörð vestra, d. 13. október 1959, húsmóðir, og Sigurður Gísla- son, f. 9. ágúst 1875 á Hróarsstöð- um, d. 25. júlí 1921, bóndi í Króki. Systkini Maríu Margrétar eru: Guðrún Oddsdóttir, f. 18. október 1903, d. 2. maí 1976; Sæmundur Guðjón Ólafsson, f. 15. maí 1908, d. 15. desember 1988; Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, f. 24. september 1915, d. 11. júní 2003; og Auður Sigurðardóttir, f. 11. júní 1918 og býr á dvalarheimili aldraðra, Sæborg á Skagaströnd. María Margrét gift- ist 7 mars 1952 Frið- riki G. J. Guðmunds- syni múrarameistara, f. 20. sept 1907 í Bol- ungarvík, d. 21. mars 1981. Þau voru barn- laus. María Margrét stundaði nám við Kvennaskólann á Blöndósi og síðar lauk hún námi í kjóla- saumi. Hún starfaði við saumaskap í fjölda ára en eftir að hún hætti því starfaði hún í eld- húsinu á Kópavogshæli og síðustu starfsárin á saumastofunni á Ála- fossi. Hún bjó mestan sinn búskap í Kópavogi en 1999 flytur María Margrét norður á Skagaströnd á Sæborg til Auðar systur sinnar. Útför Maríu Margrétar fer fram Aðventkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er komið að kveðjustund, Magga frænka er farin. Hún er samofin bernskuminningum okkar frá fyrstu tíð, var eiginlega þriðja amman. Heimsóknir í Hlaðbrekk- una þar sem skálin með kandísnum beið og þau Magga og Friðrik þoldu öll uppátækin og hlógu með okkur. Hjá þeim hittust ættingjarnir og upp í hugann koma öll spaugilegu atvikin eins og þegar Aron beit Maju í kinnina í staðinn fyrir að kyssa hana bless og Magga bað Guð að hjálpa sér. Og þegar Jón Ingi ákvað að prófa rakáhöldin hans Friðriks og kom svo fram allur í raksápu og blóði. Þá fórnuðu gömlu hjónin höndum og við héldum að við myndum aldrei fá að koma í heim- sókn aftur. Eftir að Friðrik dó flutti Magga frænka í Hamraborgina. Það var ekki minna spennandi að heimsækja hana þar. Hún leyfði okkur að horfa á teiknimyndir í kapalkerfinu og svo var hægt að fylgjast með öllu sem gerðist niðri í bílageymslunni á einni rásinni í sjónvarpinu. Það var líka gaman að fá að skoða í krúsir og skúffur hjá henni, hún átti svo marga forvitni- lega hluti. Á jólunum var Magga frænka yfirleitt hjá okkur og þá fyrst gátu jólin byrjað þegar hún var komin. Hún kenndi okkur að vera stillt og hlusta á messuna og neitaði að spila við okkur á aðfanga- dagskvöld en það gerði hún svo þegar við heimsóttum hana seinna um jólin. Magga frænka kom oft með okkur í bíltúr, það fannst henni gaman en það var henni oft erfitt að komast inn og út úr bílnum því hann var hár og hún slæm í hnján- um. Einu sinni gekk óvenju illa fyr- ir hana að komast út. „Hoppaðu, Magga, hoppaðu nú,“ ráðlagði Ölver og Magga hló svo mikið að það ætl- aði aldrei að takast að ná henni út úr bílnum. Árin liðu, við urðum full- orðin og fórum að koma til hennar með okkar börn. Og hún tók þeim eins og okkur forðum en nú var Magga hætt með kandísinn og kom- in með „skaðlausa“ mola, það er að segja Síríus-suðusúkkulaðið. Minningarnar eru margar og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Möggu frænku á þann hátt sem okkur auðnaðist. Hún var ákveðin kona, hlý og traust og hafði næmt auga fyrir skemmtilegu hlut- unum í lífinu. Við kveðjum frænku okkar með hlýjum hug og þökkum henni sam- fylgdina. Auður Björk, Tryggvi Ölver og Anna María. MARÍA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR ✝ Elsa S. Melstedfæddist í Reykja- vík 22. nóvember 1920. Hún lést á dval- ar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 11. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Victor Strange, f. 2. september 1896, d. 4. ágúst 1975, og Hansína Strange, f. 8. júní 1900, d. 1. maí 1986. Systkini Elsu eru: Borghildur (lát- in), Vilborg, Gyða (lát- in), Egill, Grétar, Ruth og Victor. Hinn 14. desember 1940 giftist Elsa eftirlifandi eiginmanni sínum Páli Melsted múrara, f. 13. desem- ber 1914 á Patreksfirði. Foreldrar hans voru Halldór Melsted, f. 20. febrúar 1870, d. 11. desember 1954, og Ólína Melsted, f. 10. ágúst 1877, d. 26. febrúar 1963. Elsa og Páll eiga sjö börn, átján barnabörn og tólf barnabarnabörn. Börn þeirra eru: 1) Victor, rennismiður, f. 19. apríl 1941, kvæntur Rannveigu Árnadóttur húsmóður, f. 5. júlí 1942. Dætur þeirra eru: Hildur, sambýlismaður Jón Bjarnason, Birna, í sambúð með Hjörvari Hjör- dætur. Maki Aðalheiðar er Hreinn Jakobsson. Synir þeirra eru Tryggvi Páll og Egill Már. Börn Ragnheiðar eru Kristín og Helgi. 