Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 15 Dansnámskeið hefst mánudaginn 29. sept. n.k. Kenndir verða gömludansarnir, sérdansar ofl. Barna- og unglinganámskeið hefst þriðjudaginn 30. sept. Kenndir verða gömludansarnir ásamt íslenskum og erlendum þjóðdönsum ofl. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14 A LÆRIÐ AÐ DANSA! TAKIÐ ÞÁTT Í DANSINUM! Þjóðdansar hefjast fimmtudaginn 2. okt. n.k. kl. 20.30 Dansaðir eru íslenskir og erlendir þjóðdansar ofl. Opið hús þriðjudaginn 30. sept. n.k. Við dönsum gömludansana frá kl. 20.30 Það er aukin skemmtun að dansa. Upplýsingar og skráning í síma 587 1616, milli 17 og 21 Austurveri Háaleitisbraut 68, sími 581 2101 Haust- og vetrarlitirnir 2003-2004 KYNNING Í DAG OG Á MORGUN, FIMMTUDAG Það geta allir notað nýju litina. Klæðilegir litir sem eru einfaldir í notkun. Auk nýju litanna verða kynntar margar spennandi nýjungar. Frábær tilboð á helstu kremunum og flottir kaupaukar. Snyrtifræðingur frá LANCÔME tekur vel á móti ykkur. Heimsækktu www.lancome.com MARGS konar erfið- leikar og hættur steðja að í Írak en það er líka erfitt og varasamt að vera með stjórn sem hefur ekkert lýðræðis- legt umboð. Þetta er stjórn sem er að taka mjög mikilvægar ákvarðanir. Um helgina lýsti hún því yfir að verksmiðjur í Írak yrðu einkavæddar, ekki þó olíufyrirtæki og önnur fyrirtæki sem nýta náttúruauðlindir. Þetta er augljóslega mjög mikilvægt en hvernig stendur á því að þetta er ákveðið af hópi manna sem Bandaríkjamenn hafa tilnefnt, án lýðræðislegs um- boðs? Þeir hefðu átt að bíða með þetta,“ segir breski blaðamaðurinn Patrick Cockburn. Hann flytur erindi á ráðstefnu Fjölmiðlasambandsins á morgun, fimmtudag en Cockburn er sérfræð- ingur í málefnum Íraks og skrifar m.a. í breska dagblaðið The Inde- pendent. Ásamt bróður sínum, Andrew Cockburn, ritaði hann bók- ina Out of the Ashes sem kom út í fyrra og fjallar um Saddam Hussein. Cockburn er spurður hvort flokk- ur Saddams, Baath, sé enn öflugur í Írak, þrátt fyrir ósigurinn í stríðinu. „Það eru teikn á lofti um að Baathistum sé að vaxa ásmegin á ný,“ svarar hann. „Þegar Saddam var við völd hlýddu allir flokksmenn boðum leiðtogans en nú bendir ým- islegt til þess að félagar í flokknum séu að endurskipuleggja starfið. Ég á vini sem tengdust flokknum vegna þess að þeir gegndu opinberum störfum og þeir hafa í sínum hér- uðum verið beðnir um að ganga aft- ur til liðs við Baath. Andúð meðal súnníta Eftir að Bandaríkjamenn lögðu Bagdad undir sig hefur arabískum súnní-múslímum, þeim hluta þjóðar- innar sem helst studdi Baath, fund- ist sem Bandaríkjamenn væru að ýta sér til hliðar. Herinn var leystur upp, líka öryggissveitirnar, byrjað var að losa um tök Baathista á sam- félaginu. Andúðin er því mikil meðal þessa fólks.“ – En mátti ekki bú- ast við þessu? „Ekki að herinn yrði leystur upp. Það var furðuleg ráðstöfun, þetta merkti að skyndilega voru um 400 þúsund vopnaðir og reiðir menn í land- inu sem áttu allt sitt undir því að losna við hernámsliðið. Það er enn óljóst hvers vegna Bandaríkjamenn gerðu þetta en þeir virðast hafa haldið að þeir gætu ein- faldlega fjarlægt herinn og sett á laggirnar lítinn herafla, vinsamlegan Bandaríkjamönnum og viðbrögðin yrðu engin. Þetta var dæmalaust heimskulegt.“ – Hvernig er staða íraskra sam- taka sem börðust gegn Saddam úr útlegð? Hver er staða þeirra í Írak? „Andstöðuhópar fyrir stríðið voru mjög ólíkir innbyrðis en þrír voru afar mikilvægir. Kúrdarnir nutu, jafnvel meðan Saddam var enn við völd, eins konar sjálfstæðis. Þeir höfðu sína eigin leiðtoga, stofnanir og tekjur, réðu yfir eigin herjum. Sjía-múslíminn Ahmed Chalabi hafði áhrif vegna stuðnings sem hann naut í Washington, fyrst og fremst meðal ný-hægrimanna en hann hafði litla fótfestu í Írak. Það er hugsanlegt að Chalabi hafi viljað að sumar stofnanir eins og herinn yrðu leystar upp til þess að hann ætti auðveldara með að hasla sér völl. Kúrdar vildu einnig vegna sinna eigin hagsmuna að herinn yrði leystur upp.