Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert full(ur) af lífi, spennu og sköpunargleði. Fyrir vik- ið nærð þú góðum árangri. Ekki láta líkamlega erfið- leika halda aftur af þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert sérlega viðkvæmur og samúðarfullur gagnvart vin- um þínum í dag. Það er eins og þú skynjir hvað öðrum finnst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sá hæfileiki þinn að gera hlut- ina aðlaðandi gæti skipt sköp- um í vinnunni í dag. Ekki vera hrædd(ur) við að leggja fram tillögur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ást við fyrstu sýn gæti orðið að veruleika í dag. Með sama hætti munt þú kunna að meta og eiga auðvelt með að um- gangast börn. Hjarta þitt er opnara í dag en oft áður. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir fengið gjöf, sem gæti lífgað upp á heimilið eða orðið til að hjálpa fjölskyldumeðlim. Þú gætir einnig verið sá/sú sem gefur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er mjög auðvelt að eiga samskipti við aðra í dag og þú skilur hvað þeir eru að fara. Þú ættir að nota tækifærið til samninga, kennslu eða ann- arra samskipta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar að kaupa eitthvað verulega fallegt í dag, jafnvel einhvern dýran munað. Ef þú hefur efni á því án þess að skuldsetja þig skaltu láta af verða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert í skapi til að umgangast fólk. Þér finnst þú vera snið- ug(ur) og það er rétt. Notaðu hvert tækifæri til að skemmta þér og gleðja aðra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt kunna að meta allan þann tíma, sem þú hefur fyrir sjálfa(n) þig í dag. Einvera í fallegu umhverfi mun koma friði á hugann. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gagnkvæm samúð milli vina mun gera þér auðvelt að hjálpa öðrum, eða auðvelda öðrum að hjálpa þér. Vanda- málin eiga ekki að vaxa í aug- um. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Öðrum finnst þú sérlega glæsileg(ur) í dag. Einhver gæti öfundað þig. Svo virðist sem allt gangi þér í haginn, jafnvel þótt þú áttir þig ekki á því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að skynja fegurð í dag og ættir að fara í bókabúð, listaverkabúð, al- menningsgarð eða listasafn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur til með öðrum og skynjar þjáningu þeirra. Þess- ar tilfinningar eru sérstaklega sterkar í dag og þú ættir að nýta tækifæri til að koma til hjálpar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FYRIR ÁTTA ÁRUM Ennþá brennur mér í muna, meir en nokkurn skyldi gruna, að þú gafst mér undir fótinn. Fyrir sunnan Fríkirkjuna fórum við á stefnumótin. En eg var bara, eins og gengur, ástfanginn og saklaus drengur. Með söknuði ég seinna fann, að við hefðum getað vakað lengur og verið betri hvort við annað. Svo var það fyrir átta árum, að ég kvaddi þig með tárum, daginn sem þú sigldir héðan. Harmaljóð úr hafsins bárum hjarta mínu fylgdi á meðan. En hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar hittist fyrir hinumegin? Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. Tómas Guðmundsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 100 ÁRA afmæli. Ídag, þriðjudaginn 23. september, er 100 ára Bergljót Þorsteinsdóttir, vistmaður á Skjólgarði í Höfn í Hornafirði. