Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 17 Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 3. október 2003 kl. 11.00 Dagskrá: Skýrsla stjórnar Arnar Sigurmundsson, formaður SF. Ársreikningar SF 2002 Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda. Ræða Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Við sækjum á erlend mið Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco hf. Staða og möguleikar þorskeldis á Íslandi Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. Fer fiskurinn til Kína? Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf. Ógnanir og tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Pallborðsumræður undir stjórn Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þátttakendur: Aðalsteinn Helgason, framkv.stjóri landvinnslu Samherja hf. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka hf. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF. Gunnar Svavarsson, forstjóri SH. Önnur mál Stjórnin Reykjavík | Umferðin var marktækt minni á bíllausa deginum svokalla, sem haldinn var í tilefni Evr- ópskrar samgönguviku 2003 á mánudaginn. Að sögn Bjargar Helgadóttur, landfræðings hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur, dróst umferðin saman um tæp tvö pró- sent, sem sé marktæk minnkun. Ekki hafi orðið vart við mikinn samdrátt fyrrihluta dags en þegar líða tók á daginn hafi komið fram á teljurum að dregið hafi úr umferð- arþunganum. Taldi Björg ekki ósennilegt að áhrifa fjölmiðla hefði farið að gæta er líða tók á daginn er þeir fluttu fréttir af átakinu. Hörður Gíslason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Strætó bs., segir að þeir hjá Strætó hafi orðið merkj- anlega varir við aukinn fjölda far- þega, ekki síst seinnipart dags. Minni umferð á bíllausum degi Morgunblaðið/Ásdís Krakkar í Fellaskóla sungu í strætó á bíllausa deginum, fóru með ljóð eða skoðuðu lesefnið sem var í boði. Breiðholt | „Farþegarnir eru upp til hópa mjög kurteist fólk,“ segir Magnús Gunnarsson strætóbílstjóri númer 25 sem keyrir leið 12 í Breið- holtinu. Magnús segist aldrei hafa séð jafnmarga í vagninum og þá. Hann segir fólkið afar ánægt með að þurfa ekki að borga. „Það ætti bara að vera ókeypis oftar,“ bætir hann við. Hann segir að farþegarnir séu mikið til sama fólkið sem kemur á hverjum degi á sama tíma dags. „Þegar einhverjir farþeganna mæta ekki fer maður ósjálfrátt að líta í kringum sig og velta fyrir sér hvers vegna þeir eru ekki komnir.“ Flestir kurteisir Norðurmýri | Á lóð Austurbæjarbíós og á aðliggjandi borgarlóð þar sem barnaleikvöllur er nú, stendur til að reisa fimm hæða verslunar- og íbúðabyggingu, fjögurra hæða íbúð- arhús og bílakjallara með 120 stæð- um. Tillagan er unnin af NEXUS- arkitektum fyrir ÁHÁ-byggingar, sem eiga lóðina, og er hún kynnt á sýningu um uppbygginu í miðbæn- um sem haldin er í Bankastæti 5. Um er að ræða hugmyndavinnu á þessu stigi en deiliskipulag verður unnið á næstu mánuðum. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að byggð verði fimm hæða íbúðabygging á Snorrabraut 37 en að á neðstu hæðinni verði tvær versl- anir sem gengið verði inn um frá Snorrabraut. Neðsta og efsta hæðin verða inndregin og verður húsið jafnhátt og nálæg hús við Laugaveg, að sögn Ívars Arnar Guðmundsson- ar arkitekts. Á efri hæðunum verða 47 íbúðir sitt hvorum megin við yfirbyggðan svalagang. Minnstu íbúðirnar verða 48 fm stúdíó en hinar stærstu 120 fm. Flestar verða þær um 80 fm. Gera má ráð fyrir að íbúar verði um 140– 160 að sögn Ívars. Við Njálsgötu er gert ráð fyrir annarri þriggja og fjögurra hæða byggingu með 35 íbúðum og mun hún tengjast íbúðabyggingunni við Snorrabraut. „Á milli bygginganna verður torg og út frá því inngangar inn í báðar íbúðabyggingarnar, en þannig tengjast þær saman,“ útskýr- ir Ívar. Útivistarsvæði og tjörn Undir íbúðabyggingunni við Njálsgötu er síðan gert ráð fyrir tveggja hæða bílageymslu fyrir um 120 bíla en innkeyrsla í hana yrði gegnt Gunnarsbraut. Við enda byggingarinnar er hug- myndin að búa til útivistarsvæði og leiksvæði fyrir börn. Þar yrði komið fyrir gróðri í gróðurkerum eða jafn- vel lítilli tjörn, sem og bekkjum þar sem íbúar geta komið saman, að sögn Ívars. „Á nágrannalóðunum með- fram borgarlóðinni eru há tré sem mynda munu garðinn. Hugur verk- takans er að hinn hái gróður sem þar er nú fái að miklu leyti að halda sér þar sem það eru ekki síst þau sem mynda náttúrstemmningu þarna.“ Timburklæðningar og opin rými Ívar segir að efni í bygginguna verði valið með það í huga að rýmið verði lifandi og skemmtilegt. „Óneit- anlega er um stóra byggingu að ræða sem hefur áhrif á umhverfi sitt og því er leitast við að þau verði sem mýkst. Þannig er gert ráð fyrir timb- urklæðningum á vissum flötum og opnum rýmum svo áhrifin verði síður dramatísk.“ Hann bendir á að tillögunni hafi verið breytt töluvert síðan hún kom fyrst fram. Þannig hafi byggingin verið lækkuð og meira gert úr úti- vistarsvæði en í upphaflegu tillög- unni. Ívar segir að skipulagsyfirvöld muni líklega kynna tillöguna fyrir nágrönnum á næstu tveimur vikum en verktakinn hafi hug á að hefja framkvæmdir sem fyrst, jafnvel næsta vor. Hins vegar velti það á við- tökum tillögunnar. Ívar telur að fjöldi fólks vilji gjarn- an búa í námunda við miðbæinn og geta gengið þangað og sótt þjónustu. „Hugmyndin snýst um trú manna á því að miðborgin eigi að byggjast upp. Miðborgin á að geta orðið stolt þjóðarinnar eins og allir miðborgar- kjarnar höfuðborga eiga að vera.“ Áform um fimm hæða íbúðar- og verslunarhús á lóð Austurbæjarbíós í Norðurmýri Íbúðir fyrir 150 manns Efri myndin: Tölvumynd af byggingunni á lóð Austurbæjarbíós. Myndina má sjá á sýningu Aflvaka um uppbyggingu í miðborginni. Hugmyndin snýst um trú manna á því að miðborgin eigi að byggjast upp, segir arki- tektinn. Neðri myndin: Eftir bíósýningar í 55 ár var þeirri starfsemi hætt í Bíóborginni, áður Austurbæjarbíói. Síðustu misseri hefur húsið verið nefnt Austurbær. Á liðnum áratugum hafa tónleikar, leiksýningar og aðrar skemmtanir verið í húsinu, auk kvikmyndasýninga. Íbúðir í stað samkomuhúss Tvær verslanir á neðstu hæðinni Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.