Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 41 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, ætlar að bregða sér til Manchester á Eng- landi á morgun og sjá leik Man- chester City og Íslendingaliðsins Lokeren í 1. umferð UEFA- keppninnar. Með Lokeren leika sem kunnugt er fjórir landsliðsmenn, Arnar Þór Viðarsson, Rúnar Kristinsson, Arn- ar Grétarsson og Marel Baldvins- son, en þeir eru allir í landsliðs- hópnum sem mætir Þjóðverjum í Hamborg í næsta mánuði en sá leikur sker úr um hvaða þjóðir verða í efstu sætum 5. riðils undan- keppni Evrópumótsins. Ef marka má gengi Manchester City og Lokeren í upphafi leiktíðar má ætla að lærisveinar Kevins Keegan hjá Manchester City vinni öruggan sigur. City er með 11 stig eftir sex umferðir í ensku úrvals- deildinni og situr í fimmta sæti í þessari geysisterku deild en hjá Lokeren hefur hvorki gengið né rekið. Lokeren situr á botni belg- ísku 1. deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið í leik í fyrstu sex um- ferðunum og er aðeins með tvö stig. Hollendingurinn Paul Bosvelt sem leikur á miðjunni hjá Man- chester City hefur eftir fremsta megni reynt að hjálpa Keegan í að rýna í lið Lokeren en Bosvelt þekk- ir vel til knattspyrnunnar í Norður- Evrópu eftir að hafa spilað lengi í heimalandi sínu með Feyenoord og fleiri hollenskum liðum. „Ég verð nú bara að játa það að ég þekki engan leikmann hjá Lok- eren og ég veit ekki einu sinni hver þjálfar liðið. Ég kannast vel við Anderlecht, Club Brügge, Genk og Standard en ég veit ekkert um Lokeren. Ég veit þó að liðið tapaði stórt fyrir Anderlecht, 6:0, fyrir skemmstu. Eftir svoleiðis skell vill Lokeren örugglega reyna að bæta ráð sitt og við getum alveg búist við því að leikmenn þeirra selji sig dýrt. Það hefði kannski verið betra fyrir okkur ef Lokeren hefði tapað 2:0 eða 3:0,“ segir Bosvelt á heima- síðu Manchester City. Bosvelt segir að Manchester City sé eðilega sigurstranglegra liðið en það sé ekki ávísun á að liðið þurfti ekki að hafa fyrir hlutunum. „Við skulum ekki gleyma því að við komumst í UEFA-keppnina bakdyramegin eða vegna prúð- mannlegrar framkomu á vellinum en Lokeren vann sér keppnisrétt- inn fyrir góðan árangur í deild- arkeppninni í Belgíu,“ segir Bosvelt ennfremur. Ásgeir sér Lokeren á móti Man. City Morgunblaðið/Kristján Bernburg Paul Put, þjálfari Lokeren, ásamt íslensku landsliðsmönnun- um Marel Baldvinssyni, Arnari Grétarssyni, Arnari Þór Viðars- syni og Rúnari Kristinssyni, en illa hefur gengið hjá liðinu. Morgunblaðið/Günter Schröder Leikmaður meistara Lemgo reynir að stöðva Guðjón Val Sig- urðsson, landsliðsmann í handknattleik, sem sá við honum og samherjum og skoraði sjö mörk í sigurleik Essen, 31:28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.