Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.09.2003, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hrollvekju- haust er enn í algleymingi í bíóhúsum vest- anhafs. Hver blóðveislan af annarri hefur prýtt þar topp- sæti listans sem mælir tekjur af bíó- miðasölu og um helgina var röðin komin að Undirheimum (Underworld), litlum látlaus- um forynju- trylli þar sem takast á vampírur og varúlfar í ógurlegum undirheima- átökum. Á einni helgi var fram- leiðslukostnaðurinn greiddur upp og því vænn gróði í vændum. Mynd- in skartar Kate Beckinsale úr Pearl Harbor í aðalhlutverki en er fyrsta mynd leikstjórans Les Wiseman. Dómarnir hafa reyndar verið blendnir, sumir gagnrýnendur hafa verið sáttir, aðrir afar ósáttir, en ungir hrollvekjuunnendur kæra sig kollótta sem endranær þegar slíkar myndir eru annars vegar. Heilar fjórar aðrar nýjar myndir náðu að skipa sér á meðal tíu tekju- hæstu. Sú þeirra sem mest umtal vakti náði þó ekki nema tíunda sæti. Var enda ekki sýnd í nema 183 bíó- húsum á móti 2.915 bíóum hjá Und- irheimum, og miðað við það var hún langvinsælasta mynd helgarinnar, þegar litið er til sætanýtingar. Um er að ræða aðra mynd Sofiu Copp- ola, dóttur Francis Ford. Myndin heitir Þýðingarleysi (Lost in Translation) og skartar hinum gam- alreynda Bill Murray og Scarlett Johansson úr Ghost World í aðal- hlutverkum tveggja Bandaríkja- manna sem hittast fyrir tilviljun í Tókýó og eyða þar saman viðburða- ríkri helgi. Myndin var frumsýnd á Feneyjahátíðinni og hlaut þar sér- stök verðlaun en þær eru fáar myndirnar á árinu, ef einhverjar, sem hafa hlotið eins jákvæðar um- sagnir gagnrýnenda, fær m.a. hæstu einkunn hjá nokkrum af helstu dagblöðunum, eins og New York Times, Los Angeles Times og Wall Street Journal. Verður því að teljast næsta víst að myndin og þeir sem að henni koma komi sterklega til greina þegar að tilnefningu til Óskarsverðlauna kemur. Þykir enda mörgum tími til kominn að Murray fái þá virðingu sem hann á skilið. Í annað sæti listans fór hins veg- ar gamanmyndin Freistingarnar (Fighting Temptation) með Cuba Gooding yngri, eðaldramað Notuð ljón (Secondhand Lions) með Ro- bert Duval, Michael Caine og Haley Joel Osment í þriðja og spennu- myndin Höfuðbólið í Kuldavík (Cold Creek Manor) með Dennis Quaid í fimmta. Kate Beckinsale er vampíran Selene í Undirheimum. Hausthrollurinn hrífur enn                                                                                                          !    "  #   ! $  %%%                 &&'( )*'& )&'+ ))', +'* -'+ *'. *'+ *'/ &'+ &&'( )*'& )&'+ /)'/ +'* &/'/ )/'- )-'* &.&', /') skarpi@mbl.is TONLIST.COM, íslenskt vefsvæði með það meginmark- mið að markaðssetja íslenska tónlist í útlöndum, verður opnað með formlegum hætti á sérstakri opnunarhátíð á Joe’s Pub í New York á laugardaginn. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra verður á staðnum og mun velja „Minister’s Playlist“, lista með lögum völdum persónu- lega af ráðherra. Listinn verður síðan settur á vefinn og mun sú athöfn marka formlega opnun vefjarins. Einnig munu hljómsveitirnar Mínus og Ghostigital, með þá Einar Örn og Curver innanborðs, koma fram og Sunna Gunnlaugs ásamt hljómsveit flytur djasstónlist. Opnunin verður send út á Netinu og fólk getur fylgst með á www.tonlist.com frá kl. 22–01 á laugardags- kvöld. Fram kemur í tilkynningu frá Tónlist.is að sérstök til- boð verði á tónlist og rifjaðir upp eldri gullmolar, þ.e. ís- lensk lög og tónlistarmenn sem gert hafa garðinn fræg- an í útlöndum. Opnunarhátíð tónlist.com í New York Óskalagalisti utanríkisráðherra Ljósmynd/Börkur Sigþórsson Mínus verður ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra við opnun tonlist.com í New York. KRINGLAN Sýnd kl. 10. B.i. 12. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. B.i. 10. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10. AKUREYRI kl. 10. B.i. 10. Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. Ísl tal Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! Yfir 41.000 gestir KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl tal Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd. kl. 6. Enskur texti -With English subtitles NÓI ALBINÓI Rómantísk grínmynd frá leikstjóra When Harry Met Sally með LukeWilson (Legally Blonde) og Kate Hudson (How To Lose A Guy...) Kvikmynd eftir Sólveigu Anspachi i i DIDDA JÓNSDÓTTIR ELODIE BOUCHEZ BALTASAR KORMÁKUR INGVAR E. SIGURÐSSON Mögnuð mynd eftir Sólveigu Anspach sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Vinsælustu myndirnar á Breskum Bíódögum sýndar áfram. Missið ekki af þessum frábærum myndum Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 6. kl. 8. kl. 8. kl. 10.05. kl. 10.15. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DV THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL lif u n lifun tímarit um heimili og lífsstíl númer átta 2003 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.