Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ V arla treysta margir sér til að verja lymskuna og kald- lyndið sem sum aug- lýsingafyrirtæki beita gagnvart börnunum sem ekki hafa þroska til að sjá við þeim. Og maður getur reyndar furðað sig á því að ekki skuli í skyldunámi grunnskólanna vera stöðug þjálfun í að verjast þess- ari innrætingu. Það á að segja börnum umbúðalaust hvernig þau eru strax í æsku notuð eins og hálfgerð þumalskrúfa á út- slitna foreldra í stórmörkuðum. Að nammið sé haft í neðst hill- unum af sérstakri ástæðu, ekki af tilviljun. Leikurinn verður ójafn í neyslusamfélaginu þangað til öll þjóðin hefur frá blautu barnsbeini verið alin upp við að skilja hvernig út- pældum að- ferðum, sem hálaunaðir sérfræð- ingar í milljónaþjóðfélögum hafa hannað, er beitt til þess að fá okkur til að kaupa allan fjárann. Við getum reynt að verjast þessu eins og við reynum að verjast mývargi án þess að útrýma hon- um. Mýið gerir gagn, er fæða fyr- ir fisk. Og auglýsingar eru að hluta til nauðsynlegt upplýsinga- streymi fyrir okkur öll. En þær geta orðið uppáþrengjandi og jafnvel óþolandi, eins og mýið. Það fylgir því ýmislegt að verða fullorðin. Við öðlumst rétt- indi en líka skyldur til að vinna með öðrum, sætta okkur við málamiðlanir en líka skylduna til að taka ábyrgð á eigin lífi. Sum- um finnst það erfitt og vilja helst að ríkið taki við hlutverki foreldr- anna svo að við getum öll haldið áfram að vera börn í beisli fram á elliárin. Við höfum því enn rétt á að haga okkur illa og sumir halda áfram að reykja, hvað sem líður hryllingsmyndum í auglýsingum Tóbaksvarnanefndar og merk- ingum á sígarettupökkum. Sumir forherðast og finnst enn betra að reykja þegar áróðurinn gegn þeim færist í aukana. Ógnandi vísifingur valdsins og hótanirhafa öfug áhrif á uppreisnarseggina. Verst er þó að vera fyrrverandi tóbaksfíkill og finna gömlu þrána bæra á sér þegar silkimjúkur ilmurinn af góðum vindli berst að vitunum frá hamingjusömum syndara. Þá fyllumst við fortíð- arþrá en stundum drápshug. Við getum notað sterk rök sanngirninnar gegn þeim, bent á að öll höldum við uppi heilbrigð- iskerfi sem þeir myndu þurfa síð- ur á að halda ef þeir væru eins og við. Eiga þeir þá ekki að borga sjálfir fyrir afleiðingarnar af syndsamlegu líferni sínu? En þeir eru hortugir og segja okkur að kannanir sýni að reykingafólk lifi skemur en annað fólk. Tóbaks- fíklar verði þess vegna ekki jafn þungur baggi á kerfinu þegar ell- in bankar að dyrum. Þeir missi fyrr heilsuna og fari að jafnaði yngri í gröfina en við hin hjörum von úr viti á eftirlaunum, verðum jafnvel hundrað ára. Og sligum kerfið. Þetta eru grimmileg rök þótt erfitt sé að vísa þeim alger- lega á bug. En feitur og sætur matur í óhófi styttir líf margra. Samt reynum við ekki í neinni alvöru að bjarga offitusjúklingum með því að neita þeim um mat, sýna myndir í sjónvarpinu af því hvernig átfíkn fari með líffærin og geri marga að vesalingum fyr- ir aldur fram. Við fyllumst samúð og veltum fyrir okkur hvað sé hægt að gera. En bönnum þeim ekki. Þetta er ekki auðvelt vegna þess að annars vegar eru rök skynseminnar og höfðað til sam- félagslegrar ábyrgðarkenndar, hins vegar rétturinn til að vera óþægur. Engu skiptir þótt við vitum að einhver dæmi séu um að fólk ráði alls ekki við átfíknina, sé sjúkt, sé ekki sjálfrátt. Við vitum ofur vel að þetta á aðeins við brot af þeim fjölda sem berst við kíl- óin. Enginn getur sannfært okk- ur um að allt í einu sé fjórðungur landsmanna orðinn að fársjúkum matfíklum. Við borðum of mikið af því að við höfum efni á því og maturinn er orðinn svo sykraður og girnilegur. Við fitnum af því að við borðum of mikið og hreyf- um okkur of lítið. Þetta er að ger- ast um allan hinn vestræna heim. Nýjasta ráðið er að höfða mál