Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGUR SOPHIU Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að tyrknesk stjórnvöld hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með því að grípa ekki til ráðstafana til að tryggja að Sophia Hansen fengi að umgangast dætur sínar tvær eins og henni bar samkvæmt dómsúrskurði. Féllst dómstóllinn á skaðabótakröfu Sophiu að hluta og dæmdi Tyrkland til að greiða henni samtals tæpar 6,8 milljónir króna í bætur. Sophia fór hins vegar fram á samtals um 880 þúsund evrur í bætur. Gengi deCODE hækkar Gengi hlutabréfa í deCODE, móð- urfélagi ÍE, hækkaði um tæp 14% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum í gær og var loka- gengið 4,75 dalir. Gengið fór yfir 4 dali í síðustu viku og hafði þá ekki verið hærra síðan í byrjun júlí á síð- asta ári. Valdaafsali í Írak ekki flýtt George W. Bush Bandaríkjafor- seti tjáði Sameinuðu þjóðunum í gær, við upphaf 58. allsherjarþings samtakanna, að ekki væri unnt að hraða því að færa stjórnartauma Íraks í hendur lýðræðislega kjör- innar stjórnar heimamanna, en Jacques Chirac Frakklandsforseti krafðist „raunhæfrar tímaáætlunar“ fyrir valdaafsal hernámsstjórn- arinnar. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, gagnrýndi „fyrirbyggjandi árás“ Bandaríkjamanna á Írak og sagði hana hættulegt fordæmi.  SUZUKI XL-7  AKSTURSÍÞRÓTTIR  CADILLAC-GLÆSIVAGNAR RANGE ROVER-SPORTBÍLL  Á JEPPUM UM SVÍNASKARÐ  GRANDIS-FJÖLNOTABÍLL  FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Glæsileg hljómtækjalína frá Alpine Flottar græjur! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun ALDARSAGA CADILLAC STÓRRA BÍLA OG ÖFLUGRA VÉLA Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 29 Viðskipti 12 Viðhorf 30 Úr verinu 13 Minningar 31/35 Minn staður 16 Bréf 38 Höfuðborgin 17 Kirkjustarf 39 Akureyri 18 Dagbók 40/41 Suðurnes 19 Staksteinar 40 Landið 20 Íþróttir 42/45 Daglegt líf 21 Fólk 46/49 Listir 22/23 Bíó 46/49 Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Kynningar – Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu í dag. NEMAR í Félagi sam- og tvíkyn- hneigðra stúdenda (FSS) við Há- skóla Íslands hvöttu samnemendur sína til að gefa blóð í gær, en þá var blóðbíll Blóðbankans á há- skólasvæðinu til að safna blóði. Guðlaugur Kristmundsson, formað- ur FSS, sagði að markmiðið hefði verið að vekja máls á því að sam- kynhneigðir karlmenn mættu ekki gefa blóð. „Við stóðum við blóðbíl- inn með borða sem á stóð: Hommar eru gæðablóð,“ segir Guðlaugur, „Við báðum samstúdenta okkar að gefa blóð fyrir okkur.“ Hann segir að háskólastúdentar hafi tekið vel í þá ósk. „Og það var nóg að gera hjá þeim í Blóðbankanum,“ segir hann. Guðlaugur segir að það sé sárt að þurfa að sætta sig við það að mega ekki gefa blóð; því samkyn- hneigðir karlmenn vilji, eins og aðrir, leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Blóðgjafarbann í gildi frá níunda áratugnum Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að skv. alþjóð- legum sáttmálum um blóðbanka- starfsemi, megi karlmenn sem hafi samræði við aðra karlmenn ekki gefa blóð. „Þetta er regla sem hef- ur verið í gildi frá níunda áratugn- um,“ segir hann, „en þá voru sam- kynhneigðir karlmenn klárlega áhættuhópur fyrir HIV-sýkingu.“ Sveinn segir að Ísland sé aðili að þessum alþjóðlegu sáttmálum. Hann segir að umrædd regla hafi oft verið rædd í mörgum löndum, en ekki hafi þó verið tekin ákvörð- un um að breyta henni; a.m.k. ekki um sinn. Spurður segir hann einnig að heilbrigðisráðuneytið hafi fyrir u.