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 23. september, er fimmtug Vig- dís Erla Grétarsdóttir tann- tæknir. Eiginmaður hennar er Helgi R. Gunnarsson. Þau verða að heiman í dag. ALSLEMMA gæti hæglega unnist, en suður fær það hófstillta verkefni að spila sex spaða: Norður ♠ 53 ♥ 1083 ♦ ÁK1098 ♣762 Suður ♠ ÁKDG10 ♥ ÁD97 ♦ D2 ♣ÁK Útspilið er laufdrottning. Hvernig er best að spila til að tryggja tólf slagi? (Trompið er 4-2.) Það eru þrettán slagir á borðinu ef tígulgosinn kem- ur í þrjá efstu. En hins veg- ar er ónákvæmt að spila tíglinum beint af augum. Ef gosinn er fjórði úti verður sagnhafi að fara í hjartað og getur ekki svínað nema einu sinni. Norður ♠ 53 ♥ 1083 ♦ ÁK1098 ♣762 Vestur Austur ♠ 9764 ♠ 82 ♥ G54 ♥ K62 ♦ 76 ♦ G543 ♣DG104 ♣9853 Suður ♠ ÁKDG10 ♥ ÁD97 ♦ D2 ♣ÁK Til að fullnýta hjartað og komast hjá ágiskun þarf tvær innkomur í borð. Og þær má fá með því að spila tígultvisti á tíuna! Ef austur tekur á gosann er tígullinn frír og svíning í hjarta óþörf. Besta vörn austurs er því að dúkka. Sagnhafi notar þá innkomuna á tígultíu til að svína fyrir hjartagosa. Síðar yfirdrepur hann tígul- drottningu og prófar tíg- ulinn, en þegar gosinn kem- ur ekki, er svínað aftur í hjarta, nú fyrir kónginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessar duglegu stúlkur, Sólveig Rán Stefánsdóttir og Gunnhildur Einarsdóttir, söfnuðu kr. 2.170 til styrktar Rauða krossi Íslands. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 dxe5 5. Rxe5 c6 6. Bd3 Rd7 7. Rxd7 Bxd7 8. 0-0 g6 9. He1 Bg7 10. c3 0-0 11. Bg5 He8 12. Rd2 Dc8 13. Rc4 Bf5 14. Be2 Dc7 15. Bf3 Had8 16. Db3 Be6 17. Hxe6 fxe6 18. He1 b5 19. Re5 Hf8 20. Bg4 Hd6 21. Rd3 h6 22. Bh4 Kh7 23. Bg3 e5 24. dxe5 Hdd8 25. Rc5 Db6 26. Re6 h5 Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.560) hefur að undanförnu staðið sig með mikilli prýði. Hann vann öflugt alþjóðlegt mót í Danmörku, sigraði með fáheyrðum yfirburð- um í landsliðsflokki og endaði í þriðja sæti á Skákþingi Norðurlanda. Á síðastnefnda mótinu tefldi hann skák gegn norska stórmeistaranum Einari Gausel (2.533) sem er með þeim glæsi- legri á hans skákferli. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Eftir sérstaka byrjunartafl- mennsku beggja keppenda fórnaði Hannes skiptamun í 17. leik og bætti síðan stöðu sína hægt og sígandi. Þegar hér var komið í sögu var orðið tímabært að greiða svörtum náðarhöggið. 27. Bxh5! gxh5 28. Dc2+ Kh6 28. … Kg8 gekk ekki upp vegna 29. Dg6 Hf7 30. Rg5 og hvítur vinnur. 29. Bh4 Bf6 30. exf6 exf6 31. Df5 Hg8 32. He5!! Stórkost- legur lokahnykkur á frábærri skák. Svartur gafst upp enda getur hann ekki varist máti. HLUTAVELTA 12 spora starf í Áskirkju KYNNING á tólf spora starfinu fer fram í kvöld, þriðjudaginn 23. sept- ember, kl. 19 í neðri safnaðarsal Ás- kirkju við Vesturbrún. Þetta starf er ætlað fólki sem kann að hafa orðið fyrir erfiðri reynslu eða er að ganga í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi og vill styrkja sig andlega á jákvæðum forsendum með bænina og boðskap Biblíunar að leiðarljósi. Næstu þrjá þriðjudaga á sama tíma verða opnir tólf spora fundir og eru allir áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér þessa upp- byggjandi leið til sjálfshjálpar. Starfsfólk Áskirkju. Alfa-námskeið í Íslensku Kristskirkjunni Í KVÖLD, þriðjudaginn 23. sept- ember, kl. 19 hefst Alfa-námskeið í Íslensku Kristskirkjunni. Þetta er í tólfta sinn sem söfnuðurinn heldur slíkt námskeið. Þátttakendur hafa látið í ljós mikla ánægju með nám- skeiðið. Alfa stendur yfir í tíu þriðjudags- kvöld frá kl. 19–22 í hvert skipti. Alfa er gott fyrir þá sem eru leit- andi og vilja skoða andlegu málin, enda er spurningin: Hver er til- gangur lífsins? yfirskrift nám- skeiðsins. Alfa er líka gott fyrir þá sem vilja rifja