gegn fyrirtækjunum sem fram- leiða matinn. Þau séu að blekkja okkur öll og segi okkur ekki að maturinn þeirra geti verið fitandi sé hesthúsað of mikið af honum. Ætlunin er að finna sökudólga í stað þess að líta í eigin barm og kanna hvort þeir sem borði í óhófi séu virkilega almennt svo fáfróðir að þeir viti ekki hvað þeir séu að gera. Fyrirmyndin er að í Bandaríkjunum hafa menn höfð- að mál gegn tóbaksframleið- endum og krafist skaðabóta vegna heilsutjóns í kjölfar reyk- inga. En þessi tvö mál eru ekki sam- bærileg. Öldum saman reyktu menn án þess að nokkur gæti staðhæft að það væri hættulegt heilsunni, tóbak var jafnvel talið gott gegn ýmsum kvillum. En tóbaksframleiðendur vestra hafa í marga áratugi leynt þeirri vitn- eskju sem vísindamenn á vegum þeirra höfðu komist að með rann- sóknum: að reykingar væru heilsuspillandi. Og til að bæta gráu ofan á svart er vísvitandi bætt efnum út í tóbakið sem hafa það eitt hlutverk að auka vana- bindinguna hjá þeim sem féllu fyrir freistingunni og fóru að reykja. Það er sjálfsagt mál að draga fyrirtæki til ábyrgðar ef þau ljúga að okkur eða misnota sér fákænsku saklausra barna til að selja vöru sína. En fullvaxið fólk veit og hefur alltaf vitað að sá sem borðar of mikið og hleypur ekki jafnóðum af sér spikið verð- ur einfaldlega feitur með tím- anum. Þetta er ekki leyndarmál sem öllum hefur verið hulið. Þeir sem halda öðru fram tala gegn betri vitund. Samt vilja sumir reyna að varpa sökinni á þá sem séu ekkert of góðir til að borga, þeir græði hvort sem er svo mik- ið. En eigum við öll að fá að vera ábyrgðarlaus smábörn fram á elliárin? Gömul börn og ung Við borðum of mikið af því að við höf- um efni á því og maturinn er orðinn svo sykraður og girnilegur. Við fitnum af því að við borðum of mikið og hreyfum okkur of lítið. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Elsku Birgitta. Ég er búinn að sitja lengi vel að velta fyrir mér hvað ég eigi að skrifa í minningargrein um þig, dúllan mín. Ég á endalausar yndislegar minningar en það er bara svo skrýtið að þurfa að skrifa um þig. Vegir Guðs eru svo órannsakanlegir en aldrei hélt ég að þessi dagur yrði þinn síðasti á þess- ari jörð. Ég kvaddi þig um hádeg- isbilið með faðmlagi og áður en nokkuð var hugsað varst þú tekin í burtu, bara sisona. Þegar ég fékk símtalið um nóttina og mér var sagt að þú hefðir dáið um kvöldið komu í huga minn ótal spurningar: Af hverju þú, Gitta? Þú áttir allt lífið framundan. Orðin eru svo fátækleg þegar ég reyni að segja þér hvað ég sakna þín mikið og hvað er mikil sorg í mínu hjarta. En ég veit og hugga mig við að þér líður vel, kom- in til foreldra þinna. Ég minnist þess svo þegar við sátum stundum saman, ræðandi um allt milli himins og jarðar, alla drauma okkar, ástir og erfiði. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa í einu og öllu og ég vona, Gitta, að ég hafi einhvern tímann verið einhver hjálp fyrir þig. Það sem einkenndi þig var einlægni, traust, ákveðni og hlýja og það var alltaf svo gott að knúsa þig. Aldrei gleymi ég smitandi hlátrinum og já- stílnum þegar þú varst að kveðja í síma „hmm bææ“. Birgitta, þú varst hreinskilin og yndisleg vinkona, sú besta sem hægt er að óska sér. Ég er svo sorgmædd en svo dofin, ég hreinlega trúi þessu ekki, en það stendur að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að kynnast þér og fengið að njóta þinnar hlýju í þennan tíma sem var samt allt of stuttur. Ég kveð þig, Gitta skvís, eins og ég kallaði þig, með söknuði og þakka þér fyrir allar þær dýrmætu stundir sem ég fékk að deila með þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný Ég þakka þau ár, sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er sem margs að minnast, svo margt, sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín vinkona Inga Fanney. