Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 258. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ungur ökuþór Kristján Einar ekur í gokart 14 ára | Bílar Ragnhildur reynir að komast á evrópsku mótaröðina | Íþróttir 43 Í hóp þeirra bestu? Höfuðborgin | Akureyri Suðurnes | Landið Minn staður „MÉR finnst það sigur að hafa rutt brautina fyrir aðrar konur,“ sagði Sophia Hansen í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en þá lá fyrir úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í kæru hennar gegn tyrkneska ríkinu. Dómstóll- inn komst að þeirri niðurstöðu að mannréttindi hefðu verið brotin á Sophiu þegar tyrknesk stjórnvöld gripu ekki til ráðstafana sem tryggðu að hún fengi að sjá dætur sínar, Dag- björtu og Rúnu, eins og henni bar samkvæmt úrskurði dómstóla í Tyrklandi. Nú er Dagbjört orðin 22 ára síðan í júní og Rúna verður 21 árs í október. Einnig voru henni dæmdar 6,6 millj- ónir í skaðabætur. Málaferli Sophiu, til að fá að umgangast dæt- ur sínar, hafa staðið yfir í tólf ár. Halim Al fór með þær í frí til Tyrklands árið 1990 en síðan þá hafa þær ekki komið til Íslands. Sophia seg- ir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún hafi hvorki séð né heyrt í dætrunum í um eitt og hálft ár. Síðast er hún vissi bjuggu þær í Ist- anbúl í íbúð fyrir ofan íbúð Halims Al. Útidyrn- ar höfðu hins vegar verið læstar, þannig að þær komust ekki út úr húsi, nema í gegnum íbúð föður síns. Hún segir að þær fari hvergi út án leyfis föður síns og séu í raun fangar hans. Sophia fór til Tyrklands um síðustu áramót til þess að freista þess að hitta dætur sínar en allt kom fyrir ekki. Þá segist hún hafa reynt að hringja í þær en faðir þeirra hafi skipt um símanúmer. Ómögulegt sé að komast að nýja símanúmerinu. Sophia segir að óvissan um dæturnar sé hræðileg. „Mig dreymir þær und- antekningarlaust á hverri nóttu,“ segir hún. „Óvissan er gjörsamlega að tæra mig upp.“ Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Sophiu, segir að í ljósi þess að Tyrkir sækist eftir því að komast í Evrópusambandið megi búast við því að þeir breyti sínum laga- ákvæðum í samræmi við úrskurð Mannrétt- indadómstólsins, á þann hátt að stjórnvöld þurfi að vernda rétt forræðislausra foreldra til að umgangast börn sín. Sigur að hafa rutt braut- ina fyrir aðrar konur Sophia Hansen: „Mig dreymir þær undan- tekningarlaust á hverri nóttu.“ Sophia Hansen vann mál fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu  Berst svo lengi/Miðopna SÆNSKU lögreglunni hefur enn ekki tekizt að færa óyggjandi sönnur á að maðurinn sem hún er með í haldi, grunaðan um morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra, sé sá sem sést á eftirlitsmyndavélarupptöku NK-vöruhússins í Stokkhólmi, þar sem morðið var framið. Trúlega verður maðurinn látinn laus á föstu- dag, eftir því sem sænska TT-frétta- stofan greindi frá í gær. Rannsóknarlögreglan hefur reynt að fá úr því skorið hvort sá hand- tekni sé sá sem sést á myndunum úr eftirlitsmyndavél NK, en ekki haft árangur sem erfiði. Leit að lífsýnum á hnífnum sem Lindh var stungin með og fatnaður sem morðinginn er talinn hafa fleygt frá sér á flóttanum hefur ekki skilað neinum niðurstöð- um sem sanna að sá handtekni sé morðinginn. Komi ekki ný sönnunar- gögn fram, sem tengja hinn hand- tekna við morðið eða vettvang þess fyrir vikulok, neyðist lögreglan til að láta manninn lausan úr gæzluvarð- haldi, að því er segir í Aftenposten. Sá