upp ferming- arlærdóminn eða hressa upp á barnatrúna. Námskeiðið kostar 5.000 kr. og í því er innifalið kennsluhefti og kvöldmatur öll kvöldin. Þeir sem hafa áhuga geta mætt í kirkjuna, Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. sjö í kvöld og skráð sig þar. Eins er hægt að lesa nafn sitt inn á símsvara kirkjunnar. Nánari upp- lýsingar er að finna á heimasíðu safnaðarins, www.kristur.is. Biblíulestrar í Seljakirkju MIÐVIKUDAGINN 24. september hefst röð biblíulestra kl. 19.30 í Seljakirkju. Farið verður í Davíðs- sálma, þeir lesnir og ræddir í hóp- um. Sr. Valgeir Ástráðsson sér um fræðslu og leiðir umræður. Verið velkomin. Bústaðakirkja – starf aldraðra HAUSTLITAFERÐ í starfi aldr- aðra verður farin miðvikudaginn 24. september kl. 13.00 frá Bústaða- kirkju. Skráning hjá kirkjuvörðum í Bústaðakirkju í síma 553 8500 til klukkan 17.00 í dag, þriðjudag. Morgunblaðið/Ólafur K. MagnússonÁskirkja Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunn- ar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Allir velkomnir. Kynningarfundur á 12 spora vinnunni – hinu andlega ferðalagi verður í kvöld, þriðju- daginn 23. septeber, kl. 19 í neðri safn- aðarsalnum. Allir velkomnir. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16.15. (5.–7. bekkur). Umsjón Þorkell Sigurbjörns- son, Sigurbjörn Þorkelsson og Andri Bjarna- son. Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju kl. 19.30. (Athugið breyttan fundartíma!) Í kvöld fræðir sr. María Ágústsdóttir, héraðs- prestur. Þema kvöldsins Trú og tilfinningar. Gengið er inn um dyr, bakatil, á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina við undirleik Gunnars Gunnarsson- ar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju, eða komið beint inn úr Fullorðinsfræðslunni. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15. Vetr- arnámskeið. Uppl. og skráning í síma 511 1560. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 20. Alfa er námskeið sem fjallar á athyglisverðan hátt um grundvallaratriði kristinnar trúar. Um- sjón hefur sr. Örn Bárður Jónsson. Skrán- ing í síma 511 1560 eða neskirkja@nes- kirkja.is Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 19.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður, helgistund, sr. Magnús B. Björnsson, sam- verustund og kaffi. KFUM&K fyrir 10–12 ára börn kl. 17–18.15. Húsið opnað kl. 16.30. Alfa-kynning kl. 20. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Strákastarf fyrir stráka í 3.–7. bekk kl. 16.30. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA yngri deild kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðsfélagið (Meg- as) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er op- ið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er op- ið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir frí galvösk að vanda. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 Litlir lærisveinar Landakirkju. Fyrsta kór- æfing hjá yngri hóp, 1.–4. bekkur. Þátttaka ókeypis. Kórstjóri Joanna Wlaszcsyk, um- sjónarmaður Sigurlína Guðjónsdóttir. Kl. 17. Litlir lærisveinar Landakirkju. Fyrsta kóræfing eldri hóps, 5. bekkur og eldri. Þátttaka ókeypis. Kórstjóri Joanna Wlaszcsyk, umsjónarmaður Sigurlína Guð- jónsdóttir. Kl. 20.30 kyrrðarstund í Landa- kirkju. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Góður vett- vangur frá erli hversdagsins. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 18.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík       

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.