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, stendur skrifað. Ég man eftir þér alla tíð, Birgitta mín, litla granna frænka mín með síða ljósa hárið, sprangandi í snúrustaurnum heima hjá þér, og þú sagðist vera byrjuð að æfa fimleika, og ég sagði að það lægi vel fyrir þér. Ég man líka þegar þú komst með mömmu þinni í öll afmælin til okkar. Það var voðalega gott þegar þú komst í heimsókn fyrir ekki löngu, og ég tók utan um þig, þú vildir ekki sleppa takinu, það kurraði í þér og þú sagð- ir „það er þetta sem mig vantar“, þá virkilega fann ég til með þér, elsku stelpan mín. Og mér fannst líka voða gott þegar þú og hún Helena komuð í ferminguna hans Alexand- ers, það var gott að fá ykkur. Ég ætla ekki og get ekki rakið BIRGITTA ÍRIS HARÐARDÓTTIR ✝ Birgitta ÍrisHarðardóttir fæddist á Akureyri 24. febrúar 1981. Hún lést í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 3. september. þitt lífshlaup, Birgitta mín, það eru aðrir fær- ari um það en ég. En eitt veit ég að það er það að þú hefur átt erf- iða tíma síðan mamma þín og pabbi voru tekin í burtu frá þér með átta mánaða millibili. En eitt máttu vita að ég hugsði mikið til þín alla tíð. Ég spurði allt- af eftir þér ef ég hitti til dæmis Villa, Sigur- laugu, Lillu, Diddu o.fl. Manstu þegar þú komst til mín síðast og ég var að sýna þér húsið og ég bauð þér herbergi, sem þér fannst alls ekki svo slæm hugmynd, en þér snerist hugur, vildir bara vera hjá Helenu systur þinni sem ég skil ósköp vel. Ég hefði viljað hitta þig þegar þú komst á Þjóðhátíðina, en ég fór ekki inn í dal og því fór sem fór. En ég frétti að þú hefðir komið og ég hefði viljað tala við þig. Mikið agalega var það sárt þegar hún Hildur Rán vakti mig kl. 3 um nóttina og sagði mér að þú værir dáin, mig setti hljóðan. En elsku stelpan mín, við fáum víst engu ráðið um vist okkar hér á jörðu, þér hefur örugglega verið ætlað æðra hlutverk á himn- um. Ég veit að það er tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna, kom- in til foreldra þinna sem muna alveg örugglega hugga þig og umfaðma. Elsku Birgitta mín, viltu hafa auga með litlu strákunum mínum þeim Róberti Frey og Ósvaldi Sal- berg og passa þá fyrir mig þangað til ég kem. Mig langar að endingu að senda þetta ljóð til þín sem er eftir hana Jórunni ömmu þína: Vina mín, þú ert veik, ég veit, þú deyrð í nótt. Dauðinn með sigð við síðu, svífur nú hingað hljótt. Ég vil þig syngja í svefninn, í sálina þína frið, kyssa á kæran vanga og krjúpa við þína hlið. Hljóðlega og hægt gengur dauðinn og hefur þig burt með sér. Stirðnar þá hönd og hugur og hjartað í brjósti þér. Svo breiði ég dánardúkinn yfir dapurt andlit og hljótt. Sofðu nú, kæra vina, vært hina löngu nótt. (Jórunn Tórshamar.) Elsku Helena, Villi, Jóhann og allir ættingjar og vinir. Missir okkar er mikill, en ég veit að Guð mun styrkja okkur um ókomin ár. Sofðu rótt, elsku vina, og vertu guði falin. Þinn frændi Ósvald. Þegar ég sest niður og hugsa um alla dagana sem Birgitta markaði í lífi mínu eru þeir fleiri en ég get tal- ið. Ekki eru allar minningarnar frá góðum tímum, en allar eru þær mér kærar. Erfitt er að velja einhverja eina sem stendur uppúr, af því þær eru allflestar góðar. Ég man best eftir Birgittu sem lífsglaðri, ljós- hærðri; kattliðug af fimleikum, ákveðin í að verða poppstjarna eða rokkari og uppfull of lífsorku og draumum um framtíðina. Við vorum mikið saman á þeim tíma og á ég margar fyndnar minningar um okk- ur í allskonar fötum af Helenu og dansandi upp á borði með míkró- fóna gerða úr álpappír, að undirbúa útitónleika sem áttu að vera í bak- garðinum heima hjá Birgittu. Einn veturinn kom Akureyringurinn upp í Birgittu og hún krafðist þess að við myndum fara á skíði í brekkunni fyrir utan heima, ég var