Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðin hefur horft agndofa á hákarlana hlaupa út og suður með alla þessa milljarða. Fyrsta lýðheilsuþingið Lýðheilsa er vítt hugtak LÝÐHEILSUÞINGverður haldið áGrand hóteli í Reykjavík föstudaginn næstkomandi og er það Félag um lýðheilsu sem stendur að þinginu í sam- vinnu við nýlega stofnaða Lýðheilsustöð. Formaður þess er Geir Gunnlaugs- son, yfirlæknir Miðstöðvar heilsuverndar barna, og lagði Morgunblaðið nokkr- ar spurningar fyrir hann. – Félag um lýðheilsu er tiltölulega nýtt, þetta hlýtur þá að vera fyrsta þinghaldið eða hvað? „Jú, það er rétt, félagið var stofnað árið 2001 og eitt af markmiðum þess var að efna til lýðheilsu- þinga annað hvert ár. Nú er komið að því fyrsta og það er mikil eftirvænting hjá okkur.“ – Hvað er lýðheilsa og Félag um lýðheilsu? „Lýðheilsa er vítt hugtak sem snýr að velferð og heilbrigði þegn- anna. Lýðheilsufélagið saman- stendur af hópum sem starfa að lýðheilsumálum, hvert á sínu sviði. Með stofnun félagsins samræmast vinnubrögð og stóráfangi í starf- inu varð 1. júlí síðastliðinn er Lýð- heilsustöð Íslands var formlega stofnuð.“ – Hvaða hópar eru það sem standa að Lýðheilsustöð? „Þetta eru eiginlega fimm ráð. Manneldisráð, Áfengis- og vímu- varnaráð, Tóbaksvarnaráð, Slysa- varnaráð og Árvekni, sem fer með slysavarnir barna. Fleiri hópar eiga eftir að koma að þessu starfi í framtíðinni, landlæknir, Mæðra- vernd, barnaverndarnefnd o.m.fl.“ – Hvernig fara Félag um lýð- heilsu og Lýðheilsustöð saman? „Samvinnan á að vera náin. Helsta verkefni Lýðheilsustöðvar er nú að fá skipaðan forstjóra og að koma lýðheilsumálum undir sama þak. Mikilvægast í stöðunni er að þeir hópar sem um ræðir hafa nú komið saman og vinna er hafin við að samræma aðgerðir, m.a. með lýðheilsuþinginu sem nú fer í hönd.“ – Út frá hvaða pól verður unnið? „Það mun speglast á lýðheilsu- þinginu, en þar ætlum við að taka til umfjöllunar Heilbrigðisáætlun til 2010 sem ríkisstjórnin sam- þykkti árið 2001. Það er metnaðar- full áætlun sem byggir á áætlun WHO sem setti upp um 21 meg- inmarkmið til að tryggja heilsu þjóðfélagsþegna. Hér á landi hafa verið valin úr sjö þeirra atriða til að leggja áherslu á. Á þinginu ætl- um við að skoða þessi atriði, fram- kvæmd þeirra og meta áætlunina í heild sinni.“ – Hver eru þessi atriði sem fara í forganginn hér á landi? „Þau lúta að vímuefna-, áfengis- og tóbaksvörnum, börnum og ung- mennum, eldri borgurum, geðheil- brigði, hjarta- og heila- vernd, krabbameins- vörnum og slysavörn- um.“ – Hvað gerist svo 2010? „Þá vænti ég þess að málin verði skoðuð. Reynt verður að setja upp mælanleg markmið sem þá verður hægt að leggja niður og spá í.“ – Hverjar verða helstu áherslur þingsins? „Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, mun opna þingið, en síðan kemur Berglind Ásgeirs- dóttir og fjallar um lýðheilsumál frá sjónarhóli Efnahags- og fram- faradeildar Evrópu, OECD, en þar er hún aðstoðarframkvæmda- stjóri. Forseti Evrópusambands lýðheilsufélaga, Þjóðverjinn Vil- helm Kirch, heiðrar okkur líka með nærveru sinni. Síðan rekur hvert erindið annað og óhætt að segja að fyrir hverju þeirra fari valinn maður eða kona. Við erum með ýmsar áherslur, t.d. verður heilbrigðisþjónustan tekin fyrir, samábyrgð þegna og ekki síst jafn aðgangur þegna að þjónustu þann- ig að tryggt sé að þeir sem mesta þjónustu þurfa fái hana. Við verð- um með sérstaka áherslu á heilsu barna á þinginu og athugum hvernig hún tengist þjóðfélags- stöðu. Þar eru brotalamir í þjóð- félaginu og er m.a. stefnt að því í áætluninni til 2010, að bæta þann mismun sem til staðar er um 25%. Það er mjög metnaðarfull áætlun og gleðilegt ef að hún gengi eftir.“ – Nú þegar fyrsta þing Fé- lags um lýðheilsu fer í hönd, hvað er þér efst í huga? „Mér er efst í huga hversu mik- ilvæg stund þetta er. Okkur hefur tekist að safna saman þverfagleg- um hópi fólks sem vinnur að lýð- heilsumálum með ýmsum hætti vítt og breitt í þjóðfélaginu. Við leggjum upp með heilbrigðisáætl- un sem er góð. Þetta er vel af stað farið og góður grunnur að frekara starfi þar sem leitast verður við að efla lýðheilsumál í hvívetna. Áætl- unin, að leiða saman sem fjöl- breyttastan hóp, fræðimenn, stjórnmálamenn, starfsfólk í heilbrigðis- stéttum og fjölda ann- arra sem að lýðheilsu- málum koma á einn hátt eða annan, hefur tekist og getur það ekki annað en leitt gott af sér. Þá verð ég að segja að okkur er mikill heiður og sómi sýndur af Ólafi Ragnari Grímssyni, að hann skuli heiðra okkur með nærveru sinni og nærvera Vilhelms Kirch er mikilvæg.“ – Hverjir geta sótt þingið? „Allir sem hafa áhuga á lýð- heilsumálum, en það verður að skrá sig og það er hægt hjá net- fanginu lydheilsa.is.“ Geir Gunnlaugsson  Geir Gunnlaugsson er fæddur í Gautaborg 24. maí 1951. Læknapróf frá Háskóla Íslands 1978, framhaldsnám og störf í barnalækningum við barnaspít- ala Karolinska/St.Göran í Stokk- hólmi 1985–1993. Lauk þaðan doktorsprófi. 1982–1985 og 1993–1998 starfaði hann í Gíneu Bissau. Yfirlæknir Miðstöðvar heilsuverndar barna frá 2000 og formaður Félags um lýðheilsu. Geir er giftur Jónínu Einars- dóttur mannfræðingi og eiga þau þrjá syni. Þetta er vel af stað farið Miðstöðvarofn gerð 11, hæð 60, lengd 100, 750 W 9211610 Verð 6.290 kr. og gættu þín að renna ekki í hálkunni! 45kr./m 57 kr./m Snjóbræðslurör 25 mm PEM 8120400 H ú sasm ið jan / JB B / 240903 Miðstöðvarofn gerð 21, hæð 60, lengd 100, 1048 W 9221610 Verð 10.790 kr. Handkæðaofnar HENRAD í miklu úrvali Verð frá 14.599 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.