þ.b. tveimur til þremur árum lýst því yfir í samráði við Landlæknis- embættið að ekki væri tímabært að hrófla við reglunni. Sveinn segist hafa rætt við fé- lagana í FSS og að báðir aðilar hafi skilið sjónarmið hvor annars. Hann segir ennfremur að vegna átaks fé- laganna í FSS hafi fleiri stúdentar gefið blóð í gær en nokkru sinni fyrr er blóðbíllinn hafi verið á ferð á háskólasvæðinu. Áætlar hann að um fjörutíu til fimmtíu blóðgjafar hafi komið í blóðbílinn. Morgunblaðið/Ásdís Yfirlæknir Blóðbankans, Sveinn Guðmundsson, og forstöðumaður blóðsöfnunarferða, Sigríður Ósk Lárusdóttir, rabba við stúdenta við Blóðbílinn í gær. Um 40–50 blóðgjafar komu í bílinn sem var við Odda. Hvetja nemendur til að gefa blóð Nemar í Félagi sam- og tvíkynhneigðra stúdenta LÍTIÐ bar á jarðskjálftum í Kötlu- öskju í Mýrdalsjökli í gær. Tveir litlir skjálftar, sem mældust um 1 á Richt- er, fundust á svæðinu um klukkan 15.30 í gær. Þá er nokkur virkni vest- anmegin í jöklinum, í Goðabungu. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarð- fræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að lítil virkni væri í raun á svæðinu, en fylgst yrði áfram með framvindu mála. Skjálftahrina varð í Kötluöskju í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld, en stærstu skjálftarnir voru um og yfir 3 á Richter. Lítil skjálfta- virkni Mýrdalsjökull NOKKRIR unglingar brutust inn heima hjá 19 ára pilti á mánudagskvöld og börðu hann með golf- kylfu. Var allt brotið og bramlað innandyra og hef- ur lögreglan tekið málið til rannsóknar. Fjórir hafa verið kærðir og yfirheyrðir, en talið er að brotist hafi verið inn til að hefna fyrir árás á pilt við Select í Breiðholti um síðustu helgi. Enginn situr í haldi vegna árásarinnar og er rannsókn málsins á frum- stigi. Lögreglan lítur þessa víxlverkun hefndarað- gerða, sem virðist vera farin af stað milli unglinga- hópa, mjög alvarlegum augum og mun taka málið föstum tökum. Þótt ekki hafi hlotist af alvarleg meiðsl í þessum átökum er hópamyndun ungling- anna og notkun barefla við ofbeldið alvarlegt mál að mati lögreglunnar. Við Select um síðustu helgi var unglingur barinn með hafnaboltakylfu og fluttur á slysadeild með skurðsár eftir átök milli tveggja unglingahópa. Hver einasti maður kannaður Þegar fjöldaslagsmál milli klíkuhópa voru í upp- siglingu fyrir utan söluturninn King Kong í Breið- holti fyrir nokkrum misserum, brást lögreglan í Reykjavík við með því að fyrirbyggja að þau hæf- ust. Tekið var á málum af hörku og leitað að vopn- um, s.s. hnífum og bareflum, í hverjum bíl sem nálgaðist svæðið. Lögreglumenn voru settir í að tala við alla sem lögðu leið sína á staðinn og var hver einasti maður kannaður nánar. Fólki var snú- ið við á staðnum en margir höfðu komið úr nálæg- um bæjarfélögum til að fylgjast með slagsmálun- um. Af því varð þó ekki þar sem lögreglan skarst í leikinn tímanlega. Að sögn lögreglunnar verður efnt til svipaðra aðgerða ef blásið verður til fjölda- slagsmála á ný. Atburðirnir um helgina við Select aðfaranótt sunnudags og innbrotið hjá 19 ára pilti í kjölfarið í fyrrinótt, sem talið er vera hefndaraðgerð við Sel- ect-málið, er fyrsta klíkuofbeldið sem kemur upp í marga mánuði samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Ekki er vitað til þess að um skipulega smölun hafi verið að ræða, t.d. með SMS-skila- boðum, heldur með tilfallandi hópamyndun við Sel- ect sem endaði með því að einn var barinn með