hin mesta brussa á þeim til að byrja með en svo hafðist þetta eftir dygga leið- sögn Birgittu. Veturinn á eftir urð- um við 3 í hópnum, Birgitta ljós- hærð, Esther rauðhærð og ég dökkhærð, í raun eins ólíkar og hægt er að hafa það, en þá fyrst fóru hjólin að snúast. Við vorum all- ar hrifnar af öllum strákum sem áttu eitthvað sætt til, hlustuðum á Elvis og sungum með, skrifuðum í dagbækur, fórum á diskó og héldum náttfatapartý. Ég man að í öllum bekkjarafmælum eða á diskóum var það einhver sem bað Birgittu um að vanga, oft voru þá einir tveir til þrír sem horfðu með mikilli öfund á þann sem fékk að halda henni við vanga sinn í þessar 3 mín., eða svo. Hún var einhvernveginn alltaf sæt- asta stelpan í bekknum. En svo liðu árin og við fórum hvor í sinn vina- hópinn og áttum í raun fáar stundir utan skóla, en þó oftast í frímó. Svo hittumst við bara fyrir slysni yf- irleitt eftir tíundabekkinn. Frá 1999-2001 voru samskiptin engin, ég frétti samt alltaf af henni, hvort sem það var frá gömlum skólafélögum, vinum eða ættingjum hennar. Svo var það í eitt af þessu skiptum sem ég hitti Jóa að hann lét mig hafa númerið hennar og ég hringdi í hana, þá held ég að hún hafi búið á Akureyri, en við töluðum saman í dágóðan tíma um allt og ekkert og sögðum báðar að við yrðum að fara að hittast. Svo þegar við hittumst var það góður dagur og við grétum báðar, enda mikið búið að ganga á hjá okkur báðum frá því að við sein- ast sáumst. Við áttum saman langt og gott spjall um það að verða edrú og lífið í kringum það. Ekki hafðist það hjá okkur í það skiptið, heldur bættist vel við reynslu okkar beggja í fyrra haust. Við hittumst þá nokkrum sinnum í ýmsu ástandi og við ýmsar aðstæður. Ég man sér- staklega eftir einu kvöldinu þar sem hún var svo ánægð að fá mig í heim- sókn eins og ég hefði gefið henni eitthvað dýrmætt með því að hringja og koma, ég man hvað mér fannst gott að við gátum talað sam- an eins og við hefðum aldrei misst úr dag hjá hvor annarri. En stuttu seinna fór ég í mína seinustu með- ferð, en ég frétti af Birgittu í Eyjum hjá Helenu systur inni í Eyjum, ég man að mér fannst gott að vita af henni á öruggum stað. Ég hitti hana svo þegar ég fór til Eyja um jólin og við fórum saman á fund. Eftir fund- inn tókum við rúnt og spjölluðum um það að vera edrú og hverju þyrfti að fórna til að ná þeim ár- angri. Ég frétti svo að hún hefði far- ið inn á Vog og ætlaði að fara upp- eftir til hennar með klink og lítið bréf, þegar ég hitti svo Jóa sem sagði mér að hún hefði hlaupið út. Ég heyrði fátt af henni þar til ég hitti hana í júní, fyrir utan bakarí í Reykjavík, við áttum saman stutt spjall og býttuðum á númerum. Hún sagðist vera orðin edrú og vildi koma með mér á fund um kvöldið, ég sagði henni bara að hringja og þá færum við, en því miður kom aldrei til þess samtals. Og þetta var það seinasta sem ég sá af henni. Ég er þakklát fyrir að eiga allar minning- arnar og að hafa þekkt hana í gegn- um árin. Elsku Villi, Sigurlaug, Helena, Jói og aðrir aðstandendur, megi Guð vera með ykkur og styrkja á þessari stundu. Við tölum þvert um huga okkar, þegar við þorum ekki að vera við sjálf, stundum er of sárt að vera maður sjálfur, stundum næstum óbærilegt að vera það ekki. (Anna S. Björnsdóttir.) Kveðja Valgerður (Vala). Mig langar til að minnast hennar Birgittu með nokkrum orðum. Ég þekkti hana ekki mikið en það sem stendur uppúr og ég gleymi aldrei, er að alltaf þegar ég hitti hana þá faðmaði hún mig alltaf og það var svo þétt og innilegt og hún var ætíð brosandi. Einnig er sonur minn fæddur sama dag og hún sem gerði daginn aðeins stærri. Mig og fjölskyldu mína langar til að votta systkinum hennar og fjölskyldu samúð okkar og biðjum guð að geyma hana. Hilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.