Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 27 Í DAG koma saman í Lundi ráðherrar frá átta löndum í norðanverðri Evrópu. Það gera þeir til að ræða framtíð- arstefnu í baráttunni gegn fíkniefnum í viðkomandi lönd- um. Það eru Norðurlöndin fimm og fulltrúar frá Eist- landi, Lettlandi og Litháen sem með þessum hætti leggja áherslu á samvinnu í barátt- unni gegn fíkniefnum til að geta brugðist við þessum vá- gesti með afgerandi hætti. Það er augljóst af hverju við tökum þetta frumvæði. Fíkniefnavandinn í löndunum hefur vaxið ört hin síðari ár. Tollur og lögregla haldleggja sífellt meira af fíkniefnum, t.d. heróín, kannabis og e-pillur. Fjöldi eiturlyfjaneytenda hef- ur aukist í mörgum landa okk- ar. Fíkniefni í norðanverðri Evrópu eru mun aðgengilegri en áður var og við lýsum þungum áhyggjum af þróun- inni. Við verðum að leggja okkur meira fram til að snúa henni við. Við komum saman til að reyna að sameinast um stefnu í baráttunni gegn fíkniefnum og við erum sammála um að stefna í málaflokknum þarf að byggjast á nokkrum grund- vallaratriðum: Í fyrsta lagi getum við aldr- ei sætt okkur við ólöglega notkun fíkniefna. Við höfnum því algjörlega að lögleiða kannabisneyslu eða að ríkið dreifi heróíni til eiturlyfja- neytenda. Við getum ekki sætt okkur við sölu fíkniefna – hvorki á Sergels-torgi í Stokkhólmi, framan við að- aljárnbrautarstöðina í Osló, í Kristjaníu í Kaupmannahöfn eða í miðborg Reykjavíkur og Helsinki. Í öðru lagi höfum við skiln- ing á að við þurfum að treysta hvert á annað til að geta bætt ástandið á fíkniefnasviðinu í okkar heimshluta. Eitur- lyfjaneyslan takmarkast ekki af landamærum og árangur næst ekki nema með al- þjóðlegu samstarfi og samstarfi ein- stakra þjóða. Eiturlyfjasala á netinu fer vaxandi og gegn henni þurfa þjóðir að vinna saman. Í þriðja lagi erum við þess fullviss að árangursrík barátta gegn fíkniefn- um þarf að byggjast á heildarsýn. Stefnan þarf að vera þríþætt; okkur þarf að takast að draga úr fíkniefna- neyslunni, við verðum að draga úr af- brotum sem tengjast fíkniefnum og við verðum að bjóða fíklum upp á að- hlynningu og leiðir úr neyslunni. Við höfum þegar ákveðið að löndin vinni saman á mörgum mismunandi sviðum sem snerta fíkniefnavandann. Á liðnu ári haldlagði norræni tollurinn til að mynda umtalsvert magn fíkni- efna. Þess sjást glögg merki að virk- ara samstarf tollyfirvalda og lögreglu í löndum okkar leiðir til þess að barátta gegn alþjóðlegum afbrotum eflist. Með því að miðla upplýsingum og með samstarfi landa á milli beina menn nú sjónum að þeim sem skipuleggja fíkni- efnasmyglið. Brýnt er að samræma aðgerðir okk- ar enn frekar. Á norrænum ráðherra- fundi sem haldinn var í Osló á liðnu ári samþykktu Norðurlöndin stefnu í fíkniefnamálum til framtíðar. Hún nær til ársins 2005 og byggist á sam- starfi Norðurlandanna og Eistlands, Lettlands, Litháens og Norðvestur- Rússlands. Með Lundarfundinum skuldbindum við okkur enn til að taka upp gagn- kvæmt samstarf í baráttunni gegn fíkniefnum á grundvelli Lundaryf- irlýsingarinnar sem löndin sameinast um. Við ætlum okkur að ræða það hvernig draga má úr neyslu fíkniefna og fíkniefnasölu á Norð- urlöndum og í nálægum löndum. Þetta ætlum við okkur með því að:  miðla reynslu milli þjóð- anna  upplýsa og beita for- vörnum, einkum gagn- vart