“ – Hverjir eru líklegir til að verða áhrifamiklir í landinu? „Lykilatriði í íröskum stjórnmál- um er samskiptin milli helstu sam- félagsfylkinga, milli Kúrda, sjíta og súnníta. Sjítar eru meirihluti lands- manna. Helstu trúarleiðtogar sjíta vilja lýðræði og þeir hafa hvatt til þess að þegar í stað verði efnt til kosninga. En þetta gerir Banda- ríkjamenn afar smeyka vegna þess að þó að sigursælu flokkarnir verði ef til vill með veraldlega forystu- menn munu þeir að mestu starfa á grundvelli trúarinnar. Þegar upp er staðið verða sigurvegararnir andvíg- ir bæði Bandaríkjamönnum og Ísr- aelum. Sjítar eru á hinn bóginn hræddir um að Bandaríkjamenn muni reyna að koma í veg fyrir að þeir komist til valda, að enn einu sinni verði þeir útilokaðir. Hinar fylkingarnar í landinu, að Kúrdum undanskildum, eru hræddar um að fá mjög lítið fylgi í kosningum. Arabískir súnn- ítar eru aðeins minnihlutahópur í Írak.“ Hægt að kjósa innan sex mánaða – Hve fljótt álítur þú að hægt verði að efna til kosninga? „Það væri sennilega hægt innan sex mánaða. Bandaríkjamenn hafa talað um að fresta þeim og láta þær fara fram seint á næsta ári. Vandinn er að ef Bandaríkjamenn bíða of lengi með að efna til kosninga eykst hættan á því að bráðabirgðastjórnin verði einfaldlega talin vera hópur kvislinga. Tortryggni gagnvart Bandaríkjamönnum gæti færst í aukana, átök yrðu svæsnari, meira yrði um hefndarárásir vegna þeirra sem bandarískir hermenn hafa skot- ið.“ – Skoðanakönnun var gerð í Írak í sumar og þá sagði rúmur helmingur landsmanna að hann vildi að her- námsliðið yrði a.m.k. eitt ár í Írak. Vitum við hvað fólki finnst núna? „Ég held að margir Írakar vilji að hermennirnir séu þarna áfram en ekki í borgunum. Sumir reyndir stjórnmálaleiðtogar í Írak hafa stungið upp á því að bandarískir og breskir hermenn færu út úr borg- unum. Þá gætu þeir eftir sem áður tryggt að liðsmenn Saddams næðu ekki á ný völdum. Hernámsliðið myndi þá ekki reyna að stjórna landinu og mér finnst þetta skyn- samleg leið.“ – Hernámsliðið yrði þá eins konar baktrygging fyrir nýja stjórn í Írak? „Já en það myndi verða stjórn með raunverulegan myndugleika, stjórn sem réði yfir eigin öryggis- sveitum. Þetta gæti samt orðið mjög snúið en það er ákveðin rökfesta að baki hugmyndinni.“ – Hvað myndi gerast ef Samein- uðu þjóðirnar fengju yfirstjórnina? „Ef þetta yrði yfirstjórn sem m.a. styddist við hermenn frá Frakklandi held ég að áhrifin gætu orðið mikil og til góðs. Þá myndi þetta ekki lengur líta út eins og hernám hins bandaríska heimsveldis og Bret- lands. Írökum myndi ekki lengur finnast þetta vera bara erlend yf- irráð. En mér sýnist að sem stendur vilji Bandaríkjamenn ekki færa raunverulegt vald í hendur SÞ, þeir nota frekar hugmyndina sem slag- orð án merkingar.“ Fámennir en margir andstöðuhópar – Sumir andstöðuhóparnir sem berjast gegn Bandaríkjunum eru mjög litlir, að sögn fjölmiðla í araba- ríkjum. En starfa þeir saman? „Eitt af því sem gerir afskaplega erfitt fyrir Bandaríkjamenn að kveða þá niður er að andstaðan er svo margslungin og menn berjast af ólíkum ástæðum. Sumir hafa ef til vill ekkert samband við aðra hópa og berjast jafnvel gegn öðrum and- stöðuhópum. Þetta geta verið fimm menn, tíu menn í einhverjum bæn- um eða þorpinu, sem ákveða af trúarlegum ástæðum eða þjóðern- isástæðum að ráðast á Bandaríkja- menn. Flestir Írakar eiga vopn og kunna að nota þau. Betur skipulagðir hópar úr gömlu öryggissveitunum geta verið þarna og líka flokkar íslamskra trúarof- stækismanna. Sennilega eru hópar af öllum þessum gerðum á svæðinu, stundum vinna þeir saman en lík- lega berjast þeir yfirleitt hver fyrir sig. Og Írakar hneigjast auk þess mjög til að sýna stórfjölskyldunni og ættbálkinum sínum hollustu, jafnvel borginni sinni. Oft eru þeir þess vegna að bregðast við mjög stað- bundnum atburðum,“ segir Patrick Cockburn. Flokki Saddams virðist vaxa ásmegin Reuters Syrgjandi ættingjar eins af þrem Írökum sem féllu í borginni Fallujah. Bandarískir hermenn skutu mennina til bana sl. þriðjudag. Breski blaðamaðurinn Patrick Cockburn er blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Íraks. Kristján Jónsson ræddi við hann. ’ Ég held að margirÍrakar vilji að her- mennirnir séu þarna áfram en ekki í borg- unum. ‘ Patrick Cockburn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.