hafnaboltakylfu og fluttur á sjúkrahús. Innbrot og barsmíðar í Breiðholti á mánudagskvöld tengjast átökum hópa Hefndaraðgerðir litnar alvarlegum augum ÞAR sem stofnfjáreign í sparisjóð- um landsins er yfirleitt dreifð hefur niðurstaða Fjármálaeftirlitsins í málefnum Sparisjóðs Hólahrepps ekki mikil áhrif á framkvæmd aðal- funda sparisjóða að mati Sigurðar Hafstein, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenskra sparisjóða. Stofnfé sparisjóða jafngildir hlutafé í hluta- félögum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins felur í sér að stjórnarmenn og stjórnendur dótturfélaga Kaup- félags Skagfirðinga (KS) mega njóta atkvæðisréttar á aðalfundi Spari- sjóðs Hólahrepps í samræmi við stofnfé sitt. Meirihluti stjórnar sparisjóðsins vildi fella atkvæðisrétt þeirra niður og taldi stofnfé þeirra til heildareignar KS í sparisjóðnum. Þessir einstaklingar eiga samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins 8–9% af stofnfé Sparisjóðs Hólahrepps en KS á tæp 40%. Hefði Fjármálaeft- irlitið stutt álit meirihluta stjórnar- innar mættu allir þessir aðilar ein- ungis fara með 5% atkvæða á aðalfundinum þar sem ný stjórn er kosin. Því var hins vegar hafnað. Voru þegar stofnfjáreigendur Meirihluti stjórnar er uggandi yfir því að stjórnendur Kaupfélags Skag- firðinga ætli að ná yfirtökum í Spari- sjóði Hólahrepps. Því er haldið fram að óformlegt samkomulag sé á milli þessara aðila um að beita atkvæð- isrétti á sama veg til að styrkja að- komu KS að stjórnun sparisjóðsins. Í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins segir að flestir þeir einstaklingar sem stjórn sparisjóðsins vísar til voru þegar stofnfjáreigendur áður en samstæða KS gerðist stofnfjár- eigandi við stofnfjáraukningu á ár- unum 2000 og 2001. Jafnframt kem- ur fram að markmið KS, að færa innlánsdeildina inn í sparisjóðinn, hafi verið sett í samræmi við laga- skyldu þegar tilkynnt var um kaup á stórum hlut í sparisjóðnum. Það feli ekki í sér samstilltar aðgerðir KS og tiltekinna einstaklinga. Sigurður Hafstein segir einsdæmi að tengdir aðilar séu svo stórir innan sparisjóða. Því sé þetta mál einstakt en Samband íslenskra sparisjóða muni skoða hvort niðurstaða Fjár- málaeftirlitsins sé í samræmi við túlkun þeirra á lögunum almennt. Deilur í Sparisjóði Hólahrepps einsdæmi TEKIN var ákvörðun á deild- arfundi lagadeildar Háskóla Ís- lands í gær að lækka lágmarks- einkunn úr 7,0 í 6,0 í þeim þremur námsgreinum sem kenndar eru á fyrsta misseri laganáms. Orator, félag laga- nema við Háskóla Íslands, telur að með þessu sé verið að sam- ræma lágmarkseinkunn í námsgreinum þeim sem kennd- ar eru við lagadeild. „Einnig má segja að það um- hverfi, sem námi í lögfræði á háskólastigi er búið um þessar mundir af hálfu stjórnvalda, kalli á slíka breytingu. Þannig eru fjárveitingar til kennslu miðaðar við þann fjölda stúd- enta, sem þreytir próf, án þess að gerðar séu sérstakar kröfur af hálfu hins opinbera til sér- stakrar samræmdrar lág- markseinkunnar,“ segir í fréttatilkynningu. Orator telur að umrædd breyting eigi lík- lega eftir að leiða til þess að laganemum við Háskóla Ís- lands muni fjölga að einhverju marki. „Ómögulegt er hins veg- ar að segja fyrir um það hvort þeim, sem ljúka embættisprófi í lögfræði, muni fjölga að sama skapi, þar sem lágmarksein- kunn í öðrum námsgreinum en þeim þremur, sem hér um ræð- ir, mun haldast óbreytt.“ Lágmarks- einkunn í lögfræði lækkuð Háskóli Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.