hand- tekni líklega látinn laus RAFMAGNSLAUST varð á öllu Sjálandi og í Suður-Svíþjóð í fjóra tíma frá hádegi í gær. Allar lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og Eyrarsundsbrúnni var lokað. Mikið öngþveiti skapaðist á Kastrup-flugvelli í Kaupmanna- höfn í kjölfar rafmagnsleysisins. Sagðist Hrafn Þorgeirsson, starfs- maður Icelandair og fyrrverandi stöðvarstjóri félagsins á Kastrup- flugvelli, aldrei hafa orðið vitni að öðru eins í flughöfninni. Var hann sjálfur staddur í biðröð með fleiri hundruð manns þegar Morgun- blaðið náði tali af honum. „Þetta var svo altækt, færibönd- in virkuðu ekki, það var ekki hægt að koma töskum út í vélarnar, það var ekki hægt að pumpa eldsneyti á vélarnar – það var allt stopp hérna. Það var ekki einu sinni hægt að afgreiða mat eða neitt þess háttar hérna á veitingastöð- unum vegna þess að ekki var hægt að taka við kortum,“ sagði Hrafn. Þótt rafmagnsleysið hafi skollið á um leið og hausthvassviðri gekk yfir svæðið vildu talsmenn raf- veitnanna beggja vegna Eyrar- sunds ekki staðfesta að veðrið væri orsakavaldurinn. Það væri enn verið að rannsaka hvað olli þessu ástandi. Tvö kjarnorkuver í Suður-Sví- þjóð voru stöðvuð er raforku- dreifikerfið lá niðri. Reuters Ferðafólk á Kastrup-flugvelli stendur fyrir framan auða tilkynningatöflu í rafmagnsleysinu um miðjan dag í gær. Íslendingur segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins  Milljónir manna/14 Í ávörpum sínum við upphaf 58. alls- herjarþings SÞ í New York sögðu þó báðir leiðtogarnir að samtökin ættu að samþykkja myndun fjölþjóðlegs friðargæzluliðs og að ríki heims að- stoði við endurreisnarstarf í Írak. Í ræðu sinni varði Bush ákvörðun Bandaríkjastjórnar um innrásina í Írak, sem fulltrúar margra hinna tæplega 200 ríkja sem í salnum voru gagnrýndu opinskátt. Sagði Bush að Bandaríkjamenn væru að vinna að nýrri ályktunartillögu, sem myndi „útvíkka hlutverk SÞ í Írak“. SÞ ættu að aðstoða við að þróa nýja stjórn- arskrá, þjálfa opinbera starfsmenn og að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar í Írak. Í opnunarræðu sinni gagnrýndi Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hina „fyrirbyggjandi árás“ Banda- ríkjanna á Írak, án þess þó að nefna stjórnina í Washington berum orðum. Slíkar árásir „gætu sett fordæmi sem leiddu til þess að fleiri ríki beittu valdi einhliða og í trássi við alþjóðalög, með eða án trúverðugrar réttlætingar að baki,“ sagði Annan. Hann lagði áherzlu á að heimsbyggðin ætti að sameinast um að taka á þeim ógnum sem kölluðu á fyrirbyggjandi aðgerð- ir, þ.e. skipulagða hryðjuverkastarf- semi og gereyðingarvopn. En Annan hvatti ráðamenn heims ennfremur til þess að leggja ágreining sinn um Íraksstríðið til hliðar og taka höndum saman um uppbyggingu friðsamlegs lýðræðis þar í landi. Deilt í SÞ um valdaaf- sal til Íraka Jacques Chirac og Kofi Annan gagn- rýna Íraksstefnu Bandaríkjastjórnar GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tjáði Sameinuðu þjóðunum í gær að ekki væri unnt að hraða því að færa stjórnartauma Íraks í hendur lýðræðislega kjörinnar stjórnar heimamanna, en Jacques Chirac Frakklandsforseti krafðist „raunhæfrar tímaáætlunar“ fyrir valdaafsal hernámsstjórnar bandamanna, undir eftirliti SÞ. Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. AP George W. Bush og Kofi Annan heilsast í höfuðstöðvum SÞ í gær. ♦ ♦ ♦ Strandaglópar á Kastrup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.