5) Páll, skrúðgarðyrkjumeistari, f. 16. desember 1954, kvæntur Guðlaugu Elíasdóttur lyfjatækni, f. 26. nóv- ember 1953. Börn þeirra eru Þor- mar, Gunnhildur og Helgi Páll. 6) Ruth, lyfjatæknir, f. 23. október 1959, var gift Kristjáni Einari Ein- arssyni ljósmyndara, f. 29. apríl 1958. Synir þeirra eru Hjalti og Bjarki. 7) Ólafur landslagsarkitekt, f. 2. desember 1965, kvæntur Val- gerði Ástu Sveinsdóttur innanhúss- arkitekt, f. 16. apríl 1965. Börn þeirra eru Sveinn Ólafur og Ásta Dagmar. Elsa ólst upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hún gekk í Mýrar- húsaskóla og Ingimarsskóla. Elsa lærði kjólasaum og vann á sauma- stofu þar til hún gekk í hjónaband. Heimilið varð hennar starfsvett- vangur en með húsmóðurstarfinu stundaði hún einnig saumaskap. Síðustu tíu starfsárin vann hún við ræstingar hjá Leikskólum Reykja- víkur og Háskóla Íslands. Elsa starfaði í skátahreyfingunni frá unglingsaldri. Elsa og Páll bjuggu lengst af á Sólbakka við Nesveg en síðustu þrjú ár á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Minni-Grund. Útför Elsu verður gerð frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. leifssyni. Þau eiga soninn Victor. Guð- björg, sambýlismaður Almar Danelíusson. 2) Halldór, módelsmið- ur, f. 9. júlí 1946, kvæntur Þórunni Kristinsdóttur hús- móður, f. 30. júní 1946. Börn þeirra eru: Unnur, maki Benedikt Sveinsson. Þau eiga soninn Björn. Páll, sambýliskona Hulda Karlsdóttir. Helga er dóttir þeirra, fyrir á Páll dótturina Þórdísi. Kristinn, í sambúð með Bryndísi Axelsdóttur. Dóttir þeirra er Kara Lind. 3) Hans- ína, bankastarfsmaður, f. 20. júlí 1949, gift Ævari Sigurðssyni bíla- málarameistara, f. 30. maí 1944. Dætur þeirra eru: Elsa, sambýlis- maður Árni Alvar Arason. Ævar og Edda eru börn þeirra. Inga, í sam- búð með Erni Sigurgeirssyni. Dótt- ir þeirra er Rakel. 4) Stefán, lög- fræðingur, f. 9.ágúst 1952, kvæntur Kristínu Árnadóttur bankastarfs- manni, f. 5. ágúst 1949. Sonur þeirra er Stefán Örn. Dætur Krist- ínar og stjúpdætur Stefáns eru Að- alheiður og Ragnheiður Ásgríms- Í dag kveð ég í hinsta sinn kæra tengdamóður mína, Elsu Melsted. Elsa var einstök kona, hjartahlý og trú sínu fólki og fór ekki í manngrein- arálit. Hún reyndist mér sem hin besta móðir. Umhyggju og kærleik fann maður ætíð í návist hennar. Hún hafði góða kímnigáfu og sá iðulega spaugilegu hliðarnar á hverju málefni og var þá jafnan stutt í hlát- urinn. Elsa var einstaklega handlagin og lék allt í höndum hennar. Hún hóf snemma að fást við saumaskap og sagðist á þrettánda árinu hafa saum- að fyrstu buxurnar á bræður sína. Segja má að saumavélin hafi vart stoppað hjá henni eftir það. Elsa var hin besta húsmóðir og helgaði sig heimilshaldinu og uppeldi barnanna. Hún var alltaf vakin og sofin yfir velferð sinna nánustu. Oft var margt um manninn á Sól- bakka og ætíð pláss fyrir alla. Eft- irmiðdagskaffið á sunnudögum er öll- um minnisstætt. Húfreyjan var einkar lagin við að koma öllu hagan- ELSA S. MELSTEDOkkar hjartkæri, HARALDUR BOGASON fyrrv. bifreiðastjóri, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést sunnudaginn 14. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Aðalbjörg Jóhannesdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTINN JÓN JÓNSSON, Brautarholti 13, Ísafirði, sem lést aðfaranótt föstudagsins 19. septem- ber, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon, Ísafirði. Ólafía Aradóttir, Jón Guðni Kristinsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Halldóra Kristinsdóttir, Baldur Þ. Jónasson, Hugrún Kristinsdóttir, Gunnar Gaukur Magnússon og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Eskihlíð 6A, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. september sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún C. Whitehead, Bjarni Þ. Guðmundsson, Þór Whitehead, Gerður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, HELGA BALDVINSDÓTTIR, Hægindi, Reykholtsdal, andaðist á Dvalarheimili aldraða, Borgarnesi, laugardaginn 20. september. Auður Pétursdóttir, Vigfús Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, PÉTUR INGI SCHWEITZ ÁGÚSTSSON, Deildarási 9, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 21. septem- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Steingrímsdóttir, Arnheiður Schweitz Pétursdóttir, Anna Kristín Pétursdóttir, Ragnar Ólafur Ragnarsson, Inger Birta Pétursdóttir, Inger Birthe Gíslason, Ágúst Gíslason, Berglind Ragnarsdóttir og systkini. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA BJARNADÓTTIR, áður til heimilis í Hjaltabakka 8, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 21. september. Börn, tengdasonur og barnabörn. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.