börnum og ung- mennum  grípa til aðgerða gegn skipulögðum afbrotum og fíkniefnasölu  stuðla að því að fá áhuga- mannasamtök til liðs í baráttunni gegn fíkniefn- um  auka upplýsingamiðlun m.a. til fjölmiðla og á upp- lýsingatæknisviði  styðja meðferð og end- urhæfingarverkefni sem skila eiturlyfjaneyt- endum árangri og fyr- irbyggja smitsjúkdóma  koma upp tengslaneti  grípa til aðgerða sem tryggja mannréttindi og leikreglur réttar- og lýð- ræðisríkja í baráttunni gegn fíkniefnaneyslu, þar með talin fræðslu- starfsemi Það verður að snúa við þróun sem felur í sér í vaxandi fíkniefna- neyslu og koma í veg fyrir aukna misnotkun fíkni- efna á tilteknum svæðum þar sem ungmenni og jafnvel börn verða fíkni- efnaneyslu að bráð. Við verðum að auka almenna vitneskju um alvarlegar afleiðingar neyslunnar og koma fíklum á réttan kjöl að nýju. Markmiðið þarf að vera að koma í veg fyr- ir afbrotin og vændið sem eru fylgifiskar fíkniefna- neyslunnar og skapa eit- urlyfjaneytendum raun- hæfa tilveru án fíkniefna. Þess vegna leggjum við sameiginlega áherslu á að stefnan í fíkniefna- málum miðist við:  að virkar aðgerðir séu verkefni og frumkvæði sem felur í sér áþreif- anlegan árangur  að þau verkefni sem menn ráðast í tengist þegar höfnum samvinnu- verkefnum, stefnu í viðkomandi landi og alþjóðlegum verkefnum til að tryggja varanlegan árangur  að sérstaklega verði í baráttunni gegn fíkniefnum tekið tillit til ung- menna og barna á grundvelli þess sem Norðurlandaráð hefur dregið fram og byggist á vitneskjunni um uppvaxtarskilyrðum þeirra í ná- grannaríkjum Norðurlanda  að styðja stefnu þar sem tekið er tillit til hinnar norðlægu víddar ESB  að styðja af fullri ábyrgð samstarf yfirvalda á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum Við gerum okkur grein fyrir að við berjumst gegn sterkum andstæð- ingum. Alþjóðlegir glæpamenn finna sér jafnan nýjan smyglfarveg og reyna í sífellu að finna nýja markaði fyrir fíkniefnin. En við erum þess hins vegar fullviss að eina leiðin til að leggja andstæðinginn að velli og til vinna í baráttunni gegn glæpum sem byggjast á því að græða á dópsölu sé einmitt alþjóðleg samvinna. Með auknu samstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á öllu sviðum sem snerta fíkniefnamál getum við vænst betri árangurs. Norræn barátta gegn fíkniefnum Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sammælast um aðgerðir Árni Magnússon Morgan Johansson Liisa Hyssälä Lars Lökke Rasmussen Ingjerd Schou Eftir Árna Magnússon, Morgan Johansson, Ingjerd Schou, Lars Lökke Rasmussen og Liisu Hyssälä Árni er félagsmálaráðherra á Íslandi. Morgan er félags- og lýð- heilsuráðherra Svía. Ingjerd er félagsmálaráðherra Norðmanna. Lars Lökke er innanríkis- og heil- brigðisráðherra Dana. Liisa er umönnunarráðherra Finna. s, heim- og telur kki fall- , Hasip brotin á réttindi i, trúar- að um- na kaþ- ólskrar trúar hennar og íslensks uppruna. Segist dómstóllinn ekki sjá merki um þetta í máli Sophiu. Gripu ekki til ráðstafana Mannréttindadómstóllinn segir að dætur Sophiu hafi sætt gífurlegum þrýstingi, m.a. vegna þess að málið hafi vakið almenna athygli. Tyrknesk stjórn- völd hafi hins vegar ekki gripið til neinna ráðstafana til að tryggja að Sophia fengi að hitta dætur sínar meðan á málarekstrinum stóð. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að ekki hafi verið leitað aðstoðar sálfræðinga til að tryggja að endurfundir mæðgn- anna gengju sem best fyrir sig og skapa jarðveg fyr- ir bætt samskipti Sophiu og föður barnanna, Halim Al. Dómstóllinn segir að dætur Sophiu hafi ekki viljað hitta hana meðan á skilnaði hjónanna og deilum um forræði stóð. Í málsvörn sinni hafi tyrknesk stjórn- völd bent á að þau bæru ekki ábyrgð á því að börnin vildu ekki hitta móður sína og því að faðir þeirra færi ekki eftir dómsúrskurðum. Mannréttindadómstóll- inn segir hins vegar að dæturnar hafi aldrei fengið raunverulegt tækifæri til að þróa samband við móður sína eða tóm til að tjá tilfinningar sínar. Þá tekur dómstóllinn fram, að fyrrverandi eig- inmaður Sophiu hafi ávallt verið fjarverandi með dæturnar þegar þær áttu að hitta móður sína sam- kvæmt dómsúrskurðum. Þótt lögreglumenn hafi komið á staðinn hafi tyrknesk stjórnvöld ekki gripið til neinna raunhæfra aðgerða til að finna börnin. Í ljósi mótþróa föðurins hefðu stjórnvöld átt að grípa til aðgerða til að tryggja að móðirin hitti börn sín. otin á Sophiu Hansen hluta bótakrafna Sophiu á hendur tyrkneskum yfirvöldum and á Ís- g 1987. klands. 92 kilnað að Það var svo árið 1991 að Sophia hóf málarekstur fyrir tyrkneskum dómstólum og krafðist forræðis yfir dætrunum. Dómur féll á þann veg árið 1992 að Halim skyldi hafa forræðið en Sophiu var tryggður umgengnisréttur, sem Halim braut margsinnis á næstu árum. Árið 1997 kærði Sophia tyrknesk stjórnvöld fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómur réttarins liggur nú fyrir. taðið í 12 ár an íbúð föður síns í Istanbúl erberginu. Þaðan komust þær egna þess að útidyrnar höfðu , en í staðinn var búið að setja ð þeirra niður í íbúðina á neðri na leið þeirra út var því í gegn- ims Al. ophia til þess að þær kenndu ísl- við heimavistarskóla í Istanbúl, r víggirtur allt um kring. „Þær g veru lærðir íslamskir prestar,“ a, en þær fá þó ekki að predika í r sem þær eru konur. Sophia sínum upplýsingum nái Halim g Dagbjörgu aðra hverja helgi, ær á heimili hans. Þær fari hans leyfis og séu í raun fangar ns. Óvissan hræðileg r til Tyrklands um síðustu ára- von að hitta dætur sínar aftur fyrir ekki. Þá hefur hún sent g kort og ennfremur hefur hún ngja í þær. Halim Al hefur hins um símanúmer og þrátt fyrir raunir hefur ekki verið hægt að ýja númerinu. „Ég hef sent g kort í gegnum tíðina. Ég veit það hefur aldrei borist í þeirra g vildi samt reyna,“ segir n segir að óvissan um þær sé Mig dreymir þær undanteking- erri einustu nóttu,“ segir hún. ví við að baráttan fyrir dætr- ér ekki bara stað í raunveruleik- r líka í draumunum. „Og óvissan ega að tæra mig upp.“ máli Sophiu Hansen var vísað til dadómstólsins 13. apríl árið mstóllinn ákvað að taka málið til umfjöllunar þá strax. „Við erum í sex ár eftir því að vita hvernig dómstóllinn tæki á þessu en nú er þeirri bið lokið.