Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á skíði til eins vinsælasta skíðabæjar í Austurrísku ölpunum, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg, þaðan sem er aðeins um klukkustund- arakstur til Zell. Í boði eru góð þriggja og fjögurra stjörnu hótel í hjarta Zell, rétt við skíðalyfturnar, veitingastaði, verslanir og kvöldlífið. Í Zell er að finna frábærar aðstæður fyrir skíðamanninn. 55 lyftur eru á svæðinu þ.a. hægt er að velja um allar tegundir af brekkum, allt eftir getu hvers og eins. Úrval verslana, veitinga- og skemmtistaða er í bænum sem og í næstu bæjum. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.950 Salzburg, flugsæti og skattar. Verð kr. 59.950 Flug, skattar og gisting, m.v. hótel án nafns, Zell am See/Kaprun. Vikuferð með morgunverð, m.v. 2 í herbergi. · 31. jan. · 7. feb. · 14. feb. Beint flug til Salzburg Skíðaveisla Heimsferða Austurríki Zell am See – St. Anton - Lech BIRGIR Guðbergs- son, íslenskur starfs- maður Sameinuðu þjóðanna, fer til starfa í Afríkuríkinu Líberíu eftir helgi en hann hefur verið val- inn til þátttöku í sér- stakri hraðsveit Sam- einuðu þjóðanna, sem nýverið var sett á laggirnar, en liðs- menn hennar eiga að geta farið með stutt- um fyrirvara til landa þar sem verið er að ýta úr vör nýju friðargæsluverkefni af hálfu SÞ. Birgir hefur und- anfarin fjögur ár verið við störf í Kosovo. „Ég verð kominn til Sierra Leone á mánudag og fer áfram á þriðjudag til Monróvíu, höfuð- borgar Líberíu,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. „Mitt starf verður að hafa um- sjón með þeim farartækjaflota – bílum, rútum, vörubílum, skrið- drekum og fleira – sem notaður verður við friðargæsluna í Líb- eríu en fyrstu skip eru nú á leið- inni með vistir til Monróvíu. Af fenginni reynslu veit ég síðan að við bætast alls konar verkefni, t.d. við að yfirtaka byggingar og búa til gott vinnuumhverfi, ráða mannskap á skrifstofur, bílstjóra og verkstæðismenn.“ Ekki einfalt verkefni Mikið verk er að vinna í Líberíu eftir vargöld undanfarinna ára. Sameinuðu þjóðirnar eru að opna þar nýja starfsstöð, eins og fram hefur komið í fréttum, til að vinna að friði í samstarfi við nýja þjóð- stjórn, sem mynduð var eftir að Charles Taylor hraktist frá völdum. „Það verður ekki einfalt að takast á við þetta verkefni en einhvers staðar verður að byrja,“ segir Birgir. Gert er ráð fyrir að hraðsveitin, sem Birgir er hluti af, ljúki verkefni sínu á 90 dögum en Birgir segir reynsluna hafa kennt sér að í þessum efnum sé fátt öruggt. Dvölin geti dregist á langinn en jafnframt sé hugsan- legt að sveitin verði kölluð frá Líberíu snemma ef ástandið þar versnar. Birgir mun hitta fyrir annan Ís- lending í Líberíu, Snorra Magnús- son, en Snorri var nýverið valinn til að gegna yfirmannsstöðu ör- yggismála SÞ þar í landi. Reynslumesta starfslið SÞ Birgir fékk tilkynningu um það í sumar að hann hefði verið valinn til þátttöku í hraðsveit SÞ en hún er skipuð reynslumiklu starfsliði samtakanna sem talið er hæft til að hverfa til krefjandi starfa með litlum fyrirvara. Hann hefur starfað hjá SÞ síðan 1994, lengst- um á Balkanskaganum. Hann var þó við störf í Vestur-Sahara 1998–1999 og segir það leggjast vel í sig að fara aftur til Afríku núna. Vissulega sé hætta því sam- fara að vera við störf í löndum eins og Líberíu en vinnan sé gef- andi. „Þetta verður lærdómsríkt og mun nýtast mér í framtíðinni,“ sagði Birgir Guðbergsson. „Þetta mun nýtast mér í framtíðinni“ Birgir Guðbergsson Birgir Guðbergsson valinn í hraðsveit Sameinuðu þjóðanna Á FRÉTTAVEFNUM mbl.is er hægt að fá skjámyndir sem nota má sem bakgrunn á tölv- um. Nú hafa verið settar inn 24 myndir sem tengjast haustinu. Þær er hægt að nálgast með því að fara inn á mbl.is, smella þar á Ljósmyndir/Skjámyndir í vinstri dálki síðunnar og velja síðan Skjámyndir í vinstri dálki þeirrar síðu. Þar er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig nota má myndirnar. Næstu daga verður einnig hægt að fara beint inn á skjámyndasíð- una úr dálknum Nýtt á mbl.is efst til hægri á fréttavefnum. Haustmynd- ir á mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra verði þegar í stað að greina frá því til hvaða aðgerða íslensk stjórnvöld hyggjast grípa láti ítalska verktaka- fyrirtækið Impregilo ekki af brotum gagnvart starfsmönnum sínum við Kárahnjúka. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar í gær þar sem staðan við Kárahnjúka var meðal annars rædd. Össur segir að þótt Samfylkingin styðji þær framkvæmdir sem nú eigi sér stað við Kárahnjúka hafi flokk- urinn áhyggjur af því hvernig Impregilo komi fram við starfsmenn. „Við gerum í sjálfu sér ekki at- hugasemdir við að starfsmannaleig- ur séu notaðar. Hins vegar verða þær að virða hefðbundinn rétt launa- manna í þeim löndum sem þær starfa í. Ef réttindi launafólks á virkjunarsvæðum verða færð ára- tugi aftur í tímann er viðbúið að sömu vinnubrögð ryðji sér til rúms í öðrum starfsgreinum hér á landi. Því styðjum við aðgerðir verkalýðs- hreyfingarinnar þótt við séum jafn- framt hlynnt framkvæmdunum sjálfum,“ segir Össur. Verður að virða rétt starfsmanna FÉLAG járniðnaðarmanna hefur sent Vinnumálastofnun kvörtun vegna fimm Pólverja sem vinna á vegum KM-bygginga við að setja upp síló á vinnusvæði Alcan í Straumsvík. Í fréttabréfi félagsins kemur fram að tveir Pólverjanna hafi ekki haft dvalarleyfi þegar þeir komu til landsins en reglur kveði á um að þá beri að vísa þeim úr landi. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Í annan stað hafi þeim verið heimilað að vinna hér í fjórar vikur á grundvelli lagagreinar um undanþágu frá at- vinnuleyfi sem alls ekki eigi við um uppsetningu burðarvirkja, málm- suðu og slípun. Krefjast aðgerða Vinnumálastofnunar Félagið mótmælir því harðlega að lagagreinin sé túlkuð með þeim hætti að hingað geti komið án at- vinnuleyfa borgarar frá ríkjum ut- an EES-svæðisins til þess að vinna slík verk. Krefjast járniðnaðar- menn þess að Vinnumálastofnun grípi nú þegar til viðeigandi ráð- stafana til þess að stöðva ólögmæta starfsemi sem KM-byggingar standi fyrir. Heiða Gestsdóttir, forstöðumað- ur stjórnsýslusviðs Vinnumála- stofnunar, segir erindi Félags járn- iðnaðarmanna vera til athugunar hjá stofnuninni. „Þetta mál var komið í vinnslu hjá okkur áður en þessi kvörtun barst því við fréttum af því fyrir tilviljun. Þetta er það nýtilkomið að málið er enn í vinnslu hér. En ef í ljós kemur að þarna er ólöglegt vinnuafl yrði það lögreglu- mál. Ég geri ráð fyrir að málið skýrist mjög fljótlega,“ segir Heiða. Félag járniðnaðarmanna kvartar undan erlendu vinnuafli Starfsemi fyrirtæk- isins verði stöðvuð SELIRNIR í Húsdýragarðinum eru hressir og kátir þessa dagana. Þeir eru duglegir að busla og ærslast og þegar hamagangurinn stendur sem hæst er eins gott að vera vel á verði því gusurnar geta gengið yfir við- stadda. Þessir krakkar voru ekki alveg nógu fljótir að víkja og fengu eina gusuna beint í andlitið. Morgunblaðið/Kristinn Beint í augað! BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins sögðu á borgarráðsfundi í gær að lóðaverð í fjölbýli í Reykjavík hefði hækkað verulega á þessu ári. Þetta kæmi fram þegar bornar væru saman meðaltalstölur úr lóðaupp- boði á Grafarholti fyrr á þessu ári og meðaltalstölur úr lóðauppboði á Norðlingaholti nú nýlega en sam- bærilegar lóðir hefðu hækkað um 24% milli þessara uppboða. Sam- bærileg hækkun lóðagjalda vegna einbýlishúsa sé 35%. Sjálfstæðis- menn segja, að byggingaraðilar hafi greitt 1.389.000 krónur fyrir íbúð í fjölbýli í Grafarholti fyrr á þessu ári en 1.713.000 krónur fyrir íbúð í fjöl- býli á Norðlingaholti nýlega. Segja sjálfstæðismenn ástæður hækkunarinnar megi fyrst og fremst rekja til þess lóðaskorts sem nú sé til staðar í Reykjavík og mikils skorts á minni íbúðum í fjölbýli. Afleiðing stöðugt hærra lóðaverðs í borginni sé hækkandi byggingarkostnaður og söluverð íbúða og í framhaldinu hærra fasteignamat og fasteigna- skattar. Þessi þróun leiði síðan til þess að húsaleiga á almennum mark- aði hækki. Spurðu fulltrúar D-lista síðan til hvaða aðgerða borgarfulltrúar R-listans hygðust grípa til að draga úr því óhóflega lóðaverði sem nú við- gengst undir forystu þeirra í borg- inni. Sjálfstæðismenn segja lóða- verð í Reykjavík hafa hækkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.