“ Sophia segir það vissulega létti að þessum kafla sé lokið. Hún ítrekar að það sé mikill sigur að dómstóllinn skyldi hafa við- urkennt að brotið hafi verið á henni í Tyrk- landi en segir það þó ákveðin vonbrigði að dómstóllinn skyldi ekki hafa dæmt tyrk- nesk stjórnvöld til að greiða henni hærri bætur en raun ber vitni. Bótakrafa Sophiu hljóðaði upp á eina milljón dollara, sem í dag jafngildi 77 milljónum kr., en dómstóll- inn dæmdi stjórnvöld í Tyrklandi til að greiða henni 75 þúsund evrur, sem er um 6,6 milljónir kr. Sigurður Pétur Harðarson, stuðningsmaður Sophiu, segir að bæturnar dugi ekki til að greiða upp allar skuldir vegna baráttunnar við að ná dætrunum aft- ur. Til þess vanti enn um tíu milljónir kr. Sophia kveðst hafa vonast eftir því að fá nægar bætur til að geta greitt upp allar sín- ar skuldir og jafnvel haft nóg til þess að fara til Tyrklands og freista þess að hitta dæt- urnar. „Það var því ákveðið áfall að fá ekki hærri bætur,“ segir hún og bætir við: „Pen- ingarnir spila nefnilega því miður allt of stórt hlutverk í þessu máli.“ Hún segir þó ákveðinn létti, eins og áður kom fram, að úr- skurður dómstólsins skyldi liggja fyrir. „Það er gott að vita þetta svo hægt sé að takast á við þetta. Ég verð að finna ein- hverja aðra leið til að leysa þetta,“ segir hún og vísar í peningamálin. Aðalmálið er þó, segir Sophia, að „frelsa“ þær Dagbjörtu og Rúnu, eins og hún orðar það. Hún segir að úrskurður Mannréttinda- dómstólsins opni kannski nýja leið, sem ger- ir henni kleift að hitta dætur sínar. „Tyrk- nesk stjórnvöld hafa þrjá mánuði til að bregðast við þessum úrskurði,“ útskýrir hún. „Ég ætla að reyna að fara utan í nóv- ember og reyna að hitta þær. Þá ætla ég hiklaust að reyna að nota tyrkneska fjöl- miðla til að þrýsta á um að ég fái að hitta þær því ég veit að þeir eru spenntir fyrir því að ná viðtali við mig eftir þennan úrskurð.“ Sigurður Pétur segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að tyrknesk yfirvöld hafi sóst fast eftir því að komast í Evrópusambandið hafi þau haft þá stefnu að greiða út þær sektir sem þeim beri skv. úrskurðum Mann- réttindadómstólsins. Sigurður Pétur segir að af sömu ástæðum eigi þau ekki von á öðru en að tyrknesk stjórnvöld taki upp ný lagaákvæði sem samræmist úrskurði dóm- stólsins varðandi 8. gr. mannréttinda- sáttmálans. Bendir Sigurður á að sá úr- skurður sé fordæmisgefandi fyrir dómstólinn. Oft mjög döpur Sophia segir spurð að baráttan fyrir for- ræðinu og nú síðast fyrir því að fá að hitta dætur sínar hafi oft á tíðum verið mjög erf- ið. „Það hafa komið tímabil þar sem ég hef verið mjög döpur,“ segir hún, „en ég hef þó reynt að láta þetta ekki yfirtaka allt, ég get glaðst með öðrum, hlegið í góðra vina hópi, farið í kvikmyndahús og fleira.“ Hún segir einnig að hún hafi heldur ekki verið reið út í Halim Al. „Ætli almættið stjórni því ekki að ég hugsa mjög lítið um hann,“ segir hún, „maður sér bara að hann er andlega veikur; hefur hvorki rétta dómgreind né neina sið- ferðiskennd.“ Hún segist hafa beðið spennt eftir úrskurði dómstólsins síðustu daga. „Tyrkneskur lögfræðingur minn, Hasip Kaplan, hringdi síðan í mig um leið og úr- skurðurinn lá fyrir,“ segir hún. „Þessum kafla er lokið,“ segir hún en sá næsti tekur við. Hún ætlar að freista þess að hitta dætur sínar, þær Dagbjörtu og Rúnu, fyrir jólin og segir að lokum að hún muni berjast fyrir því að fá að hitta þær „svo lengi sem kraftar mínar leyfa“. éttindadómstólsins ryðji brautina fyrir aðrar konur Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir sen sést hér með dætrum sínum, Dagbjörtu og Rúnu, í Istanbúl, snemma á tíunda áratugnum. arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.